Dagblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 14
14 r DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978. PABBIVAR KALDIIR Garv CrosHy: Kvaldisl yfir því að vita ekki hvort pahba þótti vænt um hann. Elzti sonur Bings gamla Crosby hefur nú eftir dauða hans varpað öðru ljósi á föður sinn en á hann hefur skinið fram að því. Gamli maðurinn mun að sögn Garys, sem er 44 ára, hafa verið algerlega laus við allt ástríki og meira að segja hafi hann verið verulega kuldalegur við sína nánustu og forðast að sýna þeim nokkur ástaratlot eða gælur. Eitthvað virðist Gary hafa erft frá föður sínum því hann tók fréttum af dauóa hans af mikilli stillingu og sumir segja kæruleysi. ,,Eg var að leika tennis þegar ég heyrði fréttirnar um dauða hans,“ segir Gary. „Vinkona mín kom til mín með tárin í augunum og sagði: „Hefurðu heyrt af honum pabba þínum." „Nei,“ svaraði ég. Þá sagði hún að hann væri látinn. Ég svaraði: „Þakka þér kær- lega fyrir" og lauk síðan tennis- leiknum og fór þá heim. Ég hef verið að hugsa um það síðan af hverju ég hélt áfram leiknum. Eg held að hvað sem ég hefði verið að gera þá hefði ég haldið því áfram.“ En Gary játaði það þó að seinna hefði hann fallið saman og' grátið í klukkutíma yfir föðurmissinum. Gary er elzti sonur Bings og fyrstu konu hans, Dixie Lee, fyrrverandi leikkonu. Gary er söngvari eins og þrír bræður hans. Hann man ennþá hversu nöturlega æsku þeir áttu. Aldrei vissu þeir almenni- lega hvort föður þeirra geðjaðist að hegðun þeirra eða tilveru yfirleitt. „Pabbi gat aldrei sagt beint út að maður væri stórkostlegur eða að hann elskaði mann út af lífinu. Pabbi var ekki fyrir að láta í ljósi tilfinningar sínar. En ég held samt að honum hafi þótt ákaflega vænt um okkur innst í hjarta sínu,“ segir Gary. „Þegar fjölskyldan kom saman á hátíðisdögum vorum við vön því að allir tækjust í hendur. Faðmlög og slikt þekktist ekki hjá okkur. En ég sakna pabba mjög mikið. Eftir að ég hafði jafnað mig eftir áfallið fannst mér eins og stóran hluta lífs míns vantaði og vissi að hann kæmi aldrei aftur. En ef ég hugsa ekki um sjálfan mig og trúi á líf eftir dauðann sé ég að pabbi er auð- vitað mikið betur kominn þar sem hann er núna. Hann lifði góðu lífi og fékk friðsælt and- lát. Hann er hjá mömmu núna og bíður þar með henni eftir okkur. Einu raunverulegu samskipt- in sem pabbi hafði við mig voru með bréfum. Hann var mjög góður bréfritari en hann hafði ekki skrifað mér í ein fimm ár,“ segir Gary. Jack Haley söngvari og Flor- ence kona hans voru miklir vinir Crosby fólksins þegar Gary var lítill. Florence segist ekki skilja hvernig Bing gat verið svona harður við son sinn. Gar.v var nokkuð feitur þegar hann var lftill. „Allir vinir hans kölluðu hann Feita. Og eins og það væri ekki nógu slæmt, þá fór Bing líka að kalla hann Feita,“ segir hún. Florence segir að það hafi líka eflaust fengið mjög á Gary að eitt sinn er hann var veikur og átti að koma fram í Las Vegas bað hann föður sinn að hlaupa í skarðið fyrir sig en Bing neitaði. Það voru mestu vonbrigðin í lífi Garys þegar hann meiddist í fæti svo ekki gat orðið meira úr ferli hans sem fótboltamanns en hann þótti mjög efnilegur. Þá fór hann að drekka allskugga- lega og leizt Bing gamla víst ekkert á blikuna. Það sem kom honum til að hætta var ótti við að missa Barböru konu sína. „Ég var að verða róni,“ segir hann. „Svo að ég hætti og hef ekki bragðað dropa síðan. Pabbi gladdist mjög og ég fann það á þurrlegu fasi hans þó ekki væri mikið sagt.“ Bing virðist hafa tekið það nærri sér að Gary gleddist ein- hverra hluta vegna og reynt í bókstaflegum skilningi að koma í veg fyrir það. Árið 1950 gerðu þeir saman plötu og á miðanum stóð einfaldlega Crosby og vinur. Samt man Gary eftir þessari útgáfu sem einum ánægjulegasta atburði tengdum föður sínum. Faðir og sonur við plötuútgáfuna 1950. Sonarins var þó hvergi getið. ( Verzlun Verzlun Verzlun J “3377^7 ^ ^mmmm m~m m. mm URVAL Skrifborðsstólar ímjög f jölbreyttu úrvali. Framleiðandi: StáHðjan Kópavogi KRÓMHÚSGÖGN Smiðjuvegi 5, Kópavogi — Sími 43211 M.'y: Málverka- innrömmun Erlentelni— Mikiðúrval Opiðfrákl. 13.00 Rammaiöjan Óöinsgötu 1 — Reykjavík — Sími 21588 h-ffr! fh l! M ft UTIHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR SVALAHURÐIR GLUGGAR OG GLUGGAFÖG UTIHURÐIR Dalshrauni 9, Hafnarfiröi , Simi 54595. ALTERNATORAR 6 — 12 — 24 volt 35 — 100 amper Teg: Deleo Remy, Ford Dodge, Motorole o.fl. Passa í : Chevrolet, Ford, Dodge. Wagoneer, Land-Rover, Toyota. Datsun og m.fl. VERÐ FRÁ KR. 13.500. Varahluta- og viðgerðaþjónusta BÍLARAF H/F B0RGARTÚNI 19. SÍMI 24-700 siiiM sminm IslmktHuqiitnqMimk STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur al stuðlum, hillum og skápum, allt eftir þörfum á ' orjum stað. KSBsVERRIR HALLGRÍMSSON Smi8a*tofa,Trönuhrauni 5.Sfmi: 51745. Sjálfvirk hurðaropnun HgiAfeð eðaain ~ radiofjarstýringar Fyrir: Bilgeymslur Einstaklinga Fyrirtæki Stofnanir Stáltæki — Bankastræti 8—sími27510

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.