Dagblaðið - 05.11.1977, Page 11

Dagblaðið - 05.11.1977, Page 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1977. þröngar niöur, sumar naou aðeins niður að hnjám, víðar yfir mjaðmirnar, eins konar kvennabúrs-buxur. Mikið bar á alls kyns blússum. Vöktu blússur eða jakkar Yves St. Laurent sérstaka athygli. Þær voru úr léreftsefnum, vatterað- ar í kringum mittið, með síðum öxlum. Þær voru af öllum sídd- um en mest spennandi þóttu þær sem voru víðar og náðu _ aðeins niður í mitti. St. Laurent notar jafnan mikið poplínefni og svo var einnig nú. Annars bar mikið á alls kyns frottéefn- um, sléttu og riffluðu flaueli og röndóttu tafti. Litirnir voru skýrir en mjög dempaðir, nema einstaka rauðir og appelsínu- gulir litir. Kakí-litir voru mjög áberandi á sýningunum og þá með alls kyns öðrum litum, — kaki-svart, kakí-ryðrautt, dökkt og ljóst kakí og öll kakí-litbrigði þar í milli. Græni liturinn var líka mjög áberandi. I kvöldfatnaðinum bar mikið á hlýralausum shiffonkjólum með víðum pilsum, einnig kjólum úr krepi með lausum stykkjum frá öxlunum. Þeir ítölsku hrifnir af gegnsœjum efnum Einnig bar mikið á alls kyns köflóttum efnum hjá St. Laurent. ítölsku tízkufrömuð- irnir eru ákaflega hrifnir af gegnsæjum efnum og aðrir eru óðum að taka þau upp. Brjóstin eru ekki lengur alls ráðandi í tízkuheiminum. Karl Lagerfeld lagði mesta áherzlu á beiðar axlir, mjótt mitti og grannar mjaðmir. Kjólar hans voru sumir svo þröngir yfir mjaðmirnar að það varð að hafa klaufar í hliðun- um! Hann hélt áfram að nota rósótt efni en sleppti öllum píf- um og blúndum sem mikið hefur borið á undanfarið. Valentino sýndi aftur á móti rósahatta og rómantískan fatn- að. Hann lagði áherzlu á blúndukraga og víða og létta músselínkjóla yfir þröngar bux- ur sem voru jafnvel sumar hverjar úr rósóttum efnum. Á þessari upptalningu sést að tízkan fyrir næsta vor og sumar er æði fjölbreytileg. Það verður gaman að fylgjast með því sem kemur svo á markaðinn þegar framleiðendurnir eru búnir að umskapa fötin í „neytenda- pakkningar". A.Bj. UMÞENKINGAR UM GRENSÁSDELD OG ÍVAF Fjórða sept. 1977 ritaði Magnús Kjartansson grein í Þjóðviljann, sem ætti að sér- prenta og dreifa um lands- byggðina. Magnús er manna kunnugastur þeim málum, sem þar ber á góma og frammá- maður á því sviði. Þar má líka við bæta: „Sárast brennur eldurinn er sjálfan hittir mann.“ Við vorum báðir á Grensásdeild sl. vetur, en ég þó betur settur, hafði orðið fyrir þeirri þjóðarblessun að lenda undir bil; þeir sem ekki eiga bíl verða líka að taka þátt í öld bílsins. Þetta entist mér i 9 vikur á slysadeild Borgar- spítalans og Grensás. Borgarspitalinn er stundum mitt annað heimili og kann ég þar vel við mig, þó vil ég undan- skilja slysadeildina. Þar er þó ekki um að kenna læknum né öðru starfsfólki, en þrengslin eru lik og í hýbýlum frum- stæðra þjóða. Eftir að gert hafði verið að sárum minum, var ég keyrður upp á gang. Þar var rúm við rúm ásamt tækjum. Þarna stikl- uðu læknar, hjúkrunarfólk og kannski gestir af mikilli leikni milli rúmanna. Það sótti á mig kuldi og ég var að biðja um meira ofan á mig en það gekk ekki. Allir voru i önn og kannski var öðru meira aðkallandi að sinna. Síðan komst ég inn á sjúkra- stofu og leið þá betur. Þar var samt áskipað með fram veggj- um og rúm á miðju gólfi. Menn lágu þar í allskonar stellingum, limir á sumum hengdir hátt 1 loft. Mér datt i hug draugurinn í Hlöðuvík sem kvað. „set ég fót upp í rót, en hinn niður við fjalamót." Aðrir hentust um á hækjum af mikilli leikni, enn aðrir á hjólatíkum af svo mikilli list, að ég hefði viljað láta kvikmynda það. Grensás var næsti áfangi, en þar hékk nú annað á sþýtunni, þótt margt vanti eins og Magnús bendir á. Ég starði dol- fallinn á tækin og allskonar áhöld i æfingasalnum, þar sem endurhæfingin fór fram. Þetta minnti mig á gömlu ævintýrin þegar menn svifu yfir lög og láð á hrosshausum, kústasköftum og fleiru þess háttar. Kannski eru hvergi meiri sannindi en í gömlum æfintýrum, séu þau rétt skilin. Þau eru hugsýnir, sem alltaf eru að breytast í veruleika. Grensásstöðin er heillandi kraftaverk, fyrirboði þess er koma skal. Maður sér þar marg- an sem lífið hefur leikið grátt, en losnað þó úr gömlum þræla- viðjum. Sumir af þeim sem út- skrifast þar mundu einhvern tlma hafa heyrt undir krafta- verk. Kraftaverk hafa gerst á öllum öldum, þótt enginn viti með sönnu um formúluna. Eru þau kannski kraftur sem maðurinn fær stöku sinnum tök á? Aðrir benda á dulvitund, dulin djúp, sem menn „detti stundum í“, undir sérstökum kringumstæðum. Orð eða hug- tök segja lltið um þessi lítt könnuðu svið, en menn deila að vanda með kjapti og kóm án þess að reyna að komast að niðurstöðu á mannlegan hátt. Þessi svið, sem reynt er að kanna, eru sennilega ekki neinn dulheimur heldur heimur, sem heyrir okkur til með vaxandi mennsku. Vlsinda- menn uppgötva margt og mikið, helst þó tæki til dráps og eyðileggingar. Stundum detta líka ólærðir menn ofan á lausnir sem vísindamenn hafa ekki svör við. Þetta hefur eng- um tekist að skýra, látið heyra undir „tilvik", en tilveran Kjallarinn Halldór Pjetursson bendir hvergi til sliks. I hennar rás er hvergi slegin feilnóta, tilvik ekki til. Ég eins og áttræðir menn og þar yfir, hef lifað merkilegt tímabil, þótt menntun nema af lestri hafi verið áfátt. Margar gátur hafa verið leystar, en samkvæmt framþróun er alltaf jafnmikið framundan. Mér finnst, að I raun og veru sé ekkert dular- fullt til: sú hugsun sé bara „punktur á skökkum stað.“ Þegar lausnir hafa fengist finnst engum þetta lengur dularfullt. Ný sannindi eða „Surtarlogi“ Spaugs- og spottyrði fara stundum vel í munni og eiga sinn rétt, en svo er þó ekki alltaf. Stundum er uppskera þeirra lik kartöflurækt hér- lendis. Sjálfur má ég ekki djarft um tala, þvf að stundum hafa þau dunið aftur á eigin höfði, þó ekki án lærdóms. Við skyldum þvf fara okkur hægt f þvf að tefja framgang þess sem okkur vantar ráðningu á. Hugs- ast gæti, að þaðan komi ráðning, sem varnar þvf að þessi dásamlegi heimur okkar verði lagður fyrir róða. Svo virðist nú málum komið, að ekkert nema ný sannindi geti girt fyrir „Surtarloga". Málfegurðarmenn, skáld- mæringar og vísindamenn hafa oft tekið djúpt f árinni. Þeir hafa talið sig vegna lærdóms vita betur en aðrir. Þarna er sannleikskorn, en þeim ætti einnig að vera ljósara en öðrum, hve vitneskja mannsins nær ennþá skammt. Þeim hefur þvf oft farið sem mér og mfnum lfkum. I læknavfsindunum og annarri háfræði hafa komið fram menn, sem barðir hafa verið niður af „kollegum", sem hærra voru settir og áttu sér öflugri bakhjarl. Oft hefur þetta leitt til þess, að fjölda mannslífa var eytt á kvala- fullan hátt, en það er erfitt að kefla sannleikann til fulls. Þeir sem lutu í lægra haldi komu aftur á dagskrá með pálmann f höndunum, en hinir sátu eftir með háðsmerki f bak og fyrir. Okkur væri kannski hollt að hlaða ekki hellum dóms að höfði afla, sem lftt eru rannsökuð. Maðurinn á mörgu ósvarað, en ráðið er að leysa slfkt „jarðneskri skilningu." Ég vil svo að endingu taka undir með Magnúsi Kjartans- syni um, að allir öryrkjar.hvert sem meinið er myndi keðju þar sem hver hlekkur er treystur, myndi sér málsvara á öllum áhrifasvæðum þjóðlffsins. Stuðningurinn á að vera gagn- kvæmur, en vanda skal valið. Mikill hluti þessa fólks getur enn unnið margt f þjóðarþágu, gefist þvf tækifæri þar til. Halldór Pjetursson rithöfundur. 11 Það er þvf ekki að furða, þótt menn taki það sem gefinn hlut, að annað meginatriðið f stefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins, nefnilega það „að skilja á milli hans og sósíalista", fylgi arf- gengislögmálinu, a.m.k. meðan starfsferill flokksins spannar ekki stærra tímabil en það, að kynslóðaskiptin raska ekki til- takanlega þvf lögmáli. En fslenzkir stjórnmálaflokk- ar hafa orðið fyrir áhrifum er- endra strauma, einkum og sér i lagi frá Norðurlöndunum, og þá sérstaklega frá Svfþjóð. Það má telja mikla ógæfu, hversu mjög íslenzkir stjórnmálamenn hafa aðhyllzt sænska þjóðmála- stefnu og haft hana að leiðar- ljósi í þeim málum, sem varðar þjóðarheill okkar Islendinga. Stjórnmálaflokkar eru ann- aðhvort vinstri- eða hægriflokk- ar, framhjá því verður ekki gengið. Ekki þarf sú staðreynd að þýða það, að slíkir flokkar geti ekki staðið saman að mynd- un ríkisstjórnar, þegar sérstak- ar aðstæður skapast, sem krefj- ast slikrar samstöðu. — Hins vegar er það deginum ljósara að samvinna slíkra gagnstæðra stjórnmálaafla getur ekki farið nema á einn veg, ef heilindi í slfkri samvinnu hafa verið Iögð til grundvallar, nefnilega þann, að annar flokkurinn verður fyrir áhrifum frá hinum, og þarf þá ekki alltaf það að vera, að sá fámennari verði áhrifa- minni f slfku samstarfi. Það má t.d. telja fullvíst, að í samstarfi Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins um tólf ára skeið hafi Sjálfstæðisflokk- urinn orðið fyrir slfkum áhrif- um frá Alþýðuflokknum og straumum þeim, sem hann leitaði eftir frá Svíþjóð, að áhrifanna gæti enn þann dag f dag. Nú stendur Svfþjóð frammi fyrir miklum efnahagsvanda, og allsendis óvfst hvort þvf landi verður bjargað frá vand- anum. Astæðan fyrir þeim vanda, sem við er að glfma f Svfþjóð er sú, -að framleiðslu- kostnaður hefur hækkað óhóflega, og það velferðarrfki, sem Svfþjóð var, sér nú fram á að þurfa að skera stórlega niður opinber útgjöld til velferðar- mála til þess að framleiðsluat- vinnuvegirnir geti staðið undir sér. Sama vandamál höfum við ts- lendingar verið að glfma við hér, nema hvað framleiðsluat- vinnuvegir hér á landi eru ekki færir um að standa undir þeim lífs-„standard“ sem við höfum náð með félagslegum kröfu- gerðum, vegna þess að að- stæður og skilyrði hafa ekki verið fyrir hendi til þess að slíkar kröfugerðir væru rétt- lætanlegar. Og Sjálfstæðisflokkurinn er ekki samur og hann var. Hann hefur vaxið meir á þverveginn en upp á við, tekið meiri breidd. Hans faðmur stendur einnig opinn öllum þeim sem þjáðir eru af misgengi annarra flokka, og hefur þar munað mest um þá Alþýðuflokksmenn, sem tóku kristni í tólf-ára göng- unni og gerðust likamningar sjálfstæðismanna, en fluttu með sér félagshyggjuandann til þess að bera klæði á vopnin í þeim ágreiningi, „sem skilur milli flokksins (Sjálfstæðis- flokksins) og sósíalistanna.“ Auðvitað væri ekkert um það að fást, þótt Sjálfstæðisflokkur- inr væri ekki sá sami og í upp- hafi — ef hann gengi ekki upp í gagnstæðu sfna, ef svo má að orði komast. Sem dæmi um þetta má taka það, að sjálfstæðismenn töldu, að réttindi og skyldur einstakl- ingsins ættu að haldast í hendur, nema í örfáum undan- tekningartilfellum. — Nú er öldin önnur, og flokkurinn boðar, að öllum beri sömu og jöfn réttindi og hlunnindi, og þjóðarheildinni eða rfkisvald- Kjallarinn Geir R. Andersen inu beri að uppfylla skyldurnar og bera ábyrgðina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur m.a. stutt þá yfirlýsingu, að Al- þingi hafi óskert löggjafarvald. — Nú er samþykkt svo að segja þegjandi, að lög séu sett með verkföllum eða einungis hótunum um verkföll. — Við- skipta- og verðiagshömlur voru taldar af hinu illa, sem auðvitað má til sanns vegar færa. Nú er haldið til streitu hvers konar verðlags- og viðskiptahömlum, sem eru upprunnar í heimi sósíalismans, enda jafnaðar- mennskan orðið eitt megin við- fangsefni margra þeirra hags- munahópa, sem hafa tekið að sér að vfsa veginn í stjórnmála- starfi sjálfstæðismanna. Stjórnmálaflokkar geta aldrei orðið frjálsir og óháðir, þótt stofna megi fyrirtæki og fjölmiðla undir slikum kjörorð- um. Allir íslenzkir stjórnmála- flokkar hafa átt sitt málgagn til stuðnings baráttu sinni. Sjálf- stæðisflokkurinn einn á ekkert slikt málgagn. Meira að segja keppast þau tvö dagblöð, sem helzt hefði mátt vænta stuðn- ings frá við stefnu Sjálfstæðis- flokksins, Morgunblaðið og Vfsir, við að lýsa þvf yfir, að þau séu lfka „frjáls og óháð“ og ekki einu sinni háð eigendum sfnum, hvað þá stjórnmála- stefnum. Stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa aldrei kunnað almennilega að meta þessar yfirlýsingar en orðið að sætta sig við þær. Rekstur Morgunblaðsins er kapituli út af fyrir sig, hvernig það blað hefur smám saman komizt undir áhrif frá komm- únistum með beinni eignarað- ild, skrif þess og túlkun þjóð- mála, áróður fyrir uppgangi Al- þýðuflokksins með myndum og viðtölum, stuðningur við maó- isma og fleira f þessa áttina. Allt er þetta til þess fallið og hefur stuðlað að þvf að veikja þá sjálfstæðisstefnu, sem upp- haflega var mörkuð og stærstur hluti stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins vill fylgja. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins eiga ekki aðgang að neinum málgögnum með áhugamál eða yfirlýsingar, og hafa þvf óspart notað hina óháðu fjölmiðla, sem nú eru einungis sfðdegis- blöðin tvö, Dagblaðið og Vfsir. Annar ritstjóri Morgunblaðsins hefur t.d. látið þau orð falla, að sem betur fer sé sá tfmi liðinn, þegar alþingismenn hringdu og báðu um, að hin eða þessi mál yrðu nú tekin upp af blaðinu — blaðið væri ekki lengur háð duttlungum einstakra þing- manna um efnisval! Það væri frjáls og óháð stofnun, rekin á ábyrgð ritstjóranna. Það er löngu kominn timi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að huga að þeirri staðreynd, að stjórnmálaflokkur, sem er jafnáhrifamikill og spannar það vitt svið sem Sjálfstæðis- flokkurinn gerir, þarf að eiga aðgang að einhverju þvf mál- gagni, sem almenningur á kost á að kynna sér og hafa áhrif á með skoðanaskiptum, ef svo ber undir, með sjálfstæðum greinum um hvaðeina sem hæst ber hverju sinni. Bliku dregur nú á loft og óveðursský hrannast upp á himni fslenzkra stjórnmála. Mörgum hættir til að láta stjórnmálaviðhorf sitt draga um of dám af augnabliksaf- stöðu til einstakra dægurmála en láta langtfmasjónarmið lönd og leið. Dægurmál eru að vfsu svo snar þáttur stjórnmálanna, að þau geta oft orðið fyrirferða- mesta atriðið f daglegri stjórn- málabaráttu. Hins vegar ættu dægurmál og sérhagsmunapóli- tík, sem samanstendur af fyrir- greiðslu hvers konar, ekki að skipa fyrirrúm þegar menn marka sér stefnu eða ákveða hvar f flokki þeir standa. Það ættu að vera markmið megin- stefnunnar, sem ráða afstöðu til dægurmálanna, en ekki öf- ugt. Sérkenni og séreðli Sjálf- stæðisflokksins og stefnu hans verður enn að rekja til uppruna hans, þ.e. til sameiningar Ihaldsflokksins og Frjálslynda flokksins og því ber nauðsyn til þess, að barátta flokksins sé háð á grundvelli þeim sem þess- um flokkum var markaður og leiddi til sameiningar þessara flokka, þ.e. á grundvellf ein- staklingsframtaks og atvinnu- frelsis og þess að skilja milli fiokksins og sósfalisma. _ An þessara markmiða og bar- áttu f framkvæmd fyrir þeim hvenær og hvar sem tækifæri gefast, og tækifærin eru svo sannarlega fyrir hendi nú, þarf Sjálfstæðisflokkurinn að sætta sig við þau vfxláhrif, sem eiga sér ávallt stað, þegar látlaus viðleitni er á báðar hliðar til þess að komast að viðunandi málamiðlun. Slfkt leiðir til einskis annars f stjórnmála- flokki en að gera hann valtan á vinstri og haltan á hægri.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.