Dagblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978. 15 Heimsækir bjartasta von Englendinga ísland? Miklar líkur benda til að STRANGLERS komi í maí! Hljómsveitin Stranglers ihugar nú alvarlega að bregða sér til íslands í byrjun maí og heilsa upp á landann. Er þetta birtist á prenti hefur staðfest- ing heimsóknarinnar að öllunt líkindum borizt hlutaðeigandi, Steinari Berg hljómplötuút- gefanda. „Þessi heimsókn Stranglers — ef af henni verður — stendur í sambandi við út- komu nýrrar LP plötu með hljómsveitinni. Það verður hér sem platan verður fvrst kynnt og hafa hljómsveitarmeðlimir í huga að bjóða hingað 40-60 enskum blaðamönnum til að. vera viðstaddir atburðinn," sagði Steinar Berg, er hann var inntur eftir heimsókninni. Plata þessi mun bera nafnið Blaek And White og vilja Stranglers gera ensku blöðun- unt kynningu hennar eftir- minnilega með þvi að bjóða blaðamönnum út á hjara ver- aldar. Jafnframt plötukvnn- ingunni hafa Stranglers hug á að leika á almennum hljóm- leiku m. Vegna þessa alls kom um- boðsmaður Stranglers, Nick Leigh, hingað til lands um síðustu helgi og kynnti sér alla málavöxtu. Honum leizt vel á staðhætti og reyndar landið yfirleitt og kvaðst ails ekki hafa átt von á neinu í líkingu við það sem hann sá og heyrði. Nick leit meðal annars á öll þau hús, sem til greina kænti að halda hljómleikana í. Að lokinni yfirferð vfir fjölda húsa voru aðeins þrjú. sem eftir voru: AUsturbæjar- bíó. Sigtún og Laugardalshöll- in. „Það kont fljótlega í ljós að Austurbæjarbió var of lítið fyrir hljómléikana og hefði miðaverð þar orðið að vera allt of hátt." sagði Steinar Berg. Nick leizt ágætlega á Sigtúri er hann skoðaði það á laugar- daginn. En er hann ætlaði að kanna hljómburð og annað þá um kvöldið var honum neitað um inngöngu. Dyravörðum hafði verið gefin skipun um að engir færu þar inn, sem væru klæddir denimfatnaði og ekki var til í dæminu að fá undan- þágu þar á. Allt útlit er því fyrir að Sigtún hafi misst af góðum viðskiptum fyrir af- brigðilegar húsreglur og stein- aldarhugsunarhátt eiganda hússins og starfsmanna hans. „Það er því einungis Laugar- dalshöllin er kemur til greina á þessu stigi," sagði Steinar Berg. „Nigk Leigh kvað það skil.vrði að miðaverð á hljóm- leikana yrði lágt, — helzt lægra en sent kostar inn á venjulegt sveitaball. Jafn- framt kemur til greina að ein eða tvær islenzkar hljóm- sveitir leiki með Stranglers. Spilverk þjóðanna hefur sýnt ÁSGEIR TÓMASSON málinu áhuga. en ekkert er ákveðið með hina hljómsveit- ina." Hljómsveitin Stranglers nýtur mikilla vinsælda i heimalandi sínu, Englandi. í vinsældakosningum músík- blaðsins Melod.v Maker í f.vrra var hún kosin bjartasta vonin. lenti í þriðja sæti sem góð sviðshljómsveit, næst á eftir Genesis og Queen. og varð númer átta í liðnum yfir hljómsveitir almennt. Þá var fyrsta LP plata hljómsveitar- innar, Rattus Norwgicus. ofar- lega á blaði og sömuleiðis Iag hennar, Peaches. Tónlist Stranglers flokkast undir svokallað „new wave" eða nýbylgjurokk. Hljómsveit- in er í fremstu röð sem slík og nýtur mjög mikils álits. Tón- listarflutningurinn þvkir minna talsvert á hljómsveitina Doors. eins og hún var meðan Jim Morrison söng nteð henni. Enginn vafi er :: þvi. að ef Stranglers koma hingað til lands er um stóran viðburð að ræða. Sömuleiðis er það ekkert slor að fá hingað á hljómleika 40-60 blaðamenn frá virtustu tónlistarblöðum Evrópu, Minni hlutir hafa þótt stórvið- burðir hingað til. - AT- Hugh Cornwell gitarleikari og söngvari Stranglers. Aðaler- indi hl.jómsveitarinnar hingað er að koma brezku hlaðamönn- unum á óvart. Það er jú dálitið sérstakt að boða þá til blaða- mannafundar uppi á hjara ver- aldar. Pálmi Gunnarsson ogSigurður Karlsson: „Þess vegna hættum við í Poker" Hvers vegna hættu þeir Sig- urður Karlsson og Pálmi Gunnarsson að spila með hljómsveitinni Poker? Ófáir hafa spurt þessarar spurn- ingar og þegar svör fást ekki myndast kjaftasögurnar. — Hvað seeia beir Sigurður og Pálmi til dæmis sjálfir um þessa ákvörðun sína? „Grundvöllurinn fvrir sam- starfi okkar sex var einfald- lega ekki fvrir hendi lengur." sagði Sigurður Karlsson er Dagblaðið hitti þá að máli í Hljóðrita fvrir skömmu. „Mikið andle.vsi var komið upp og áhugi fvrir hljómsveitar- æfingum var ákaflega tak- markaður." bætti hann við. „Það er eitt sem okkur langar til að taka fram og leið- rétta snarlega en það er að við höfum verið reknir úr Poker." — Nú hvilum við okkur eftir tvo kafla á ferlinum, segja þeir Sigurður Karlsson og Pálmi Gunnarsson. Hér láta þeir liða úr sér í Læralæk. DB-mvnd: Ragnar Th. Sigurðsson. sagði Pálmi Gunnarsson. „Við höfum hevrt þá sögu að við höfum verið látnir hætta vegna skulda við aðra meðlimi hljómsveitarinnar en það er . endemis þvættingur. Þetta var algjörlega okkar eigin ákvörðun." En einhver hlýtur ástæðan fvrir þessu andlevsi og áhuga- leysi að vera. Þeir félagar voru spurðir um hana. „Þetta hafði verið að þróast smám saman." svaraði Sigurður. „Það komu upp ýmis persónuleg mál. sent ekki er vert að draga fram i dagsljösið og á endanum kom upp sú staða að við tveir gátum ekki unnið i þessum hópi lengtir." Jafnhliða því að leika með Poker hafa Sigurður Karlsson og Pálmi Gunnarsson átt ann- ríkt við svokallaðan session- leik. það er að leika undir í ■ plötuupptökum hjá hinum og þessum. Ekki töldu þeir þá aukavinnu hafa spillt neitt fyrir samstarfinu í Poker. „Sessionvinnan kom ekki i veg f.vrir æfingar með hijóm- sveitinni þó að stundum hafi hún verið notuð sem átvlla fvrir að láta þær falla niður. sagði Pálmi. „Oft var ekki æft svo að vikum skipti þrátt fvrir að við kæmum ekki nálægt stúdíóvinnu á saitta tima. Nei. okkur fannst i raun og veru ágarit á þessu stigi að draga okkur út úr þessu heav.v poppi. Við ætlum að nota sumarið til að velta hlutunum fyrir okkur. Hvað kemur út úr þvi er ekki gott að segja um. en það kemur í Ijós. En nú hvíluiii við okkur eftir tvo kafla á ferlinum. það er Celsius og' Poker. og endurnýjumbkkur á sál og líkama." Sigurður og Pálmi leika nú báðir með hljómsveit Magnús- ar Kjartanssonar og vinna jafnframt við upptökur á stjörnuplötu fyrir Hljómpliitu- útgáfuna hf. Þeir voru spurðir um. hvort einhver enn frekari verkefni væru á döfinni. „Það hefur komið til álita að hópurinn sem vinnur að Hljómplötuútgáfuplötunni fari i hljóntleikaferð út á land um það leyti sent hún kemur út." svaraði Sigurður. „Þetta er revndar ekki fullákveðið ennþá. en við erum að bræða þetta með okkur." — Og Pálmi bætti við: „Þá er Gunnar Þórðarson búinn að falast eftir okkur i hljómleikaferð með Lummun- um. En sú ferð verður varla farin fvrr en í haust. Og svona að lokum. þá langar okkur til að óska Poker góðs gengis á erlendri grund. Það er svo sannarlega tími til kominn að eitthvað fari að gerast í þeim efnum." sögðu Pálmi Gunnarsson og Sigurður Karlsson að endingu. AT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.