Dagblaðið - 22.03.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 22.03.1978, Blaðsíða 8
20 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1978 ÚTVARP 0G SJÓNVARP UM PÁSKANA Hreiðar Stefánsson (3). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atr. Um fæðingarhjálp og foreldrafræðslu kl. 10.25: Hulda Jensdóttir forstöðukona Fæðingar- heimilis Reykjavikurborgar flytur þriðja erindi sitt. Tónleikar kl. 10.40. Morguntónleikar kl. 11.00: Kenneth Gilbert leikur Sembalsvitu í e-moll eftir Jean Philippe Rameau / Igor Oistrakh og Zertsalova leika Sónötu fyrir fiðlu og pánó i E-dúr eftir Paul Hindemith / Bracha Eden og Alexander Tamir leika Fantasiu fyrir tvö píanó op. 5 eftir Serge Rachmaninoff. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Á frivaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnir óska- lögsjómanna. 14.30 Krístni og þjóðlif; þriðji þáttur Umsjónar- menn: Guðmundur Einarsson og séra Þor- valdur Karl Helgason. 15.00 Miðdegistónleikar Zino Francescatti og Filharmoniusveitin i New York leika Fiðlu- konsert i d-moll eftir Jean Sibelius; Leonard Bernstein stjórnar. Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur Sinfóniu í C-dúr eftir Igor Stravinsky; Colin Davis stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregn- ir). 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Gísli Jónsson flytur. 19.40 íslcnskir einsöngvarar og kórar syngja. 20.10 Leikrit: „Nótt ástmeyjanna” eftir Per Olov Enquist. Þýðandi: Stefán Baldursson. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Persónur og leik- cndúr: August Strindberg-.Erlingur Gislason. og Sinfóniuhljómsveit Lundúna leika Klari- nettukonsert op. 3 eftir Alun Hoddinott; David Atherton stj. / Filharmóniusveitin i Ber lin leikur Sinfóniu nr. 7 i d-moll op. 70 eftir Antonín Dvorák; Rafael Kubelik stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Reynt að gleyma” eftir Alene Corliss. Axel Thorsteinson les þýðingu sina < 12). 15.00 Miðdegistónleikar. Lamoureux hljóm- sveitin I Paris leikur „Á sléttum Mið-Asíu”, sinfóniskt Ijóð eftir Alexander Borodín; Igor Markevitch stjórnar. Rússneska ríkishljóm- sveitin leikur Strcntjaserenöðu i C-dúr op. 48 eftir Tsjaikovský; Jevgeni Svetlanoff stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregn- ir). 16.20 Popp. 17.30 (Jtvarpssaga barnanna: „Dóra” eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Sigrún Guðjónsdóttir les sögulok (22). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Viðfangsefni þjóðfélagsfræða. Ásdís Skúladóttir þjóðfélagsfræðingur flytur erindi um rannsóknir á öldruðum í islenzku þjóð- félagi. 20.00 Sinfónia nr. 2 i e-moll op. 27 eftir Sergej Rakhmaninoff. Sinfóniuhljómsveitin i Fila- delfiu leikur. Hljómsveitarstjóri: Eugene Or- mandy. 20.50 Gestagluggi. Hulda Valtýsdóttir stjórnar þætti um listir og menningarmál. 21.40 Gitarkonsert I a-moll op. 72 eftir Salvador Bacarisse. Narciso Yepes og Sinfóniuhljóm- Sjónvarp á annan í páskum kl. 20.40: Hugmyndir f yrirsætunnar falla ekki að viðteknum skoðunum manna „Myndin er byggð á leikriti eftir Thor Hedberg, sem var þekktur í heimalandi sinu i Svíþjóð og gerist leikritið upp úr árunum eftir 1920. Það var frumsýnt i Svíþjóð árið 1922,” sagði Óskar Ingimarsson sem er þýð- andi myndarinnar Þjóðarminnismerk- ið sem er á dagskrá sjónvarpsins á annan í páskum kl. 20.40. „Efni leikritsins er að sjálfsögðu miðað við þá tíma sem voru þegar það var skrifað en margt á þó erindi til okkar enn í dag. Myndhöggvarinn Erik, sem telur að hann sé einhver mesti myndhöggvari síns tíma, er. ein af aðalpersónunum Fyrirsæta hans virðist hafa heilmikið bein í nefinu. Hún fær þá hugmynd að Erik geri þjóðarminnismerki til þess að reisa fyrir framan þinghúsið. Hug- myndir hennar falla kannske ekki alveg að viðteknum skoðunum manna. Við sögu koma bæði þing- maður, greifi og bankastjóri. Banka- stjórinn býðst til þess að leggja fram ákveðna upphæð gegn því að safnað verði jafnhárri upphæð,” sagði Óskar Ingimarsson. Myndin er send út í litum. A.Bj. Erik heldur ad hann sé með alfremstu myndhöggvurum síns tíma og fyrirsætan hans hefur bcin I neBnu. Siri von Essen-Strindberg...Helga Bachmann. Marié Caroline David...Kristbjörg Kjeld. Viggo Schiwe...Sigmundur örn Arngrimsson. Ljósmyndarinn...Ólafur Thoroddsen. 21.50 Ballett- og óperutónlist. a. Ballettatriöi fyrir fiðlu og hljómsveit op. 100 eftir Charles Beriot; Carl Taschke og Filharmoniusveitin i Leipzig leika: Herbert Kegel stjórnar. b. Atriði úr óperunni „Cavalleria Rusticana” eftir Pietro Mascagni. Fiorenza Cosrotto, Carlo Bergonzi, Giangiacomo Guelfi og Maria Gracia Allegri syngja ásamt kór og hljómsveit Scala óperunnar; Herbert von Karajan stjórn ar. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Rætt til hlítar Árni Bergur Eiriksson stjórnar umræðum um málefm neytenda. Þátturinn stendur allt að klukkustund. Fréttir og dagskrárlok. Föstudagur 31. marz 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00. 8.15 og 10.10: Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.I5 (og forustugr. dag bl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Þórunn Hjartardóttir endar lestur „Blómanna i Blá- fjöllum”, sögu eftir Jennu og Hreiðar Stefáns- son (4) Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atr. Ég man það enn kl. 10.25: Skeggi Ásbjarnarson sér um þáttinn. Morguntónlcikar kl. 11.00: Gervase de Peyer sveit spænska útvarpsins leika; Odón Alonso stjórnar. 22.05 Kvöldsagan: „Dagur er upp kominn” eftir Jón Helgason. Sveinn Skorri Höskuldsson les (4). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Gleðistund. Umsjónarmenn: Guðni Einarsson ogSam Daniel Glad. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok: I ^ Sjónvarp i Föstudagur 31. mars 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. . 20.35 Svipmiklir svanir (L). Þáttur úr dýra- myndafiokknum „Survival”. I þjóðgarði nokkrum i Englandi er stórt álftaver. Nýlega var fundin aðferð til að greina fuglana i sund- ur, og nú þekkjast meira en þúsund einstakl- ingar með nafni. Þýðandi og þulur Gylfi Páls- son. 21.00 Kastljós (L). Þáttur um innlend málefni. UmsjónarmaðurÓmar Ragnarsson. 22.00 Metropolis. Þýsk biómynd frá árinu 1926 eftir Fritz Lang. Aðalhlutverk Birgitte Helm og Gustav Frölich. Sagan gerist i framtíðar- borginni Metropolis, þar sem einræðisherra ræður rikjum. Borgarbúar skiptast í tvo hópa: fyrirfólkið, sem býr við allar heimsins lysti- semdir, og vinnufólkið, sem þrælar neðanjarð- ar. Erlendur Sveinsson fiytur formála. Þýð- andi Guðbrandur Gislason. 23.30 Dagskrárlok. Sjónvarp á annan í páskum kl. 22.20: SÍDUSTU TÓNLQKAR BINGS —í ausandi rigningu í litum Sjónvarpsdagskránni aö kvöldi annars páskadags lýkur með því að sýndur verður þáttur með Bing Crosby. Nefnist hann Á kveðjustund og var tekinn upp á útihljómleikum i Noregi í ágúst sl. Var það réttum tveimur mánuöum áður en söngvar- inn ástsæli kvaddi þennan heim. Bing syngur þama mörg af sínum þekktustu lögum og honum til að- stoðar er nitján ára sonur hans, Harry. Undirleik annast jasskvartett Joe Bushkin. Hjörtu kvenþjóðarinnar slógu jafnan hraðar þegar Bing söng og mörg af lögum hans eru enn eftirlæti margra. Engum hefur enn tekizt að slá hann út i laginu White Christmas, en plata með þvi lagi hefur selzt í fleiri eintökum en nokkur önnur plata sem gefin hefur verið út. Bing söng White Christmas á norsku hljómleikunum. Þar var þó langt frá því að vera nein jólastemmn- ing því það hellirigndi á meðan hljóm- leikarnir voru. En almenningur lét það alls ekki á sig fá, heldur hreifst með Bing. Myndin er send út í litum. Sýning- artimi er fjörutíu mínútur. Þýðandi er Ellert Sigurbjörnsson. A.Bj. «C Bing Crosby var kannske ekki radd- mikill söngvari en hann hafði ákaflega heillandi sviðsframkomu og bæði lék og söng I fjölmörgum kvikmyndum. ^ Útvarp Laugardagur 1. apríl 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.I0: Morgunleikfimi kl. 7.15 og 8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.l, Morgunbæn kl. 7.55. Tilkynningar kl. 9.00. Létt lög milii atriða. Óskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. Barnatími kl. I I.IO: Stjórnandi : Gunnvör Braga. Meðal efnis eru tvær tékkneskar þjóðsögur sem Hallfreður örn Eiriksson cand. mag. fiytur i þýðingu sinni. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. .i- 12.25 Veðurfregnir. Fréttir.Tilkynningar. 13.30 Vikan framundan. Hjalti Jón Sveinsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 15.00 Miðdegistónleikar. Victoria de los Angeles syngur söngva eftir Gabriel Fauré; Gonzalo Soriano leikur á píanó. Paul Crossley leikur Píanósónötu i G-dúr op. 37 eftir Pjotr Tsjaíkovský. 15.40 Íslenzkt mál. Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. lþ.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplögin. Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Enskukennsla (On We Go). Leiðbeinandi: Bjarni Gunnarsson. 17.30 Framhaldsleikrít barna og unglinga: „Davíð Copperfield” eftir Charles Dickens. Anthony Brown bjó til útvarpsfiutnings. (Áður útvarpað 1964). Þýðandi og leikstjóri: Ævar R. Kvaran. — Fimmti þáttur. Persónur og leikendur: Davið-Gisli Alfreðsson, Herra Mycoper-Þorsteinn ö. Stephensen. Betsy 'frænka-Helga Valtýsdóttir. Uria Heep- Erlingur Gislason. Tradles-Flosi ólafsson, Frú Heep-Emelia Jónasdóttir. ] 8.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki.Tilkynningar. 19.35 Læknir í þrem löndum. Guðrún 1 g Útvarp Sjónvarp annan páskadag kl. 20.30: r Atján barna faðirí álf heimum ÆVINTÝRID UM UMSKIPTINGINN „Þetta er stutt mynd, um það bil 10 mínútna löng, og gerð eftir þekktri þjóðsögu Átján barna faðir í álfheim- um,” sagði Þrándur Thoroddsen, en hann ásamt Jóni Hermannssyni gerði kvikmynd eftir þessari þjóðsögu sl. sumar. Þessi kvikmynd um umskipting, sem er á dagskrá sjónvarpsins annan páskadag kl. 20,30, er tekin í Glaum- bæ i Skagafirði og eru það íbúðir frá Sauðárkróki, m.a. úr leikfélaginu, sem leika í myndinni. Þrándur sagði einnig að aðeins væri aukið við atriði í sögunni, helzt þannig að búin væru til atriði um óþekkt umskiptingsins. 1 myndinni leika fjórir leikarar og aðalleikarinn er aðeins 6 ára gamall, enda sagði Þrándur þetta upphaflega vera hugsað sem barnaævintýri. Auk þessarar myndar voru gerðar myndir eftir fjórum öðrum þjóðsög- um. Átján barna faðir i álfheimum er þó eina álfasagan, því hinar eru gerðar eftir sögum úr kímnisöguflokki þjóð- sagnasafns Jóns Árnasonar. Sagði Þrándur að taka allra myndanna 5 hefði tekið um 11 daga og væru þær allarí litum. Tónlistin í myndinni er eftir Atla Heimi Sveinsson og sögumaður er Baldvin Halldórsson leikari. RK Guðlaugsdóttir ræðir við Friðrik Einarsson dr. med; — annar þáttur. 20.00 Hljómskálamúsik. Guömundur Gilsson kynnir. 20.40 Ljóðaþáttur. Umsjónarmaður: Jóhann Hjálmarsson. 21.00 Tónlist eftir Boieldieu og Puccini. a. Mi- canor Zabaleta og Sinfóniuhljómsveit út- varpsins i Berlín leika Hörpukonsért I C-dúr eftir Francois Adrien Boieldieu; Ernest Marzendorfer stjómar. b. Renata Tebaldi syngur við hljómsveitarundirleik ariur eftir Giacomo Puccini. 21.40 Teboð. í þættinum er rætt um áreiðanleik fjölmiðla. Stjórnandi: Sigmar B. Hauksson. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp D Laugardagur 1. aprfl 16.30 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 17.45 Sldðaæfingar (L). Þýskur myndafiokkur. Áttundi þáttur. Þýðandi Eiríkur Haraldsson. 18.15 On We Go. Enskukennsla. Tuttugasti þáttur endursýndur. 18.30 Saltkrákan (L). Sænskur sjónvarpsmynda- fiokkur. Þrettándi og síðasti þáttur. Þýðandi Hinrik Bjamason. 19.00 Enska knattspyrnan (L). Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Menntaskólar mætast (L). Úrslit. Nem- endur úr Menntaskólanum við Sund fiytja leikþátt, og hljómsveit úr Menntaskólanum á Akureyri leikur. Dómari Guðmundur Gunn- arsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.00 Dave Allen lætur móðan mása (L). Breskur skemmtiþáttur. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 21.45 Tveir dansar. Sveinbjörg Alexanders og Wolfgang Tegler frá Tanz-Forum dansfiokkn- um i Köln sýna dansa úr „Rómeó oa Júlíu" eftir Berlioz og „The Ragtime Dan«æ Com- pany” við tónlist Scott Joplins. Danshöfundur Gray Veredon. Stjórn upptöku Andrés Ind- riðason. 21.55 Óbyggðirnar kalla (L) !The Call of The Wild). Bandarisk sjónvarpsmynd, byggð á samnefndri sögu eftir Jack London, sem komið hefur út i íslenskri þýðingu ólafs Frið- rikssonar. Aöalhlutverk John Beck og Bernard Fresson. Söguhetjan er hundru, sem alist hefur upp i góðu atlæti i Kaliforniu. Hundin- um er stolið og fariö með hann til Alaska, þar sem tveir gullleitarmenn kaupa hann. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 23.30 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.