Dagblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 16
28 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1977. ÉG KEYPTIMÉR NÝIT ANDUT — Dálkahöf undurinn Constance Hall þoldi ekki að horf a í spegil og f ékk sér því andlitslyftingu Sífellt heyrum við um hina og þessa, aðallega frægar kvik- myndastjörnur sem láta lyfta á sér andlitinu. Andiitslyfting virðist af þessum frásögnum að dæma jafn sjálfsögð og eðlileg og að drekka vatn. En hvernig skyldi því fólki líða sem lætur lyfta á sér andlitinu. Við rákumst á frásögn einnar konu um það og fer hún hér á eftir nokkuð stytt. Kona þessi heitir Constance Hill og er dálka- höfundur hjá blaðinu Womans Own. Andlitið hrundi saman I september á síðasta ári varð ég allt í einu vör við það að andlitið á mér eins og hrundi saman. Þetta getur jafnvel hafa byrjað fyrr en ég ekki hafa séð það vegna slæmrar birtu og vonds spegils. Ég hugsa að breytingin stafi af því að ég breytti um tegund af P-pillu og ostrogen hormónarnir fóru í einhverja vitleysu. Breytingin lýsti sér fyrst og fremst í því að pokar mynduðust í kring um munnvikin og fita safnaðist undir og í kring um augu. Eg hætti að geta tjáð tilfinningar minar með andlits- svip og það sem verra var að fólk las eitthvað allt annað út úr svip mínum en mér fannst. Ég var kannski himinglöð og þá sagði einhver „Hva, af hverju ertu svona fúl“. Ég veit vel að það er talinn persónuleiki manna sem mestu máli skiptir. En hvaða persónu- leiki? Þér finnst kannski að þú sért vingjarnlegasti maður undir sólinni á meðan aðrir telja þig hið mesta skass og dæma þá eingöngu eftir útliti þínu. Og andlit þitt er þar stærsti þátturinn. Áður farið í aðgerð Eg hafði áður farið í plastiska skurðaðgerð. Fyrir mörgum árum var ég með óþægilega stór brjóst og lét taka af þeim nokkrar tommur. Það kostaði þá 300 pund (108 þúsund kr.) og ég hef sjaldan fengið meira fyrir peninga. Ég ákvað því að láta reyna á hvort svipað gæti átt sér stað með andlitið á mér. En það varð að vera réttur Constance Hall eins og hún var fyrir aðgerðina. maður. Það var ekki nóg að hann væri skurðlæknir heldur varð hann einnig að vera lista- maður. Ég vildi ekki líta út eins og einhver allt önnur manneskja. En upplýsingar um það hver væri góður og hver ekki lágu ekki á lausu, því að læknum var bannað að auglýsa sig á einn eða annan hátt. Það tók mig því tvö og hálft ár að finna þann rétta. Ég get ekki sagt hver það er vegna auglýsingabannsins. Aðgerðin sjálf tók eina klukkustund. En áður hafði læknirinn sýnt mér nokkur sýnishorn af því hvað hann hefði áður gert og hverjir möguleikar mínir væru. Hann taldi mig á að láta gerameiraon ég hafði ætlað í fyrstu, þar á meðal að rétta nefið á mér, sem mér hafði aldrei dottið í hug að væri nauðsynlegt. Klukku- tíminn á skurðarborðinu var þvi vel þess virði. Nýja andlitið mitt er eins og það gamla var, aðeins betur formað. Og mér finnst ég sjálf falleg og líður orðið vel þegar ég lít í spegil. Fyrstu vikurnar voru hörmung. En ég varð ekki falleg strax eftir aðgerðina. Fyrstu vikurnar var hrein hörmung að sjá mig. En traustið á lækninum hjálpaði mér. Hann hafði sagt að ég mætti ekki gera mér allt of háar vonir og ég reyndi að fara eftir þeim orðum. En nýja andlitið fór fram úr þeim glæstustu sem ég hafði. Ég þurfti þó ekki að liggja í rúminu eins og margir hafa þurft að gera eftir svona aðgerð og gat farið út strax á fjórða degi og þá aðeins með dökk gleraugu. Innan viku gat ég svo farið út að borða gleraugnalaus og mér leið eins og fegurðar- drottningu. Eg vissi strax fyrsta morguninn, þrátt fyrir örin og það allt, að þetta yrði í lagi. Fyrst hafði ég nokkra verki í eyrunum og ennþá (16 vikum eftir uppskurð) finnst mér eins og nálar séu í kinnunum á mér. Einnig hafði ég nokkra verki í hálsinum. Uppskurðurinn var því alls ekki sársaukalaus fyrir mig en ég hef heyrt um fólk sem ekki hefur fundið neitt fyrir verkjum. Það er víst mjög misjafnt eftir einstaklingum. En verstur var þó óttinn sem stundum sótti að mér um það að sársaukinn væri ekki eðlilegur. En mér var sagt að þetta myndi lagast með tímanum og ég ætti að vera þolinmóð. Fullur árangur næðist ekki fyrr en eftir þrjá mánuði. Þetta reynd- ist rétt. Og jafnvel þó ég finni ennþá örlitlar nálarstungur i kinnunum, sem jafnvel eiga eftir að lagast finnst mér þetta vera þess virði. Engin sýnileg ör Engin ör er hægt að greina á andliti mínu jafnvel þó ég sé ekkert til höfð á neinn hátt. Sum öranna eru reyndar falin í hárinu. Og jafnvel þau sjást ekki þó ég sé stuttklippt. Fyrst var ég dauðhrædd um það þegar ég vaknaði á morgnana að fallega nýja and- litið mitt væri horfið. Ég svaf því með spegil við rúm- stokkinn. Og fyrst brá mér alltaf ögn þegar ég leit í hann. Mér fannst eins og ég horfði framan í annan mann. Ég var líka, guð fyrirgefi mér, óvön að vera falleg og maður metur aldrei fegurð fyrr en maður venst henni. Viðbrögð fólks Bezt held ég til þess að lýsa viðbrögðum fólks sé að segja eina iitla sögu. í veizlu einni viku áður en ég var skorin stóð ég og ræddi við mjög fagra og sólbrúna konu. Hún var afar grönn- og greinilega úthvíld eftir sumarfrí. Enda var hún miðpunktur athyglinnar. Ég hefði svo sem þess vegna getað verið ósýnileg. „Svona er lifið,“ hugsaði ég döpur með mér. Þremur vikum seinna hitti ég einn veizlugestanna aftur. Hann sagði „Þú litur aldeilis vel út, Connie. Já, þú lítur mjög vel út. í rauninni ertu bara allt önnur manneskja að sjá, alveg stórkostleg." Venjulega nefnir fólk að eitt- hvað sé breytt og allir telja það til batnaðar. Sumir hafa þó gef- ið í skyn að aðgerðin sé alltof dýr (hún kostaði 725 pund eða 261 þúsund krónur) En menn eyða alltaf einhverju i munað. Þetta er minn munaður og ég vann fyrir honum sjálf. Fólk segir að ég hafi breytzt í heild, jafnvel röddin. Ég veit það að útlitið hefur þessi áhrif. En hversu lengi endist and- litslyftingin? Mér var sagt að hún væri svipuð og að færa klukkuna aftur á bak. Ég myndi byrja að eldast aftur en ekkert hraðar en fyrr. En ég verð þó að breyta svolítið til. Til dæmis er mælt með þvi að láta sólina ekki skina mikið á andlitið. I þjóðfélagi þar sem æskan er dýrkuð finnst mér ég hafa gert rétt. Ég er í þeim umbúðum sem mér eru virtar og ég hugsa til þess með ánægju. Mér finnst eins og inér hafi verið gefið annað tækifærið. -DS. Kjallarinn Verkfall sem frægt er og verður af endemum Þegar þetta er skrifað heni verkfall BSRB staðið alllengi. Borgarstarfsmenn Reykjavikur hafa samið og flestir bæjar- starfsmenn úti á landi. Það má segja að þetta fyrsta verkfall „hinna opinberu“ sé að flestu líkt öðrum verkföllum en þó í nokkru frábrugðið. Ég fullyrði að þetta óhugnanlega verkfall, sem önnur verkföll siðastliðin 3-5 ár, séu bæði þjóðhættuleg, skaðleg og óþörf. Það ætti að vera óþarfi að minna á hinn eilífa sultarsöng sem forystu- menn launþega kyrja sýnkt og heilagt. Það er líka orðið æði hvimleitt grátkjölturhljóð verkalýðsrekendaforystunnar framan í hina lægstlaunuðu og gamla fóikið. Allir sem enn þá nenna að hugsa en látackl'■ forsprakkana hugsa fyrir mg hijóta að sja falsið og hræsnina gegnum helgislepjugrímuna, sem þeir setja uþp fyrir framan þetta fólk. Verk þessara manna sanna þetlaáreiðanlega í hverju verkfalli. 1 sioasiú l erkfalli ASl var hinum lægstlaunuöu og verst settu sigað úi í vcik- fallið og ckki greiddur eyrir úr verkfallksjóði. (Hann er kann- ski kominn i lúxushallir eða fyrirtæki viTkalýðsforystunn- ar). Fyri, ,.imM uiii ui uiii var fjöldi fólks rekinn dauðveikur heim af spítölum, en vegna kröftugra mótmæla hafa foringjarnir ekki þorað það síðan. En hvað stendur það lengi? í flestum verkföllum hefir sjúkum og öldruðum verið gert mjög erfitt um vik að ná í nýmjóik, sem heita má af þessu fólki lífsnauðsyn. Stöðvun strætisvagna kemur verst niður á öldruðum, van- færum og þeim sem ekki hafa efni á því að eiga bíl. Verkfalls- verðir vaða inn á spitala og valda þar truflunum. Öskalög sjúklinga eru felld niður. Ekki dettur verkfallsforystunni í hug að útvarpa einhverju léttu efni til dæmis tvc tíma á kvöldi. Það hefði þó á engan hátt dregið úr gildi verktallsins. Hún er sannarlega ekki smálítil umhyggjan fyrir hinum öldruðu og lægstlaunuðu Framkvœmd með endemum Framkvæmd yfirstandandi verkfalls mun lengi verða minnst að endemum. Það má segja að skorið sé á lífæð þjóðarinnar á mörgum sviðum. Samband var rofið við umheim- inn. Erlendir menn eru kyrr- settir hér í marga daga og Islendingar erlendis. komast ekki heim. Nokkrir mcnn, sem vel er hægt að vera án í nokkra tíma, eru látnir loka æðri skólum landsins. Það eru þó smámunir hjá því að stöðva flutningaflota landsmanna og leyfa þeim ekki einu sinni að komast i örugga höfn. Hún er ekki lítil virðingin fyrir sjómannastéttinni hjá verk- fallsforystu BSRB. Það er augljóst að þessar aðgerðir gegn skipaflotanum og sjómönnum valda skipa- félögum og þjóðinni í heild óbætaniegu tjóni. Enginh af áhöfn skipanna er í verkfalli og þess vegna verða skipafélög að greiða fullt kaup meðan verkfallið stendur. Ég held að sjómenn ættu að ganga í land og sýna með því 'bæði heiðar- leika stéttarinnar og mótmæla þessum svívirðilegu verkfalls- aðgerðum. Þykir kannski nútímafólki heiðarlegt að taka fullt kaup fyrir alls ekki neitt (ekki gæti ég það). Meðan þetta gerist er veitt undanþága til að flytja inn stóra sendingu af erlendum öskur hljómplötum, ifka er leyfður flutningur á tuttugu þúsund pílagrímum frá Kano í Nigeríu og Oran í Alsír til Jedda. Þessi þjónusta við Afríkunegra og Alsírbúa má ekki niður falla, en íslenzkum sjómönnum og ferðamönnum er haldið i gislingu, hinum fyrr- nefndu í stórhættu ef veður versnar. Þetta framferði minnir óhugnanlega á hina ýmsu ofbeldishópa víða um heim, sem ekki skirrast við að myrða alsaklaust fólk, til þess að flýta því að sósíalismi, líkur þeim sem nú er í Rússlandi, verði ríkjandi um allan heim. Það skyldi þó ekki vera „skylt skeggið hökunni". Velsœlulyaar Launþegaforystan hefir lengi hamrað það inn í fslenzka alþýðu að launakjör séu allt að helmingi hærri í nálægum löndum en hér. Vegna þessara lyga hafa margir Islendingar flutt úr eymdinni hér í hina erlendu sælu. Þar á meðal dóttir mín og tengdasonur sem fluttu til Svíþjóðar. Hann vinnur við vélvirkjun og hefir fagkaup. Hann hefir 172 þús. íslenzkar krónur á mánuði. Skattar 49.450 kr. á mánuði. Eftir verða 122.500. Þar frá dregst húsaleiga, sem er 24.940 á mánuði. Eftir er þá til allra annarra lifsins þarfa um 97.000 kr. íslenzkar. Ibúðirnar sem almenningur býr í væru tæpast taldar íbútíarhæfar á Islandi. Þetla er þá iill norðurlandavel- sadan sem lygameistarar sósialista liafa básúnað gegnum Ingjaldur Tómasson ríkisfjölmiðla og í blöðum sínum. Það er líka aðeins eitt land í okkar nágrenni, sem hefir að mestu sloppið við núverandi efnahagskreppu. Ég þekki færeyska konu sem fór til Færeyja fyrir tiu árum og svo aftur á þessu ári. Hún sagðist hafa orðið mjög undrandi á hinni miklu efnahagslegu vel- megun sem allir byggju við. Skýringin á þessu er með öðru sú að hið tröllaukna ríkisbákn, sem nú hefir tekið sér hús- bóndavald á Islandi, er ekki í Færeyjum. Mestöll þjóðin vinnur þjóðnýt framleiðslu- störf og afætukrabbameinið er þar óþekkt fyrirbæri. Ef til vill skýri ég þetta nánar í næstu grein. Ingjaldur Tómasson. verkamaður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.