Dagblaðið - 31.01.1978, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978.
ER EKKERT SKEMMTI-
LEGT AÐ FRÉTTA FRÁ
ÚTLÖNDUM?
Halla Lára skrifar:
Það er eitt atriði sem þið
þarna á Dagblaðinu mættuð
að skaðlausu hugsa svolítiðj
meira um og það eru fréttirnar
frá útlöndum. Engu er líkara
en það eina sem gerist í heimin-,
um sé að menn séu dreþnir í'
svo eða svo miklu magni og við
hinn eða þennan séu gerðar
morð- eða sprengjutilraunir eða
þá að honum er rænt. Hvernig
er það, gerist allt hið skemmti-
lega á íslandi og allt sem þar er
fyrir utan, er það svona grafal-
varlegt?
Fólk er búið að fá sig fullsatt.
af fréttum af öllum þeim.
hörmungum sem geisa i
heiminum og búið að sætta sig
við að þessu fer ekki hægt að
breyta með góðum vilja hér
uppi á íslandi. Ég er viss um að
það les enginn svona fréttir
lengur. Við verðum að horfast í
augu við það að fólki er skit-
sama hvort heldur fimm eða
fimmtíu eru drepnir í
Kambódíu. En fólk vill vita ef
maður fær magaverk af því að
gleypa hasssmokka eða eitt-
hvað annað sem örlítið Iífgar
upp á tilveruna.
Hafið þetta nú í huga,
góðirnir mínir og gerið að
móttói ykkar: MEIRA FJÖR í
ERLENDAR FRÉTTIR.
Hringið ísíma
27022milli
M.13aglS
Megum ekki þegja yfir
ótiðindum þó fjarri séu
m
Athugasemd.
Erlendar fréttir í Dagblaðinu
eru að mestu byggðar á fréttum
frá fréttastofunni Reuter, sem
er viðurkennd ein bezta frétta-
stofa, sem völ er á. Auðvitað má
alltaf deila um val á fréttum, en.
VARLA VON ÞAÐ
KÆMI LEIKRiT
varla verður því neitað að stríð
og hörmungar sambræðra
okkar annars staðar í
heiminum koma okkur við.
Bágt á ég með að trúa því að svo
sé komið að íslendingum sé
sama hvað margir eru drepnir
erlendis óg það snerti okkur á
engan hátt. Að vísu er fjarlægð
mikil á milli íslands og
Kambódíu, en það réttlætir þó
ekki að þagað sé yfir því sem
þar gerist.
En varla les Halla Lára er-
lendu fréttirnar í DB vel ef hún
finnur ekki fréttir urn annað en
stríð og manndráp. Það er
einmitt lögð áherzla á að með
hinum alvarlegri fréttum fylgi
alltaf léttar og skemmtilegar
frásagnir, sem koma annað-
hvort frá Reuter fréttastofunni
eða eru unnar upp úr ýmsum
erlendum blöðum.
Vonandi finnur Halla Lára
eitthvað við sitt hæfi í framtíð-
inni þegar hún les erlendu
fréttirnar í DB, en benda má þó
á að mikið er af ýmsu léttu
þýddu efni í blaðinu, þar sem
sagt er frá mörgu forvitnilegu.
Jónas Haraldsson
umsjónarmaður erl. frétta DB.
KOMUM KONUM
A ALÞINGI
— segir Helgi Hóseasson
Jón L. hringdi og vildi vekja athvgli á hinu furðulega tákni
leikritasamkeppni Listahátiðar, að hans áliti, sem birt var við
upphaf samkeppninnar. Segir Jón L. myndina í sjálfu sér ágæta en
hún birtist hér með. Aftur á móti verði það að kailast hálfgerður
moldarhugsunarháttur að búast við leikritum á einhverju háu plani
eftir að höfundar hafi hugleitt boðskap mvndarinnar.
Hér skrifa ég mönnum, sem
er fullkomlega Ijós sá vandi,
sem þeim er á höndum, þar sem
er mannréttur.
Nú skal velja menn til starfa
á Alþingi. Það er greinilegt, að
stjórnmálaklíkurnar hundsa
þau tilmæli Kvenfélagasam-
bands íslands, Delta Kappa
Gamma — samtakanna og fleiri
aðila, að kveðja konur til þing-
starfa. Er mikil dul, að vænta
tillíts frá klikunum; þær keppa
einungis að einkaauði og
völdum. Ég viðurkenni ekki
sérrétt þeirra til framboða.
Ég visa til yfirlýsingar mann-
réttsmanna á kvennaári. Eg
styð stefnuskrá um jafnan
mannrétt; slíkt er höfuð-
nauðsyn:
Hvað sem fjölda fulltrúa
líður að loknum kosningum, er
mikill ábyrgðarhluti að nýta
ekki þá alþjóðar aðhygli, sem
kosningabaráttan vekur, tií
framdráttar hugsjóninni um
jafnan rétt allra manna. Fyrir
því vænti ég, að mannrétts-
menn fylgi eftir ' „tilmælum"
með framboðum i öllum kjör-
dæmum.
Auk nefndra aðila kveð ég til
þessa: Konur, sem þegar hafa
flaíkzt inn íjframboð. Skóla-
félög. Kvenréttindafélag
Islands. Pétur Pétursson út-
varpsþul. Herdísi Hermóðsdótt-
ur, Eskifirði. Stefán Ögmunds-
son. Önnu Þorsteinsdóttur,
Breiðdal. Trausta Sæmunds-
sonv Hornströndum. Gunnar
Hallsson, Akureyri. Halldór
Hannesson, Hafnarfirði, Vern-
harð Linnet, Þorlákshöfn.
Sigriði Eyjólfsdóttur, Botgar-
firði. Guðlaugu Sveinsdóttur,
Egilsstöðum. Steinunni
Jóhannesdóttur, Reykjavik.
Sjötíu og áttastofnendur Mál-
frelsissjóðs. Hannibal Valdi-
marsson, Selárdal. Umboðs-
menn Dagblaðsins. Gísla
Hjartarson, ísafirði. Réttar-
vend. Þá sem hafa kynnt sér
eftirtalin rit: Blekkingu og
þekkingu, Bréf frá Jörðu, Esú-'
rímur, Unndórslof, Ríó og rögn
þess.
Og þó eru ekki ekki allir
taldir.
Helgi Hóseasson
Skipasund 48 R.
Sími: 34832
Raddir
lesenda
ER MINT-
JELLY EKKI
TILÁ
LANDINU?
Mig langar til þess að biðja
lesendasíðu Dagblaðsins að
verða mér að liði við smámál
eitt sem með tímanum hefur
orðið að stórmáli'og liggur nú á
mér eins og mara.
Hvar í veröldinni get ég fengi
ið mintjelly!!???
Piparmyntuhlaup þetta eða
sulta þykir mér hið mesta
lostæti og er sérstaklega minnzt
'á það í uppskriftum með
hátíðarsteikum. Hef ég því
verið að reyna að flikkasvo-
lítið upp á sunnudagssteikina
með því að hafa mint-jelly á
boðstólum. Lítið hefur gengið
þrátt fyrir endalaust ráp milli
verzlana, en sumir kaupmanna
hafa þó látið þess getið að þeir
hafi haft mintjelly á boðstól-
um.
Nú vona ég að einhver kaup-
maður sem á þessa vöru látr
blaðið vita og ég veit að fleiri
en ég munu njóta góðs af. Með
fyrirfram þökk! —Pétursson
Kópavogs-
strætójafn-
slæmurúr
austurbæ og
vesturbæ
íbúi í austurbæ Kópavogs
hringdi og vildi vekja athygli á
að það væru sízt betri strætis-
vagnaferðir þangað heldur en í
vesturbæinn. Sagði íbúinn að
ferðir úr austurbænum tækju
allt of langan tíma og miklu
lengri en áður f.vrr þegar gamla
strætisvagnakerfið var í gildi.
Annar Kópavogsbúi búsettur
í austurbænum benti á að þó
nokkur hópur nágranna hans
gengi yfir Fossvoginn og tæki
þar Reykjavikurstrætó. Tæki
það um það bil jafnlangan tíma
en sparaði aftur á móti skipti á
strætisvögnum og tíma við það
að komast niður í miðbæ
Reykjavíkur þangað sem flestir
legðu leið sína.
Vildi Kópavogsbúinn athuga
þann möguleika að taka upp
algjöra samvinnu við Reykja-
víkurborg um strætisvagna og
setja þá Kópavog í betra sam-
band við Breiðholts- og
Arbæjarhverfi. Hlyti það að
vera auðvelt þar sem góður
vegur væri orðinn þar á milli.