Dagblaðið - 05.11.1977, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1977.
Kaup og búvöruverð hér og á öðrum Norðurlöndum:
Iðnverkamaður hér 4-5 sinnum
lengur að vinna fyrir búvörunum
Sænskur iðnverkamaður er 26
mínútur að vinna fyrir kílói af
smjöri í heildsölu en hinn íslenzki
er 132 minútur að því. Eru þó
ekki meðtaldar í verðinu niður-
greiðslurnar, sem hér nema 578
krónum á kfló, það er rúmlega
klukkutímakaupi iðnverkamanns-
ins.
Sænskir og norskir iðnverka-
menn eru aðeins 15 mínútur að
vinna fyrir eggjakílói í heildsölu
og danskir 11 mfnútur. Islenzkir
iðnverkamenn eru 46 mfnútur að
vinna sér nóg inn til að borga kíló
af eggjum f heildsölu.
Þetta er mikill munur á kaup-
mætti. Hvort tveggja kemur til, að
verðið á búvörunum er hér miklu
hærra en á hinum Norðurlöndun-
um, reiknað f fslenzkum krónum
á núgildandi gengi, oftast um tvö-
happdrætti
RAUÐA
KROSSINS
+
falt hærra. Auk þess er kaup
verkafólks hér um helmingi
lægra en þar, reiknað f fslenzkum
krónum. Utkoman verður þvf að
fslenzkur verkamaður er oft á tfð-
um um fjórum til fimm sinnum
lengur að vinna fyrir ákveðnu
magni búvara, og stundum er
munurinn enn meiri.
Margra tíma puð
umfram hina
Ef litið er á nautafilet á heild-
söluverði, eftir að kjötiðnaðar-
menn hafa fjallað um það, skorið
og svo framvegis, er islenzkur iðn-
verkamaður 232 mfnútur að vinna
fyrir því. Danskur iðnverka-
maður er hins vegar 56 mfnútur
að þessu og það tekur sænskan
iðnverkamann 66 mínútur og
norskan 76 mfnútur.
Skinka, tilbúin eftir meðferð
kjötiðnaðarmanna, kostar fslenzk-
an iðnverkamann 235 mínútur f
vinnu, á heildsöluverði. Sá sænski
krækir f skinkuna eftir aðeins 41
mfnútu vinnu og hinn danski eftir
21 mínútu. Svipuðu máli gegnir
um bacon.
Munurinn verður hlutfallslega
mun minni ef litið er á sumar
aðrar vörur en búvörur.
Til dæmis er íslenzkur iðn-
verkamaður 174 mínútur að vinna
fyrir kaffikílói áheildsöluverði, sá
norski 60 mfnútur og sá sænski 83
mfnútur.
Reiknað er með 565—570 krón-
um á tfmann sem algengasta
kaupi iðnverkafólks hér á landi.
- HH
Skoðanakönnun
sjálfstæðismanna
KLIPPIÐ
Undirritaður
flokksbundinn í Sjólfstœðisflokknum
i Reykjavík, styður að sú neðangreinda spurninga, sem
krossað er framan við, verði meðal fimm spurninga i
skoðanakönnun Sjálfstæðisflokksins samfara prófkjöri f
Reykjavík.
□ Eruð þér hlynntur þvf að varnarliðið taki þátt i
kostnaði vegna þjóðvegagerðar hérlendis?
□ Eruð þér hlynntur því að leyfðverði bruggun og sala
áfengs öls á íslandi?
□ Eruð þér hlynntur því að rekstur útvarps verði gefinn
frjáls?
□ Eruð þér hlynntur þvf að aðsetur stjórnarráðsdeilda
verði f gamla miðbænum svonefnda?
Nafn
Heimili _________________________________________
Óskast lagt strax inn á auglýsingadeild blaðsins
merkt: Skoðanakönnun um þjóðmái. Arfðandi er að
seðiilinn berist fyrir nk. mánudagskvöid 7. nóvem-
ber.
KLIPPIÐ
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að efna til skoðana-
könnunar um þjóðmál samfara prófkjöri i Reykjavík
dagana 19., 20. og 21. nóvember nk.
Undirritaðir telja þetta ákveðin tímamót í sögu flokksins
og hvetja því ailt sjálfstæðisfólk til þátttöku.
Vegna mjög naumra tímatakmarkana bjóðum við hér-
með ÖLLU FLOKKSBUNDNU SJALFSTÆÐISFÓLKI að
gerast á auðveldan hátt stuðningsmenn þeirra fimm
spurninga sem vitað cr um að hafin er söfnun meðmæl-
enda fyrir. Alls þurfa 300 manns að styðja hverja spurn-
ingu. Hver maður getur aðeins stutt eina spurningu.
Þér krossið við þá spurningu sem þér viljið að verði með
i skoðanakönnuninni, skrifið nafn yðar og heimilisfang
undir og sendið strax á auglýsingaafgreiðslu blaðsins.
Ef þér viljið safna fleiri meðmælendum á eigin spýtur
þá skrifið texta á blað í samræmi við þá spurningu sem
þér viijið styðja og sendið nöfnin á sama stað. Nánari
uppiýsingar í síma 74575 um helgina.
Ahugamenn um nýjar leiðir innan Sjálfstæðisflokksins.
Mikið strit
fslenzkir iðnverkamenn þurfa að ieggja mikið á sig til að
afla matar sins, jafnvel margra klukkutíma strit umfram
frændur sína á Norðurlöndum fyrir einu kílói.
Taflan sýnir hve margar mínútur iðn-
verkamaður er að vinna fyrir einu kílói
af eftirtöldum landbúnaðarvörum og
kaffi ó heildsöluverði.
Norequr Danmork ísland
17 28 132
76 56 232
52 21 235
62 22 178
15 11 46
60 82 174
Smjör
Nautafiiet
Skinka
Bacon
Egg
Kaffi
Frægustu graf íkmenn Pólverja sýna hér:
r
MERKILEG SYNING
A KJARVALSSTÖDUM
Listunnendum gefst gott
tækifæri næstu dagana til að
skoða pólska grafíklist. Almennt
er pólska grafíkin talin í sér-
flokki, ekki hvað sfzt í plakatgerð.
Á þessi tegund listar langa hefð i
Póllandi. Þótti Listráði Kjarvals-
staða því við hæfi að kynna grafík
Pólverjanna. Tókst að fá hingað
myndir eftir marga beztu menn
Pólverja fyrir tiistilli menningar-
málaráðuneytis Póllands. Lista-
maðurinn Ryszard Otreba valdi
myndirnar sem hingað voru send-
ar. Myndirnar eru alls 130 talsins
og eru eftir 34 listamenn.
Sýningin verður opnuð í dag kl.
15.
50. barnaskemmtun Höskuldar leikara
Höskuldur Skagfjörð hefur að
undanförnu farið vítt og breitt
um landið og haldið skemmtanir
fyrir börn. Hafa þessar
skemmtanir orðið mjög vinsælar
og nú um helgina verður hann
með 49. og 50. skemmtun sina.
Verður sú fyrri í Festi í Grinda-
vík kl. 5 í dag og 50. skemmtunin i
Selfossbíói kl. 4 á morgun,
sunnudag.
Höskuldur þykir hafa einstakt
lag á að koma börnunum í gott
skap, enda taka þau virkan þátt i
sumum atriða skemmtananna, en
10 atriði eru á hverri skemmtun.
M.a. sýnir hann tvær kvikmyndir
35 mm filmur. Er önnur rúss,-
nesk barnamynd og hin banda-
risk teiknimynd. Þá eru leikþætt-
ir og upplestur.
I tilefni af þessum fjölda
skemmtananna og timamóta um
helgina verða aðgöngumiðar
númeraðir. Tfu heppnir gestir fá
góða vinninga. En allir munu lik-
lega fara syngjandi út eins og oft
hefur komið fyrir áður. -ASt.
14árekstrar
áhálfri annarri
klukkustund
Gífurleg umferð var í Reykja-
víkurborg í gær, enda fyrsti föstu-
dagur mánaðarins, en slikir dagar
skera sig úr um um'svif og umferð
fólks. Ofan á bættist að veður var
mjög stillt og gott og dregur slíkt
ekki úr.
Um tuttugu árekstrar urðu frá
því kl. 6 i gærmorgun til 6 í gær-
kvöldi. Þar af urðu 14 á hálfum
öðrum tíma síðdegis. Meiðsli urðu
í tveimur tiifcílum «.n i hvorugu
tilfellanna alvarleg. - ASt.
Odysseifur f B
eftir Gaj.
Glataður engill
eftir Karwacki.