Dagblaðið - 07.01.1978, Page 5

Dagblaðið - 07.01.1978, Page 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1978. •*> Þingmenn eiga mismikið undir sér Harka Ingólfs færði Rangæ- ingum aukaheilsugæzlustöö Stöðvar bæði á Hellu og Hvolsvelli Með hörkunni tókst Ingólfi Jónssyni (S), fyrrum ráðherra, að fá samþykktar tvær heilsu- gæzlustöðvar í Rangárvalla- sýslu i stað einnar. Sums staðar annars staðar mun dreifbýlis- mönnum þykja sér mismunað en ekkert gat stöðvað Ingólf. Heilsugæzlustöðvar verða nú bæði á Hellu og Hvolsvelli, þar sem 10—12 kílómetrar eru á milli. Þingmenn eru misjafnlega áhrifamiklir við að fá framlög til sinna héraða. Við samþykkt frumvarps um heilsugæzlu- stöðvar var þeim dreift í kjör- dæmin. Upphaflega átti að vera ein stöð í Rangárvallasýslu en þingmenn Suðurlands fengu því framgengt að ekki var ákveðið hvar á Suðurlandi stöðvar skyldu vera. A öllum öðrum stöðum var þetta til- greint. Nú hefur Ingólfur unnið fullan sigur. Heilsu- gæzlustöð á Hellu var opnuð 1 desember. Þar hefur húsnæði verið keypt og stöðin er að fara af stað, að sögn Páls Sigurðs- sonar ráðuneytisstjóra I heil- brigðisráðuneytinu I gær. Páll sagði að fjárveiting væri til stöðvar á Hvolsvelli á þessu ári og yrði byrjað að byggja þar fyrir stöðina. Matthias Bjarnason heil- brigðisráðherra mun hafa getið dugnaðar Ingólfs Jónssonar í þessum efnum þegar heilsu- gæzlustöðin á Hellu var opnuð. Páll Sigurðsson sagði ekki óeðlilegt að stöðvar væru bæði á Hellu og Hvolsvelli, vaxandi byggðakjörnum. Styttra yrði milli stöðva í Reykjavík, Kópa- vogi og víðar. Heilsugæzlu- stöðvar væru mjög víða I þorp- unum á Austfjörðum. Páll.var spurður hvort stefnt væri' að stöðvum „í hverju þorpi“. Hann sagði það ekki vera, til dæmis yfði stöð á Selfossi en ekki Eyrarbakka og Stokkseyri og stöð í Hveragerði en ekki í Þor- lákshöfn og svo framvegis. - HH Ingólfur er seigur, — meðan sum byggðarlög fá eina heilsugæzlu- stöð fær Ingólfur tvær. Ifér er Ingólfi klappað á bakið af einum kjósenda sinna, Sigurði Greipssyni í Haukadal. Fljótvaxin afbrigði afbroccoli oghnúð- káli fundin hériendis Möguleikar garöræktar hér geysimiklir en lítt rannsakaðir Garðræktendur á tslandi og neytendur garðávaxta eiga von á því að úrval þeirra garðávaxta sem ræktanlegir eru hér á landi aukist mjög og verði fjölbreytt- ara en verið hefur. Nýjar tegundir og stofnar garðávaxta hafa verið reyndar á vegum vís- indamanna hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins. Margar þeirra vaxa mjög vel, t.d. spergilkál (broccoli) og hnúðkál (kolrabi). Þetta eru gómsætar grænmetistegundir en litið þekktar hérlendis. „Möguleikar garðræktar hér- lendis eru geysimiklir og hægt er að stórauka magn og fjöl- breytni í útiræktun," sögðu for- ráðamenn rannsóknastofnunar á blaðamannafundi nýlega. „Ekki hefur fengizt leyfi til að ráða garðyrkjufræðing í fullt starf til að sinna þessum brýnu rannsóknum hér á landi og þvi miðar þessum rannsóknum hægt.“ Með rannsóknum er stefnt að þvi að finna hentugar tegundir til ræktunar í heimilisgörðum. Hefur mikil áherzla verið lögð á ræktun undir plasti og f skjóli og sýna þær að ræktun er hægt að hefja miklu fyrr en yfirleitt hefur verið gert. Með tilraununum sem gerðar hafa verið eru þegar fundin og ræktuð fljótvaxin afbrigði af broccoli og hnúðkáli. Þá hafa mörg rabarbaraafbrigði verið í tilraunaræktun. Eru 19 slfk af- brigði rabarbara í tilraunareit- um að Korpu og að Reykjum. Þá eru hafnar athuganir á að nýta betur möguleika á ræktun berjarunna. Bæði berin og rabarbarinn eru vinsæl á borð- um landsmanna en möguleik- um í ræktun þeirra hefur lítið verið sinnt. - ASt. Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga haf inn innan Alþýðuf lokksins: Kosið í Kópavogi, Hafnarfirði og í Keflavík Alþýðuflokksfélögin f Kópa- vogi, Hafnarfirði og I Keflavík hafa ákveðið að gangast fyrir prófkjöri á lista fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar í þessum bæjum I vor. Verður prófkjörið haldið í öllum bæjunum dagana 28. og 29. janúar nk. I Hafnarfirði og í Kópavogi er kosið um fjögur efstu sætin á listanum og er frestur til þess að skila fram- boðum til mánudagskvölds nk. I Keflavík er hins vegar kosið um sex efstu sætin og er frestur til þess að skila framboðum til 18. janúar nk. Frambjóðendur þurfa að vera 20 ára eða eldri en nokkuð er breytilegt með meðmælenda- fjöldann. I Hafnarfirði þarf 20 meðmælendur 18 ára eða eldri, sem eru flokksbundnir I alþýðuflokksfélögunum, en I Keflavfk og Kópavogi þurfa meðmælendur ekki að vera nema 15. Kosningarétt hafa allir þeir sem orðnir eru 18 ára og eiga lögheimili i bæjunum, likt og verið hefur I fyrri skoðana- könnunum Alþýðuflokksins úti um land og I Reykjavfk. -HP. Björn Jónsson um hugsanlega kaupbindingu: Ekki til viðtals um lækkanir á kaupinu —f rá því sem samningar greina „Það er alveg klárt af yfir- lýsingum, afstöðu Sambandsþings og þings Verkamannasam- bandsins að við erum ekki til viðtals um neinar lækkanir á kaupi frá því- sem samningar kveða á um,“ sagði Björn Jónsson forseti Alþýðusambandsins í gær þegar hann var spurður hvað ASÍ mundi gera ef ríkisstjórnin veldi kaupbindingu. „Komi til þess munum við gera þær ráðstafanir er mögulegar eru til að vernda rétt verkafólks," sagði Björn. Hann sagði að þá mætti segja upp samningum og _yrði það sennilega gert. Björn vildi ekki neita því að ASI yrði til viðtals ef boðið yrði að verð lækkaði að sama skapi og kaup. „Ef við fengjum jafn- mikinn kaupmátt við slikt," sagði hann. En ef gengið væri fellt? Björn sagði að gengisfelling yrði að skoðast í ljósi þess hvort visitalan væri í gangi og verð- bætur fengjust fyrir verðhækkanir sem gengisfelling ylli. En rétturinn til að segja upp samningum væri þá fyrir hendi. -HH. Bergstaðastræti 4 -Sími14350 Utsala hefst á mánudag Gottúrvalaf góðumfötum Komið og geríð góð kaup íinit

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.