Dagblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1978. Hvaða hljómsveit kemur JL O — fáarhljómsveitirkoma tilgreina Cf ffO laffcf Cff w ■ — Framkvæmdastjórinn þögull Þessarar spurningar spyrja anzi margir unglingar þessa dagana. En svörin liggja ekki á lausu. Framkvæmdastjóri Listahátíðar, Hrafn Gunn- laugsson er þögull eins og gröf- in, að minnsta kosti við Dag- blaðið. „Eg iæt ekkert hafa eftir mér um þetta fyrr en ég hef lundirskrifaðan samning á borðinu fyrir framan mig,“ sagði Hrafn og bætti við, „ef ég þegi þá ekki um þetta til eilífðarnóns." Aðstandendur Listahátíðar í Reykjavík hafa tekið höndum saman við Listahátíðir á hinum Norðurlöndunum um að ráða einhverja eina hljóm-- sveit til að leika á öllum hátíð- unum. Þetta er tvímælalaust viturleg ráðstöfun, því að nógu mikið klúður og leiðindi hafa orðið í sambandi við útvegun rokkhljómsveitar á undanförn- um árum. Skemmst er að minnast þess, að fyrir tveimur árum átti að fá ensku hljómsveitina Sailor til að koma á Listahátíð. Sú tilraun kafnaði í fæðingunni. Augljóst má vera að feitari biti er í takinu nú en Sailor. Listahátiðir á hinum Norður- löndunum hafa ekkert við það að gera að taka saman hönd- um, nema einhverjir sérstak- lega dýrir skemmtikraftar standi til boða. Hægt er að útiloka allar enskar hljóm- sveitir, þar eð þær eru all- KOMA EMERSON LAKE AND PALMER? — Dagblaðinu er ekki kunnugt um hvað sú víðfræga hljómsveit verður að bardúsa í vor. Varla er þó hægt að ímynda sér að ELP heimsæki Listahátíð, þar^ eð hijómsveitin er gott meira en trió á hljómlcikum, eins og myndin sýnir. flestar fremur smáar í sniðum, — það er að segja þær sem eru ekki flúnar úr landi ennþá. Af enskum landflótta hljóm- sveitum koma helzt til greina Led Zeppelin, Rolling Stones, Electric Light Orchestra, Fleetwood Mag eða Emerson Lake And Palmer. Hægt er að útiloka þrjár þeirra strax. Led Zeppelin hefur ekki starfað saman síðan f haust, er sonur Roberts Plant lézt. Með öllu er óvíst hvenær hljómsveitin tekur til starfa aftur. Jimmy Page gítarleikari Zeppelin fullyrðir þó, að hljómsveitin sé ekki hætt. Með öllu er óvíst um framtíð Rolling Stones um þessar mundir. Keith Richard á yfir höfði sér ævilanga fangelsis- vist í Kanada fyrir meinta sölu á eiturlyfjum. Verði hann dæmdur er fullvíst talið að hljómsveitin leysist upp. Electric Light Orchestra kemur heldur ekki til greina, þar eð hljómsveitin mun vera að leggja upp í hljómleikaferð um Norðurlöndin um þessar mundir. — Þá eru eftir af ensku hljómsveitunum Fleet- wood Mac og Emerson Lake And Palmer. Fleetwood Mac var, síðast er fréttist, á ferða- lagi um Suður-Ameríku og hvað ætti svo sem að hindra hana 1 að koma í hljómleika- ferð til Norðurlandanna að henni lokinni? — Dagblaðið hefur engar spurnir haft af ELP upp á síðkastið. Bandarískar hljómsveitir af stærri gráðunni eru frekar fáar þessa dagana. Þær eru helztar Eagles, Chicago, Beach Boys og Grateful Dead. Chicago var á ferð um Evrópu — þar á meðal um Norðurlöndin — á siðasta ári og sömuleiðis heimsóttu Eagles Evrópu. Beach Boys komu í stutta heimsókn til Englands síðastliðið haust, léku á lokuðum hljómleikum f London og þóttu standa sig iila. Fréttir af hljómsveitinni herma að þar ríki mikil upp- lausn, meðlimirnir séu ýmist orðnir klikkaðir eða komnir í aðrar hljómsveitir, en Beach Boys sé þó enn til að nafninu til. — Mjög litlar fregnir hafa farið af Grateful Dead og er hljómsveitin sem óðast að tapa fylgi sínu. Hver þessara hljómsveita skyldi svo heimsækja ísland? Kannski er það engin þeirra. Forsendan, sem gefin var í upphafi kynni að vera röng. Hver veit nema við eigum eftir að sjá Kinks á sviði ennþa einu sinni? Allt er þégar þrennt er. - AT - Ragnar Sigurösson ergengkm íTívob' —Ellen Kristjánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, kemur heim íapríl MÆTTUR I HRINGIDUNA — Ragnar Sigurðsson hefur verið lítt áberandi á poppmarkaðinum síðan hann vék fyrir Björgvini Gíslasyni í hljómsveitinni Paradís. Hann lék um skeið með hljóm- sveitinni Lava í Svíþjóð en er nú mættur til ieiks á ný. Ragnar Sigurðsson gítarleik- ari er genginn I Tívolí. Hann lék fyrst með hljómsveitinni sem fullgildur meðlimur á fimmtudaginn var, í Klúbbn- um. Ragnar var þó búinn að hafa nokkur kynni af Tívolí áður, þvi að hann hafði leikið með allar götur frá öðrum i jólum. Friðrik Karlsson gítarleikari þurfti að bregða sér til Þýzka- lands og var Ragnar fenginn til að leysa hann af á meðan. Sam- starf Ragnars og meðlima Tívolí virðist hafa gengið svo vel að það varð úr að hann ílentist í hljómsveitinni. „Eg hef trú á því, að þetta eigi eftir að bæta hljómsveitina til muna,“ sagði Ölafur Helga- son hljómsveitarstjóri Tivoli. „Nú, ef það gerist ekki, þá verður annar hvor gitarleikar- inn að hætta. Maður stendur ekki i því að halda úti sex manna hljómsveit nema að hún geri góða hluti.“ Söngkona Tívolí, Ellen Krist- jánsdóttir, hefur dvalið i Bandaríkjunum undanfarna mánuði við söngnám. Hún hugðist koma heim aftur nú í mánuðinum, en að sögn Olafs hefur hún frestað heimförinni fram í apríl. „Ellen gengur beint inn í Tívolí, þegar hún kemur," sagði hann. — Ellen verður þar með sjöundi meðlimur hljómsveitar- innar, en harla fátítt er orðið að hljómsveitir séu svo stórar. Undantekning frá þvf eru þó Eik, sem er i frii, og Dúmbó og Steini. Síðarnefnda hljómsveit- in starfar aðeins hluta úr ári. - AT- Fyrsta raunverulega rockplatan? Hyggjast hljóðríta hljómlist móður náttúru Robin Lumley hljómborða- leikari Brand X og Jack Lancaster fyrrum meðlimur Bloodwyn Pig íhuga nú að hljóðrita fyrstu plötuna, sem aðeins hefur að geyma hljóm- list jarðarinnar. Þeir hafa fengið loforð um aðstoð frá háskðlanum í Newcastle í Eng- landi til verksins. Lumley og Lancaster ráðgera að hljóðrita hljóma sandsins á Shetlandseyjum, i Noregi, Astralíu og á austur- strönd Afríku. Eins og öllum er kunnugt gefur sandur af mismunandi þykkleika frá sér ólíka tóna, þegar pressu er hleypt á hann. Nú, hljóma fallandi vatns- dropa ætla kumpánanir að taka upp í enskum hellum, brothljóð borgarisjaka á Islandi, músíkina í fjúkandi sandi í Sahara eyðimörkinni og við Aqabaflóa ætla þeir að taka upp flautandi klett. Ekki má gleyma sólarljósinu. Það verður hljóðritað, þegar það varpast á ákveðnar skaðlausar lofttegundir. Robin Lumley hefur lýst þessari væntanlegu hljóm- plötu sem hinni fyrstu raunverulegu rock (grjót)plötu, þrátt fyrir að hann eigi á hættu að móðga væntanlega Mustendur með þvi. Ur Rolling Stone. Verzlun Verzlun Verzlun j Takiö eftir Verzlun okkar að Grettisgötu 46 er með mikið úrval af raf- eindaefni. t.d. rafeindaraðein- ingar frá JOSTYKIT og HEATHKIT, kassar, spennar, viðnám, þéttar, transistorar og rafeindadvergrásir. Hönnum rafeindatæki og önn- umst ta-kjaviðhald. Hringdu — komdu — skoðaðu. Sameinihf. Grettisgötu 46. Pósthól' 7150. Sími 21366.______________ w h* 1 ? Þú getur keypt bát, sam- settan eða ósamsettan (ef ' þú vilt spara) hjá okkur á hagstæðu verði. Gerum einnig við báta og annað úr glassfiber (trefja- plasti). SE*plast hf. — Sími 31175 og 35556. Súðarvogi 42. pBIABID [frjálst, óháð daghlað Hollenska FAM /_ fam ryksugan. endingargóð. 'öflug og ódvr. Iiefur allar kla-r úti viö hreingerninguna. Verð aðeins 43.10(1,- meðan hirgðir endast. Stadgreiösluafsláttur. HAUKUR & ÓI.AFUR Armúla 32 Sinii 37700. INNIÞURRAR MILLIVEGGJAPLÖTUR 5,7 og 10 cm. Ath. nákvæmni í þykkt og lögun. Sparar pússningu. STEYPUSTÖÐIN H/F, símar 35625 og 33600.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.