Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.01.1978, Qupperneq 16

Dagblaðið - 27.01.1978, Qupperneq 16
16 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1978. iþrótiir Iþróttir Iþróttir Bþróttir I . •• '' Sannfærður um að við sigrum Dani —sagði Björgvin Björgvinsson, fyrírliði íslenzka lands- liðsins, ef tir HM-leikinn við Sovétmenn í gær Duncan Bridge • ' •' ... X 4 Brian Wallwork Frá Halli Hallssvni, Arósum. „Við sigrum Dani á laugardag. Það er sannfæring mín eftir síðari hálfleik okkar gegn Sovét- mönnum. Við höfum ekki lengur minnimáttarkennd, sem islenzk landslið hafa haft gegnum árin gegn Dönum. Með baráttu, svipaðri baráttu og var í síðari hálfleik gegn Sovétmönnum, þá sigrum við Dani,“ sagði Björgvin Björgvinsson, fvrirliði islenzka Tveir Englendingar á badmintonmóti TBR — sem hefst á morgun íTBR-húsinu A laugardag og sunnudag verður haldið svonefnt Tropicana-mót í hadminton. Keppt verður i ein- liðaleik og tvíliðaleik karla og kvenna. Mót þetta er nýtt af nál- inni. en þess er vænzt að það verði haldið árlega. T.B.R. bauð tveimur enskum ■badmintonleikurum til mótsins, en þ.eir eru Brian Wallwork, 25 ára gamall, sterkasti leikmaður- inn i Lancashire. Hann var i undanúrslitum i einliðaleik í enska meistaramótinu 1977. Og Duncan Bridge, 19 ára frá Surre.v, fvrrum ungiingameistari og unglingalandsliðsmaður. Hann var í úrslitum í enska meistara- mótinu i tvíliðaleik 1976 og 1977. Englendingar eru meðal sterk- ustu badmintonþjóða heimsins og því má telja það mikinn feng fyrir okkur að fá slíka kappa í heim- sókn. Verður vafalaust skemmti- legt að sjá þá sýna leikni sína. Allir sterkustu leikmenn íslendinga munu að sjálfsögðu verða meðal keppenda og má þá fyrst nefna þá Jöhann Kjartans- son og Sigurð Haraldsson Is- landsmeistara. Verður fróðiegt að sjá viðureignir þeirra yið ensku snillingana. Eins og að framan segir verður mótið haldið nk. laugardag og sunnudag. Það verður í húsi Tennis- og badmintonfélags Reykjavikur að Gnoðarvogi 1, og hefst kl. 15.00 báða dagana. Fyrri daginn hefst keppnin með einliða- leik, og verður leikið fram að undanúrslitum. Síðan verður keppt í tvíliðaleik og verður þá keppt íram að úrslitum. A sunnu- dag hefjast undanúrslitaleik- irnir í einliðaleik kl. 15.00, en síðan koma úrslitaleikirnir hver af öðrum. UT- SALA UTSALAN HEFST ÍDAG OPIÐTILKL. 7ÍKVÖLD 20-60% AFSLÁTTUR b<ikhú/id Strandgotu Hafnarfirfti Sími 50075 landsliðsins eftir ieikinn i gær- kvöid. „Fyrir leikinn var gífurlegt taugastríð hér i Árósum og ég játa að það kom illa niður á leik okkar framan af. Við vorum fimm mörkumundir i halfleik og það er ákaflega erfitt að vinna upp slíkt forskot. Því miður höfum við ekki náð þeim klassa, sem til þarf til að sigra slíkt lið sem Sovétmanna — en við minnkuðum muninn mjög um tima og þegar staðan var 17-18 þá vantaði okkur þann neista til að jafna og komast yfir. Það fór gífurleg orka í að vinna upp for- skotið og r.okkur góð tækifæri fóru forgörðum og það var mikið áfall fyrir okkur að missa Árna Indriðason útaf. Okkar sterkasta varnarleikmann. En við vinnum Dani — það er sannfæring mín“, sagði Björgvin að lokum. % M Sterkasta vörn er ég hef leikið gegn —sagði Axel Axelsson eftirHM-leikinn Frá Halli Hallssyni, Arösum. „Þetta er tvímælalalaust sterk- asta vörn er ég hef leikið gegn. Hæðin á varnarmönnum Sovét- ríkjanna er slík, að ég kom ekki skoti vfir vörnina og því einbeitti ég mér að undirskotum í síðari hálfleik," sagði Axel Axelsson, markhæsti leikmaður íslands eftir ósigurinn gegn Sovétríkjun- um. „Sovétmenn verða heims- meistarar. Það er sannfæring mín. Mjög sterkt lið og ieikmenn þess eru ótrúiega, iíkamlega sterkir. Margt jákvætt kom fram í leik okkar, sér í lagi í síðari hálfleik, sem við unnum með einu marki. Mark\arzla - Gunnars Einars- sonvar var mjög góð. Við náðum hraðaupphlaupum en fórum því miður illa með nokkur góð tæki- færi.“ sagði Axel ennfremur," og ég er ekki í nokkrum vafa að ef við náum upp sama baráttuanda, sama sigurvilja gegn Sovét- mönnum í síðari háifieik. þá sigrum við Dani. Um það er engin spurning i mínum huga.“ Færslan í ísl. vörn- inni ekki nægileg — sagði Karl Benediktsson, landsliðsnefndarmaður Frá Haiii Hallssvni, Arósum. „Við náðum okkur ails ekki vel á strik í fvrri hálfleik og raunar skipti það sköpum í leiknum. Við fórum ekki nógu langt fram í vörninni — og færslan í vörninni var ekki nógu mikil. Það vantaði herzlumuninn," sagði Karl Bene- diktsson, landsiiðsnefndarmaður, eftir leikinn í gær. „En við eigum að vinna Dani með sama baráttuvilja og var í síðari hálfleik. Leikurinn gegn Sovétmönnum var mjög erfiður f.vrir okkur. Þar munaði mest hin mikla hæð, sem Sovézku leil mennirnir höfðu fram vfir okku Einar Magnússon var eini lei| maður íslands, sem gat stokki upp yfir sovézku vörnina o skorað. Þá er vert að minnast mjög góðan ieik Gunnars Einar sonar í markinu. Hann varði « stakri prýði en var raunar óhcpi inn nokkrum sinnum. Þá var þa mikið áfall að missa sterkast varnarmann okkar. Arna Indriði son, út af,“ sagði Karl. Það varerfitt að eiga við þá sovézku — sagði Gunnar Einarsson, markvörður Frá Halli Hallssvni. Arósum. „Ég er ánægður með leik minn gegn Sovétinönnum — vinkum í síðari háifleik. Þá var vörnin hjá okkur líka mjög góð og hre.vfan- leg en opnaðist hins vegar oft illa í þeim fvrri," sagði Gunnar Einarsson, sem stóð sig með mik- illi prýði í marki íslands í gær. „Það var ákaflega erfitt að eiga við Sovétmennina — sér í lagi Maksimov. Hann náði tvívegis að vippa vfir mig þar sem ég var í boltanum en herzlumuninn vantaði. Þá var mjög erfitt að eiga við skot sovézku risanna. En ég er mjög bjartsýnn. Barátta okkar var góð í síðari háifleik og mcð henni eigum við að fara langt með að sigra Dani," sagði Gunnar.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.