Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.01.1978, Qupperneq 10

Dagblaðið - 07.01.1978, Qupperneq 10
10 BIABW DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1978. Útgafandi Dagblaöiö hf. Framkvæmdastjóri: Svainn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. . Blaöamann: Anna Bjamason. Ásgeir Tómasson. Bragi Sigurösson. Dóra Stafansdottir. Gissur SigurÖsson. Hallur Hallsson. Halgi Pótursson. Jónas Haraldsson. Katrín Pálsdóttir. Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Ami Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóös- Skrífstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þoríeifsson. Dreifingarstjóri. Már E. M. Halldórsson. v Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11 Aöalsimi blaösins 27022 (10 línur). Áskríft 1500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda og plötugerð: Hilmir hf. SíÖumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Hvar eru efndirnar? Sjónvarpsáhorfendur glenntu upp augun. Skyndilega höfðu æðstu foringjar allra flokkanna orðið sammála. Á dagskrá var, hvernig auka mætti áhrif kjósenda. Jú, foringjarnir gátu ekki neitað, að þetta mætti laga, með því að kjósandinn fengi eftir eigin höfði að raða frambjóðendunum á þeim lista, sem hann kysi. Foringjarnir hétu að stefna að þessari breytingu fyrir næstu kosningar. Forsætisráðherra lofaði að gangast fyrir viðræðum milli allra flokkanna um kjördæma- málið og kosningalögin til að kannahugsanlegar úrbætur. Þetta ýrði að gerast með hraða, ættu breytingarnar, sem gæfu kjósendum rétt til að raða á listunum, að hljóta samþykki á Aþingi í vetur og taka gildi í næstu kosningum. En áramótin komu, og engar slíkar viðræður höfðu farið fram. Jón Skaftason, þingmaður Framsóknar- flokksins, bar fram ágætt frumvarp um heimild handa kjósendum til að raða á listunum. Með eðlilegum og einföldum breytingum hefði þetta frumvarp getað orðið grundvöllur úrbótanna, sem sjónvarpsáhorfendur töldu leiðtogana stefna að. En þess í stað tóku foringjar flokk- anna að snúa út úr frumvarpi Jóns og finna því allt-til foráttu. Alþýðubandalagsmenn báru fram þingsá- lyktunartillögu um nefndarskipun til að semja frumvarp, sem veitti heimild til, að kjósendur röðuðu frambjóðendum. Bandalagið stefndi þó aðeins að því, að flokkarnir hefðu heimild til að hafa óraðaðan lista en það yrði ekki gert að skyldu. í þessu fóíst þá þegar mikið fráhvarf frá fögrum orðum foringjanna í sjónvarpi. Þessi tillaga var söltuð. 1 stað þess að sinna fyrirheitunum hafa stjórnmálaflokkarnir hver af öðrum birt raðaða framboðslista fyrir næstu kosningar eða efstu sætin á slíkum listum. Þetta hefur verið gert án alls fyrirvara um, að aðstæður kynnu að breytast, ef þingið samþykkti, að kjósendur skyldu hafa síðasta orðið um, hvernig fram- bjóðendur á listunum raðast á þau þingsæti, sem um verður að ræða. Strax er farið að tala um, að þessi eða hinn sé í „baráttusæti“. Rétt er, að kjósendur taki vel eftir, hvernig foringjarnir bregðast fyrirheiti sínu um úr- slitavald kjósenda. Þetta gildir auðvitað fyrst og fremst, þar sem prófkosningar hafa ekki farið fram eða verið mjög takmarkaðar, áður en listinn er skipaður. Þar á flokksklíkan sem fyrr öllu að ráða. ,,í umræðum hefur verið ræddur sá möguleiki að breyta ákvæðum kosningalaga, án þess að til stjórnarskrárbreytinga þurfi að koma, til að gera bragarbót til bráðabirgða,“ lætur forsætisráðherra nægja um málið í ára- mótagrein sinni og vitnar svo til nauðsynjar á stjórnarskrárbreytingu og að stjórnarskrár- nefnd skili tillögum hið fyrsta.Kjósendurhöfðu gert sér vonir um að fá strax þau auknu réttindi, sem unnt er að veita án stjórnarskrár- breytingar, og síðan eins fljótt og lög leyfa þær úrbætur, sem byggjast á breytingu á stjórnar- skrá. Þegar flokksforingjarnir fundu til sviðs- skrekks í sjónvarpsumræðunum, tókst þeim ekki að komast undan að gefa fyrirheit um tafarlausar úrbætur. Síðan hafa þeir leitað leiða til að svíkja loforðin. NAIN TENGSL FOR- TP ELDRA OG BARNA NAUÐSYNLEG ÞEGAR EFTIR FÆÐINGUNA ekki síður ef barnið er fyrirburður Hættan á skertum tengslum foreldra og barns er sérstak- lega mikil í þeim tilfellum er börn fæðast fyrir tlmann. Aður fyrr kom hræðslan við hugsan- lega smitun í veg fyrir heim- sóknir foreldra til barna sinna sem voru fyrirburðir. En nú á dögum er reynt að ýta undir eins náin tengsl og mögulegt er á milli foreldra og barns. Barnalæknirinn Hans Gerd Lenard, við barnadeild háskóla sjúkrahússins í Göttingen í Vestur-Þýzkalandi hefur bent á að samkvæmt rannsóknum á þeim börnum, sem fæddust sem fyrirburðir og fengu þar af leiðandi sérstaka læknis- fneðferð, þá eru miklar líkur á þvi að börnin fái meðferð sem sjúklingar eftir að þau eru komin í foreldrahús. Vísindarannsóknir, einkum í Bretlandi og Bandarikjunum, hafa sýnt fram á að ein af ástæðunum fyrir því að meðhöndlun foreldranna er á þennan veg er sú að tíminn strax eftir fæðingu er mjög mikilvægt skeið fyrir tengsl móður og barns, liffræðilega séð. Ef nýfætt barn er skilið frá foreldrum sínum og sett á sér- staka deild fyrir börn sem fæðast fyrir tímann vantar þetta mikilvæga skeið f þróunarröðina og hætta er á að tengsl foreldra og barns brengl- ist. Þessi tengslarof eru reynd- ar löngu kunn meðal annarra spendýra. Þetta barn fæddist fullburða og meðal þeirra barna verður ekki vart þeirra tengsiarofa, sem verða á nútímafæðingarstofn- unum, nema þá aðeins að beitt sé sálfræðirannsóknum. íslenski bóndinn og rannsóknarstarfsemin Flestir ættu að geta verið þvi sammála, að stórstígar fram- farir hafa orðið í íslenskum landbúnaði á undanförnum ár- um og áratugum, og eru þær fyllilega sambærilegar því, sem gerst hefur 1 öðrum atvinnu- greinum. Framleiðsla hinna ýmsu búsafurða hefur aukist stóriega, þrátt fyrir mikla fækkun bænda, enda hafa þeir stöðugt verið að stækka búin og tileinka sér ýmiss konar nýj- ungar og tækni við búskapinn. Rannsóknarstarfsemin, ásamt ráðunautaþjónustu og búnaðar- fræðslu, hefur tvímælalaust haft mikil áhrif á þessa þróun. Samanborið við erlenda starfs- bræður virðast islenskir bændur jafnan tiltölulega fljótir að færa sér I nyt hag- nýtar tilraunaniðurstöður nýjungar í landbúnaði. og Þjóðfélagið vanmetur landbúnaðinn Þrátt fyrir stöðugar um- bætur og tæknilegar framfarir, byggðum á rannsóknum og reynslu, á landbúnaðurinn við mikil vandamál að striða. Nú á timum velmegunar hættir mörgum til að vanmeta gildi þessarar undirstöðuatvinnu- greinar þjóðarinnar, en ég tel landbúnað hiklaust einn af máttarstólpum hennar, hvort sem litið er á hann frá efna- hagslegum eða þjóðfélagsleg- um sjónarhóli. Eflaust er margt hægt að færa til betri vegar í búrekstri, svo sem í öðrum at- vinnurekstri hér á landi, en allt of fáir gera sér ljóst, að vanda- mál fandbúnaðarins og bænda- stéttarinnar eru í raun nátengd þeim höfuðvanda þjóðarinnar, sem hin stöðuga og mikla verð- bólga er, og þeirri spillingu er henni fylgir. Þetta er þvi fremur þjóðfélagslegt en tæknilegt vandamál. Bændur og forráðamenn stéttarsamtaka þeirra hafa brugðist við vandanum af festu og ábyrgð og gert sanngjarnar kröfur til launa fyrir störf sin, en kjör þeirra eru nú tiltölu- lega bágborin miðað við þau kjör, sem flestir aðrir þjóð- félagsþegnar njóta. Það er mjög kostnaðarsamt og erfitt að

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.