Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 31.01.1978, Qupperneq 12

Dagblaðið - 31.01.1978, Qupperneq 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978. 12 G Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D Fyrsti titill Sovétíl2ár Sergei Martchuk, Sovétríkjun- um, varð Evrópumeistari í skautahlaupum í Osió i gær. Fyrs'ti Sovétmaðurinn, sem vinnur þann titii síðan 1965. Martchuk sigraði ekki i neinni grein í Osló en var ákaflega jafn. í 500 m sigraði Stenshjemmet, Noregi, á 39.29 sek. Juri Konda- kov, Sovét, í 1500 m á 2:02.26 mín. Stensen, Noregi, í 5000 m á 8:19.70 mín. og einnig í 10000 m á 15:21.30 mín. Arsenal enn á heimavelli t gær var dregið til fimmtu umferðar í ensku bikarkeppn- inni. Arsenal, sem talið er sigur- stranglegasta liðið í keppninni, fékk leik á heimavelli gegn Wal- sall úr 3ju deild, liði Dave McKay, þess fræga kappa. Þar sem fresta varð mörgum leikjum í 4. umferð á laugardag á mikið eftir að ske áður en endalega sést hvaða lið leika saman í 5. umferð- inni. En það stefnir greinilega í nokkra stórleiki. í gær áttu Wrex- ham og Newcastle að leika en fresta varð leiknum. Niðurstaðan í drættinum varð þessi. Millwall eða Luton- Brighton eða Mansfield Bristol Rov.-Ipswich Arsenal-Walsall Newcastle eða Wrexham- Stoke að Blyth Middlesbro-Bolton eða Mansfield Derby eða Birmingham- Man. Utd. eða WBA Orient-Chelsea eða Burnley West Ham eða QPR- Nottm. Forest eða Man. City. Lilja bætti íslands- metið um 35 sekúndur —í 1000 m hlaupi innanhúss á móti í Norrköping - Hljópá 2:52.1 mín. Lilja Guðmundsdóttir Lilja Guðmundsdóttir stefnir greinilega i stórárangur í hiaup- unum í sumar. Nýlega keppti hún í 1000 metra hlaupi innan- húss á móti í Norrköping. Setti íslandsmet — hljóp á 2:52.1 mín. og bætti islandsmet sitt hvorki meira né minna en um 35 sek- úndur á vegalengdinni innan- húss. Þá er tíminn einnig 3.5 sek- úndum betri en hún hefur náð bezt utanhúss á vegalengdinni. Við slógum á þráðinn til Lilju og spurðum hana um hlaupið í Norrköping. Lilja sagði: „Þetta skeði á svokallaðri UP- halle-Anka-keppni fyrir yngri keppendur, þar sem bætt var við nokkrum greinum fyrir þá eldri. Eg tók þátt í 1000 m hlaupinu og mættum við tvær til hlaupsins. Köppen sigr- aðiíJapan Lena Köppen, Danmörku, og Thomas Kihlström, Svíþjóð, urðu sigurvegarar á miklu badminton- móti, sem lauk í Japan í gær. 1 úrslitum í einliðaleik karia sigraði Kihlström heimsmeistar- ann Flemming Delfs, Danmörku 9-15, 15-13 ög 15-10 en Köppen vann japanska meistarann Saori Kondo 12-10 og 11-5. i úrslitum i tviliðaleik karla sigruðu Delfs og Steen Skovgaard Japanina Ikeda og Toganoo 15-9 og 15-2. Auk mín Ann Svensson, Skemminge, en hún er ágæt á millivegalengdum. Á um 2.12 í 800 m. Ég tók forustu í byrjun og varð fljótt um 20-30 metrum á undan Ann. Ég hljóp hratt og eftir 500 m var ég farin að finna fyrir þreytu í fótunum enda ekki í mikilli æf- ingu, þar sem æfingar eru nýbyrj- aðar aftur. Millitíminn á 600 m lofaði góðu og þegar um 250 m voru eftir minnkaði þreytan. Mér fannst ég þá eiga nóg eftir og sló í á ný. Tíminn 2:52.1 mín. og nýtt íslandsmet en það, sem kom mér mest á óvart, að þetta er um 3.5 sek. betri tími en ég hef náð bezt utanhúss. Millitíminn eftir 800 metra var rúmar 2:15 mín. Milli- tíminn eftir 600 m var langt undir Islandsmetinu — og mér ætti að takast að setja íslandsmet á þeirri vegalengd, þegar ég keppi í 600 m innan skamms. Um miðjan febrú- ar hleyp ég æfingahlaup í 800 m fyrir finnska meistaramótið inn- anhúss, sem verður 24. og 25. febrúar og ég keppi þar sennilega í 800 og 1500 metra hlaupum," sagði Lilja. HM í dag Frá Haili Hallssyni, Dan- mörku. Ekkert var leikið i heims- meistarakeppninni í hand- knattleik í Danmörku í gær — en alþjóðasambandið tók fyrir kæru Ungverja. Var henni visað á bug. Rúmenar urðu því í 1. sæti í B-riðli en Ungverjar í þriðja sæti og leika um sætin frá 9.-12. á mótinu. Keppnin í milliriðlunum hefst í dag, svo og um neðri sætin. Júgóslavía og Rúmenía leika í Óóinsvéum, V- Þýzkaland og A-Þýzkaland i Kaupmannahöfn, Sovétrikin og Svíþjóð í Vejle og Danmörk — Pólland i Randers. Þá leika Tékkóslóvakía og Ungverja- land í Fredrikssund og Japan — Spánn í Nyköping um sætin frá 9.-12. Þinn bíll ? W • lö.aprii getur hann oröió það-sértu áskrifandi að Dagbiaðinu. Askriftarsíminn er 27022 DAu

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.