Dagblaðið - 21.11.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 21.11.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. NÖVEMBER 1977. MEBIAÐIÐ frfálst, óháð dagblað Utgcfandi Dagblaðiö hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjolfsson. Ritstjori: Jonas Kristjansson. Frottastjori: Jón Birgir Petursson. Ritstjornarfulltrui: Haukur Holgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. BláAamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jonas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjalmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglysingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaðsins 27022 (10 linur). Áskrift 1500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr- eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Menning við nögl Ekki er menningaráhuganum fyrir að fara, þegar þingmenn og ráóherrar halda hina árlegu brennu á verðmætum, sem nefnd er afgreiðsla fjárlaga. Þá hrista landsfeður höfuðin út af tugum milljóna til menningarmála, en kasta í öðrum efnum hundruðum og þúsundum milljóna á sjó út. Nú er deilt um, hvort unnt sé að gera út sinfóníuhljómsveit, hver sultarlaun lista- manna hennar eigi að vera, hvort þeir skuli vera 70 eða 80 talsins og hvort sveitin eigi að geta haft tónskáld á launum til skiptis. Þjóðleikhúsið hefur árum saman verið svo illa statt, að stundum hefur tollstjóri orðið að innsigla húsið vegna vangreiddra gjalda. Felst þó í leikhúsinu eins og hljómsveitinni ákveðin menningarþjónusta, sem þjóðin hefur fyrir löngu falið ríkinu að sjá um. Gömul og góð regla er að gera hlutina vel, ef þeir eru gerðir á annað borð. Það er ekki nóg með, að við eigum að geta rekið Þjóðleikhús og sinfóníuhljómsveit með alþjóðlegum sóma, heldur eigum við einnig að geta rekið við leikhúsið óperudeild og ballettdeild með fast- launuðum listamönnum. Allir þessir þættir eru angar hámenningar, sem ekki fá staðizt í fámennu landi, nema hinn sameiginlegi sjóður landsmanna kosti þá að verulegu leyti. Þar á ofan þarf þessi sjóður að kosta ferðir þessara stofnana um land allt, ef vel á að vera. Úr því við erum að þessu á annað borð, eigum við að gera það vel. Munurinn á vönduðu og óvönduðu í ofangreindum dæmum er ekki nema nokkrir tugir milljóna, ef til vill hundrað milljón krónur. Svo vel vill til, að hinn sameiginlegi sjóður landsmanna hefur vel efni á, þessu, ef þing- menn og ráðherrar kærðu sig um. Þeir eru bara of önnum kafnir við að grýta peningum í aðrar áttir. Ef þingmenn og ráðherrar höfnuðu kaupum á Víðishúsinu einu, væri nóg fé til. Þar á að kasta í súginn 138 milljónum króna umfram nákvæmt matsverð hússins og verja samtals 600 milljónum króna til að gera það nothæft, að svo miklu leyti, sem unnt er að nota slíkt orð um þetta hús. Svo grófir eru þingmenn og ráðherrar í fjáraustri, að þeir borga 11.600 milljónir króna af almannafé til rányrkju á afréttum og of- framleiðslu á ofboðslega dýrum landbúnaðar- afurðum, akkúrat eins og þar sé um eins konar opinbera þjónustu að ræða. Þessum 11.600 milljónum ætti auðvitaö að verja til arðbærra atvinnuvega, er síðan geti staðið undir fjölbreyttri hámenningu. En dæmið um Víðishúsið sýnir, að þar fyrir utan eru til nógir peningar, sem betur væru komnir í hámenningu en í brunarústum. Það er eins og hvert annað bull, að ekki séu til peningar til að halda uppi þjónustu á sviði hámenningar hér á landi. Yfiriysiii^ar um slíkt eru aðeins undanbrögð manna, sem annars vegar hafa ekki aiiuga og hins vegar telja sig þurfa að þjónusta gæðinga kerfisins. Svei þeim öllum saman. Sömalía: Grunnt var á rússahatrinu hjá Sömölum — leituðu jaf nvel íbarnabókum við brottför þeirra Sovézku ráðgjafarnir, sem yfirgáfu Sómalíu fyrir tveim dögum, að kröfu stjórnvalda þar, fengu að finna fyrir af- stöðu Sómalíustjórnar til Sovét- ríkjanna við brottförina. Engu var líkara en búizt væri við, að þeir mundu reyna að smygla ýmsum verðmætum eða ein- hverjum hernaðarleyndarmál- um. Þegar um það bil eitt hundrað sovézkir hernaðar-. ráðgjafar ásamt fjölskyldum sínum og óbreyttum borgurum komu á flugvöllinn i Mogadishu höfuðborg ríkisins voru þar mættir þrjátíu tollembættis- menn, sem fóru vandlega í gegnum allan farangurinn. Var þetta að sögn engin venjuleg tollskoðun, öllu var flett I sundur, fatnaði sem öðru. Jafn- vel barnabækur voru vandlega skoðaðar, blaðsíðu fyrir blaðsíðu, ekkert var látið óskoðað. Andúð á Sovétmönnum er talin hafa farið vaxandi í landinu alveg frá því að Sovét- mennirnir komu fyrst til landsins. Opinberlega hefur þeim þó ekki verið sýndur beinn fjandskapur fyrr eða f það minnsta hafa ekki borizt af því fregnir. Brottför Sovét- mannanna kemur í kjölfar ákvörðunar stjórnar Sómalíu um að segja upp vináttusamningi landanna, sem tilkynnt var á sunnudaginn var. A sama tíma ákvað stjórnin að slíta stjórnmálasambandi við Kúbu og eru allir Kúbumenn farnir frá Sómalíu. Enn eru nokkrir Sovétráðgjafar ófarnir frá Sómalíu en samkvæmt upp- lýsingum sovézku ræðismanns- skrifstofunnar í Mogadishu munu þeir hverfa á brott á næstu dögum þó ekki sé ákveðið hvenær. í fyrradag var bandarísk sendinefnd væntanleg til Mogadishu með Melvin Price, formann hermálanefndar fulltrúadeildar bandariska þingsins í broddi fylkingar. Samkvæmt fregnum frá Mogadishu voru gerð hróp að öllum hvítum mönnum, sem sáust á götum borgarinnar. — Niður með Rússa, niður með Rússa, hljómaði stöðugt. Að sögn erlendra frétta- manna, sem voru á ferð í leigubifreið hófu hermenn, sem komu auga á þá, að láta ófriðlega og svívirða þá á ýms- an hátt. Því lauk þó á skjótan hátt, þegar bifreiðarstjórinn rauk út úr bifreiðinni og hrópaði til hermannanna: Ameríkanar, Ameríkanar. Snéru hermennirnir þá við blaðinu og fögnuðu út- lendingunum innilega. Héldu fréttamennirnir síðan áfram í ieigubifreiðinni og stuttu.siðar snéri bifreiðarstjórinn sér til þeirra og sagði: —Þegar Rússarnir fara, kemur rigningin. — Rigning er ekki algeng í Mogadishu, sem út- lendingum þykir fremur rykug — en einmitt í þessu hafði skollið á rigning. Þessi andúð á Sovétmönnum virðist, eins og áður er sagt, hafa búið um sig lengi, en brauzt loks út opinberlega eftir yfirlýsingu stjórnarinnar, sem sakar Sovétmenn og Kúbubúa Sómalískur hermaður tilbúinn til bardaga í Ogadenhéraði i Eritreu. i r Kjaramál og þjóðarbúskapur Flestum er að verða ljóst að kjarabarátta launþeganna í landinu er að verulegu leyti orðin barátta þeirra sín á milli um það hve mjög og hvernig eigi að mismuna þeim í launum og þar með i tekjum og efna- hagslegri afkomu. Við launþegar höfum til þessa hagað okkur eins og við værum að berjast við einhvern erkióvin þar sem er atvinnu- reksturinn í landinu, vel stönd- ugan óvin, sem sjálfan skortir aldrei neitt, en er ávallt einráð- inn í að halda okkur í eymd og fátækt með öllum ráðum. Við þennan óvin höfum við svo staðið í stöðugu stríði. Þetta mætti virðast vera orðið æði öfugsnúið viðhorf nú á tímum. Atvinnurekstur og at- vinnuvegir þjóðarinnar eru 'á okkar dögum í raun og veru orðin háþróuð verkaskipting okkar allra sem í landinu búum við að afla okkur þess viður- væris ’sem við ekki getum án verið til að draga fram lífið á þessari jörð, svo og þeirra lífs- gæða annarra sem við girn- umst. Hið rétta viðhorf er því augljóslega að líta á starfsemi okkar allra sem samvinnu við öflun lífsnauðsynjanna og eftir- sóknarverðra lífsgæða umfram þær. Kjarabaráttan út af fyrir sig eykur ekki þau verðmæti sem til skipta geta orðið og barist er fyrir. Það er barist um krónur sem eru ávísun á þau verðmæti er við sækjumst eftir. En látum við launþegar ekki blekkjast af þeim ljóma sem stafar af sjálf- um verðmætaávísununum, sem við fáum að launum, peningun- um, og hyggjum ekki svo grannt sem skyldi að þeim verð- mætum sem að baki liggja eða að tryggingunni fyrir því að þau verði raunverulega fyrir hendi þegar nota skal ávísun- ina? Hvaða verðmœti? En hvaða verðmæti eru það þá nánar tiltekið sem krón- urnar okkar gilda sem ávísun á? Það eru að sjálfsögðu þau verðmæti er við, þjóðin öll skapar með vinnu sinni og störfum, heildarframleiðsla þjóðarinnar. Við megum ekki reikna með því að íslenska þjóðin fái, þegar til lengdar lætur, meiri verðmæti fyrir krónurnar sínar en jafngildir þeim verðmætum sem hún sjálf framleiðir og skapar. Kjarabaráttan, eins og hún tíðast er framkvæmd, eykur ekki þessi verðmæti, þjóðar- framleiðsluna. Þvert á móti. Verkföll, verkbönn og þvíum- líkar baráttuaðferðir hljóta að rýra þjóðarframleiðsluna eitt- hvað, þótt ekki sé það í stórum stíl. Þetta er okkur öllum ljóst. Hitt ætti okkur einnig að vera ljóst að fari tekjur okkar I krónum fram úr þjóðarfram- leiðslu okkar á sama verðlagi hljóta einhverjir okkar, þegar upp er staðið, að standa með

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.