Dagblaðið - 05.11.1977, Side 23

Dagblaðið - 05.11.1977, Side 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. NÖVEMBER 1977. '23, Útvarp ídag kl. 17.30: Sámur Ævintýri tveggja drengja og hunds Fastur liður í vetrardagskrá út- varpsins í svo mörg ár sem blaða- maður man hefur verið fram- haldsleikrit barna og unglinga. Nú er veturinn greinilega kominn því í dag hefst fyrsta framhalds- leikrit vetrarins fyrir börn. Nefnist það Sámur og er í þrem þáttum. Haft var samband við Klemens Jónsson leiklistarstjóra út- varpsins og þuls með leikritinu um Sám og hann spurður um það. Sagði hann að það væri fyrst og fremst gert til þess að kenna börnum að bera virðingu fyrir dýrum og að þykja vænt um þau. Leikritið er gert eftir norskri sögu eftir Jóhönnu Bugge-Olsen. Það var Mereta Lie Hoel sem færði í leikbúning. Þýðandi er Sigurður Gunnarsson. Sagt er frá tveim drengjum og samskiptum þeirra við hundinn Sám. Annar drengjanna, Erlingur, finnur hann hálf- vesældarlegan úti á götu og fer með hann heim og vill fá að hugsa um hann því hann vorkennir geyinu. Frændfólk hans, sem hann býr hjá því foreldrarnir eru báðir látnir, er ekkert hrifið af hugmyndinni og bannar Erlingi að hafa hundinn. Hann gerir sér því lítið fyrir og strýkur ásamt Sámi og vini sínum. Þeir fara upp á gamlan bóndabæ sem pabbi Erlings hafði átt og halda þar til. Vitaskuld lenda þeir í mörgum ævintýrum þar. Oft eru drengirnir hætt komnir en alltaf bjargar Sámur þeim. Leikendur eru þau Sigurður Skúlason, Sigurður Sigurjónsson, Valdimar Helgason, Auður Guðmundsdóttir, Karl Guðmunds- son og Jón Gunnarsson. Þulur er eins og áður var getið Klemens Jónsson. Leikstjóri er Guðrún Þ. Stephensen. -Fyrsti þátturinn nefnist Erlingur finnur Sám og er á dag- skrá klukkan hálf sex í dag. -DS. Sámur var hálfvesældarlegur þegar Erlingur fann hann. Útvarp annað kvöld kl. 22.15: Danslög Gífurlegur áhugi á að læra að dansa Sjónvarp íkvöld kl. 20.30: Undirsamaþaki LADDIISVIÐSBRANSANUM „Áhuginn á dansi hefur aukizt alveg glfurlega síðastliðin tvö ár,“ sagði Sigvaldi Þorgilsson dans- kennari er DB hafði samband við hann til þess að forvitnast um það hvernig væri að sjá um danslaga- tíma útvarpsins. „Eg held ekki að það sé dansað svo mikið eftir lögunum í út- varpinu, nema þá kannski úti á landi. Ég held að það sé meira um það að fólk bara hlusti á lögin í rólegheitum, enda reyni ég að velja lög þannig að gaman sé að hlusta á þau líka. Það eru svona lög sem mér sjálfum finnast skemmtileg og ég hef orðið var við að væru vinsæl.“ — Hvernig fer svona lagaval fram? Hvaðan færðu til dæmis allar þessar plötur sem þú leikur? „Sumt á ég sjálfur Það hef ég keypt erlendis þegar ég er að ferðast fyrir dansskólann. Annað, og þá aðallega þessar táninga- plötur, fæ ég lánað í verzlunum. Mér dettur svona ýmislegt í hug þegar ég er að velja lögin. Svo geri ég dálítið að því að spila lög sem ég veit að eru vinsæl á veitingahúsum. Ég var einu sinni hljóðfæraleikari sjálfur og veit því að fólki þykja skemmtileg lög sem það getur raulað með og þekkir." — Hvernig er svo staðan í dans- menntinni? Heldurðu að þjóðin sé vel menntuð í danskúnstinni? „Menntun í dansi hefur aukizt alveg gífurlega ásamt vaxandi áhuga. Ég get sagt þér svona sem dæmi að nú er allt troðfullt í dansskólanum hjá mér og meira að segja strákar á aldrinum 9-10 ára og allt upp í 16 ára eru þar í miklum mæli en mjög erfitt var að fá stráka á þessum aldri til þess að læra að dansa hér áður fyrr. Ég veit ekki alveg hverju ber að þakka þetta en fyrst og fremst held ég þó að það sé breytt tónlist sem þessu veldur. Bítlatónlistin er horfin áð mestu og í staðinn komið rokk og þá verður fólkið að halda meira utan um hvort annað. Og þá er víst betra að vera í takt.“ — Hvernig er það með þessa gömlu íslenzku dansa, eins og til dæmis, ræl, polka og skottís? Eru krakkar áhugasamir um að læra þá? „Hvort þeir eru. Það er óskap- lega mikill áhugi hjá krökkunum á þeim dönsum.“ — I gamla daga var alltaf dans- kennsla í útvarpinu. Heldurðu ekki að tilvalið væri að koma upp slíkri kennslu í til dæmis sjónvarpi? „Ekki get ég ímyndað mér annað. En ætli það þyki ekki of dýrt. Það þarf margt fólk í kring- um þetta og jafnvel þó við dans- kennarar tækjum ekki mikil laun hleðst utan á þetta allúr mögu- legur aukakostnaður,“ sagði Sigvaldi Þorgilsson danskennari. Og þá er bara að taka sporið. -DS. íslenzka sápuóperan Undir sama þaki heldur áfram í kvöld og verður þá sýndur 4. þáttur af sex og nefnist hann umboðsskrif- stofan. Er það að öllum líkindum Eddi sem fyrir henni stendur. Eddi er leikinn af Þórhalli. Sigurðssyni, öðru nafni Ladda, og er sagt að stór hluti af handritinu hafi verið skrifaður með hann 1 huga. Hvað sem satt er í því er óhætt að segja að hann er einn alskemmtilegasti leikarinn í þátt- unum og eru þó margir góðir. Margir kunna vel að meta þættina og finnst þeir bæði fyndnir og vel gerðir. Undir- ritaður er einn af þeim. Aðrir eru þeir aftur á móti sem finnst eins og höndunum hafi verið kastað til og að þættirnir standi varla undir nafni. Þó hafa umræður á síðum fjölmiðla verið furðulega litlar miðað við annað og má túlka það hvernig sem menn vilja. Sumir telja það ugglaust merki um áhugaleysi en aðrir telja að ástæðan sé einfaldlega sú að menn séu ánægðir og nenni ekki að skrifa um það. -DS. Það vantar nú ekki að umboðs- maðurinn sé virðulegur i nýja stólnum sem hann keypti fyrir „góð sambönd“ í síðasta þætti. »B-m>ndH8rðu' umáskrifen, BIAÐIÐ Áskriftasími __________ Dagblaðsins er 27022 frfálst, úháð dagblað 3. /VRCi. — MANUDACiUR 24. UKTORKR 1977 — 235. TBL. RITSTJORN SlÐCJMCLA 12. AUGLVSINGAR ÞVERHOI.Tl llj AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSlMI «7022

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.