Dagblaðið - 07.01.1978, Page 13

Dagblaðið - 07.01.1978, Page 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1978. Lýtalæknirinn kannar með fingrunum hvernig batinn gengur, Dína segist elska hann. Faðir Dínu hafði heyrt svo margt ljðtt um Chicago að hann ákvað að fara sjálfur með dóttur sinni. Þau komu þangað í janúar á síðasta ári og fyrsti uppskurðurinn var gerður nokkrum vikum seinna. Og mikil breyting varð strax til batnaðar. Þegar Dína fékk að sjá andlit sitt f spegli hrópaði hún upp yfir sig af gleði. Hún sætti sig strax við grímuna þegar útskýrt hafði verið fyrir henni hvað gott hún myndi leiða af sér. Gaman í skólanum I nokkra mánuði naut Dína litla einkakennslu. En í septem- ber var hún sett í almennan skóla. Hún skemmti sér strax mjög vel við námið og var svo kappsöm að það kom kennurum hennar á óvart. Hún var líka svo fróðleiksfús og vildi vita sem næst deili á öllu milli himins og jarðar. 1 vetur voru allir krakkarnir 1 bekknum látnir mála myndir af sjálfum sér. Þá teiknaði Dfna mynd af sér með grfmuna. iC „Við lærum eins mikið af Dínu og hún af okkur,“ segir kennarinn hennar. besrb Móðir Dínu lagar á henni grím- una áður en hún sendir hana í skólann. „Þetta er ég“, sagðii hún.-Kenn- arinn hennar varð mjög hissa á þvf að hún skyldi ekki teikna sjálfa sig eins og hún vildi vera. En um Ieið glöddust allir yfir raunsæi hennar og þrótti til að horfast 1 augu við staðreyndir. Enda segist fólk hætta að taka eftir grfmunni eftir að hafa þekkt Dfnu f nokkurn tfma, það sé hún sjálf sem allir taka eftir. Börnin i skólanum tóku Dfnu strax mjög vel. Fyrsta daginn var kennarinn dálitið hræddur við að sleppa henni út einni f ffrfmfnútum. En Dína sagðist vera fullfær um að útvega sér vini ein og þyrfti enga hjálp. Og það reyndist rétt vera. Þegar út kom hvarf hún þegar f barna- skarann og ekkert virðist geta skilið á milli hennar og hinna barnanna. Enda segir hún að skóiafélögum sfnum þyki öllum mjög vænt um sig. Vasilios Gaitanos sem er 32 ára gamall pfanóleikari hefur manna mest staðið í þvf að afla fjár til læknishjálpar Dínu. Til þess að gjalda honum þökk heimsækir hún hann á hverjum degi og segist helzt vilja geyma hann í spíritus svo hann verði ekki of gamall til þess að giftast sér þegar hún verði orðin full- orðin. önnur hjálparhella er frú Argiris sem aðstoðaði fjöl- skylduna við að finna sér heimili f Chicago. Hún er óbein guðmóðir Dfnu og segist vera hrifin af styrk hennar og þreki. En Dfna hefur orðið litinn tfma til þess að tala við hana þvf alltaf bfður krakkahópur eftir þvf að hún komi út að leika við þau. Fullkominn bati? Læknar hafa ekki ennþá sagt neitt um það hvort Dína megi vænta fulls bata eða hvort hún verði örótt f andliti um ókomna framtíð. Þeir hafa sagt að um kraftaverk verði ekki að ræða. Brunasár eru og verða bruna- sár og við þau er erfitt að eiga. En með einum 7-8 uppskurðum f viðbót ætla þeir að andlit Dfnu geti orðið sæmilegt. Dfna er Ifka þannig gerð að hún getur lifað með galla sem önnur börn gætu ekki. Hún er lfka það full af lffi og fjöri að fólk tekur ekki fyrst eftir andliti hennar heldur öllu æði. Faðir Dinu er mjög góður leik- félagi hennar og sumir segja sá allra bezti. ---------- ^ Á Kennedyflugvelli í New York hlusta DICOU rólegur, við efutn ekki búin " tai'? nnþr. P þcð getur vtrið oi gi st- ui ifin þcnn.or 3ósu, Örn tldinn geti ó fréttir af miklum Nú skil égf ekki neiít hvoð þú ert að Nokkrum minútum síðar er \ Taktu símtalið 6 augnablik, til Rósu. © BULLS FJ6, lœknir, hvað ge» Hjúlpoðu okkur H rþo5 er til oð komost til sjálfsogt, en jorðskjálftos^œðonna, 5g vcr5 „g með vistir og oð hofo samband við yfirflugstjórar Sem nokkurs H konar líknarenglar œtlum við að fara 6

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.