Dagblaðið - 13.12.1977, Page 2

Dagblaðið - 13.12.1977, Page 2
2 Olíufélagið Skeljungur hf Shell á bensínstöóvum S1 ^ II s i Á bensínstöövum okkar i Reykjavik fæst nú úrvai af hagnýtum jólagjöfum. Viö minnum á barnabíla og bílstóla fyrir börn. Teppi í bilinn. Topplyklasett og hleöslutæki fyrir rafgeyma. Þá má nefna nokkrar geröir af veiðikössum, fallegar sportúlpur, kasettur og kasettutöskur, Allt góöar gjafir handa ættingjum og vinum, þér sjálfum, - eöa bilnum. Athugaöu þetta næst þegar þú kaupir bensin. Gleðileg jól. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 ..... ' " ' Blokkin við Hólmgarð Loforð borgar- stjóra fyrir kosn- ingar svikin? Blokkin umtalaða við Hólmgarð. Bréfritari teíur að hún hafi í verið reist þar í andstöðu við kosningaloforð borgarstjórans. DB-mynd Hörður. HJ í Hólmgarði skrifaði okkur bréf um hús eitt sem nýlega var byggt í Hólmgarðin- um í Reykjavík. Þótti henni sem þarna, hefði verið brotið loforð borgarstjórans fyrir slðustu kosningar um að þarna skyldi vera grænt svæði. Þarna segir hún að síðastliðin 25 ár hafi verið óræktarsvæði og íbúarnir gert sér vonir um að eftir kosningar yrði gert þarna gott útivistarsvæði. En allt í einu var kominn hópur manna með vinnuvélar og hófu þeir að róta upp svæðinu. Að því loknu var svo reist þarna biokk ein mikii er hvergi er gert ráð fyrir í upp- haflegum skipulagsuppdrætti. Síðan húsið var byggt segir HJ að Hólmgarðurinn sé ófarandi fyrir bílum sem leggja alls staðar fyrir utan blokkina, við gular línur jafnt og annars staðar. Hólmgarðurinn er sem flestum mun kunnugt lokaður í þann endann sem snýr a i Réttarholtsvegi. Eftir blokkina og bílana sem henni fylgja er mjög erfitt og nær ógerlegt að sögn HJ að snúa við f botnlang- anum. Vijdi nú HJ koma þvi á framfæri að Hólmgarðurinn yrði opnaður út á Réttarholts- veginn fyrst íbúar blokk- arinnar þyrftu ekki að hlíta sömu umferðarreglum og annað fólk. Góðar gæzlukonur á Tómasarhaga Kona á Tómasarhaganum hringdi og vildi bera lof á dásamlegar gæzlukonur á leik- vellinum við Tómasarhaga. Hún sagðist fylgjast með starfi þeirra úr eldhúsglugganum hjá sér og það væri aiveg einstakt. Þær syngju fyrir börnin og lékju við þau og væru eins og góðar mæður. Oft vildu börnin varla fara heim, svo gaman væri á leikvellinum. Svona konur á að verðlauna sagði konan í eldhúsglugganum. — En hvað þetta er fallegur gíraffi, sein þú ert búinn að búa til, Júlli, segir jólasveinsstrákurinn. En samt held ég að hálsinn sé heldur of stuttur.... — Finnst þér það? Þá það, ég get lagað það strar ég er nefnilega heimsmeistari í gíraffahálsum, segir Júlli. — Sjáðu bara? Er hann ekki nógu langur núna? Jú, það held ég. Það þarf bara að mála á hann doppurnar. — Jú, hann er svo langur, að hann getur séð aiveg' fram til'jóla, segir jólasveinsstrákurinn. — Ha, ha, ha. Það eru bara 11 daear eftir.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.