Dagblaðið - 22.03.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 22.03.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1978 15 UTVARP OG SJÓNVARP UM PÁSKANA Sjónvarp á föstudaginn langa kl. 22.05: Sjaldgæf reynsla fyrir fullorðna að horfa á myndina Veðlánarann Einhver sterkasta og hreinskilnasta mynd sem gerð hefur verið í Banda- rikjunum á seinni árum er á dagskrá sjónvarpsins kl. 22.05 að kvöldi föstu- dagsins langa. Er það myndin Veð- lánarinn, The Pawnbroker, frá árinu 1965. Myndin fjallar um veðlánara af gyðingaættum og er tekin í svertingja- hverfi New York borgar, Harlem. Leikstjóri er Sidney Lumet en með aðalhlutverkin fara Rod Steiger, Geraldine Fitzgerald og Jaime Sanchez. 1 kvikmyndahandbókinni okkar fær þessi mynd fjórar stjörnur og afar lofsamleg ummæli. Þar stendur að allir leikararnir, jafnvel í smæstu hlutverkunum, sýni frábæran leik. Þó beri Rod Steiger af þeim með heilsteyptum leik sínum. Þetta er mynd sem enginn má missa af og er sjaldgæf reynsla fyrir fullorðna að horfa á myndina, segir í handbók- inni. Þýðandi myndarinnar er Guðbrand- ur Gíslason. A.Bj. Úr myndinni Veölánarinn sem er á skjánum að kvöldi föstudagsins langa. — Sjónvarpsáhorfendur vita sannarlega hvað þeir hafa að gera á föstudaginn langa þvi dagskráin virðist vera mjög áhugaverð þann daginn. 9.00 Morguntóinleikar (10.10 Veðurfregnir). a. „Svo mælti Zarathustra”, sinfónískt Ijóð eftir Richard Strauss. Konungl. fílharmoníusveitin í Lundúinum leikur; Henry Lewis stj. b. „Symphonie Espagnole” i d-moll fyrir fiðlu og hljómsveit Fdouard L.alo. lt/.hak Perl- man og Sinfóniuhljómsveit Lundina leik.i: op. 13 eftir Robert Schumann. Vladimir Ashkenazy leikur á pianó. 11.00 Messa í Laugarneskirkju. Prestur: Séra Jón Dalbú Hróbjartsson. Organleikari: Gústaf Jóhannesson. Í 2.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tónleikar. 13.40 Hugleiðing á föstudaginn langa Matthías Johanncs- -i skald flytur. 14.00 „Requiem” eftir Wolfgang Amadeus Mozart Sheila Aimstrong, Janet Baker, Nicolai Gedda, Dietrich Fische Dieskau og John Alldis kórinn syngja. Enska kammer- sveitin leikur með; Daniel Barenboim stjórnar. 15.00 „Vonin mænir þangaó öll” Dagskrá um Alþingishúsið. M.a. rætt við þingmenn o.fl. Umsjón: Pórunn Geslsdóttir. 16.00 Kirkjukór Akureyrar syngur andleg lög eftir Jakob Tryggvason, F.yþór Stefánsson og Björgvin Guðmundsson. Stjórnandi: Jakob Tryggvason. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 „Sjáið nú þennan mann” Dagskrá tekin saman af Jökli Jakobssyni. M.a. flytur Svcrrir Kristjánsson erindi og flutt leikatriði úr píslar- sögunni. — (Áður útv. 1971) 17.30 ÍJtvarpssaga barnanna: „Dóra” eftir Ragnheiði Jónsdóttur Sigrún Guðjónsdóttir les (20). 17.50 Miðaftanstónleikar: a. „Biblíuljóð” op. 99 nr. I — 10 eftir Antonín Dvorák. Textar eru úr Daviðssálmum, Þórður Möller felldi þá að lögunum. Halldór Vilhelmsson syngur; Gústaf Jóhannesson leikur með á pianó. b. „Ellegy” eftir Hafliða Hallgrimsson við texta eftir Salvatore Quasimodo, Rut Magnússon ^yngur, Manuela Wiesler leikur á flautu, Halldór Haraldsson á píanó, Páll Gröndal á selló, Snorri Birgisson á selestu og Hafliði Hall- grímsson á selló. c. „FriðarkaU”, hljómsveitar- verk eftir Sigurð E. Garðarsson, Sinfóníu- hljómsveit íslands leikur; Páll P. Pálsson stjórnar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki frá Sldðamóti Islands. 19.35 Söguþáttur. Umsjónarmenn : Broddi Broddason og Gisli Ágúst Gunnlaugsson. I Sjónvavp föstudaginn langa kl. 21.20: Beethoven Tvisvarþurfti að endurskoða Leónóru Beethoven samdi aðeins eina óperu og þykir mörgum það sæta furðu, annað eins og hann samdi þó af öðrum tónverkum. Þessi eina ópera hans er Fidelíó og er hún með talsvert öðrum svip en allar aðrar óperur sem samdar hafa verið. En Fídelíó var ekki samin átaka- laust. í heilan áratug var Beethoven að basla við hana. Tvisvar þurfti hann að umskrifa hana að verulegu leyti því hann skrifaði eins og mannlegar raddir væru hljóðfæri og gat ekki nokkur maður sungið svo erfið hlutverk. Upphaflega hét Fidelíó Leónóra og er forleikur þeirrar óperu ennþá til óbreyttur og er mjög vinsæll. Þegar hins vegar Fídelíó kom fram full- skapaður fylgdi honum nýr forleikur. Það var árið 1814. Leónóra sú sem óperan var upphaf- lega nefnd eftir er í rauninni sama persónan og Fídelíó. Leónóra þessi var gift mjög tignum aðalsmanni, Florest- an. Hann var í mikilli náð hjá kóngin- um og olli það Pizarro landstjóra miklu hugarangri. Þegar svo Florestan hverfur eins og jörðin hafi gleypt hann grunar Leónóru strax að Pizarro hafi að einhverju verið valdur að. Hún klæðist því karlmannsfötum og ræður sig sem aðstoðarfangavörð hjá Pizarro. Yfirmaður hennar þar er Rocco. Dóttir hans telur Fídelió vera karlmann og verður yfir sig ástfangin. Með því að nota sér það kemst Leónóra (Fídelíó) að því að hún (hann) er á réttri leið. Margar aríurnar úr Fídelíó eru tald- ar perlur úr tónsmiðum þjóðanna. Og ekki eru sum kórlögin minna þekkt. Má minna á að á tónleikum karla- kórsins Fóstbræðra um þessar mundir, eru sungnir tveir „fangakörar’’ úr Fídelíó. DS Eitthvað hafa nú menn verið auðblekktari þegar Ffdeltó gerist að trúa þvi að Leónóra væri karlmaður svo kvenleg sem hún cr að sjá á þessari mynd. 16.00 Kórsöngur í Háteigskirkju. Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð syngur erlend lög: Þor- gerður Ingólfsdóttir stjórnar. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Málefni vangefinna. Sigríður Ingimars- dóttir húsmóðir flytur erindi um þróun þeirra mála hér á landi, og síðan stjórnar Kári Jónas- son fréttamaður umræðum foreldra, kennara og þroskaþjálfa. 17.30 Lagið mitt. Helga Stephensen, kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki, m.a. sagt frá Skíða- móti íslands. Tilkynningar. 19.35 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 20.00 Leikrit: „Konungsefnin” eftir Henrik Ibsen; síðari hluti. Áður útv. á jólum 1967. Þýðandi: Þorsteinn Gísason. Leikstjóri: Gisli Halldórsson, Persónur og leikendur: Hákon Hákonarson konungur Birkibeina...Rúrik Haraldsson. Inga frá Varteigi, móðir hans...Hildur Kalman. Skúli jarl...Róbert Arn- fmnsson. Ragnhildur kona hans..Guðbjörg Þorbjarnardóitir. Sigríður. systir hans.'.Helga Bachmann. Margrét, dóttir hans...Guðrún Ásmundsdóttir. Kórsbróðir....Þorsteinn ö. Stephensen. Dagfinnur bóndi, stallari Hákon- ar...Guðmundur Erlendsson. Georgius Jóns- son, lcndur maður...Baldvin Halldórsson, Páll Flida, lendur maður...Jón Aðils, Ingibjörg, kona Andrésar Skjaldarbands...Herdis Þor- valdsdóttir. Pétur, sonur hennar, ungur prest- ur...Sigurður Skúlason, Játgeir skáld, lslend- ingur...Erlingur Gislason. Bárður Bratti, höfðingi úr Þrændalögum...Bjarni Steingrims- son Þulur...Helgi Skúlason. 22.10 Fra tónleikum í Bústaðakirkju II f.m. Snorri Snorrason og Camilla Söderberg leika gamla tónlist á gítar og flautu. 22.50 Spurt í þaula Árni Gunnarsson stjórnar umræðuþætti, þar sem biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, verður fyrir svörum, Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 24. marz FÖSTUDAGURINN LANGI 8.50 Morgunandakt Séra Pétur Sigurgeitsson vígslubiskup flytui ritningarorð og bæn. Sjónvavp á föstudaginn langa kl. 17.00: Nú er óhætt að treysta stjörnugjöf inni — Þrúgur reiðinnar ef tir sögu Steinbecks Á föstudaginn langa hefst sjónvarp- klukkan 17.00 með endursýningu á hinni frábæru mynd John Fords, Þrúgur reiðinnar, sem gerð er eftir sögu John Steinbecks, Grapes of Wrath. Myndin er bandarísk frá árinu. 1940. Mynd þessi hefur áður verið á dagskrá sjónvarpsins. Þeim sem misstu af henni þá er eindregið ráðlagt að horfa á hana á föstudaginn, þvi þetta er einhver sterkasta mynd sem gerð hefur verið. Sagan gerist i Bandaríkjunum á kreppuárunum og segir frá sárafátækri fjölskyldu sem er að flytjast búferlum til Kaliforniu í atvinnuleit. í kvikmyndahandbókinni fær myndin fjórar stjörnur og að þessu sinni er óhætt að treysta stjörnugjöf þeirrar ágætu bókar. Með aðalhlutverkin fara Henry Fonda, Jane Darwell og John Carradine. Þýðandi er Dóra Haf- steinsdóttir. A.Bj. » Joad fjölskyldan er að leggja af stað til Kaliforniu. Þrúgur reiðinnar er einhver bezta mynd scm gerð hefur verið. Henry Fonda fer með aðalhlut- verkið. WM'-> ® fffl gA/ M

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.