Dagblaðið - 21.11.1977, Blaðsíða 15
ÁSGEIR
TÓMASSON
Líki ykkur ekki platan má nota umslagið sem hatt! Myndin var tekin fyrir nokkru, er....svo á réttunni
var kynnt.
sveitarinnar, þá Axel Einarsson
og Arna Sigurðsson.
Emil í Kattholti
á plötu hjá ÁÁ
Fyrirtæki Ámunda Amunda-
sonar, AA-hljómplötur, gefur út
plötu með söngvum úr myndun-
um með Emil í Kattholti einhvern
næstu daga. Þýðingu á ljóðunum
annaðist Böðvar Guðmundsson og
Karl Sighvatsson annaðist
upptökustjórn. Með hlutverk
Emils fer Helgi Hjörvar, en
meðal annarra sem fram koma á
plötunni má nefna Arna Tryggva-
son, Þóru Friðriksdóttur og
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur.
Tvœr plötur frá
Söngskólanum
Söngskólinn í Reykjavík gefur
út tvær plötur nú fyrir jólin í
samvinnu fyrir fyrirtækið Trygg-
Records í Norwich í Englandi.
Önnur platan er með kór Söng-
skólans, sem syngur þar íslenzk
þjóðlög og ættjarðarlög. Á hinni
plötunni syngur Garðar Cortes
íslenzk einsöngslög.
Plötur þessar voru báðar
teknar upp síðastliðið sumar, þeg-
ar fólkið var á ferð í Bretlandi.
Eigandi Trygg-Records er
Tryggvi Tryggvason og rekur
hann tólf rása stúdíó ásamt út-
gáfufyrirtækinu. Aætlað er að
plöturnar komi báðar á markað
hér á landi um næstu mánaðamót.
Rúnar Júlíusson og hljómsveit
hans, Geimsteinn, senda frá sér
plötuna Geimtré. Sú hljómsveit
er nú farin að leika opinber-
lega af krafti.
Metsöluplatan?
Að lokum skal getið hljómplötu
sem reyndar er vafasamt að eigi
heima í þessari upptalningu. Hún
fylgir tímaritinu Samúel og hefur
að geyma þrjú lög, Vert’ ekki að
horfa svona alltaf á mig með
Lummum, Karlmannsgrey í
konuleit sem Dumbó og Steini
flytja og loks er eitt lag með
Fjörefni sem nefnist Þú. Ritstjór-
ar Samúels eru staðráðnir í að
gera þessa plötu að metsöluplötu
ársins og hyggjast því flytja hana
inn í 17.500 eintaka upplagi.
Þar með er lokið upp-
talningunni á íslenzkum hljóm-
plötum sem koma út fyrir jólin.
Vonandi eiga allir eftir að finna
þar eitthvað við sitt hæfi og
enginn eftir að lenda í jólaplötu-
kettinum.
-At-
ar Iummur kalla sig Lummur. Þeir
Lóa litla á Brú og fleiri.
Gimsteinn sendir fró
sér Geimtré
Geimtré nefnist platan sem
hljómplötufyrirtæki Rúnars
Júlíussonar, Geimsteinn, gefur út
á jólamarkaðinn. Það er hljóm-
sveitin Geimsteinn, sem er skrif-
uð fyrir flutningnum, en megin-
uppistaða hennar eru fyrr-
nefndur Rúnar, kona hans María
Baldursdóttir og Þórir Baldurs-
son, bróðir hennar. Lög á
plötunni eru velflest eftir Þóri og
Rúnar og textana hafa þeir Rúnar
og Þorsteinn Eggertsson samið.
Platan er í léttum dúr og bregður
fyrir diskólögum á henni. — Fálk-
inn annast dreifingu Geimtrésins.
Lög unga fólksins
til gagns og gamans
Tillag útgáfufyrirtækisins
(iagns og gamans í jóla-
holskefluna nefnist Lög unga
fólksins. Flytjendurnir nefna sig
Hrekkjusvín. Efnið á plötunni er
eftir þá Pétur Gunnarsson,
Valgeir Guðjónsson og Leif
Hauksson. Þarna er á ferðinni
barnaplata og fjalla textar hennar
um fyrstu ár barna í skóla-
kerfinu. Dreifingu plötunnar
annast Iðunn.
Haukar eru komnir
á réttuna
Nýjasta plata hljómsvéitarinn-
ar Hauka kom út fyrir nokkru.
Hún ber nafnið ....svo á réttunni.
Fyrir jólin í fyrra kom út plata
hljómsveitarinnar, Fyrst á
röngunni, og segja má að þessi
nýja sé framhald hennar að flestu
leyti. Lögin á plötunni eru öll
íslenzk, flest eftir fyrrverandi
píanóleikara Haukanna, .Valgeir
Megas á bleikum náttkjól ásamt nokkrum Spilverksmeðlimum. Platan er fjórða stora platan sem
Alegas s.vngur inn á.
4€
Gísli Rúnar Jónsson lofsyngur
hernámsárin hárri raustu á
plötu sinni Blessað stríðið, sem
gerði syni mína ríka. Sérlega
mikil vinna er lögð í umslag
plötunnar og er þessi mynd
tekin af því. Þarna syngja
Daniel Diego og Astandssystur.
samdrátt á árínu
Hljómaútgófan vakin
til lífsins á ný
Hljómplötuútgáfan Hljómar
sendir frá sér hljómplötu ein-
hvern tímann í vikunni með Lónlí
Blú Bojs.
Ekki eru þarna ný lög á
ferðinni heldur vinsælustu lögin
af þremur stórum og tveimur litl-
um plötum hljómsveitarinnar.
Margar plöturnar eru nú orðnar
ófáanlegar en fólk vildi fá þær
keyptar, svo að til þess ráðs var
gripið að skella tólf vinsælustu
lögunum saman á plötu. Sem
dæmi um lög má nefna Heim í
Búðardal, Diggý, liggý ló, Kærast-
an kemur tii mín, Hamingjulag og
Harðsnúna Hanna.
Skagfjör'ð. Utgefandi Hauka-
plötunnar er fyrirtæki sem
nefnist Haukur. Dreifing hennar
er í höndum Hljómplötuút-
gáfunnar hf.
Deildarbungubrœður
með aðra plötu sína
Hljómsveitin Deildarbungu-
bræður, sem varð á sínum tíma
fræg fyrir lagið María draumadís,
sendir frá sér nýja plötu á jóla-
markaðinn. Platan nefnist Enn á
jörðinni. Utgefandi er fyrirtækið
Icecross. A þessari plötu eru lög
eftir tvo meðlimi hljóm-
ndur eru iðnir við
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. NOVEMBER 1977
ið fara íjólaplötuköttinn