Dagblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978.
* "
Viðræðufundur
ASÍog
vinnuveitenda:
Sameinast þeir um tillög-
urgagnvart ríkisvaldinu?
„Kannski þeir leiti fulltingis
okkar gagnvart ríkisvaldinu til
framgangseinhverjum tillögum
um aþ auka kaupmáttinn án
beinnar kauphækkunar." sagði
Davíð Scheving Thorsteinsson,
formaður Félags íslenzkra iðn-
rekenda, i gær um viðhorf ASÍ-
manna á viðræðufundi sínum.
V i 1.1
Ásmundur Stefánsson, hag-
fræðingur ASl, sagði að ASÍ-
menn væru reiðubúnir að skoða
hvaða leiðir sem væri til að
auka kaupmátt án krónutölu-
hækkunar kaups.
,,Við verðum í viðræðum við
atvinnurekendur að reyna að
finna út, hvaða slíkar leiðir
koma til greina,“ sagði Ás-
mundur. ,,Við teljum ekki rétt
að i)inda okkur við neitt sér-
stakt."
Davíð kvaðst vona, að samn-
ingar í framtiðinni mundu ekki
mistakast jafn hrapallega og í
fyrra. Á viðræðufundi ASl- og
vinnuveitenda í fvrradag var
skipzt á ..orðsendingum". ASÍ
setti fram kröfu um, að laun-
þegum vrði bætt kjaraskerðing-
in, sem efnahagsráðstafanir
ríkisstjórnarinnar fólu i sér.
Mótmælt var kauptöxtum, sem
vinnuveitendur hafa gefið úl.
sem væru ekki einu sinni í sant-
ræmi við „kjaraskerðingarlög-
in" heldur verri. Vinnuveitend-
ur bentu á alvarlegt ástand at-
vinnuvega og sögðu. að það
væri ekki hagur launþega að
knýja fram hærra kaup en at-
vinnuvegirnir gætu staðið
undir.
- HH
Gallerí Sólon íslandus enn á götunni:
RAGNAR í SMÁRA RÉTTIR FRAM HÖND
Ragnar í Smára er löngu þekkt-
ur sem sannur vinur listamanna
hér á landi. Núna hefur hann
einu sinni ennþá sýnt að listin er
löng þó að lífið sé stutt. Þegar
Gallerísmenn Sólon íslandus
hurfu brott úr húsnæði því sem
þeir hafa leigt við Aðalstræti
vegna hækkaðrar leigu réttu
Ragnar og aðstandendur hans
þeim strax fram höndina og buðu
alla þá aðstoð sem þeir vildu nota.
Síðan hafa aðrir fvlgt í kjölfarið
og boðið aðstoð sína. Sagði Örn
Þorsteinsson, sem er einn af
gallerísmönnum, að þetta hefði
verið þeim félögunum ómetan-
legt. Er þá ekki sízt átt við þann
siðferðilega stuðning sem þessi
tilboð fela í sér.
Nú eru gallerísmenn að leita
sér að nýju húsnæði og ætla að
halda fund í dag með fjársterkum
aðilum og lögfræðingum. Reyna á
til þrautar hvort galleriinu beri
ekki einhverjar skaðabætur
vegna svo sk.vndilegrar uppsagn-
ar. í þeim upphaflegu munnlegu
samningum sem gerðir voru við
Valdimar Þórðarson, þáverandi
eiganda hússins í Aðalstræti, var
sagt sem svo, að sögn Arnar, að
safnið gæti fengið að vera í
húsinu í nokkur ár: Þegar hins
vegar skriflegur samningur var
gerður. rétt fyrir opnun fvrstu
sýningarinnar, stóð í honum að
hann gilti aðeins til árs. Nú
er þetta ár liðið og nýr eigandi
tekinn við húsinu. Það er Þorkell.
sonur Valdimars. Að sögn Arnar
setti hann fram kröfu um það að
Galleríið borgaði rúmlega helm-
ingi hærri leigu en það hafði gert
(hækka átti úr 46 í hundrað þús-
und) án þess að bjóða í staðinn
nokkurn fastan samning. Endur-
nýja átti leigusamninginn frá
mánuði til mánaðar. Þessu vildu
listamennirnir ekki una og fluttu
út með allt sitt hafurtask eins og
kunnugt er orðið af fréttum.
Siðan sögðust þeir ekkert hafa
heyrt frá Þorkeli og ekki náð í
hann þrátt fyrir tilraunir.
Örn sagði að þeir listamennirn-
ir sem rekið hafa Gallerí Sólon
tslandus væru ákaflega óhressir
með að málum hefði lvktað þann-
ig. Þegar þeir tóku húsið á leigu
hafði það staðið autt í 7 ár vegna
bruna. Þeir gerðu húsið upp að
verulegu leyti í trausti þess að fá
að vera í þvi eitthvað áfram.
Vitað er að Þorkell Valdimars-
son hefur önnur sjónarmið i
þessu máli en listamennirnir.
Hann telur að samningar hafi
ekki verið brotnir því hann hafi
verið í fullum rétti til þess að
hækka leiguna. Fasteignagjöld
hússins hafa verið hækkuð veru-
lega og stóð fyrri leiga h’vergi
nærri undir að greiða þau.
-ns
EITTHVAÐ SEM ENGINN VEIT
Leikfélag Kópavogs:
VAKNIÐ OG SYNGIÐ
Leikrit eftir Clifford Odets
Þýðing: Ásgeir Hjartarson
Leikstjórn: Haukur J. Gunnarsson
Leikmynd: Björn Björnsson
Hvað skyldi það vera sem um
þessar mundir togar hug leikhús-
fólks vestur til Ameríku og aftur
á fjórða tug aldarinnar?, Eitthvað
er það. Eftir Refina í Iðnó á dög-
unum kom Leikfélag Kópavogs
um helgina með Vaknið og svngið
Leiklist
OLAFUR
JÓNSSON
/ %$■■ m
W
Mv i Æ lals? ■■i%\% * Pg" ■ \ ■
Svanhildur Jóhannesdóttir og Konráð Þórisson í hlutverkum.
eftir Clifford Odets. bæði tvö ann-
álsfræg frá því fyrir stríð.
Clifford Odéts var fyrir eina tíð
talinn með heldri leikritahöfund-
um í Bandaríkjunum og þá einatt
nefndur í sömu andránni og
Tennesse Williams. Arthur
Miller. En það er langt orðið síðan
og mér er nær að halda að hann
hafi aldrei staðið til fulls við þau
fvrirheit sem þóttu felast í fvrstu
leikjum hans. Helst þeirra er
Vaknið og svngið, frá 1935, og
gerist á kreppuárunum í New
York. sem Williams fjallar utn í
Glerdýrunum, Miller löngu síðar í
Gjaldinu Nema hér er kreppu-
tímanum lýst í návigi samtíðar.
Það er satt að segja örðugt að ráða
í verðleika eða gildi leiksins á
þeirri tíð án þess að hafa annað
fyrir sér en sýningu Leikfélags
Kópavogs. En ætla má að leikur-
inn eigi allt sitt komið undir raun-
sæislegri persónugerð í hlutverk-
unura. að i krafti rauntrúrra
mannlýsinga og aldarfars eigi að
kvikna skáldlegur skilningur
mannlífs og örlaga og ljóðræn
andagift í leiknum.
En því fór viðs fjarri. því
miður. að neitt slíkt eða þvílíkt
skeði í Knpavogi á laugardaginn.
Að leiknum loknitm er manni satt
að segja óskiljanlegt hvaða erindi
leikfélagið hefur talið sig eiga að
rækja við hina fertugu kreppu-
lífslýsingu — og raunar ósýnt.
þótt tekist hefði að blása rvk af
orðræðu og hugmvndaheimi leiks-
ins, til hvers þá hefði verið að
vinna. Hlins og til tókst varð sýn-
ingin með einhverjum hætti hjá-
róma frá bvrjun, uppgerð og inn-
antóm og alls andvana. En bágt er
að sjá af hverju svona þurfti að
fara. öll ástæða að ætla að leik-
endur eins og Guðriður Guð-
björnsdóttir. Svanhildur Jóhann-
esdóttir. Viðar Eggertsson, Kon-
ráð Þórisson gætu að réttu lagi
megnað miklu trúverðugri per-
sónusköpun í nokkrum helstu
hlutverkum leiksins. Án staðfestu
í raunheimi er enginn fótur fyrir
1 jóðrænni tilfinningalýsingu
fólksins sem leikurinn virðist-
stunda eftir. Þá fótfestu hafði
leikstjóra og leikhóp hreint ekki
tekist að finna leiknum í Kópa-
vogi.
Það er leitt að svona skyldi tak-
ast-Þvrað þrátt fvrir sín hrapal-
legu mistök á efninu, þótt aldrei
tækist að vekja því líf og anda í
leiknum. virtist heilmikil alúð
hafa vérið lögð við sýninguna. Og
það er tvíma'lalaust rétt stefnt að
efla í leikfélaginu samvinnu
áhugafólks og ungra skólageng-
inna leikara eins og hér var reynt.
En forustan brást. Það var eins og
enginn vissi af hverju verið væri
að leika þennan leik, né þá hvern-
ig ætti að fara að þvi.
Nemendaleikhús4-S, L.Í.
Leikst jóri: Bríet Héðinsdóttir.
Leikmvnd: Guðrún Svafa Svafarsdóttir.
sýnir leikritið Fansjen eða Umskiptin
'eftir David Hare í Lindarbæ.
2. sýning miðvikudaginn 15. niarz kl. 20.30.
3. sýning fimmtudaginn 16. marz kl. 20.30.
4. sýning föstudaginn 17/marz kl. 20.30.
NÝIR UMBOÐSMENN:
SÚÐAVÍK
Bjarni GuðjónssonTúngötu 18,
sími6945
BREIÐDALSVÍK
Höskuldur Egilsson Gljúf raborg,
sími 5677
mmiAÐW
LEIKFÖNG
í ÚRVALI
Hin vinsælu PLAÝ M0BIL leikföng fást
hjá okkur. Einnig búsáhöld og falleg-
ar enskar leirvörur o.fl. o.fl.
Við höfum innanhússbílastæði.
Sendum í póstkröfu hvert á land sem
er.
LEIKB0RG
Hamraborg 14. Kópav. Sími 44935.