Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.01.1978, Qupperneq 2

Dagblaðið - 07.01.1978, Qupperneq 2
r DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1978. TAKMARKIÐ: MINNST EINN FRÍ- OG HÁTÍÐISDAG Á MÁNUÐI Það má heita kyndugt, þegar farið er að hugsa um það, að allar meiri háttar hátíðir okkar eru engan veginn bundnar við daga sem i sjálfu sér valda tfmamótum, heldur eingöngu eitthvað sem mannshugurinn hefur hugsað upp. Við höldum jól, áramót, páska og hvfta- sunnu sem mestu hátíðir ársins, að ógleymdum 17. júnf, og allt eru þetta hátfðir sem í sjálfu sér eiga ekkert skylt við tfmamót sem koma af eðlilegri rás tfmans, heldur eingöngu af þvf að mönnunum hefur dottið f hug að fagna einhverju á þess- um hátiðum. Það er ekki ýkja langt sfðan að fslendingar héldu sumardag- inn fyrsta vel hátíðlegan. Það er líka hátfðisdagur, sem upp- hugsaður er af mönnum, þvf fæstum hefur vfst dottið f hug í alvöru að sumarið hæfist þann dag ársins — gjarnan f rysjm verði með samanbarða snjó- skafla allt um kring. Þó er hátfðisdagur af þvf tagi ef til vill nær réttu eðli heldur en þeir sem á undan voru taldir. Vissulega má segja að jól séu upprunalega haldin til að fagna þvf að daginn er aftur tekið að lengja. En sú hátfð hittir ekki einu sinni á þann rétta sól- hvarfadag. í raun réttri ættum við að halda hátfðir 21. desember og 21. júnf, bæði þegar dagur er stystur en sólargangur lengist á ný, og eins þegar sól gengur lengst og daginn tekur aftur að stytta. Þetta eru þau tvö atriði f daganna rás, sem okkur hér á tslandi að minnsta kosti snertir mest. Þetta eiga að vera okkar sérhátfðisdagar með miklum fagnaði um vetur, en virðuleika og söknuði um sumar. Hér með geri ég að tillögu minni að þetta verði tekið til alvarlegrar at- hugunar. Auðvitað er ég ekki þar með að segja, að ástæða sé til að hrófla við þeim hátfðis- og frf- dögum, sem þegar hafa unnið sér hefð. En það er alltaf skyn- samlegt að reyna að hafa ástæðu til að gera sér glaðan dag og finna leiðir til að herja út frf. Þess vegna er þessi til- laga ekki út f bláinn. 1. janúar er hátfðis- og frf- dagur, og er það vel. Sfðan lfður og bfður fram að bænadögum til þess að nokkurt tilefni sé til að fá sér frf og halda sér hátfð, nema kannski prfvat. Bæna- og páskadagar eru hátfðis- og frf- dagar, en sfðan ekki söguna meir fyrr en 1. maí á hátfðis- degi verkalýðsins, sem allir halda hátfðlegan og frfan, enda eru allir verkalýður ef út í það er farið. Hvftasunna kemur svo næst með sínu frfi, en sem hátlð er hvitasunnan orðin lélegri heldur en hún var. Þá er að nefna 17. júni, sem allir þekkja, þótt krakkarnir kalli það aðal- lega pulsu- og blöðrudaginn. Sfðan ekki söguna meir fyrr en á frfdegi verslunarmanna, sem flestir halda hátfðlegan þeim til samlætis, enda vandséð hverjir eru ekki verzlunarmenn á einn eða annan hátt hér á landi. Þaðan f frá er svo langt bil fram til jóla með engu frfi; 1. desem- ber var eitt sinn hátiðlegur frí- dagur en einhvern veginn er það nú að renna út i sandinn. Páska ber stundum upp á mars, svo ekki er kannski beint ástæða til að hvetja til hátlða- halds sérstaklega f þeim mán- uði. I aprfl eru þeir oft, en þar að aúki sumardagurinn fyrsti sem symbólst séð á að vera okkur mikill hátfðisdagur, sem ástæða er til að gera sér daga- mun á. En febrúar fer alls á mis. Þó er þar margs að minn- ast, sem hægt væri að halda hátlðlegt. Þá er kyndilmessa. Þá var fyrsti ríkisáðsfundur haldinn að Bessastöðum. Þá var Kambsrán framið. Þá var Hæstiréttur tslands settur f fyrsta sinn. Þá er konudagur. Þá voru eftirtalin félög s'tofn- uð: Fiskifélag tslands. Kaup- félag Þingeyinga. Samband ís- lenskra samvinnufélaga, thaldsflokkurinn. Og þá voru sambandsslitin við dani sam- þykkt. Júlí fer líka varhluta af fri- dögum og hátfðum. Þó er þar líka af ýmsu að taka. Þá var alþingi endurreist og Búnaðar- bankinn opnaður, sömuleiðis Landsbankinn. Þá var endur- reist alþingi fyrst háð f heyr- anda hljóði. Þá var hin Islenska fálkaorða stofnuð og síðasta galdrabrenna gerð á Islandi. Þá var þjóðfundurinn f Reykjavlk og Bandarfkjaher kom til ts- lands, þá var Grundarbardagi og Alþingi samþykkti hervernd Bandarfkjanna. Þá byrja hundadagar og tyrkir rændu Vestmannaeyjar. Þá var Kolla- búðafundur, Þverárbardagi, Þórsnessfundur og þá steig Neil A. Armstrong fyrstur manna fæti á tunglið, auk þess sem Landakotskirkja var þá vfgð og heyannir byrja. Þá var lfka erfóahylling f Kópavogi. September er heldur ekki ómerkur. Þá voru Samvinnu- tryggingar stofnaðar og fisk- veiðilandhelgin tvívegis færð út. Þá var eitt sinn Heklugos og fyrst flogið á tslandi. Þá var Vífilsstaðahæli opnað og ölfus- árbrú brast. Þá var Víðinesbar- dagi og stofnuð samtök her- námsandstæðinga. Þá var Snorri Sturluson veginn og þá eru jafndægri á hausti. Þá var Landssfminn opnaður. Eins er um hinn tyllidaga- lausa október. Þá var vfgður Latfnuskólinn i Reykjavík og biskupsstóll á Hólum lagður niður, og þá var gerður Kefla- víkursamningur. Þá var fisk- veiðilandhelgin færð f 200 mílur og Esja kom frá Petsamó. Háaloftið Sigurður Hreiðar Hreiðarsson Þá var opnuð fyrsta hveraraf- stöð á tslandi og þá var bóka- bruninn mikli f Kaupmanna- höfn, sem við höfum alltaf látið okkur koma við. Þá var Samein- ingarflokkur alþýðu sósfalista- flokkurinn stofnaður og Al- þýðublaðið hóf göngu sína, svo og Þjóðviljinn. Og þá er aðeins eftir að rifja upp tækifærin f nóvember. Þá er allra heilagra messa og þá hóf Morgunblaðið göngu sfna. Þá var Alþýöubandalagið stofnað sem stjórnmálaflokkur og Þjóðólfur, fyrsta islenska fréttablaðið, hóf göngu sína. Þá voru Jón Arason og synir hans hálshöggnir og tsland tekið í S.Þ. Þá hófst eldgos á sjávar- botni við Vestmannaeyjar og sjómannafélagið Báran var stofnað, sömuleiðis Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Samvinnubankinn, Ferðafélag tslands og Kommúnistaflokkur tslands. Af þvf, sem hér hefur verið rekið, má glögglega sjá, að það er hreinlega út í bláinn að hafa ekki minnst einn alvöru frídag og almenna hátfð í mánuði all- an ársins hring. Ekki skortir okkur tilefnin. Hwmild: Minnisbúk bjóSviljans 1978. Hrós um dáið héraðslið Undanfarna áratugi hafa komið út nokkrar bækur með ljóðum eftir skáld og hagyrðinga f tilteknum byggðarlög- um, nokkurskonar safnrit eða sýnis- bækiír. Þingeyingar riðu á vaðið 1946. Bókin nefndist þingeysk ljóð. Umsjón höfðu Karl Kristjánsson alþingismaður og Friðrik A. Friðriksson sóknarprestur. Höfundarnir urðu 50, þá allir ofar foldu og búsettir f Þingeyjarsýslum. Hér tek ég, nokkuð af handahófi, eina vfsu eftir nokkra þessara höfunda. Baldvin Jónatansson, fyrrum bóndi í Víðaseli: Græt ég aldrei gull né seim, gæfusnauður maður. Bráðum fer ég heiman heim, hryggur bæði og glaður. Bergljót Benediktsdóttir húsfreyja Garði, Aðaldal: Um konuna á útnesinu. Þú hefur horft á hafrótið, hlustað á brim og vinda. Samt hefur blessað sólskinið svip þinn náð að mynda. Egill Jónasson, Húsavfk: Hnfpnir þröngan hafa kost, háðir ströngum raunum, þeir sem löngum fjúk og frost fá að söngvalaunum. Einar Kristjánsson, þá bóndi á Her- mundarfelli: I ferskeytlunni frægu mest finnst af guill og stáli, og hún talar einnig best alþýðunnar máli. Friðjón Jónasson, bóndi, Sflalæk: Dalinn þrái ég Ijóst og leynt, lögum breyttum háður. Gamlar rætur gróa seint í grynnri mold en áður. Grfmur Sigurðsson, bóndi, Jökulsá: Eg hef kynnst til þrautar því: þeim mun logar minna, sem menn skara oftar í elda vona sinna. Heiðrekur Guðmundsson, Sandi: Þegar vindur þyrlar snjá, þagna og blindast álar. Það er yndi að eiga þá auðar lindir sálar. Hildur Baldvinsdóttir, húsfreyja, Klömbrum: Ylrfk hrifning að mér vefst, er ég hlusta á góðan prest, andi minn til heiða hefst, en heima þjóna ég Guði best. Indriði Þórkelsson á Ytra-Fjalli: Hrós um dáið héraðslið hamast sá að skrifa, sem er ávalt illa við alla þá, sem lifa. Ingibjörg Tryggvadóttir, ráðskona við sjúkrahúsið á Húsavfk: Eg vil ekki þiggja nokkuð af náð. Vil njóta og gjalda að lögum. Og hafi ég eintómu illgresi sáð, það uppskera á komandi dögum. Lára Arnadóttir, afgreiðslustúlka Húsavfk: Vindar þeir, sem felldu á fold fagurt skógarklæði, hafa gefið gróðurmold glit f nýja þræði. Leifur Eirfksson, verkstjóri og kennari, Raufarhöfn: Vaða flestir syndasjó, sfna lesti bera. Oft eru vestir þeir sem þó þykjast bestir vera. Oskar Stefánsson, bóndi, Héðins- höfða: Laufey mín er ijúf og blfð, ijómar vor um enni. Eins og lambi laufguð hlfð Iffið verði henni. Páll Sigurðsson, bóndi, Skógum. Liggur krókótt leiðin min iffs á vegi hálum. Mig hefur ótal sinnum sýn svikið f kvennamálum. Jóel Friðriksson, verkamaður, Húsa- vik: Sær og land við sólarris saman standa bæði, —flytja anda almættis efnisvandað kvæðl. Jón Baldvinsson, rafvirki, Húsavfk: Orka þvi sem er og var Urðardómar huldir. ÖIIu ég sáði, upp þó skar ekkert nema skuldir. Jón Bjarnason, bóndi, Hellnaseli: Þegar vantar vilja og þrek, verkin eru í molum. Ég er orðinn eins og sprek, allt fer f handaskolum. Kristján Olason, skrifstofumaður, Húsavík: Hrfms og mjalla hvftaiin hylur kalinn svörðinn. Hún er að búa um sárin sfn svona, blessuð jörðin. Sigurjón Friðjónsson, bóndi, Litlu- Laugum: Léku sunnu ijós um brár ljósra unna þinna. Til þfn runnu allar ár æskubrunna minna. Steingrfmur Baldvinsson, bóndi, Nesi: Allt sem þjóðin átti og naut, allt sem hana dreymir, allt, sem hún þráði og ekki naut, alþýðustakan geymir. Þórarinn Sveinsson, bóndi, Kflakoti: örðugan ég átti gang, yfir hraun og klungur. Einatt lá mér f jall f fang frá þvf ég var ungur. J.G.J. — S. 41046.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.