Dagblaðið - 05.11.1977, Page 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. NOVEMBER 1977.
t ' .... '
Naglar valda hundraða milljöna tjöni á götunum
En féleysi háir stórsnjallrí
íslenzkrí uppfinningu
Einar Einarsson telur sig þurfa 8-10 milljönir
Það hefur komið fram hjá
gatnamálastjóranum 1 Reykja-
vík að tjón það sem nagladekk
valda á götum borgarinnar er
u.þ.b. 300 milljónir króna, og
allt sumarið fer í það að lag-
færa skemmdir á slitlagi frá
vetrinum áður.
Með hliðsjón af þessu mikla
tjóni af völdum nagla-
dekkjanna er furðulegt það-
sinnuleysi, sem uppfinningu
Einars Einarssonar hefur verið
sýnt hér á landi. Uppfinningin
byggist á því að sérstakur
naglabúnaður er í dekkjunum
og með því að breyta stillingu
ventilsins á hjólunum breytist
loftið, þannig að naglarnir fara
út eða inn eftir þvi sem við á.
Einnig er hægt að hafa þénnan
búnað inni í bílunum og er því
hægt að draga naglana út eða
inn með einu handtaki.
Einar hefur fengið einka-
leyfi á þessari uppfinningu og
hún hefur vakið athygli víða
um lönd, þar sem menn eiga við
þetta naglavandamál að stríða.
Einar teiur að hann þurfi 8-10
milljónir til þess að fullkomna
þessa uppfinningu og framleiða
í tilraunaskyni hjólbarða til
tilrauna og kynningar. Einar
gerði ráð fyrir að tveir menn
ynnu við þessar tilraunir I eitt
til tvö ár, en Háskóli íslands
hefur lofað að láta í té hús-
næði undir tilraunastarf-
semina.
En uppfinningamáðurinn
hefur talað fyrir daufum eyr-
um ráðamanna og aðeins
fengið lítilræði, sem kemur að
litlu gagni. Það er þó Ijóst, að
sú fjárhæð, sem Einar þarf, er
hverfandi lítil miðað við tjónið
af völdum naglanna.
Einar hefur hlotið meðmæli
Háskóla Islands, Iðnaðarmála-
stofnunar Islands, lögreglu-
stjórans í Reykjavík, Bifreiða-
eftirlits ríkisins, Landssam-
bands iðnaðarmanna,
Sambands Isl. sveitarfélaga og
Barðans h/f, þar sem hvatt er
til ' stuðnings við þessar
tilraunir. Einnig hefur kvik-
mynd, sem Örn Harðarson
gerði um þessa uppfinningu,
hlotið yiðurkenningu tækni-
kvikmynda bæði í Moskvu og
Tékkóslóvakíu.
En ekkert gerist. Fjármagnið
fæst ekki til tilraunanna. Hvað
dvelur orminn langa? .jh_
UR EINU HERBERGI
í GLÆSILEGT EIGIÐ
HÚSNÆÐI
—með viðkomu í Hátúni 4a. Sparisjóður vélstjóra flytur
starfsemina að Borgartúni 18. Mikil aukning innlána
„Þróun Sparisjóðs vélstjóra
hefur verið ákaflega hröð undan-
farin ár. Nú nema innlán í
sparisjóðnum 770 milljónum
króna en um áramótin voru þau
576 milljónir króna. Þessi öra
þróun hefur kallað á aukið
húsrými, sem við opnum nú • og
þannig getur Sparisjóður
vélstjóra veitt viðskiptavinum
sinum aukna þjónustu, þar á
meðal geymsluhólf,“ sagði
Hallgrímur G. Jónsson sparisjóðs-
stjóri á fundi með fréttamönnum
í gær en Sparisjóðurinn var opn-
aður í gær í glæsilegum húsa-
kynnum að Borgartúni 18.
Sparisjóður vélstjóra byggði
þar i samvinnu við Farmanna-og
fiskimannasamband Islands og
aðildarfélög þess. Húsið er um
1900 fm að grunnfleti, tvær
hæðir. Sparisjóðurinn hefur til
umráða 600 fm. Bygging hússins
hófst í apríl á síðasta ári og við
innréttingu húsnæðisins hefur
verið tekið mið af þeim kröfum,
er gerðar eru til þjónustu-
stofnana í dag. Þannig geta
fatlaðir rekið erindi sín, þar eð
engir þröskuldar eða tröppur tor-
velda för hjólastóla. öryggis-
geymslur í húsinu eru tvær — að
erlendum stöðlum.
Já, Sparisjóður vélstjóra hefur
vaxið ört frá því hann var
stofnaður 1961 að frumkvæði
félaga innan Vélstjórafélags
Islands. Hann hefur með árunum
þróazt í að verða þjónustustofnun
fyrir almenning. Með auknum
vexti hefur starfsemin kallað á
betri húsakost. Þannig hóf
sparisjóðurinn starfsemi sína í
leiguhúsnæði að Bárugötu 11 — I
einu herbergi. SVo var flutt að
Hátúni 4a 1971 — og loks nú er
Sparisjóður vélstjóra í eigin
glæsilegu húsnæði.
Starfsfólk er nú 10 manns og
sparisjóðsstjóri er Hallgrimur G.
Jónsson, en hann tók við af
Tómasi Guðjónssyni er veitti
sparisjóðnum forstöðu fyrstu
árin. Jón Júlíusson er stjórnarfor-
maður og með honum eru í stjórn
Gísli Olafsson og Jón Hjaltested.
Nýbygging sparisjóðsins að Borgartúnl 18.
Forráðamenn Vélstjóraspari sjóðsins: f.v. Valdimar Olafsson
endurskoðandi, Jón Júlíusson, Hallgrímur Jónsson sparisjóðs-
stjóri og Jón Hjaltested. —
ta úti á tilraunadekkjum Einars.
nýrri
gerðum uppfinningarinnar er þetta kerfi innbyggt í ventil
dekksins, en ekki í utanáliggjandi ventli eins og sést á myndinni.
Naglakerfið má síðan flytja á miili fjölmargra dekkja þvi
naglarnir slitna ekki þegar þeir eru inni og lítið í snjó og hálku.
— annað óskilahjöl komið fram
Alsæll var 10 ára snáði, sem
endurheimti reiðhjólið sitt, sem
auglýst var eftir f Dagblaðinu á
dögunum. Reyndar hafði
drengurinn merkt sér hjólið með
lfmbandi með nafni sfnu og
heimilisfangi. Heiðarleg og
góðviljuð kona varð vör við hjólið
vestur á Kaplaskjólsvegi en hjólið
hvarf af Laugarnesveginum á
laugardagskvöldið.Lét konan vita
af hjólinu og var sá litli ekki
seinn á sér að sækja það.
Ur Breiðholtinu hringdi aftur á
móti maður og lét DB vita um
nýlegt DBS reiðhjól, sem þar var
á flækingi. Hjólið er með girum,
hinn mesti kjörgripur.
Fundu ungir piltar hjólið þar
sem það lá niðri við Elliðaár. Fóru
þeir með það heim með sér. Var
lögreglunni tilkynnt um fundinn.
Nú bfður þetta hjól þess að
eigandinn gefi sig fram. Ritstjórn
DB getur vísað á hjólið þeim sem
eftir þvf leitar með réttri lýsingu.
Hjólandi öldungur fyrir bfl
Hjólandi maður, sem kominn er öldungur var þarna á ferð á rétt-
á níræðisaldur, varð fyrir bfl á um kanti er bíl bar að sem fór illa
mótum Innnesvegar og Garðav. I beygjuna og lenti á hjólreiða-
á Akranesi á fimmtudag kl. Í4.55. manninum. Hann brákaðist í baki
Gamli maðurinn sem er. hress . en meiðslin ekki talin alvarleg.
Vinnuslys um borð íVigra
Vinnuslys varð um borð í Vigra tonn, féll niður f skipið og lenti að
f Reykjavíkurhöfn á sjöunda nokkru á fæti manns. Svo
tfmanum á fimmludaginn. Verið, heppilega tókst þó til að
var að hífa rafankeri upp úr maðurinn er ekki alvarlega
vélarrúmi skipsins er keðja slasaður.
slitnaði. Stykkið, sem vó yfir eitt -ASt.
Enn stela þeir reiðhjólum
Lftið lát virðist vera á reiðhjóla- dekk eru á hjólinu, en aurhlíf
þjófnuðum í borginni. Fyrir vantar að aftan Þeir sem kynnu
nokkru sfðan var Raleigh- að hafa orðið reiðhjólsins varir
reiðhjóli stolið frá dreng i Breið- eru vinsamlega beOnir að hringja
holti, nánar til tekið fyrir utan í útlitsteiknara Dagblaðsins, sfma
Blikahóla 2. Hjólið er blátt með 85112, eða heim til drengsins f
lukt en engum dfnamó. Glæný sfma 74065.