Dagblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 15
DACBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR t. NÓVKMBKR 1977. DAÓBLADID. ÞRIÐ.Il’DAGUR .. NÓVKMBKR 1977. 27 Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Íbréttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Handboltapunktar Lærdómurínn frá HM í Austurríki ekki numinn RIOCH AFTUR TIL DERBY? — Everton sigraði Middlesbro 2-1 í deildabikamum ígærkvöldi Allar líkur benda nú til þess ad fyrirliði skozka landsliðsins, Bruce Rioch, hverfi aftur til síns gamla félags, Derby. Fyrir tæpu ári var Rioch seldur frá Derby til Everton fyrir tæp 200 þúsund sterlingspund og allar líkur eru á að Tommy Docherty kaupi hann á 15 þúsund sterlingspund sam- kvæmt fréttaskeytum Reuters. Sala skozka landsliðsfyrirliðans kemur mjög á óvart — og hann var settur úr liði Everton sem lék gegn Middlesbrough í deilda- bikarnum í gærkvöld. Frétta- skeyti segja að hann haldi til Derby i dag til að ræða væntan- legan samning við Tommy Docherty. Þrátt fyrir að Everton væri án Rioch sigraði liðið engu að siður í Middlesbrough. Tæplega 30 þús- und manns'sáu leikinn — en áður höfðu liðin skilið jöfn, 2-2, á Goodison Park, í deildabikarnum. Everton fékk fljúgandi start, Mick Lyons skoraði fljótlega og Jim Pearson bætti við öðru marki fyrir Everton sem var í úrslitum deildabikarsins i vor. David Mills minnkaði muninn fyrir Middles- brough skömmu fyrir leikhlé — og látlaus sókn Middlesbrough í síðari hálfleik gaf ekki mark. Þar var hinn 18 ára gamli Mark Higg- ins frábær í vörninni en þessum unga leikmanni er þegar spáð miklum frama f knattspyrnu — ensku landsliðssæti. Og að baki varnarinnar var markvörðurinn George Woods góður, varði hvað eftir annað á hreint undraverðan hátt. Forusta PSV PSV Eindhoven hefur nú fimm stiga forustu í hoiienzku 1. deild- inni — eftir 1-0 sigur gegn Sparta frá Rotterdam: Eina mark leiks- ins skoraði landsliðsmaðurinn Van der Kuylen á síðustu mínútu leiksins. PSV hfur nú hlotið 23 stig að loknum 11 umferðum — Twente Enschede og Ajax hafa 18 stig og Sparta 17 stig. Urslit í Hollandi urðu: PSV — Sparta 1-0 Twente — FC Haag 6-0 Haarlem — NEC 6-0 Ajax — Venlo 5-0 Utrecht — Amsterdam 2-2 Arnhem — Volendam 2-2 NAC Breda — Telstar 2-2 Feyenoord — Go Ahead 2-0 AZ ’67 — Roda 1-1 — leikreynsla lykilleikmanna fleytti okkur áf ram í A-keppnina til Danmerkur. Landsliðsnefnd Iftur alvegframhjá þessum þætti Nú eru sjö manuðir síðan tsland tryggði sér sæti í úrslitum HM í Dan- mörku í handknattleik. Sjö mánuðir síðan tsland hreppti fjórða sætið í B-keppninni í Austurríki, sæti sem gaf rétt í úrslit HM. ísland gat vel við árangurinn í Austurríki unað — þrír sigrar, tvö töp — þar af naumur ósigur gegn Tékkum í baráttunni um þriðja sætið, 19-21, eftir framlengdan leik. Islenzka landsliðinu tókst það sem stefnt var að i Austurríki —að komast áfram í úrslit HM í Danmörku. Ár- angur íslenzka liðsins í Austurríki má fyrst og síðast þakka leikreynslu lykilleikmanna — leikmanna er hafa skólazt í baráttu með íslenzka lands- liðinu í fjölda ára, hafa öðlazt dýr- mæta reynslu, sem einmitt var lykill- inn að velgengninni í Au-íurríki. Leikur íslenzka liðsins i Austurríki byggðist á reynslu Geirs Hallsteins- sonar með 108 landsleiki fyrir ísland, Viðar Símonarson með 103 landsleiki, Ölafur H. Jónsson með 101, Björgvin Björgvinsson með 98, Ólafur Bene- diktsson 76. Axel Axelsson 60 og fyrirliðinn Jón Karlsson með 55 landsleiki — þekking þeirra og reynsla reyndist þung á metunum, kom tslandi áfram í úrslit HM, jú, samtals hafa þeir leikið 599 lands- leiki. Nú eru þrír mánuðir þar til úrslita- keppnin fer fram í Danmörku — þrír stuttir mánuðir. tslenzka landsliðið er að leggja upp í erfitt keppnisferðalag til V Þýzkalands, Póllands og Sví- þjóðar. Landsliðsþjálfarinn Janusz Czerwinski mun taka við liðinu í Pól- landi og þá hefst strangt æfingapró- gramm, 6 landsleikir. Af þessum sjö leikmönnum, sem áður voru taldir, fer aðeins landsliðs- fyrirliðinn, Jón H. Karlsson. Björgvin Björgvinsson og Geir Hallsteinsson komast ekki vegna meiðsla, Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson eru í Þýzkalandi — og geta ekki tekið þátt í æfingaundirbúningi landsliðsins fyrr en í desember — ef landsliðsnefnd tekur þann kostinn að velja þá. Ölafur Benediktsson og Viðar Símonarson hafa báðir flutzt til Svi- þjóðar og leika þar — og ljóst er að Viðar Símonarson verður ekki með í Danmörku. Landsliðsnefnd hefur valið 13 leik- meginstofni sem hún hafði í Austur- ríki, það er af þeim leikmönnum sem hún hefur til umráða. Hún heldur áfram að byggja upp Valsmennina Bjarna Guðmundsson og Þorbjörn Guðmundsson og Víkingana Viggó Sigurðsson og Þorberg Aðalsteinsson, efnilegir leikmenn, leikmenn fram- tíðarinnar. Ur þeim hópi, sem ekki var í Austurríki hefur nefndin bætt við fjórum leikmönnum — þeim Árna Indriðasyni, Þorbirni Jenssyni, Jóni Pétri Jónssyni og Birgi Jóhannssyni. Árni er að sjálfsögðu margreyndur landsliðsmaður — einn sterkasti varnarleikmaður í íslenzkum hand- knattleik. En hinir þrír — þeirra tími er ekki kominn. Landsliðsnefnd bein- línis kastar þeim út í ólgusjó erfiðra landsleikja, þeir hafa enn ekki þá reynslu, sem leikirnir í Danmörku krefjast. Sá lærdómur sem fyrst og síðast mátti læra af HM í Austurríki var sigur reynslunnar, sigur skynsams leiks undir styrkri stjórn landsliðs- þjálfarans Janusz Czerwinski. Það kom berlega í ljós hve reynsla er mikilvægur þáttur í erfiðri keppni; það kom skýrast í ljós hve Viðar Sím- onarson var mikilvægur hlekkur í leik íslenzka liðsins þrátt fyrir að hann hafi ekki verið í sviðsljósinu í landsleikjum hér heima fyrir HM. Þennan lærdóm virðist landsliðs- nefnd ekki hafa numið — dæmalaust virðingarleysi hennar fyrir leikmönn- um er hafa öðlazt reynslu í eldlínunni fyrir ísland. Skýrast er þetta ef til vill er Björgvin Björgvinsson meiddist. Björgvin — frábær leikmaður. Birgir Jóhannsson, kornungur og ákaflega efnilegur leikmaður með Fram var valinn til sinna fyrstu landsleikja með íslandi — sannarlega maður framtiðarinnar. Landsliðsnefnd kaus að ganga framhjá einum sterkasta varnarmanni í íslenzkum handknatt- leik — Stefáni Gunnarssyni úr Val. Stefán hefur að baki fiölda lands- leikja fyrir Island, sjóaður í erfiðum landsleikjum. Var ekki rétt að leita að leikmanni er öðlazt hefði reynslu í erfiðum landsleikjum. Stefán er ákaf- lega fastur fyrir — óeigingjarn leik- maður, leikmaður er ávallt reynir að aðstoða samherja sfna, reynir að blokkera fyrir stórskyttum. Framhjá reynslu hans var litið. Landsliðsnefnd kaus að ganga framhjá fyrirliða íslenzka landsliðs- ins 1975 — Páli Björgvinssyni. Allir íslenzkir handknattleiksunnendur þekkja hæfileika hans — hann hafði skorað 7 mörk gegn Júgóslövum í ólympíukeppninni 1975 þegar hann var borinn af leikvelli, fótbrotinn. Sér í lagi virtist val hans sjálfsagt með tilliti til þess að Viðar Símonar- son tekur ekki þátt í HM. Þá má einnig jafnvel nefna Bjarna Jónsson — margir telja að farið sé að halla undan fæti fyrir Bjarna en hann er þó einn sterkasti varnarleik- maður í handknattleiknum í dag. Og hann hefur nokkuð sem enginn annar hefur — hann þekkir danskan hand- knattleik út og inn, þekkir danskar aðstæður og við mætum Dönum í Danmörku. Hefði reynsla hans gétað komið að notum? Þessir þrír leik- menn eru sízt lakari en nýliðarnir — þeir hafa reynsluna framyfir. Nei, landsliðsnefnd hefur alveg litið framhjá mikilvægum þætti, stóra lærdóminum er draga mátti af þátt- tökunni í Aústurríki. I því liði, sem nú heldur í æfinga- og landsleikjaför til V-Þýzkalands, Póllands og Svíþjóð- ar eru margir ungir og efnilegir leik- menn, leikmenn framtíðarinnar — en þeir eru enn ekki nógu skólaðir í erfiðum landsleikjum, sér í lagi HM- keppni. Þeir sjö leikmenn er nefndir voru í upphafi greinarinnar — Geir, Viðar, Olafur H. Jónsson, Björgvin, Ólafur Ben., Axel og Jón Karlsson hafa nú, leikið 599 landsleiki fyrir Island — landsliðshópurinn sem heldur út á morgun hefur leikið 293 landsleiki. -hhalls. eftir f jdrar umfer ðir. Hef ur skorað 28 mörk eða sjö mörk að meðaltali íleik. Lugi ef st og Jdn Hjaltajín hef ur skorað f jögur mörk. Olympia vann loks í 4. umf erð „Hinn 28 ára Agúst Svavarsson frá Reykjavík hefur fengið kanonstart með sínu nýja félagi Drott í Halmstad," skrifar Dagens Nyheder um íslenzka landsliðs- kappann úr ÍR, sem byrjaði að leika með sænska liðinu í AU- svenskan í haust. Ágúst hefur skorað 28 mörk í fjórum leikjum með Drott — og í einum þeirra, gegn IFK Kristianstad, skoraði hann tiu mörk. Er markhæstur í Alpsvenskan. Drott hefur skorað flest mörk í Allsvenskan eða 97 — sjö mörkum meir en Lugi frá Lundi. Lugi er efst í Allsvenskan. Hefur sigrað i öllum fjórum leikjum sínum. Jón Hjaltalín Magnússon leikur með Lugi og hefur skorað fjögur mörk í þessum fjórum leikjum. Þrjú þeirra voru gegn Ölafi Benediktssyni, þegar Lugi sigraði Olympia, liðið, sem Ólafur leikur með, 21-11 á útivelli. Þá skoraði Jón Hjaltalín eitt mark, þegar Lugi sigraði AIK 23-20 einnig á útivelli. t heimaleikjum Lugi hefur Jón hins vegar ekki skorað. I þeim vann Lugi GUIF 22-19 og Heím 24-12. Sænsku leikmönnunum gekk illa að hemja Ágúst Svavarsson í fyrstu leikjum hans í Svíþjóð. Skiljanlegt þvi Gústi er engin smásmíði, 102 kíló og 198 sm á hæð. Drott sigraði í þremur fyrstu leikjum sínum í Allsvenskan. Hinn fyrsti var gegn meisturum Hellas, sem heldur betur fe’ngu að finna fyrir skotkrafti Drott- manna. Þeir sigruðu með 28-13 og Ágúst var markhæsti leik- maðurinn í leiknum. Skoraði sjö mórk. Næsti leikur Drott var gegn Heim í Gautaborg, er í vor lék til úrslita við Hellas um sænska meistaratitilinn. Drott sigraði með 21-19 og aftur var Ágúst markhæstur. Skoraði sjö mörk. Þriðji leikur Drott var gegn Kristianstad og Drott sigraði með 31-23. Enn var Ágúst markhæsti leikmaðurinn — skoraði hvorki meira né minna en tíu mörk og það í tólf tilraunum. Aðeins tvö skot misheppnuðust hjá honum. En í fjórða leik Drott gekk ekki eins vel hjá Ágústi eða öðrum leikmönnum liðsins. Þá var leikið við Ystad á útivelli — og Ystad sigraði 27-17. I fyrsta sinn var Ágúst ekki markhæstur með Drott eða í leik. Hann skoraði þó fjögur mörk — tvö úr vítaköstum — en Jörgen Abrahamsson var Haustmót JSÍ var haldið sl. sunnudag 30. október. þetta var fyrsta stórmót júdómanna á vetr- inum. Keppt var i fjórum þyngdarflokkum. Urslit urðu þessi: Undir 71 kg: 1. Halldór Guðbjörnsson, JFR. 2. Baldur Jóelsson, JFR. 3. Hilmar Jónsson, A. 71—78 kg: 1. Garðár Skaptason, A. 2. Gunnar Guðmundsson. UMFK. 3. Björn Halldórsson, UMFK. 78—86 kg: 1. Bjarni Friðriksson, A. 2. Bjarni Björnsson, JFR. 3. Jónas Jónasson, A. markhæstur hjá Drott með 5 mörk. Olympia byrjaði illa i Allsvenskan en liðið vann sig upp úr 2. deild í vor. Tap í þremur fyrstu leikjunum — en í þeim fjórða kom loksins sigur. Þá sigr- aði Olympia Saab með 20-16 á heimavelli. Daninn Thomas Pazyj, sem skoraði sigurmark Dana gegn Svium á Norðurlanda- mótinu nokkrum sekúndum fyrir leikslok, var markhæstur í liði Olympia með 5 mörk. öll skoruð úr vítaköstum. Hjá Saab var Jan Jonsson markhæstur með sex mörk — þrjú víti . Björn Anders- son, landsliðskappinn frægi, sem leikið hefur 103 landsleiki fyrir Svía, hefur ekki getað leikið með Saab vegna meiðsla — og missti einnig af Norðurlandamótinu. Yfir 86 kg: 1. Gísli Þorsteinsson, A. 2. Karl Gíslason, JFR. 3. Hákon Halldórsson, JFR. Þetta er síðasta opinbera mótið sem haidið er fyrir opna skandinavíska meistaramótið sem haldið verður í Reykja.vik í næsta mánuði (19.—20. nóv.). Hér er um að ræða alþjóðlegt mót, þ.e. öllum aðilum innan Al- þjóöasambands júdómanna er heimil þátttaka. Ekki er enn vitað hversu margir erlendir júdó- menn munu koma til mótsins, en þetta verður fyrsta opna alþjóð- lega júdömótið hér á landi. Það munar miklu fyrir Saab, sem er í neðsta sæti ásamt Heim með eitt stig. í fyrstu umferðinni tapaði Olympia 11-21 heima fyrir Lugi. 1 2. umferð á útivelli fyrir AIK 18-14 og í 3. umferðinni fyrir Lidingö á útivelli 22-21 eftir að Olympia hafði haft þrjú mörk yfir í hálfleik. Daninn Pazyi er mark- hæstur hjá Olympia með 24 mörk — helminginn hefur hann skorað úr vítaköstum. Hjá Lugi er sænski landsliðsmaðurinn Claes Ribendahl markhæstur með 20 mörk. Ágúst Svavarsson er mark- hæstur leikmanna í Allsvenskan eftir fjórar umferðinneð 28 mörk og 11 af mörkum sínum hefur Ágúst skorað úr vítaköstum. Bengt Hakonsson, Vikingarna, sem lék hér á NM, hefur skorað 25 mörk. Staðan eftir fjórar umferðir er þannig: Lugi 4 4 0 0 90-71 8 Drott 4 3 0 1 97-76 6 Ystad 4 3 0 1 79-69 6 Hellas 4 3 0 1 83-81 6 Vikingarna 4 2 1 1 86-76 5 Krist.st. 4 2 1' ' 1 83-88 5 AIK 4 2 0 2 76-75 4 GUIF 4 0 2 2 73-81 2 Olympia 4 1 0 3 66-77 2 Lidingö 4 1 0 3 76-91 2 Saab 4 0 1 3' 65-74 1 Heim 4 0 1 3 74-89 1 í viðtaii Dagens Nyheder við Agúst er skýrt frá ferli hans. Þar kemur fram, að 1969-1970 var Ágúst valinn bæði i landslið Islands í handknattleik og Hart barist í júdó Gummersbach í ef sta sæti —eftir slaka byr jun hef ur ekkert stöðvaðbikarmeistara Gummersbach Minden 24. október 1977. Gummersbach — Lið helgarinn- ar! Bikarmeistarar 1976—1977, Gummersbach, er það lið sem hæst ber þessa stundina hér í Bundeslígunni. Eftir slaka byrj- un hefur liðið tekið stöðugum framförum og eftir að hafa tekið Hofweier í kennslustund síðast- liðínn iaugardag (22. október) situr það nú i efsta sæti með 12 punkta eftir 7 leiki. Grosswall- stadt hefur 10 stig en eru með einum leik minna. t Gummersbach var aldrei neinn vafi hvort liðið myndi sigra. í hálfleik var staðan 9-4 fyrir Gummersbach. Vörnin var mjög góð og markmaðurinn var einn bezti maður vallarins. Úrslit- in urðu 18-9 fyrir Gummersbach og er þetta fimmti sigur liðsins í röð. Grosswallstadt sigraði Neu- hausen nýliðana með 17-12 á úti- velli og er því í öðru sæti, en með einum leik minna en Gummers- bach. Grosswallstadt á eftir að spila í Kiel. Nettelstedt náði í tvo punkta í Derschlag og var það ekki fyrir- hafnarlaust. Derschlag átti mörg dauðafæri sem fóru í súginn. Sér- staklega þó í seinni hálfleik. Með Nettelstedt spilaði nú Lazarevic, Júgóslavinn frægi.en eftir 7 mán- aða hvíld vegna uppskurðar á fæti, var ekki von að mikið kæmi út úr honum. t hálfleik var staðan 9-9, en í seinni hálfleik áttu mark- maður Nettelstedt, Martin Krocher (áður hjá GWD), og hornamaðurinn örvhenti, Heiner Möller, stórleik. Lokatölur urðu 20-18 fyrir Nettelstedt og eru þeir nú í þriðja sæti. Með sigri sínum yfir OSC Rheinhausen hér í Minden 19-16 færði GWD sig úr 7. sæti upp í 4. sætið. Lið Rheinhausen, sem helg- ina áður hafði unnið Grosswall- stadt á heimavelli með 15-12, kom mjög ákveðið til leiks og reyndi strax í byrjun að taka tvo leik- menn GWD úr umferð. Þetta hefur ekki verið reynt hér í Minden áður! GWD leiddi allan fyrri hálfleikinn með tveim mörk- um. í hálfleik var staðan 9-7 fyrir GWD. I byrjun seinni hálfleiks náði Rheinhausen að-jafna og sáust tölurnar 9-9, 10-10, 11-11, 12-12, 13-13. En þá fór að koma í Ijós að ekki er nóg að hafa aðeins sex leikmenn sem verða að spila allan- jeiktímann, hjá Rheinhaus- en ei*það einmitt vandamálið. Ur 13-13 breyttist staðan I 18-13 fyrir GWÐ. Eftir það var aldrei vafi á því hvort liðið myndi sigra. Lokatölur urðu 19-16 fyrir GWD. í næstu umferð mætast erfða- fjendurnir Nettelstedt — GWD (29. október). Verður það eflaust mikill baráttuleikur og til mikils að vinna fyrir bæði liðin. 1 Göppingen náðu heimamenn í 2 punkta gegn Húttenberg 15-12 og var það mikilvægur sigur, því oftast hafa þeir tapað gegn Húttenberg. Gunnar Einarsson varð að yfirgefa leikvöllinn eftir 20 mín. leik vegna meiðsla í ökkla. 1 fallbaráttunni deildu THW Kiel og Dietzenbach með sér stig- um. I troðfullri Ostseehöll, 6.500 áhorfendur, kom fyrir atvik sem getur kostað Kiel bann við næsta heimaleik. Einhverjir áhorfendur kveiktu í rakettum í höllinni og varð af mikill úlfaþytur. Varð að stöðva leikinn í smátíma. Vegna þess kom jafnvel til álita að flauta leikinn af. Þrátt fyrir lélegan leik unnu heimamenn, það er Mil- bertshofen, neðsta liðið í deild- inni PSV Hannover með 16-13. Einar Magnússon spilaði sinn fyrsta leik með PSV Hannover og skoraði 3 mörk. Með kveðju Ólafur og Axel. Viíúúúúps „Ég sá bara skugga ljúkast um mig,“ sagði sænski kappakstursmaðurinn Ronnie Peterson eflir japanska (írand-Prix kappakslurinn. Eins og við skýrðum frá í DB létust þrír er bíll Kanadamannsins Ailles Villeneuwe raksl á bíl Ronnie. kastaðist síðan yfir hann og inn i áhorfendahóp. Fyrstu fréttir hermdu að tveir hefðu iátizt — en sú tala hækkaði upp í þrjá. Tíu manns slösuðust alvarlega — og þurftu sumir að bíða upp í 20 mínútur áður cn hjálp barst. Ht orugur kappakstursmannanna slas- a5ist en þarna skall hurð sannarlega nærri hælum hjá þeim —fórnarlömbin urðu hins vegar úr hópi áhorfenda. Agúst Svavarsson mark- hæstur í Allsvenskan Agúst Svavarsson — nú mark- hæstur í Allsvenskan. körfuknattleik. Hann hafi valið handknattleikinn, sem er mun vinsælli íþrótt á íslandi. Fyrir tveimur árum lék Ágúst átta leiki með Malmberget í Allsvenskan — en flutti svo á ný til Islands. Þjálfari Drott, Bengt ,,Bengan“ Johannsson er spurður um álit á Ágústi. Hann segir: „Eg held að mótherjar okkar hafi vanmetið Ágúst. Hann var slæmur í handlegg og náði sér ekki vel á strik á æfingaleikjum okkar. Hann er góður skotmaður — en ég vil ekki kalla hann kanonskyttu. En það þarf að hafa gætur á honum og hann hefur mjög gott keppnisskap. En ég hef marga aðra góða leikmenn — og fyrst og fremst allt góða skot- menn. Við erum með marga smávaxna leikmenn og því var það frábært að fá stóra Ágúst. Þegar hann skoraði sex mörk í röð fyrir Malmberget gegn okkur í Drott fyrir tveimur árum þá vaknaði mikill áhugi hjá okkur á honum.“ Það er auðvitað ekki aðeins Ágúst, sem gert hefur Drott að stórllöi? ,,Nei,“ segir Bengt „leikkerfi okkar eru farin að ganga upp Við leikum sóknarleik — bæði í sókn og vörn. Rólegan en árangurs- ríkan. Með sterkum leikmönn- um.“ -hsím. menn til æfinga- og landsleikjafarar- innar til V-Þýzkalands, Póllands og Sviþjóðar — af þeim fer aðeins einn máttarstólpanna. Landsliðsnefnd hefur gert rétt í að skipa lið sitt þeim Fara Svíar ekki til Argentínu? Ölíklegt er þó að Svíar hætti við þátttöku — og þess bera að minnast að Svíar léku við Chilemenn í Davis- Cupkeppninni i tennis fyrir tveimur árum þrátt fyrir mikil mótmæli heima fyrir. Tvær þjóðir hafa nú sótt um að halda HM í knattspyrnu 1980 — Sovétmenn og íranbúar. HM 1986 verður i Bólivíu í S-Ameríku og árið 1982 fer hún fram á Spáni. Svíar tryggðu sæti sitt í úrslit HM í Argentínu í knattspvrnu um helgina er Sviss sigraði Noreg 1-0 í Sviss. Norðmenn áttu möguleika á að komast áfram — en aðeins með minnst þriggja marka mun. Slíkt var hins vegar ekki á færi norsku leik- mannanna þrátt fyrir góðan leik. En nú hafa risið upp deilur í Svíþjóð — hvort senda eigi landsliðið til Argentínu vegna einræðisstjórnar hersins sem hrifsaði til sín völdin á síðasta ári. Síðan þá hefur ríkt ógnar- stjórn í Argentínu — og Amnesty ínternational áætlar að milli 30 og 40 þúsund manns hafi horfið þar spor- laust. Páll Björgvinsson — skorar fyrir ísland. Hann finnur ckki náð fyrir auguni landsliðsnefndar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.