Dagblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 10
24 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐ.JUDAGUR 13. DESEMBER 1977. Elton □F OEIMMARK Jólablússumar frá Elton komnar PEY5UDE1LDIN Sérverslun,kjallaranum, M i 0 bæja r ma rkaö n u m, Aöalstræli 9, sími 10756. Póstsendum. Vindmyllumar settu svip á bæinn — það hvein og söng í timburhúsunum f Þingholtunum þegar hollenzka myllan barðist við storminn Bankastræti árið 1947. Þá var hollenzka myllan löngu horfin þaðan og umhverfið hafði tekið á sig þá mynd sem gerist i höfuðborgum. Vindmyllur settu eitt sinn svip sinn á Reykjavík. Þær eru nú allar horfnar fyrir löngu en voru miklar byggingar á sínum tíma. Tvær þeirra voru stærstar, önnur var í Bakarabrekkunni en hin við Hólavelli. Þá var öldin önnur þegar mylluvængir snerust svo að hvein í. Nú man enginn myll- urnar, enda er engin þeirra lengur uppi standandi. GAURAGANGURINN í VINDMYLLUNUM FÆLDI HESTANA Sami maðurinn reisti báðar myllurnar. Hann var kaupmaðúr að nafni Knudtzon. Hann rak eina stærstu verziunina hér í bæ rétt fyrir aldamótin 1800. Knudtzon kaupmaður lét reisa mylluna við Hólavelli um 1830. Þar til að myllan kom möluðu menn korn sitt sjálfir en nú bauð kaupmaðurinn upp á þessa þjón- ustu. Þrátt fyrir mylluna héldu menn áfram að mala korn sitt sjálfir allt fram til 1880. Þá bök- uðu menn sitt brauð heima, svo myllan hafði ekki mikið að gera fyrst í stað. Þá hugkvæmdist Knudtzon að reisa bökunarhús. Þar með sló hann tvær flugur í einu höggi. Brátt fór svo að kaupmannin- um fannst tími til kominn að færa út kvíarnar, svo hann fór að huga að landi fyrir annað brauðgerðar- hús. Hann fékk sér því mælda lóð i Ingólfsbrekku en nú heitir gatan Bankastræti. Knudtzon lét einnig byggja bökunarhús í einni línu frá stiftamtmannshúsinu. sem gekk undir nafninu kon- ungsgarður á þeima tíma. í staðinn fyrir tukthúsnaftiið. Bakari í þetta nýja hús var fenginn frá Danmörku og hét hann Bernhöft. Þessi danski bakari starfaði fyrir Knudtzon í ellcfu ár en árið 1845 kaupir hann bökunarhúsið af honum. Talið er að Bernhöft hafi keypt mylluna við Hólavelli einnig. Knudtzon cr ckki hættur við vindmyliurnar þó að hann scldi þá við Hóíavelli. Hann sækir nú unt lóð fyrir ofan túngarð Arnarhóls til að byggja sér aðra. Byggingarnefnd bæjar- ins telur það óheppilegan stað vegna þess að hestar rnyndu fælast við allan gauraganginn myllttnni. En kattpmaðurinn gaf sig ekki og fékk lóðina undir mylluna i Þingholtunum. skamntt frá þeim stað sent hann sótti upp- haflega um. Talið var óhætt að

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.