Dagblaðið - 05.11.1977, Side 14

Dagblaðið - 05.11.1977, Side 14
14 /* Benedikt Gunnarsson að Kjarvals- stöðum DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1977. Nr. 23 „Við sundin blá“ olia 1973 100 myndir Bom-aikt Gunnnrsson er mikilvirkurlistamaður semásér að baki langt listnám og fjölbreyttan og frjóan listferil. Auk málverksins hefur Bene- dikt fengist við veggmyndagerð og skreytingar í skólum og opinberum byggingum og notað þar ýmis efni, svo sem glermósaík og steint gler, en fyrir Keflavíkurkirkju gerði hann 18 glerglugga. Benedikt er nú lektor í myndlist við Kennaraháskóla tslands og situr því við sama borð og flestir starfsbræður hans i listinni, með tvöfaldan vinnudag að baki. . ... Benedikt hefur auðsjáanlega málað af miklum móði síðustu árin því í vestursal Kjarvals- staða getur að líta afrakstur fjögurra næstliðinna ára. Meiri hluti þeirra 100 mynda sem hann sýnir spanna yfir tíma- bilið frá 1974-1977. Eftir að hafa lesið á aug- lýsingaskilti fyrir utan Kjar- valsstaði að Benedikt sýni þarna 100 myndir get ég ekki neitað því að að mér læddist sá grunur, að þarna væri meiri áhersla lögð á magn en gæði, þvi óneitanlega er það furðulegt að sjá slíkar staðhæfingar í þessu húsi, líkt og um myndamarkað væri að Nr. 52 „Kvöld í sjávarþorpi“ olía 1971. Hrafnhildur Schram ræða. Það er mikið á áhorfand- ann lagt að ætla honum að skoða 100 myndir á einni sýningu, nemaharngefi sér því betri tima. Helst pyrfti að vera um tvær heimsóknir að ræða, en eins líflegt og sýningarhald hefur verið í borginni undan- farnar vikur, verður fólk að hafa sig allt við til að komast þó ekki sé nema einu sinni í hvern sýningarsal. Minna er oft meira og þykist ég þess fullviss að Benedikt hefði náð fram sterkari sýningu ef grisjaður hefði verið burt stór hluti olíumálverkanna, en mörg þeirra eru full keimlík til að hanga svona þétt. Fyrir bragðið hefðu pastel- myndirnar, sem að minum dómi bera sýninguna uppi, fengið að njóta sin betur. Marg- ar þeirra eru hálfgerðar horn- rekur og héngu i myrkri frammi á gangi þegar mig bar þar að. Geimför og náttúrustemmningar Olíumálverkin telja hátt á sjötta tug og eru þau ótvírætt merki þess að myndgerð Bene dikts hefur á sfðustu árum þróast úr abstraktinu yfir í hálf fígúratív form. Benedikt er ekki landslagsmálari í eigin- legri merkingu. Við þekkjum ytri fyrirbæri úr náttúrunni, fólk og vélar, sem hann gefur til kynna, segir hálfsagða sögu. Siðan er það áhorfandans að láta augað raða saman og tengja stöðluð og saman- þjöppuð form, þar sem útlínur stundur.i leysast upp í and- rúmsloftinu. Við höfnina nr. 48 er gott dæmi um slík vinnubrögð. Benedikt leitar víða fanga í myndefnisvali sínu, þess bera heiti myndanna glöggt vitni. Þarna gefur að líta kvöldstemmningar i sjávar- þorpum og ýmis fyrirbæri tæknialdarinnar, svo sem geimfara og farkosti þeirra, maðurinn sem speglast í slétt- um málmfleti vélarinnar eða í stálhjálmi vinnufélaga sins. En það eru fyrst og fremst náttúruöflin sem eiga ftök f Benedikt. Myndaflokkur hans Eldur í Heimaey sem telur 11 myndir býr yfir næstum trúar- legu inntaki. í þeim ríkir óráðið ástand ótta og örvæntingar, þar sem jarðneskar verur og þoku- kenndir svipir heyja baráttuna við æðri máttarvöld. Benedikt fer frjálslega og stundum dálit- ið glannalega með litinn eins og t.d.f Eldur f Heimaey nr. 31. Oft ber liturinn smágerð formin algjörlega yfirliði þannig að form og litur vinna hvort á móti öðru. Mörg olíumálverkanna virka því lftið sannfærandi og yfirborðskennd þrátt fyrir góða tækni og markvissa mynd- byggingu. Þvf finnst mér Bene- dikt hæfa mjög vel að vinna stór (monumental) verk eins og t.d. veggmyndir þar sem sterk litameðferð hans passar stórum formum betur. Benedikt er snjall teiknari og njóta þeir eiginleikar hans sin be.st f pastelmyndagerðinni. Þar laðar hann fram sérgildi þess vandmeðfarna efnis sem pastelkrítin er, sem krefst þess að sá sem með hana fer litsetji og teikni i senn. öll litameðferð verður þar mýkri og þar kemur fram ný og ljóðræn hlið hjá Benedikt sem hvergi örlar fyrir í málverkinu. Þar fær líka hug- myndarik teikning hans að njóta sín til fulls, sem sjá má m.a. i myndum nr. 91, 81, 80, 96 og 67 þar sem kunnátta málarans kemur vel fram. Sýningu Benedikts lýkur sunnudaginn 6. nóvember. Verzlun Verzlun Verzlun Má bjóða yður Tívolí? Ekki bara fallegt heldur stórglæsilegt sófasett sem hentar yður vel. Viðgerðir og klæðningar. Vönduó vinna. Bólstrun Guðmundar H. Þorbjörnssonar Langholtsvegi 49. sími 33240 Þungavinnuvélar Vllar gerðir og stærðir vinnuvéla og vöruhila á söluskrá Utvegum úrvals vinnuvélar og bíla erlendis frá. Vlarkaðslorgið. Einholti 8, siini 28590 og 74575 kvöldsími. MOTOROLA Alternatorar i liila og háta. 6/12/24/32 volta. rialinulausar Iransislorkveikjur i flesta bila. HAUKUR & ÓLAFUR HF. Vrinúia 32. Simi 37700. Skrifstofu SKRIFBORO Vönduó sterk skrifstofuskrit- borð i þrem stæróum. Á.GUÐMUNDSS0N Húsgagnaverksmiója, Auöbrekku 57. Kópavogi, Simi 43144 Sítni 40299 0&B INNRETTINGAR I Auðbrekku 32. Kópavogi. Eldhúsinnréttingar. "Hnota og eik. Til afgreiðslu innan 2ja til 3ja vikna. Uppstilltar á staðnum. Verzlunin ÆSA auglýsir: Setjum gutteyrnalokka í eyru með nyrri tækni. • A Notum dauðhreinsaðar gullkúlu Vinsamlega pantið í sima 23622. Munið að úrvalið af tízkuskart- grlpunum er í ÆSU. Á SJIirn SKIIMIM STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur af stuðlum, hillum og skápum, allt eftir þörfum á hverjum stað. SVERRIR HALLGRÍMSSON SmiSattofa.Trönuhrauni 5. Simi: 51745. Austurlen^k undraveröld opin á | Grettisgötu 64 7 %&<SJDfo. SÍM/ 11625 - I

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.