Dagblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 14
J V 14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978. AXARSKAFTASMÍÐIÁ ALMNGI „Meö lögum skal land byggja en meö ólögum eyða'1, segir i Njálu. Nú er svo komið að þeir sem eiga að setja lög í landi hafa rofið frið með ólögum. Ríkisstjórnin, sem svo er nefnd, gerir með eigin hendi samning við starfslið sitt fjölmennt, og þótti mikið við liggja að sá gérningur gilti í tvö ár. Er nú svo komið, að mjög er vafasamt að nokkurri ríkisstjórn á tslandi verði treyst til að halda samninga. Mótmælaverkfall — sem við mátti búast. Þá sendir sjálf- umglaður ráðherra frá sér boðskap með dólgslegum hótunum um launasviptingu í 10 daga fyrir 2ja daga fjar- vistir. En þeir herrar i ráðherrastólum ætlast hinsveg- ar til þess að launafólk taki því mótmælalaust að þeir brjóti á þvt svotil nýgerða samninga og taki af því kaup í meira en mánuð. Fyrr hefur raunar verið vegið í þennan knérunn,, en aldri fyrr með svo ósvífnum hætti. Það er löngu vitað, að stjórn- in lætur leikbrúður sínar á þingi samþykkja það sem hún vill. Svo fcemur Guðmundur Garðarsson í sjónvarpi og segir: ,,Við verkalýðsforingjar'1. (!) Þingmenn tala í lands- föðurtón um það, að nú verði landsmenn að vera góðu börnin og láta lækka kaupið; það sé þeim fyrir bestu o.s.frv. Sjálfir skammta þeir sér 5-600 þús. á mánuði með sporslum sem þeir hafa hlaðið á sig (að hluta skattfrjálst). Viðskipta- ráðherra lætur viðgangast að hýrudraga sjómenn Land- helgisgæslunnar um 10% og Framsókn þykist hafa leyst deiluna við Breta, sem áttu eng- an annan kost en þann að semja. Atvinnurekendur hanga svo aftaní ríkisstjórninni, hóta og höfða til þjóðhollustu. Tími er til kominn að breyta nafninu á þessum félagsskap. Vinnuveit- endur er fólkið sem leggur fram vinnu sína. íslendingar virða ekki ólög og hafa sýnt það fyrr en nú. Vond lög eru verri en engin lög og hafa verið brotin á bak aftur. Af samstjórnum Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks leiðir jafnan ófarnað fyrir allan almenning í landinu'. — Það er ekki í f.vrsta skipti nú sem brugðist er við kúgunar- lögum með hörðum aðgerðum. Árið 1942 voru að frknnkvæði Framsóknar í samsteypústjörn sett hin illræmdu gerðardóms- lög, en skv. þeim var bannað að hækka kaup þó verðlag hækkaði. Verkfall hófst í ársbyrjun 1942 og 8. jan. gáfu ráðherrar íhalds og ,,framsóknar“ út bráðabirgðalög um kaup- bindingu og gerðardóm, en Stefán Jóh. Stefánsson, ráðherra Alþýðuflokksins, mót- mælti frumvarpinu og sagði sig úr stjórninni. Hófust nú skæruverkföll gegn kaupkúgunarlögunum og lauk þeim með fullum sigri verkafólks. Um þetta segir Stefán Jóh. Stefánsson í Minningum (I, 212); ,,Og þá varð það hlutverk Ölafs Thors sem forsætis- ráðherra að nema gerðardóms- lögin úr gildi, tæpum átta mánuðum eftir að hann hafði staðið að setningu þeirrar lög- gjafar. Raunar var hún þá ekki orðin annað en nafnið tómt, því að með skæruhernaðinum svo- nefnda, höfðu verkamenn hækkað kaup sitt verulega, og Kjallarinn HaraldurGuðnason dugðu engin lagafvrirmæli til þess að hindra það. Ölafur Thors lét afnema leifar þessar- ar löggjafar, sem aldrei hafa reynst annað en ómerk örð. Slík verða oft örlög óþurftarmála. Upphafsmenn sjá sig tilneydda að farga föstri sinu.“ — Stefán Jóhann, fyrrv. ráðherra og hæstaréttarmála- flutningsmaður kveður hér óvenju sterkt að orði: Þessi lagasmið alþingis hafi aldrei orðið annað en ómerk orð og óþurftarmál. „Sagan endurtekur sig“, sagði Tryggvi Þórhallsson á sín- um tima. Hann sagði líka: „Allt er betra en íhaldið" Væri ekki rétt að fenginni reynslu að hafa setninguna si-svona: Allt er betra en íhaldið og „Framsókn". — I þessum skrifuðum orðum kemur frétt um það að vestan, að amerískir verkamenn muni ekki ætla að virða vinnu- þvingunarlögin frá tíð Tafts og Hartleys (sem Truman vildi af- nema). I mesta lýðræðisríki heims að dómi Mbl. neitar fólk að hlýða ólögum. — Og hvað er nú að gerast hér í kjölfar þessara „efnahags- ráðstafana?" Meðal annars þetta: Gengislækkunin leysir ekki vandamál útgerðar, heldur eykur á þau; — ekki heldur frystihúsanna. Vinnufriður í hættu. Tilkynningar um stór- felldar verðhækkanir dag eftir dag. Haraldur Guðnason bókavörður, Vestmannaevjum. Ógilding Mönnum er sjálfsagt enn í fersku minni tilraun nokkurra Dagsbrúnarmanna til að bjóða fram gegn núverandi stjórn Verkamannafélagsins Dags- brúnar. Eins og kunnugt er ógilti kjörstjórnin mótframboð okkar á þeim forsendum m.a. að 28 Dagsbrúnarmenn af 120 manna lista trúnaðarráðsins hefðu ekki greitt félagsgjöld fyrir árið 1976 eða væru hrein- lega ekki í félaginu. Á sömu forsendum tókst kjörstjórninni að lækka tölu fullgildra með- mælenda við listann niður í 72, en það þarf minnst 75 meðmæl- endur til að listinn sé i löglegu formi. Áður en mat skal lagt á gjörðir kjörstjórnar og stjórnar Dagsbrúnar er rétt að fara nokkrum orðum um aðdrag- anda mótframboðsins. AÐDRAGANDI MÓTFRAMBOÐSINS Grundvöllur þessa fram- boðs okkar er víðtæk óánægja fjölmargra Dagsbrúnarmanna með vinnubrögð Dagsbrúnar- forystunnar og stefnu hennar í kjaramálum almennt. Það sem einkennir þessi vinnubrögð forystumannanna öðru fremur er ólýðræðislegar starfsað- ferðir, bæði hvað snertir kjara- deilur og félagsmál almennt. Kjarakröfur eru t.a.m. ekki mótaðar á vinnustöðunum eða félagsfundum heldur á skrif- stofu félagsins, félagsmenn fá ekki að fylgjast með gangi samningaviðræðna og þegar kemur að því, að samningar séu bornir upp til samþykkis er reynt að kýla þeim í gegn á sem skemmstum tíma og án þess að félagsmönnum sé gefinn kostur á að kynna sér þá rækilega. Slík vinnubrögð eru í hæsta máta ólýðræðisleg þar sem um er að ræða kjör þúsunda verkafólks marga mánuði og jafnvel ár fram í tímann. Það var því sannarlega orðin þörf fyrir mótframboð gegn stjórn Dagsbrúnar og þó fyrr héfði verið, en síðast var kosið til stjórnar og trúnaðarráðs árið 1972. t upphafi var það ekki ætlun okkar að bjóða fram nema til stjórnar félagsins, enda töldum við ekki þörf á öðru, og svo lika hitt, að i trúnaðarráði Dags- brúnar sitja margir ágætir og félagslega sinnaðir verkamenn, sem við myndum æskja eftir að hafa gott samstarf við. KJÖRSTJÓRNIN ÓGILDIR FRAMB0ÐIÐ Þegar framboðslistanum var skilað daginn sem fresturinn til þess rann út, þ.e. föstudaginn 13. janúar, gerði kjörstjórnin strax þá athugasemd, að ekki væri stillt upp í 120 manna trúnaðarráð, auk stjórnar vinnudeilusjóðs og styrktar- sjóðs. Máli sínu til stuðnings mótff ramboðsins í Dagsbrún vitnaði kjörstjórnin í 36. gr. laga Dagsbrúnar, en þar stend- ur: „Um leið og kosning stjórnar fer fram og á sama hátt, skal kosið í trúnaðarráð félagsins, sem ávallt skal skipað 100 full- gildum félagsmönnum og 20 til vara.“ Nú var úr vöndu að ráða fvrir forystumenn Dagsbrúnar. Eftir að kjörstjórn og stjórn félags- ins höfðu þingað um þetta mál klukkustundum sarnan var loks sú niðurstaða fengin að okkur skyldi veittur frestur til kl. 5 mánudaginn 16. jan. Þessi frestur var veittur með því skil- yrði, að listanum yrði skilað með uppstillingu í 120 manna trúnaðarráð og stjórnir vinnu- deilu- og styrktarsjóðs, ásamt með minnst 75 meðmælendum. Þrátt fyrir mjög skamman tíma tókst okkur að uppfylla þessi skilyrði og var mótfram- boðinu skilað fullfrágengnu áður en seinni fresturinn rann út. Stjórnin sat svo með sveitt- an skallann langt fram eftir kvöldi við að fara yfir listann og tðkst um síðir með ýmsum lagaklækjum að strika út það mörg nöfn af meðmælendum og lista trúnaðarráðsins, að mót- framboðið var dæmt ólöglegt. 28 nöfn voru strikuð út af trúnaðarráðslistanum og lög- gildir meðmælendur voru aðeins 72 að dómi stjórnar- innar, en þeir þurftu minnst að vera 75. VAFASAMUR ÚRSKURÐUR Það er vert að athuga nánar þær forsendur sem.kjörstjórnin gaf sér til að strika úr nöfn af okkar lista. Það skal tekið fram strax að við lögðum ríka áherslu á við þá sem skrifuðu sig sem meðmælendur við okkar lista, að þeir væru full- gildir félagar í Dagsbrún með tilheyrandi skírteini upp á vas- ann. Eigi að síður voru nokkur nöfn strikuð út þar sem þau fundust ekki á annars ófull- kominni félagaskrá Dags- brúnar. Aftur á móti er það mjög hæpið að telja þá félagsmenn ólögmæta, þó þeir skuldi félags- gjöld fyrir árið 1976 eða bara hluta úr því ári. Á þessum for- sendum voru mörg nöfn af lista trúnaðarráðs okkar og meðmæI- enda strikuð út, en vafasamt er að kjörstjórnin geti staðiö á slíku. Lög Dagsbrúnar segja ekkert um það að félagsmenn hafi sjálfkrafa afsalað sér rétt- indum, þó þeir skuldi félaga- gjöld aftur í tímann. Það var heldur ekki athugað hvort þess- ir sömu menn hefðu greitt félagagjöld fyrir árið '77, enda var ekki búið að gera upp fyrir það ár. Hún var líka mjög undarleg sú ákvörðun Dags- brúnarforystunnar að taka þá menn gilda af okkar lista, sem gerðust félagar sama dag og skilafrestur mótframboðsins rann út. Þessi ákvörðun brýtur algerlega i bága við það að strika þá út', sem skulduðú ár- gjald ’76, því ekki er tekið tillit til þess. hvort þeir.sem gerðust félagar sama dag og skila- frestur rann út, hafi yfirleitt greitt félagagjöld eða séu ný- farnir að vinna undir samning- um Dagsbrúnar. I lögum Dags- brúnar um kosningar og kjör- gengi er aðeins tala'' um „félagsmenn", en ekki ,.a.m. „skuldlausa félagsmenn" eða eitthvað í þá veru. Manni er Kjallarinn Sigurður Jón Ólafsson spurn: Teljast þeir ekki lengur félagsmenn, sem skulda árgjald fyrir 76? Kjörstjórnin strikaði enn- fremur út fimni manns af okkar trúnaðarráðslista, vegna þess að þeir voru líka á lista stjórnarinnar. Um þetta segir í lögum Dagsbrúnar: „I enga tillögu má taka upp nöfn manria, sem gefa skriflegt leyfi til þess, að nafn þeirra sé sett á aðra tillögu." Þannig var mál með vexti, að skriflegt samþykki þessara fimm manna lá ekki fyrir, hvorki til að vera á okkar trúnaðarráðslista né lista stjórnarinnar. En hvaða for- sendur gaf Dagsbrúnarstjórnin sér þá til að strika þessa menn út af okkar lista fremur en hennar? Jú, nefnilega þær, að árið áður höfðu þessir menn verið á lista stjórnarinnar. Og það er eins og fyrri daginn; lögin kveða ekkert á um svona vafaatriði. Af öllu þessu má ljóst vera, að ákvörðun kjörstjórnar Verkamannafélagsins Dags- brún varðandi ógildingu mót- framboðs okkar er að'mörgu leyti byggð á mjög hæpnum for- sendum ÓLÝÐRÆÐISLEG VINNUBRÖGÐ Þegar meta skal reynsluna af samskiptum okkar vió Dags- brúnarstjórnina í þessu máli og viðbrögð hennar kemur manni fyrst í hug, hversu ólýðræðis- lega hefur verið staðið af hálfu þessara forystumanna. Það er allt reynt til að koma í veg f.vrir, að kosning geti farið fram og heldur en að byggja félagið upp á lýðræðislegan hátt hengja menn sig í alls konar reglur og úrelt form, þannig að hinn almenni félagsmaður á vart kost á því að gera einhverj- ar breytingar, sem verða mættu félaginu að gagni. Auðvitað verður sérhvert verkalýðsfélag að hafa sín lög og sínar reglur, en slíkt má ekki verða á kostnað lýðræðisins og virkni fjöldans. Það verður líka að hafa í huga þann mikla mun, sem er á aðstöðu forystumannanna annars vegar og okkar, sem að þessu mótframboði stóðu. Það er hægðarleikur einn fyrir stjórnina að stilla upp sínum lista. Það gerir hún einfaldlega í sínum vinnutíma, því auk þeirra Guðmundar ,1. Guð- mundssonar varaformanns og Halldórs Björnssonar ritara, sem eru á laununt hjá félaginu, var þingmaðurinn Eðvarð Sigurðsson ennþá í jólafríi, þegar undirbúningurinn að framboðinu var í fullum gangi. Þar að auki hefur stjórnin alltaf aðgang að kjörskránni. Þessu var náttúrlega þver- öfugt farið með okkur. Við urðum að nýta hvern frítíma' sem bauðst, sem ekki var alltof mikill, því sumir okkar verða að afla hluta tekna sinna i vfir- vinnu eins og títt er um verka- fólk á Islandi. Fyrir utan það höfðum við engan aðgang að kjörskránni, en ef svo hefði verið væri leikur einn að komast að því, hvort viðkom- andi félagsmenn væru löggildir eða ekki. Kjörstjórnin var heldur eng- inn hlutlaus aðili í þessu máli. Formaður hennar er sjálfur Eðvarð Sigurðsson, sem jafn- framt er formaður Dagsbrúnar, en í henni áttu sæti auk hans. þeir Vilhjálmur Þorsteinsson óg Pétur Lárusson, sem ávallt hafa verið eindregnir stjórnar- sinnar. Kjörstjórnin reyndi líka að telja úr okkur kjarkinn og lýsti því m.a. yfir, að það væri enginn grundvöllur fyrir þessu framboði, en sem hlutlaus aðili getur kjörstjórnin að sjálf- sögðu ekki leyft sér slíkt. Formlegheitum og reglum er svo háttað í Dagsbrún, að það er mun erfiðara að bjóða þar fram heldur en t.d. til alþingis- kosninga i Reykjavík. A það má minna, að í síðustu alþingis- kosningum bauð grinflokkur einn aðeins fram tvo menn í Rvk. í stað 24 og var það metið sem fyllilega löggilt framboð. BARÁTTA EÐVARÐS FYRR 0G NÚ Það er fróðlegt að bera saman afstöðu Eðvarðs Sigurðs- sonar til lýðræðisins- innan Dagsbrúnar og kosningalag- anna, þegar hann var að hefja sín störf að verkalýðsmálum f.vrir rúmum 40 árum og nú í dag. Þegar kosningar fóru frant til stjórnar Dagsbrúnar í janúar 1937 var komið á þeim kosningalögum, sem að mestu hafa haldið sér fram til dagsins í' dag. Róttækir verkamenn, með Eðvarð í broddi f.vlkingar, börðust þá hatrammlega gegn þeim brevtingum á lögum Dags- brúnar, að kosið skyldi milli tveggja lista í stað hlutfalls- kosningar eins og verið hafði. Þetta töldu þeir frámunalega ólýðræðisleg lög og gengu jafn- vel svo langt. að bera þessa lög- ley.su saman við fasismann i Hitlers-Þýskalandi. Um þetta mál má lesa í Þjóðviljanum frá þessum tíma, en ég læt hér nægja að endurprenta eina f.vrirsögnina úr blaðinu, en hún hljóðar svona: „Hver vill bera ábyrgðina á því að einræðis- lögin í Dagsbrún verði sam- þykkt?" (Þjóðv. 22.1 1937). Já, það er af sem áður var, en allavega er það ljóst i dag hverjir bera áb.vrgðina á þeim „einræðislögum", sent nú eru i gildi. Þeir sem áður töldu lög þessi fram úr hófi ólýðræðisleg bera þau nú fyrir sig. Kannski af ótta við að missa spón úr aski? NIÐURSTÖÐUR Þó tilraun okkar til að bjóða fram gegn stjórn Verkamanna- félagsins Dagsbrún hafi mistek- ist í þetta sinn er árangurinn engu að síður mjög jákvaeður. Okkur hefur verið vel tekið á flestum vinnustöðum þar sem við höfum leitað eftir stuðningi og þeim fer sífellt fjölgandi, sem eru óánægðir með núver- andi for.vstumenn og viljagagn- gjöra breytu á starfi og stefnu félagsins. Þetta veit Dags- brúnarforystan og ógilding hennar á mótframboðinu sýnir kannski öðru fremur hræðslu hennar við þessa andstöðu, sem hingað til hefur verið óskipu- lögð og sundurþykk, en er nú farin að sameinast og skipu- leggja sig. Auk þess eru al- þingiskosningar í nánd og því ekki gott fyrir Eðvarð og Guð- mund J. að það sé gert heyrum kunnugt, hversu lítið traust Dagsbrúnarmenn almennt bera til þeirra. Ögilding framboðslistans hefur ekki haft tilætluð áhrif, heldur þvert á móti orðið til að styrkja okkur siðferðilega vegna þess að samúðin er al- mennt okkar megin. Við erum reynslunni ríkari og það verður betur staðið að mótframboði við næstu kosn- ingar i Dagsbrún. Tímann þangað til munum við nota til að undirbúa jarðveginn. Sigurður Jón Ólafsson, ^^^^^^^^^iðnverlu»naðui^^

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.