Dagblaðið - 27.01.1978, Síða 27

Dagblaðið - 27.01.1978, Síða 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JANTJÁR 1978. I Ci Utvarp Sjónvarp Sjónvarp íkvöld kl. 22.00: Hverfyrir sigogguð gegn öllum Þegar samfélagið fer að stjóma í fólki verða afleiðingamar oft kaldranalegar —örlög Kaspars Hauser sýna það og sanna Örlög Kaspars Hauser eiga ekki að fara fram hjá neinum íslendingi. Fyrst kemur Háskóla- bíó fram með mánudagsmynd um þau, þá flytur Þjóðleikhúsið leikrit 6g nú er komið að sjónvarpinu að sýna mynd um Kaspar að vísu þá sömu og Háskólabíó sýndi á sínum tíma. En hvað er það þá við Kaspar sem er svona sérstakt? Árið 1828 fannst Kaspar Hauser á torgi i Níirnberg. Hann gat hvorki talað né gengið en hélt á bréfi sem í stóð að honum hefði verið haldið föngnum í kjallará alla ævina án þess að hann hefði hugmynd um heiminn fyrir utan. Eina setningin sem hann gat sagt var „Mig langar að verða riddari eins og faðir minn var". Og svo gat hann skrifað nafn sitt. Þjóðfélagið sá að við svo búið mátti ekki standa og „uppeldi" á Kaspar hófst þegar í stað: Gerð var tilraun til að ste.vpa hann í nákvæmlega sama mót og alla aðra og kenna honum bæði siði og ósiði þess samfélags sem hann kom inn í. Hann lærði flesta siðina um leið og hann lærði að tala málið. Höfundur handrits og leikstjóri biómyndarinnar um Kaspar í kvöld er Werner Herzog. Hann lét við eitthvert tækifæri svo um mælt að Kaspar væri eini maðurinn sem vitað hafi verið um sem „fæddist" fullorðinn. Hann héit sig vera einn í heiminum og taldi hlekki þá sem hann var fastur í eðlilegan hluta hans. Aðrar sögur um menn sem komið hafa fram úr felustöðum í Úr sýningu Þjóðleikhússins á Kaspar eins og verkið hét í flutningi þess. Þá iék Þórhallur Sigurðsson Kaspar. Anna Kristín Arngrímsdótt- ir og Jón Gunnarsson komu einnig töluvert við sögu. \ mennskt samfélag í fyrsta sinn á fullorðinsárum eru þó til. Úlfa- barnasögur njóta þar sérlega mikilla vinsælda og þarf ekki annað en að nefna Rómúlus og Remus sem dæmi um slíka sögu. Ekki er þó neitt vitað með vissu um það hvað satt er í þeim en öllum ber þeim saman um að menn sem ekki ná að alast upp með öðrum mönnum verði aldrei ,„mennskir“ í félagslegum skilningi þess orðs. Þeir verða aldrei eins og allir aðrir og geta aldrei lagað sig að þjóðfélagi. Eins er með veslings Kaspar. Hann getur ekki fellt sig að þeim margbreytilega heimi sem honum skýtur svo skyndilega inn í og láir honum vist enginn. Sagan af Kaspar hefur orðið mörgum skáldum yrkisefni þar á meðal Herzog. Leikgerð þá sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu gerði aftur á móti Nigel Watson sem einnig sá um leikstjórn. Hvor hafði sitt lagið á, enda krefst sviðið annars en hvíta tjaldið. Út- gáfa Herzogs nefnist Hver fyrir sig og guð gegn öllum (Jeder fúr sich und Gott gegen alle). Aðal- hlutverkið leikur Bruno S. Ásamt honum leika Walter Ladegast og Brigitta Mira stór hlutverk. Myndin er frá árinu 1974 eða glæný á mælikvarða sjónvarps. Þýðinguna hefur Veturliði Guðnason gert. -DS. Útvarp í kvöld kl. 22.20: Lestur Passíusálma PASSÍUSÁLMARNIR ORTIR Á VELMEKTARDÖGUM HALLGRÍMS Lestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar er nú orðinn fastur liður í dagskrá útvarpsins á föstunni. En hvernig urðu Passíu- sálmarnir til og hvenær? Um hvorugt þetta atriði liggja fyrir óyggjandi upplýsingar. Þó hafa fræðimenn talið að sálmarnir muni ortir á árabilinu 1656-59, líklega flestir ef ekki allir síðasta árið. Sigurður Nordal segir svo í bók sinni Hallgrímur Pétursson og Passíusálmarnir að engu sé líkara en að eitthvað hafi komið fyrir Hallgrím sem fékk hann til þess að yrkja sálmana. Samúelssálmar eftir Hallgrím voru gefnir út árið. 1747. Telur Halldór Brynjólfsson biskup að þeir séu flestir ortir árið 1956. Samúelssálmarnir eru auðveldur kveðskapur sem felst í nær því einu að rima sögur úr einstökum bókum Gamla testamentisins. Hallgrími ferst það vel úr hendi að yrkja sálmana en skyndilega hættir hann því og þá við hálf- lokið verk og fer að yrkja Passíu- sálmana sem eru mun vandaðri kveðskapur og erfiðari. Hvað olli? Um það mál hafa sprottið upp alls kyns goðsagnir (mythur) og er ein sú vinsælasta á þá leið að Hallgrímur hafi kennt þess að hann væri holdsveikur og ætti skammt eftir ólifað og sæi hann í hendi sér hvílík kvöl og pína það væri sem hann ætti í vændum og leiddi það hug hans að kvöl og pínu frelsarans. Þetta telur Sigurður Nordal algerlega rangt. I fyrsta lagi er ekkert í kveðskap Hallgríms frá þessum tíma sem- bendir til krankleika, þvert á móti þakkar hann guði í sálmi einum fyrir hreysti og góða heilsu. t öðru lagi er ekki talið að Hallgrímur hafi mátt vita fyrr en mörgum árum seinna að hann gekk með svo slæma veiki því einkenni hennar voru væg þar til sjúkdómurinn hafði ágerzt mjög, en það varð ekki fyrr en mörgum árum seinna. Sigurður telur þvert á móti að það hafi verið fremur góð ævi Hallgríms sem olli með öðru því að sálmarnir voru ortir. Þegar hann fluttist í Saurbæ urðu stórar. breytingar til batnaðar á lífi hans. Bæði bötnuðu veraldleg kjör hans þegar hann fékk betra brauð og svo fékk hann virðingu sóknar- barna sinna sem áður var honum óþekkt. Reynslan sýnir segir Sigurður að bætt lífskjör veita ekki ánægju, nema þau fari síbatnandi. í allri velferðinni virðist Hallgrímur hafa fyllzt ótta um sálarheill sína og það hafi orðið kveikjan að sálmunum. Hvað sem þessum hugleiðing- um líður verður það ekki af sálmunum skafið að með þeim og sálminum Um dauðans óvissu tíma (Allt eins og blómstrið eina) varð Hallgrímur eitt af höfuðskáldum þjóðarinnar og mesta trúarskáld hennar bæði fyrr og síðar. Sá háttur hefur verið hafður í útvarpi að einn maður hefur lesið alla sálmana hverja föstu. Hafa þá yfirleitt verið valdir menn sem sérlega þykja vel máli farnir og hafa góða rödd. Nú á hins vegar að breyta dálítið til. Guðfræðinemar deila með sér lestrinum og les hver tvo sálma. Þá fyrstu las Kristinn Ágúst Frið- finnsson. Sálminn I gærkvöldi og i kvöld les Dalla Þórðardóttir en Sigurjón Leifsson sér um lesturinn um helgina. -DS. ímar Helgason gerði þessa teikningu af Hallgrími Péturssyni og ðir hún forsiðu bókarinhar Maður í öndvegi: Hallgrímur Pétursson ir Helga Skúla Kjartansson.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.