Dagblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978. Jane Dixonspáir: FRÆGA FÓLKIÐ í BANDA- RIKJUNUM LENDIR í ÝMSU Völva Vikunnar er ekki sú eina sem sér fyrir framtíðina og setur spádóma sína þar um á prent. Frægasti stjörnuspá- maður útlenzkur á meðal ís- lendinga er áreiðanlega Jane Dixon sem á hverju ári les út út stjörnunum hvað bíða muni heimsins, þá aðallega Banda- ríkjanna. Hér fer á eftir nokkuð stytt spá Jane fyrir árið 1978. Carter forseta gengur hægt í viðleitni til friðar fyrstu vikur ársins. Spurningar aukast um mál Lance vinar hans og grun- semdir vakna um sjóði þá sem Carter notaði í kosningabaráttu sinni. En forsetinn tefst við að sinna þessum málum vegna anna heima hjá sér. Eitt barna hans verður mikið í sviðsljós- inu fyrri helming árs. En erfiðleikar forsetans verða smámunir miðað við hneyksli í sambandi við erlent fé sem stjórnin hefur komizt yfir. Sumir menn i lykilstöðum — þó ekki forsetinn — verða að segja af sér vegna þessa máls. Einn af þeim verður mikill vinur Carters og hryggir það hann mjög. Á milli 1980 og ’82 missir bandaríska þjóðin einn af virt- ustu leiðtogum sínum en það verður ekki Jimmy Carter. Ekki er einu sinni víst að hann verði þá lengur í Hvíta húsinu. Vorið færir Carter ennþá meiri erfiðleika. Og þá verður því ekki lengur að heilsa að öfgamenn eða skæruliðar láti hann í friði. Sérlega er hættan mikil í endaðan janúar eða febrúar (það hlýtur þá alveg að fara að koma að þessu). í byrj- un júní verður einnig hættu- tími og þá verður reynt að myrða Carter. Þessar tilraunir hafa þó ekki áhrif á ferðalög forsetans því hann leggur upp í mikla krossferð til friðar. Við það kólnar heldur á milli hans og Rússa sem saka hann um i hlutun í málefni sem honum koma ekki við. ROSALYNN CARTER VERÐUR AÐ GÆTA HEILSU SINNAR Rosalynn Carter tekur aftur upp á því að ferðast til þess að reyna að koma á friði. Þetta gengur allt vel hjá henni svo lengi sem hún fer ekkert um mitt sumar. Þá verður hún að gæta sérstaklega að heilsu sinni þvf hættur liggja í leyni. Henni er ráðlagt að taka sér gott frí héima fyrir og fara vel með sig. Eftir að hausta tekur fer hún aftur á flakk um þver og endi- löng Bandaríkin og til annarra landa þar sem hún vinnur mál- um friðar mikið gagn. Sonur þeirra hjóna, Jeff, reynir eins og hann getur að standa utan sviðsljósanna og helzt i skugga föður síns. En ferð um landið eða jafnvel til útlanda opnar augu hans fyrir þeim möguleikum sem i honum búa. Bróður hans, Chip, finnst leiðinlegt í Georgíu og reynir að komast þaðan burt með öll- um ráðum. Skap hans veldur Prinsessan og ekki fer allt vel. en Rosalvnn Carter: Eignast fleiri vini á ferðalögum. honum erfiðleikum og hann gæti lent í málaferlum vegna umferðaróhapps af þess völd- um. Amy litla Carter fær að fræðast um land sitt af eigin raun þegar hún verður sett í sendinefnd föður síns. Jafnve! er talið að henni verði fengið eitthvert diplómatískt verk- efni. Rosalynn mun hvetja Amy mjög til að skrifa og litla stúlk- an á eftir að ná miklum árangri. FRANK SINATRA ÝTIR BÖRNUM SÍNUM í SVIÐSLJÓSIÐ Þegar Frank Sinatara og fjöl- skylda koma saman á ný verður eftir því tekið því tónlistin flæðir frá þeim. Frank notar þetta tækifæri til að koma börn- um sínum áfram í kvikmynd- um. En sá gamli á ennæftir að leika sjálfur í nokkrum og á . hann eftir að slá í gegn meira en nokkru sinni fyrr. En frægð hans fer lítt til annarra landa og er honum ráðlagt að skeyta lítið um það. Heilsan gæti farið að bila ef ekki er vel að gáð og við fráfall góðs vinar í sumar er tími til að hugsa sig vel um. BURT REYNOLDS EKKI AFTUR í HJÓNABAND Burt Reynolds gengur vel f kvikmyndum þetta árið en ekki eins vel í einkalífi. Kærastan hans segir honum upp rétt áður en þau ætluðu að giftast og það {meðal annars af afbrýðisemi vegna kvenhylli kappans. Hann nýtur þá aftur piparstandsins en fer á mis við fjöiskyldulíf. Honum er eindregið ráðlagt frá því að reyna að bæta úr þessu með að ganga að eiga einhverja sem hann ekki þekkir. Frægð hans vex í kvikmynd- unum þar sem hann mun leika ökufant einn mikinn. Ef hann neitar að láta staðgengil koma fyrir sig í hættulegu atriði kann það að kosta hann lífið. JACKIE EKKI ENN UPP AÐ ALTARINU Aðrir í Kennedy fjölskyld- unni lifa viðburðaríkt' ár. Jacqueline verður án þess þó að almenningur frétti mikill lista- verkasafnari og leitar umboðs- maður hennar fjársjóða um þveran heiminn. Nýtt ástarsam- band heldur henni í fréttum en einmitt þess vegna .verður ekk- ert af brúðkaupi. Næsta vor verður hún heiðruð mjög. iafn- vel af erlendri þjóð. Margir furða sig á því hversu heppin hún er í fjármálum en eftir eitt til tvö ár fer það af og hún lendir 1 málaferlum. John sonur Jackie ferðast víða og af honum fréttist í fjar- lægu heimshorni þqr sem hann nemur stjórnmál og sögu við góðan orðstír. Hann fer þó að lokum að læra lög. Hann líkist föður sínum æ meira bæði I ræðu og riti. Edward Kennedy greinir á við forsetann í fjármálum og báðir lenda I erfiðleikum fyrir bragðið. Barátta þeirra um völdin í Demókrataflokknum, sem fer fram á bak við tjöldin, klýfur flokkinn á endanum. KARÓLÍNA GIFTIST EN JUNOT VERÐUR BLANKUR Hinar tvær þekktu Karólínur — prinsessan í Mónakó og Kennedy — lenda í hvers kyns erfiðleikum á árinu. Prinsessan giftist Junot sínum í mikilli rómantík í júní. Þangað til reyna vinir þeirra og foreldrar Karólínu að telja þau af þessu og segja að hjónabandið geti ekki gengið. Og furstinn og kona hansskilja þau viljandi að um tíma til að reyna að breyta hug dóttur sinnar. Nokkru eftir hjónabandið kemst Junot að því að það er dýrt að vera giftur prinsessu. Hann tæmir bankareikning sinn til þess að færa henni dýrar gjafir. Bezt væri að þau giftust þann 18. júni en Karó- lína hefur aðrar áætlanir. En hvaða dag sem hún giftir sig verður lífið ekki eins og hún ætlaði. Eftir þrjú eða fjögur ár finnst Junot hann ófrjáls og verður æ meira að heiman frá konu sinni og litlu barni sem þá verður fætt. Karólína tekur þetta óstinnt upp og eftir áskorun móður Burt Reynolds: Brúðurin sting- ur af. Liza Mineili: Skemmtanalífið gerir rniklar kröfur. sinnar tekur hún upp fyrri iðju og nær geysilegum árangri sem ljósmyndari, móður sinni og Mónakómönnum til mikillar gleði. Karólína Kennedy verður umkringd biðlum, þar á meðal einum nokkuð við aldur sem móðir hennar er mjög á móti. En það verður ekki fyrr en í júní, í brúðkaupi vinar síns, sem hún hittir sína sönnu ást. NIXON BOÐIÐ I 3. SINN TIL KÍNA Richad Nixon mun aftur ætla að heimsækja Kína eftir að Kommúnistaflokkurinn hefur gert honum sérstakt boð. En á isíðustu stundu verður sjúkdóm- br í fæti til þess að hann verður að hætta við. Enn verra verður að upp kemur mál varðandi hluti sem saknað er úr Hvíta húsinu og er Nixon talinn bera ábyrgð á því. Reiði yfir þessum ásökunum kemur honum aftur út I félagslífið til þess að reyna að hreinsa sig og fjölskyldu sína af öllum grun. Og það tekst að lokum. Enn einu sinni kemur dóm- stóll saman vegna upptakanna frá því að Watergatemálið stóð sem hæst. Júlía dóttir Nixons leikur þar stórt hlutverk. Það Ikemur henni í nýtt og vinsælt hlutverk. DÓTTIR PRESLEYS FÓRNARLAMB MANNRÆNINGJA Þær tvær konur sem mikil- vægastar voru í lífi Elvis Presley, Priscilla kona hans og Llsa dóttir hans, koma lítið við sögu á þessu ári. Sárin taka langan tíma að gróa en ýfast upp vegna málaferla af arfin- um. En Priscilla þarf að hafa meiri áhyggjur af öðru. Frá því snemma í vor verður hún að vera mjög á verði gagnvart mannræningjum sem hýggjast ræna Lisu. Einhver hótar að endurtaka hvarf barns Lind- bergs flugkappa. Dixon telur þó að með aðgát megi forðast að þetta takist. ELISABET TAYLOR OG EIGINMAÐUR ÍVANDRÆDUM Ef þau hjónin Elisabet Taylor og John Warner verða of mikið saman fjarlægjast þau hvort annað andlega. Hjóna- band þeirra lendir á þröskuldi og getur farið á hvorn veg sem er. Liz finnst leiðinlegt til lengdar að vera bara gift og !hún gæti farið á sviðið aftur. John reynir að komast á þing én tekst ekki í þetta sinn. En þeim hjónum gæti orðið mjög ágengt með þvl að fræða al- menning um stjórnskipunina og hvað í henni felst. SLÚÐUR SÆRIR LIZU MINELLI Liza Minelli slær í gegn í nýjum söngleik og hefur meira en nóg að gera. En afbrýði- samir menn reyna að særa hana með slúðursögum og það tekst. Liza kemst yfir mikinn sjóð en ekki er víst að þar sé um arf að ræða. Þetta gæti til dæmis verið gjöf sem hefur tafizt. Með þvi að hún hefur góðar tekjur 'verður hún brátt ein af efnuð- ustu konum landsins. En starf hennar krefst þess af henni að hún eigi ekkert einkalíf og I haust þarf hún á öllu sínu að halda til þess að komast yfir erfiðleikana. ar eiga i erfiðleikum. „Aldrei er friður" í stórborgum er það orðið • þannig að kona getur varla látið þann munað eftir ser að setjast á bekk í skemmLgarði til þess að eiga rólega stund. Bófar og •ræningjar sjá slíka bráð sjaldnast lengi í friði og það er engu líkara en allt karlkyns þurfi akkúrat að setjast á þennan sama bekk, þó hundruð bekkja séu lausir í sama garði. Þannig fór nú fyrir henni Judith sem ómögulega gat fengið að hafa bekkinn sinn í friði fyrir Rosie sem reyndar er ekki neraa fjögurra ára og kvenkynsfíll. En hún Rosie er heldur í þyngri flokkum og því vó bekkurinn salt. Reyndar þekkjast þær Rosie og Judith mæta vel því báðar eru I sama fjölleikahúsinu sem á heim- kynni í Englandi. Og slíkir hlutir geta því auðveldlega komið fyrir Judith á hverjum degi. En hverju starfi fylgja bæði kostir og gallar og Judith og Rosie eru ágætir vinir þess í milli að þær deila um bekkinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.