Dagblaðið - 21.11.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 21.11.1977, Blaðsíða 6
AFUNNYQ 9ÐESI6NÍ DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1977f SKRAUTPOSTUUN KOMIÐ AFTUR. GULLFALLEG GJAFAVARA í FALLEGUM GJAFAPAKKNINGUM. Einkaumboð á íslandi — Opið 9—6, iaugard. 9—12. -KIRKJUFELL. Ingólfsstræti 6 Indland: fímmtán hundruð manns farast í fíóðbylgju Risavaxin flóðbylRja flæddi yfir borg eina í Suður-Indlandi og náði einnig til nærliggjandi þorpa. Er talið að í það minnsta eitt þúsund og fimm hundruð manns hafi látið lífið vegna fellibyls sem hrjáð hefur þennan hluta landsins síðari hluta fyrri viku. I borginni Machilipatnanr fórust um það bil 225 manns þegar þriggja og hálfs metra há flóðbylgja fór yfir bæinn, sem er á strönd Indlandshafs í fylkinu Andhra Pradesh. Var þetta á laugardaginn. Björgunarsveitir eru komnar á vettvang og telja forustu- menn þeirra fullvíst, að mun fleiri hafi farizt og telja sumir að manntjónið muni nema meiru en eitt þúsund. 1 héruðum upp af Machilipatnam fórust í það minnsta sex iiundruð manns og meira en eitt hundrað þúsund eru heimilislausir eftir ham- farir flóðbylgjunnar og fellibylsins. Ekki er nema vika síðan annar fellibylur gekk yfir Suður-Indland, þá fórust meira en fjögur hundruð íbúar borg- arinnar Tamil Nadu. Eru þetta taldar mestu náttúruhamfarir í Indlandi á síðustu árum. SKIIABOD PKUrrvu^z------- stuðningsmenn sophussonar höfum fengiö goöar undirtektrr vió framboir hans. Fyigjum nú málrnu eftir. p_s. Ein^..p31ðrHlaieitisbraut 1- | SU»"-°-20t30 1 . . . Grikkland: Karamanlis stærstur en fylgið minna Flokkur Constantines Karamanlis forsætisráðherra Grikklands, Nýi lýðræðis- flokkurinn, hafði töluverða forustu í grísku þingkosningun- um, sem fóru fram um helgina, þegar rúmlega þrjár og hálf milljón atkvæða hafði verið talin af um það bil sex milljón- um, sem voru á kjörskrá. Flokkurinn hafði þó tapað töluverðu fylgi síðan i síðustu kosningum fyrir þrem árum, en þá hlaut hann 54% greiddra atkvæða. Flokkur Andreas Papandreou hafði aftur á móti bætt við sig miklu fylgi og fengið 24,6% talinna atkvæða. Er það nærri því helmingi meira en í síðustu kosningum. I yfirlýsingu frá Karamanlis í gærkvöldi sagði hann að þessi úrslit kosninganna þýddu lok kafla í sögu þjóðarinnar en þá um leið hæfist annar kafli. Samkvæmt þeim atkvæðum, sem talin höfðu verið snemma í morgun, er búizt við að flokkur Karamanlis muni fá 175 sæti af þrjú hundruð í gríska þinginu. Aður hafði flokkurinn 215 þingsæti. Andreas Papandreou var að vonum sigurglaður yfir úr- slitunum og sagði að þau sýndu að grískir kjósendur væru farnir að snúa sér til vinstri í stjórnmálum. Andreas Papandrcitu hrósar miklum sigri í grísku þingkosningun- um, sem fram fóru um helgina. Flokkur hans hefur hlotið nærri fjórðung atkvæða og nærri tvöfaldað fylgi sitt síðan 1974 er síðast var kosið í Grikklandi. Austurríki: Kanslarinn sem Hitler rak f rá völdum er dáinn Kurt von Schuschnigg, kansl- arinn, sem Hitler rak frá völdum um árið 1938, er hann lagði Austurriki undir Þýzkaland, var jarðsettur í heimahéraði sínu nærri borginni Innsbruck í gær. Schuschnigg sem lézt á föstudaginn varð sjötíu og níu ára gamall og hafði lifað í kyrrþey frá stríðslokum. Eftir að hann hafði verið hrakinn frá völdum af nasistum var hann í haldi Gestapo næstu sjö árin. REUTER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.