Dagblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 4
4. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1978. Vantar umboðsmenn í Hveragerði Upplýsingarí síma 91-22078 eða 99-4314 BMBIÐ Innheimtufólk óskastí BREIÐHOLT Upplýsingarísíma27022 mSBIABIB Framleiðendur!-------------- Framleiðendur! Viljum taka að okkur sölu og dreil ingu á góðum innlendum framleiðsluvörum. Þ.Björgúlfssonhf. Furuvöllum 13, Pósthólfl85—Akureyrí Sími96-11491 Til sölu Bröyt2XB árgerd 1970. Nýr snúningsmótor, vél nýupptehin. Vagnhöfða 3 Reykjavík, sími 85265. Vörubifreiða- & þungavinnuvélasala. Díkoíinn /f. Spprtvöruverslun Hafnarstræti 16 simi 24520 § Leikfimibolir, buxur, stuttar ogsíðar, margirlitir Vona mér takist að bæta árangur minn á árinu —þarf fyrst að ná mér alveg af meiðslunum, sagði Hreinn Halldórsson, íþróttamaður ársins 1977 Hreinn Halldórsson, íþróttamaður ársins, ásamt konu sinni, Jóhönnu Þorsteinsdóttur, og Sindra, fimm mánaða syni þeirra — hann var 20 merkur þegar hann kom i heiminn. Efni í afreksmann, eða finnst ykkur ekki? DB-mynd Bjarnleifur. „Ég er að sjálfsögðu ánægður með þá vegsemd er íþrótta- fréttamenn hafa sýnt mér með þessari útnefningu. Ég vona bara að ég nái mér sem fyrst af þeim meiðslum er hafa háð mér — og að mér takist að bæta árangur minn á nýbyrjuðu ári,“ sagði Hreinn Halldórsson er í gær var kjörinn íþróttamaður ársins 1977 af samtökum íþróttafréttamanna. Það fer ekki á milli mála að Hreinn er vel að vegsemdinni kominn — varð Evrópumeistari í kúlu- varpi innanhúss í San Sebastian á Spáni — og setti síðan glæsilegt Islandsmet 1 Stokkhólmi, 21.09. Hreinn hlaut 70 stig — sem þýðir að allir fjölmiðlarnir er þátt tóku — útvarp, sjónvarp, DB, Mbl., Vlsir, Þjóðviljinn og Tíminn settu Hrein i fyrsta sæti sem íþróttamann ársins. „Arangurslega séð er ég þó ekki ánægður, það er seinni- part ársins,“ sagði Hreinn enn- fremur. „Hefðu meiðsli ekki sett strik í reikninginn hjá mér '— meiðsli sem í raun ógnuðu þvf að ég gæti tekið þátt I Evrópumótinu í San Sebastian, þá er ég fullviss um að árangur- inn hjá mér hefði verið betri. Nú er bara að vona að hnéð gefi sig ekki,“ sagði Hreinn enn- fremur. Samtök fþróttafréttamanna úthlutuðu vegsemdinni fþrótta- maður ársins að Hótel Loft- leiðum f samvinnu við Volvo- umboðið hér á landi, Gunnar Asgeirsson hf., I gær. Samtökin úthlutuðu sæmdarheitinu fþróttamaður ársins f 22. sinn — og Hreinn Halldórsson hlaut það f annað sinn. Hreinn mun þvf taka þátt f kjöri fþrótta- manns Norðurlanda sem Volvo verksmiðjurnar standa fyrir. Alls hlutu 26 Iþróttamenn til- nefningu f ár — allt frá frjáls- um fþróttum til fatlaðs fþrótta- manns — svo breiddin var mikil'"— 4 frjálsfþróttamenn, 4 handknattleiksmenn, 3 lyft- ingamenn, 5 knattspyrnumenn, 2 júdómenn, 2 körfuknattleiks- menn, 2 skfðamenn, 2 sund- menn, 1 golfmaður, 1 fimleika- maður og einn fatlaður fþrótta- maður. Röð 10 efstu varð þannig, at- kvæði fylgja á eftir. Hreinn Halldórsson 70 Asgeir Sigurvinsson 53 Vilmundur Vilhjálmsson 52 Geir Hallsteinsson 39 Gústaf Agnarsson 24 Gfsli Þorsteinsson 21 Ingunn Einarsdóttir 20 Guðmundur Sigurðsson 18 Björgvin Þorsteinsson 11 Ingi Björn Albertsson 10 Aðrir sem stig hlutu: Jón H. Karlsson 8, Janus Guðlaugsson 7, Jóhannes Eðvaldsson 7, Kristinn Jörundsson 7, Óskar Jakobsson 6, Skúli Óskarsson 6, Sigurður Jónsson 5, Hörður Barðdal 4, Jón Sigurðsson 4, Gfsli Torfason 3, Sonja Hreiðarsdóttir 3, Björgvin Björgvinsson 2, Halldór Guð- björnsson 2, Steinunn Sæ- mundsdóttir 2, Berglind Pétursdóttir 1 og Þórunn Al- freðsdóttir 1 stig. - h halls Fimmtán hafa orðið íþróttamenn ársins — þar af Vilhjálmur Einarsson, silfurhafi f rá 01. í Melbourne, fimm sinnum. Hreinn Halldórsson hlaut naf nbótina í annað sinn Samtök íþróttafréttamanna úthlutuðu sæmdarheitinu íþróttamaður ársins f 22. sinn f. gær — og oftast hefur Vilhjálmur Einarsson, þrf- stökkvari, silfurhafi frá ólympfuleikunum í Melbourne f Astralfu hlotið sæmdarheitið, alls fimm sinnum. Samtökin tóku upp þann sið að veita viðurkenninguna árið 1956 — og alls hafa 15 íþróttamenn hlotið þessa vegsemd. En þeir eru: 1956- 1957- 1958- 1959- 1960- 1961 - 1962- 1963 - 1964 - 1965- 1966- 1967 - 1968- 1969- 1970- 1971 - 1972- 1973- ■ Vilhjálmur Einarsson - Vilhjálmur Einarsson - Vilhjálmur Einarsson - Valbjörn Þorláksson - Vilhjálmur Einarsson - Vilhjálmur Einarsson - Guðmundur Gfslason - Jón Þ. Ólafsson - Sigrfður Sigurðardóttir - Valbjörn Þorláksson - Kolbeinn Pálsson ■ Guðm. Hermar nsson, - Geir Hallsteinsson - Guðmundur Gislason - Erlendur Valdimarsson - Hjalti Einarsson - Guðjón Guðmundsson - Guðni Kjartansson Friður hópur, afrekshópur — sjö þeirra hafa hlotið vegsemdina iþróttamaður ársins — hin voru meðal hinna tíu efstu í ár. Efri röð frá vinstri — Jón Þ. Ólafsson 1963, Erlendur Valdimars- son 1970, Gísli Sigurðsson nr. 6 í ár, Gústaf Agnarsson nr. 5, Ingi Björn Albertsson nr. 10, Hjalti Einarsson 1971, Guðni Kjartansson 1973. Neðri röð frá vinstri: Guðmundur Sigurðsson nr. 8, Sigríður Sigurðardóttir 1964, Hreinn Halldórsson 1976, 1977, Ingunn Einars- dóttir nr. 7, Guðmundur Hermannsson 1967. DB-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson. 1974 — Asgeir Sigurvinsson 1976 — Hreinn Halldórsson 1975 — Jóhannes Eðvaldsson 1977 — Hreinn Halldórsson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.