Dagblaðið - 31.01.1978, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978.
Gjaldeyriseigendur
í dagsljósió eins og
ávísana
keðjumenn
Bankamaður skrifar:
A sínum tima voru birt nöfn
þeirra manna sem stóðu að
hinu svokallaða ávísanakeðju-
niáli. Þurfti þá ekki að brýna
yfirvöld lengi enda bæði satt og
rétt að illt var á að horfa
hvernig mannorð ýmissa mætra
manna var svert með því að
telja þá að ósekju í hópi
ávisanakeðjumanna.
Ekki verður betur séð en eins
standi á nú hvað varðar
meintar ólöglegar gjalde.vris-
eignir Islendinga í dönskum
bönkum. Verið er að rífa niður
æru ýmissa mætra borgara. Og
má ekki lengur við svo búið
standa. Almannarómur er
farinn að segja frá að meðal
hinna seku í gjaldeyris- og
skattsvikamáli þessu séu
alþingismenn, ríkisútgerðarfor-
stjórar. útgerðarmenn og fleiri.
Þarna verður einhver opin-
ber og áb.vrgur aðili að grípa í
taumana. Ávísanakeðjumenn-
irnir voru taldir hafa brotið
einhver lög sem varða banka-
viðskipti, þó enginn hafi verið
ákærður ennþá.
Líkt er á komið með hina
umtöluðu gjaldeyriseigendur.
Þeir hijóta einhverjir að hafa
brotið íslenzka gjaldeyrislög-
gjöf. Ef fara á með þá eins og
ávísanakeðjumenn öðrum sak-
lausum til varnar verður að
birta nöfn þeirra.
Þar hljóta bankavfirvöld sem
fyrr að ganga á undan. ekki
þýðir að ræða um skattvfirvöld.
í þeim herbúðunum munu nöfn
sekra ekki birt fyrir almennum
dómstólum nema þeir kæri sig
sjálfir um.
Röggsamlega var brugðið
við, þegar sáklausir lágu undir
grun almennings um að vera
viðriðnir ávísanakeðjumálið.
Bankamaður vill að eins sé
farið að i gjaldevrismálunum
enda sé nú þegar farið að.bera
á að ýmsir máttarstólpar séu
taldir við málið riðnir.
Konurá veit-
ingasölum í
samstæðum
búningum
Veitingahúsagestur hringdi
,og vildi koma á framfæri þeirri
•skoðun sinni að starfsstúlkur í
veitingasölum húsanna ættu
ekki síður að vera í samstæðum
'einkennisbúningum heldur en’
þjónarnir.
Tók hann sem dæmi að
stúlkur i Þórscafé væru í mjög
smekklegum búningum í sama
stíl og búningar þjónanna.
Vildi veitingahúsagestur að
aðrir staðir tækju upp þennan
góða sið.
Beðið
ef tir svari
Lesendur DB bíða enn eftir
franthaldi viðureignar þeirra
Halldórs frá Kirkjubóli og
Vilmundar Gvlfasonar. Af því
tilefni vill Aq. koma eftir-
farandi visu á framfæri.
Veitist grimmt að Vilmundi
vel er karlinn skrifandi
liampar höfuðbókinni
Halldór endurskoðandi
ÚTSALAN
HÓFST í GÆR
Spurning
dagsins
VEIZTU HVERNIG HÆTTU-
OG VIÐVÖRUNARMERKI AL-
MANNAVARNA ER?
Baldur Friðriksson, hafnarverka-
maður: Nei. ég hef ekki hugm.vnd
um það.
Pétur Evfjörð, starfar ekki um
þessar mundir: Ég þekki það mál
ekki neitt.
Anna Lára Gunnarsdóttir, starfar
hjá Trvggingastofn u n rikisins:
Eitt langt og tvö stutt á víxl.
Þórarinn Ólafsson, Fellaskóla, 5.
bekk E: Nei, ég veit ekkert um
það.
Jóna Sigþórsdóttir. starfar hjá
Alafossi: Það er eitt hvert píp.
Agnar Agnarsson verzlunar-
maður: Löng OgStutt blistur á vixl.
Rétt svar væri eitt langt píp og
tvö stutt — - - þrítekin, þýðir að
áríðandi tilkynning verði birt í
útvarpi.
Stutt hljóðmerki í eina mínútu
þýða yfirvofandi hættu.