Dagblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. NÖVEMBER 1977. íslenzkur skipasmíðaiðnað- KSW ur sannar enn agœf i sitt *»«**** **** Hinar miklu breytingar tóku aðeins tvo mánuði. tslenzkar skipasmíðastöðvar geta verið fljótar að starfa, það sannaðist í Bátalóni með Sigurberg. — DB-myndir Bjarnleifur. „Skip streyma út úr landinu til erlendra skipasmíðastöðva þegar þeim parf að breyta. Þannig er erlendum iðnaði af- hent mikið verkefni sem hægt er að vinna hér,“ sagðj Þorberg- ERTU ASKRIFANDI ? Þá átt þú möguleika á að eignast Chevrolet Nova Custom, í þennan stórglæsilega, ameríska bíl: áskrifendaleik Dagblaðsins. ERTU EKKI ÁSKRIFANDI ? Pantir þú áskrift nú, fyrir Áskriftasími Dagblaðsins er 27022. mánaðamót, átt þú jafn mikla möguleika og þeir, sem eru áskrif- Gangi erfiðlega að ná sambandi, endur nú þegar. þá reyndu 35320, 83006, eða 83764. mmiABw frfálst, úháð dagblað ur Olafsson framkvæmdastjðri Bátalóns í Hafnarfirði í viðtali við DB. Bátalón hefur nýlega gert stórbreytingar á mb. Sigur- bergi GK 212. Skipið var tekið inn í verkstæðishús hinn 29. ágúst sl. Hefur því verkið tekið rétta tvo mánuði. Það var sjósett síðastliðinn föstudag. „Það hefur verið notað sem rök fyrir því að afhenda erlend- um aðilum þennan iðnað að verk taki svo langan tima hér. Þetta er tylliástæða," sagði Þor- bergur Ölafsson. „Það sannast rétt einu sinni á því hversu skamman tfma þessi mikla breyting á Sigurbergi tók. Ég tel að verk af þessu tagi, sem unnin eru hérlendis, séu ekki dýrari en þau sem unnin eru erlendis,“ sagði Þorbergur. A föstudaginn var sjósettur f, Bátalóni í Hafnarfirði áður- Sigurbergur i höfninni í Hafnarfirði. Maðurinn í reiðanum að leggja lokahönd á smíði skipsins og.viðgerð. nefndur bátur sem þá hafði verið breytt i tveggja þilfara skip, 300-350 burðartonn. Er mb. Sigurbergur nú kominn með skuttogbúnað, flotvörpu- vindu og höfuðlínumæli. Þessi búnaður gefur möguleika á að veiða með loðnu-, spærlings- eða kolmunnatrolli jafnhliða síldarnót og loðnunót. Þannig er Sigurbergur GK orðinn það sem kalla má fjölveiðiskip eftir breytinguna sem á honum var gerð. Þetta er f annað skipti sem Bátalón hf. gerir stórbreytingu á þessu skipi. Um áramótin ’73 og ’74 var það tekið f hús og lengt um 4 metra. Á árinu 1975 var sett í það ný vél. Breytingin, sem nú hefur verið lokið, tók aðeins tvo mánuði, sem fyrr segir, og hefur i alla staði tekizt vel. -BS. „Presley Islands” kynnir Elvis á minningarkvöldi „Presley Islands” kynnir EIvis Presley, tónlist hans og áhrifa- valda á minningarkvöldi um rokk- kónginn látna f bókasafni Menningarstofnunar Banda- ríkjanna annað kvöld kl. 20.30. „Presley Islands” er Þorsteinn Eggertsson, þúsundþjalasmiður i Keflavik, sem skemmti víða með Presley-eftirhermum fljótlega eftir að stjarna Elvis fór að skina. Þorsteinn muri annað kvöld gera grein — í tali og tónum — fyrir því fólki sem hafði hvað mest áhrif á Elvis Presley og feril hans. Síðan verða leikin lög af plötum rokkkóngsins allt frá 1955 1977. Menningarstofnun Banda- ríkjanna hefur orðið sér úti um fjölda mynda og plakata með Elvis og munu þau skreyta bóka- safnið þetta kvöld. Minningarkvöldið um Elvis Presley er fyrst og fremst hugsað fyrir þá sem fylgzt hafa með ferli Elvis Presley á hljómleikum í Florida í upphafi ferils síns 1956. rokkkóngsins og náð hafa þeim aldri að yfirvöld amist ekki við þeim á almannafæri eftir kl. átta á kvöldin. -OY-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.