Dagblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977. I5 GJAFAVORU SERKENNILEGAR Bakarabrekkan árið 1902. Til hægri á myndinni má sjá leifarnar ai gömlu myllunni sem stóð í Bakarabrekkunni. Fyrir neðan er hús Jóns Þórðarsonar sem hann lét reisa rétt fyrir aidamótin og stendur enn. reisa mylluna þar því mjög litil umferð var um þessar slóóir. Engum kom í hug þá að þarna ætti eftir að liggja aðalvegurinn út úr bænum. HOLLENZKA MYLLAN í BAKARABREKKUNNI Nú var hafizt handa við að reisa mylluna. Þetta var stórt og mikið hús og setti mikinn svip á bæínn. Hún var í daglegu tali kölluð hollenzka myllan. Það má teljast dálítið einkenni- legt að Knudtzon hafi reist myllu sína þarna, svona rétt hjá bökunarhúsi því sem hann hafði áður selt Bernhöft. Ef ti! vill ætlaði hann sér að selja danska bakaranum mylluna þegar hún væri komin upp. Hann vissi ósköp vel að ekki var nóg starf fyrir tvær myllur í bænum. Hvernig sem þessu var farið fór ekki svo að Bernhöft keypti mvlluna. Danskur malari var fenginn til að sjá um mylluna. Hann hét Ohlsen. Eftir nokkur ár gafst Knudtzon upp á því að reka mvll- una og fór svo að hann seldi hana. Það var þýzkur maður sem keypti, Ahrens að nafni. Hann var kvæntur íslenzkri konu. Arið 1869 eignast islenzkir menn hol- lenzku mylluna, þeir Einar Jóns- son snikkari og Guðmundur Jóhannesson smiður. Þann tíma sem þeir ráku hana fór rekstur- inn sífellt versnandi. Þá var einnig búið á neðsta gólfi myll- unnar meðan hún var i eigu þeirra félaga. Þar bjó í mörg ár Rannveig Jóhannesdóttir en hún giftist síðar Eyþóri Felixsyni, sem rak síðar verzlun í Austurstræti. Árið 1892 voru vængirnir teknir af myllunni svo hún malaði ekki korn upp frá því. En samt sem áður stóð hún í mö'rg ár enn. Síðar eignaðist Jón Þórðar- son kaupmaður hana og hafði hana fyrir geymsluhús i mörg ár. Jón kaupmaður reisti síðan rétt fyrir neðan mylluna mikið hús sem enn stendur á horni Banka- strætis og Ingólfsstrætis. Mylluna mun hann hafa rifið rétt eftir aldamótin 1900. Nokkuð löngu eftir að myllan í Bankastræti hverfur þá reisir maður að nafni Stefán B. Jónsson kaupmaður myllu við nýtt hús sitt sem hann nefndi Lund og er þar nú Laugavegur 124. Asmundur Sveinsson lista- maður mun einnig hafa reist sér litla myllu þegar hann var að reisa hús sitt. Hann notaði hana til að lyfta steypunni upp í veggi hússins. Þessar tvær síðastnefndu myllur voru mjög ólíkar gömlu kornmyllunum, sem gnæfðu tignarlegar yfir bæinn á sínum tíma. brauð í stáðinn. Seinna fékk svo fólk afhenta brauðpeninga fyrir það rúgmjöl sem það lagði inn til bakarans og keypti sér svo brauð gegn þessum sérstaklega gerðu peningum. Brauðpeningarnir voru við lýði langt fram yfir alda- mótin 1900. Löngum hefur verið talið veðrasamt í höfuðborginni og svo var einnig þegar vindmyllurnar settu svip sinn á landslagið. Oft var það svo að mönnum þótti nóg um hvininn í þeim. Það var varla stætt í Bakarabrekkunni þegar verst var og myllan snerist. Þá fauk allt lauslegt út í veður og vind og moldrykið gaus upp þegar þurrt var. Timburhúsin í næsta nágrenni myllunnar léku á reiði- skjálfi þegar hún barðist við vind- inn. - KP Fulfcrrverslanir a^Jlyjum sérkennilegum gjafavörummeoal annars ,,LEE m- BORTEN" amerískum keramik stymim. ( x Jólaskreytingar okkar eru allar unnah^if fagmönnum, jólamarkaðurinn í kjallar- “ anum Bankastræti 11 er opin til kl. 22 öll kvöldtil jóla. BLÓM&AVE Hafnarstræti 3 sími 12717 Bankastræti 11 Sími 23317 :xtir ALAFOSSBUÐIN Vesturgötu 2—Sími13404 Höf um opnað nýja deild með innf luttum gjafavörum. Mikið úrval af smíðajárni, koparogtini og margt og margt fleira. Komið og skoðið VART VAR STÆTT FYRIR FRAMAN MYLLURNAR OG ALLT LAUSLEGT VAR Á FLEYGIFERÐ Fyrstu árin eftir að Bernhöft tók við bökunarhúsinu var það aðeins heldra fólkið í kaupstaðn- um sem keypti hrauðið sitt þar. Fólk bakaði sitt brauð heima. En hrátt fór þetta*að breytast og við- skiptavinirnir urðu fleiri Þá var það oftast nær þannig að fólk malaði sitt rúgmjöl heima og fór svo með það til Bernhöfts bakara og lagði það inn og fékk bakað

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.