Dagblaðið - 07.01.1978, Síða 11

Dagblaðið - 07.01.1978, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1978. 11 Þegar fæðing gengur fyrir sig með eðlilegum hætti og barnið er fullburða eru þessar truflanir á eðlilegum tengslum svo smávægilegar að einungis er hægt að greina þær með sál- fræðiprófunum. En tengsla- rofin geta orðið það mikil að þau eyðileggi samband foreldra og barns, sem á endanum leiðir til þess að barnið verður það erfitt viðureignar að leitt getur til misþyrminga foreldra á því. Til þess að sporna gegn þessu er foreldrum fyrirburða sem njóta aðhlynningar á barna- deild Göttingensjúkrahússins gert kleift að umgangast barn sitt hvenær sem er sólarhrings- ins. Foreldrunum er ekki einungis leyft að snerta börnin, og annast þau, heldur eru þeir hvattir til þess að gera það, , jafnvel þegar aðstæður eru erfiðar og barnið er haft í súr- efniskassa. Og raunar hefur verið sýnt fram á að smitun verður ekki oftar þótt for- eldrunum sé veitt þetta leyfi. Samskipti foreldra og lækna varðandi vandamál barnsins verða auðveldari með þessu móti og foreldrarnir kynnast þeim erfiðleikum, sem við er að setja- hvað snertir umönnun barnsins. Ennfremur gera þessi samskipti barninu vistina á sjúkrahúsinu bærilegri. Annað sem er nákvæmlega fylgzt með á sjúkrahúsinu i Göttingen eru áhrif um- hverfisins á þróun heilastarf- semi fyrirburðarins. Sam- kvæmt skýrslu, sem Franz J. Schulte og Eberhard Stennart hafa ritað, þróast taugaendar og hlekkir á milli tauga venju- lega ekki fyrr en á sfðustu 12 vikum meðgöngutímans. Með öðrum orðum þróast taugaend- ar fyrirburða ekki fyrr en eftir að barnið hefur fæðzt og nýtur þar af leiðandi ekki hins vernd- aða umhverfis móðurlífsins. Prófanir með tiiraunadýr sýna að áhrif umhverfisins eru merkjanleg á þróun heilans. Rannsóknir með heila- bylgjur, þ.e. þegar greind eru viðbrögð ákveðinna heila- svæða, sýna að fæðing fyrir tímann hefur engin áhrif á heyrnina en greinanleg eru áhrif á þá hluta heilans er tengjast sjón barnsins. ER RÉTTLÆTANLEGT AÐ SLÖKKVA GÖTUUÓSIN Á AÐFANGADAG? Götuljós slökkt í Hafnar- firði ó aðfangadag Sfðastliðinn aðfangadag jóla var slökkt á öllum götuljósum á orkuveitusvæði Rafveitu Hafn- arfjarðar í tæpan klukkutíma skömmu áður en jólahátfðin gekk í garð. Er þetta þriðja árið í röð, sem slíkt er gert, en árið 1975 gekk jólahátíðin í garð með allar götur óupplýstar og var liðin hálf klukkustund af hátíðinni, þegar ljósin loksins voru kveikt eftir u.þ.b. 1 'A klukkustundar rof i hríðar- veðri. Margur mun sjálfsagt hafa haldið, að um bilun hafi verið að ræða. Svo var ekki. Götuljósin voru slökkt í sparnaðarskyni, þ.e.a.s. til að lækka toppálagið. Það fyrsta sem kemur í huga manns við slíkar aðgerðir, er spurningin um það, til hvers götulýsing er. Er hún skraut- lýsing eða er hún öryggis- ráðstöfun? Þessari spurningu er auðsvarað. Götulýsingin er einungis öryggisráðstöfun. Úr því svo er, kemur næst upp sú spurning, hvort réttlætanlegt sé að slökkva öll götuljós á tíma mesta skammdegis ársins og á einhverju mesta umferðar- slysaári aldarinnar. Persónuleg skoðun undirritaðs er sú, að það sé fráleitt að slökkva öll götuljós í sparnaðarskyni. Ekki er langt um liðið síðan dauða- slys varð I umferðinni vegna ljóslausrar dráttarvélar, sem ökumaður sá of seint, að þvi er fréttir herma. Gæti ekki svipað atvik komið fyrir á myrkvuðum götum Hafnarfjarðar. Það kann að vera, að forráða- menn Ráfveitu Hafnarfjarðar telji umferð svo litla á þeim tima aðfangadags, sem slökkt var, að áhættan væri hverfandi. En er þetta ekki einmitt sá timi, sem börn og unglingar f síðustu sendiferðum vegna jólaundirbúningsins, eru á ferli gangandi vegna þess, að strætisvagnar eru hættir að ganga? Slys á mönnum verða aldrei metin til fjár og hætt er við, að ef slys hefði orðið vegna myrk- ursins, hefði sp^rtíaður rafveit- unnar orðið léttur á vogarskál- inni. Er þá komið að þriðju spurningunni. Hver er sparnaðurinn við að slökkva á götuljósunum? Rafveita Hafnarfjarðar kaupir raforku af Landsvirkj- un skv. heildsölugjaldskrá, sem er þannig, að greitt er fyrir hverja notaða kílóvattstund, en verðið er breytilegt eftir nýt- ingartfma. Auk þess er greitt árlegt aflgjald, sem miðað er við meðaltal mesta álags fjóra hæstu mánuði ársins. Lækkun mesta álags einn mánuðinn, þ.e. f desember með þvf að slökkva götuljósin, getur þvf aðeins haft áhrif á hið árlega toppgjald að fjórða hluta. -Hækkun varð á gjaldskrá Landsvirkjunar 1. nóvember 1977 en meðalaflgjald allt árið var 8.043 kr /kW. Uppsett afl í götulýsingu á orkuveitusvæði Rafveitu Hafnarfjarðar mun vera um 320 kW. Við það má bæta 15% vegna tapa f kerfinu. Uppsett afl, mælt i aðveitustöð, vegna götulýsingar mun því vera um 370 kW. Mesta mögu- lega lækkun toppálagsins með rofi götulýsingar er þvf 370 kW, sem skv. framansögðu mundi Iækka árlegt aflgjald rafveit- unnar um 744 þús. kr., sem eru smámunir miðað við heildar- kostnað götulýsingarinnar, hvað þá f samanburði við heildarveltu rafveitunnar. Ljóst er, að ekki þyrfti stórt umferðartjón til að éta upp þennan sparnað svo ekki sé minnst á slys á mönnum. Rof götulýsingar er brot ó söluskilmólum Rafveita Hafnarfjarðar selur raforku ekki einungis innan lögsagnarumdæmis Hafnar- fjarðar heldur einnig f Bessa- staðahreppi og hluta Garða- bæjar. Raforka fll götulýsingar er seld SkV. gjaldskrárlið F-3, sem ér þannig: „Gjöld fyrir götu- og hafnar- lýsingu kr. 92.128 hvert árs-kW, þótt mælitækjum verði ekki við komið, enda greiði þá notandi að auki stofnkostnað og við- haldskostnað að fullu eftir ákvörðun rafveitunnar. Þó ákveður bæjarstjórn gjald fyrir götulýsingu f Hafnarfirði sam- kv. tillögu Rafveitunefndar sem gerð skal árlega .við af- greiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins." I gjaldskrá Rafveitu Hafnar- fjarðar eru engin ákvæði, sem heimila rof á afhendingu raf- orku til götulýsingar. Lfta má á sölu rafveitunnar til bæjarins vegna götulýsingar sem sölu til Kjallarinn Gísli Jónsson borgaranna, skv. gjaldi, sem bæjarstjórnin hefur ákveðið skv. heimild f staðfestri gjald- skrá. Telja verður þvf, að raf- veitan hafi ekki heimild til að slökkva á götuljósum Hafnar- fjarðar í sparnaðarskyni, nema ef ske kynni með samþykki bæjarstjórnar, sem lá ekki fyrir f umræddu tilviki. Gagnvart Bessastaðahrepp og Garðabæ, sem greiða að fullu allan stofnkostnað og við- haldskostnað götulýsingarkerf- is og þar að auki 92.128 kr/árs- kW, skv. núgildandi gjaldskrá, er Ijóst, að umrætt rof á götu- lýsingu er óheimilt með öllu. Láta mun nærri, að logtími götuljósa sé um 4200 klukku- stundir á ári. Gjaldið 92.128 kr/árs-kW samsvarar þvf tæpum 22 kr á hverja kílówatt- stund, sem er u.þ.b. 50% hærra gjald en greitt er til almennra heimilisnota. Rof á þessari notkun frekar en einhverri annarri verður þvf ekki réttlætt með þvf, að hér sé um að ræða sölu á einhverri afgangsorku á lágu verði. Enda þótt svo væri, þyrfti að sjálfsögðu að liggja fyrir rofheimild, svipuð þeirri, sem gildir um rof á sölu raf- orku til hitunar. Hið mjög svo háa aflgjald af raforku til götu- lýsingar er augsýnilega ákvarð- að með hliðsjón af því að götu- lýsingin koiiu að fullu með f toppálagi rafveitunnar. Með því að rjúfa sfðan götulýsingu til að lækka toppinn, er verið að svíkjast aftan að viðskiptavin- inum, sem síst ætti að mega búast við af opinberu einka- sölufyrirtæki. Niðurlag Er raunverulega svo komið, að við tslendingar, sem erum einhver orkuauðugasta þjóð heims miðað við fólksfjölda, höfum ekki lengur efni á þvf að hafa logandi á götuljósum okkar f mesta skammdeginu? Hvar er allt ódýra rafmagnið, sem svo mikið hefur verið talað um? Hafi það afgerandi áhrif á fjárhag rafveitnanna að slökkva á götuljósum f 1—2 klukkustundir einu sinni til tvisvar á ári, hlýtur að vera eitt- hvað bogið við sölufyrirkomu- lagið. Spurningar sem þessar hljóta að koma upp f huga manns, þegar á sjálfan aðfanga- dag jóla er gengið um myrkv- aðar götur Hafnarfjarðar, haf- andi nýlega hlustað á þær frétt- ir, að kaupgeta fólks fyrir jólin hafi aldrei verið jafnmikil og nú. Eftir þvf sem best er vitað hafa ekki hlotist slys eða eigna- tjón af þvf uppátæki Rafveitu Hafnarfjarðar að slökkva á götuljósum og ber að fagna því. Að endingu er borin fram von um, að framanritaðar hugleið- ingar um hina vafasömu fram- kvæmd að slökkva á götuljósum f sparnaðarskyni verði til þess, að yfirstjórn Rafveitu Hafnar- fjarðar og þeir aðrir, sem málið varðar, beiti áhrifum sfnum til þess, að ekki komi oftar til slíkra aðgerða. Gfsli Jónsson prófessor. hefja -búskap og byggja upp á jörðum, og er því vandi ungu bændanna mestur. Þá er vert að minnast þess, að f verðlags- grundvellinum hafa laui) kvenna fyrir bústörf verið ákvörðuð lægri en laun karla, og er það atriði vissulega verð- ugt viðfangsefni fyrir jafnrétt- isráð. Yfirlýsing Rannsóknastofnunar landbúnaðarins En það eru ekki- aðeins bændur, sem láta sig varða vandamál landbúnaðarins. Margt hefur verið rætt og ritað um þau efni, deilt hefur verið um ýmis atriði og tillögur lagðar fram til úrbóta. A jóla- föstu var haldinn blaðamanna- fundur í höfuðstöðvum Rann- sóknastofnunar landbúnaðar- ins á Keldnaholti við Reykja- vík, svo sem fram kom f fjöl- miðlum, m.a. f Dagblaðinu 22. desember sl. en efst á bls. 9 birtist frétt með eftirfarandi fyrirsögn: „Sár reynsla vísinda- manna landbúnaðarins: ts- lenski bóndinn sýnir rann- sóknarstarfinu Iftinn áhuga — 250 milljónum varið til rann- sókna í ár en sjaldan minnst á að auka slíkt starf.“ I fréttinni er sfðan vitnað orðrétt f skriflega yfirlýsingu Rannsóknafetofnunarinnar, þar á meðal e^tirfarandi málsgrein: „Vegna vandamála landbún- aðarins hafa bændur haldið marga fundi nýlega og rætt um leiðir til að leysa eða létta vand- ann. Þá er sjaldan minnst á að efla rannsóknarstarfsemina sem leið til að finna úrlausnir. Þótt allar framfarir f landbún- aði eigi rót sína að rekja til rannsókar- og þróunarstarf- semi á ýmsum sviðum sýnir fs- lenski bóndinn rannsóknar- starfinu yfirleitt Iftinn áhuga. Þessu þarf að breyta.“ (leturbr. höf.) Það er góðra gjalda vert þegar fslenskar landbúnaðar- rannsóknir eru kynntar f fjöl- miðlum. A undanförnum árum hefur margt áunnist á þeim sviðum, og landbúnaðurinn hefur notið góðs af ýmsum þeim niðurstöðum, svo sem nánar verður vikið að hér á eftir. Vissulega ber að efla rannsóknir f þágu landbúnaðar svo sem annarra atvinnuvega. Gott og vel. Mér þykir þó full ástæða til að gera að umræðu- efni lokaorð ofangreindrar málsgreinar úr yfirlýsingunni frá Rannsóknastofnun land- búnaðarins, sem blaðamönnum var afhent. Bœndur hafa áhuga á rannsóknum Reynsla undanfarinna ára sýnir, að fslenskir bændur hafa fært sér í nyt niðurstöður fjöl- margra rannsókna á hinum ýmsu fræðisviðum land- búnaðarins, t.d. varðandi notkun áburðar á tún, ræktun grænfóðurs, beit búfjár á ræktað land, fóðurverkun, efnagreiningar á heyi og jarð- vegi, vetrarfóðrun búfjár og vetrarrúningu sauðfjár, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Þeir hafa stöðugt verið að taka f notkun nýjar vélar og tæki, t.d. f sambandi við heyskap, mjaltir og ræktun nytjajurta, og stór- felldar umbætur eiga sér stað í gerð húsa fyrir búfé og fóður. I sumum tilvikum hafa jafnvel ný tæki verið tekin f notkun, án þess að nægileg reynsla væri komin á nytsemi þeirra við hér- lendar aðstæður. Flestir bændur taka hagnýtum til- raunaniðurstöðum vel og kanna gildi þeirra hver á sfnu búi. I þessu sambandi gegna ráðu- nautaþjónustan og búnaðar- fræðslan veigamiklu hlutverki, og þarf að efla þá starfsemi ekki sfður en rannsóknarstarf- semina. Vísindaþekking og tækni leysa þó ekki allan þann vanda, sem við blasir. Hjá lftilli þjóð með naumar Kjallarinn Ólafur R. Dýrmundsson fjárveitingar til rannsókna er val tilraunaverkefna vanda- samt því að margt bfður úr- lausnar. Eg minnist þess, að fulltrúar bænda í Tilraunaráði landbúnaðarins hafa lagt fram eða stutt tillögur um fjölmörg þarfleg tilrauhaverkefni, t.d. rannsóknir á matvælum og að- ferðum til að bæta þurrheys- og votheysverkun. Hvað varðar framkvæmd tilrauna hafa bændur t.d. sýnt hinum um- fangsmiklu UNDP/FAO beitar- tilraunum víða um land mikinn áhuga. Sömu sögn or að ro.-i i um ýmsar aðrar dreifðar til- raunir og athugamr, acm bu\ i • indamenn vinna að víða úti í sveitum í samvinnu við bændur og búalið. Vissulega sýna bændur hinum einstöku verk- efnum mismunandi mikinn áhuga, en sé á heildina litið þá virðast mér þeir yfirleitt kunna vel að meta rannsóknarverk- efni í þágu landbúnaðarins. Eg hef unnið nokkuð að rannsókn- um við Bændaskólann á Hvann- eyri f Borgarfirði undanfarin 5 ár og styðst þvf fyrst og fremst við þá reynslu. Hún var ágæt og gagnstæð lokaorðum framan- greindra málsgreinar úr yfir- lýsingu Rannsóknastofnunar- innar. Mér þykir því leitt, ef einhverjir af starfsmönnum RALA hafa orðið fyrir „sárri reynslu", svo að notuð séu orð úr fyrirsögn fréttarinnar. Alla vega verð ég ekki var við slfka „reynslu" í hópi samstarfs- manna minna á Hvanneyri. Úlafur R. Dýrmundsson landnýtingarráðunautur, Búnaðarfélagi Islands.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.