Dagblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978.
5
KAUPIR BORGIN 4-5
RAFBILA TIL REYNSLU?
— tillaga
GuðmundarG.
Þórarinssonar
þarum
íborgarstjórn
„Margt bendir til að hagkvæmt væri
að nota rafbila sem strætisvagna á veg-
um SVR,” segir Guðmundur G.
Þórarinsson verkfræðingur, borgar-
stjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins, í
greinargerð tillögu sem hann leggur fyrir
borgarstjórn í dag.
Tillagan hljóðar svo: „Borgarstjórn
felur borgarráði að láta kanna, hvar
unnt sé að koma við notkun rafbíla i
stað bensín- og disilbíla i rekstri
borgarinnar.”
Guðmundur G. telur æskilegt og
eðlilegt að borgin hafi nokkurt
frumkvæði i að innleiða notkun rafbila
hérlendis, enda henti þeir enn sem
komið er bezt í innanbæjarakstri.
Það væri mjög áhugavert, segir
Guðmundur i greinargerð tillögunnar,
að Reykjavíkurborg keypti 4—5 litla
rafbíla til reynslunotkunar og færi í því
sambandi fram á það við ríkisvaldið að
aðflutningsgjöld yrðu felld niður þar
sem um tilraun væri að ræða.
Guðmundur telur margt benda til að
rekstur rafbíla gæti orðið „mjög hag-
kvæmur á íslandi og þá sérstaklega í
Reykjavik. Með notkun rafbíla sparast
verulegur gjaldeyrir vegna notkunar
innlendrar orku. Rafbílarnir væru
hlaðnir að nóttu til, þegar álag á raf-
dreifikerfi er i lágmarki og verulegu álagi
má bæta á kerfið án kostnaðar við
styrkingu þess,” sagði Guðmundur G.
Þórarinsson.
Hann segir einnig að rafbílar séu sem
stendur um tvöfalt dýrari í innkaupi en
bílar sem nota fljótandi eldsneyti en
viðhaldskostnaður sé miklu minni og
rekstrarkostnaður einnig. Þó skipti
Garðabær:
Sjálfstæðis-
menn
bjóða fram
sautján
manns
— prófkjörá föstudag
og laugardag
Á morgun, föstudag, efna sjálfstæðis-
menn i Garðabæ til prófkjörs um röðun
á lista til bæjarstjórnarkosninganna þar í
vor.
Kosið verður i barnaskólanum við
Vífilsstaðaveg (gengið inn um
norðurdyr) föstudag frá kl. 17—21 og
laugardagfrá kl. lOtil 22.
Atkvæðisrétt hafa allir meðlimir
sjálfstæðisfélaga í bænum með
kosningarétt — meðlimir sjálfstæðis-
félaga sem orðnir verða 16 ára fyrir 28.
mai nk. og búsettir eru í bænum.
Merkja skal með tölustöfum við
a.m.k. fimm nöfn.
Þessir eru i framboði:
Ágúst Þorsteinsson forstjóri, Ársæll
K. Gunnarsson bifvélavirki, Bergþór
Úlfarsson kaupmaður, Bryndis
Þórarinsdóttir kennari, Einar Þorbjörns-
son verkfræðingur, Friða Proppé hús-
móðir, Garðar Sigurgeirsson bæjarstjóri,
Guðfinna Snæbjörnsdóttir bókari, Guð-
mundur Hallgrímsson lyfjafræðingur,
Haraldur Einarsson húsasmíðameistari,
Helgi K. Hjálmsson viðskiptafræðingur,
Jón Sveinsson forstjóri, Margrét G.
Thorlacius kennari, Markús Sveinsson
framkvæmdastjóri, RagnarG. Ingimars-
son prófessor, Sigurður Sigurjónsson
lögfræðingur og Stefán Snæbjörnsson
innanhússarkitekt.
-HP.
Dagblað
án ríkisstyrks
verulegu máli á hvaða verði eigendur geymanna og hvernig skattlagningu Gísli Jónsson prófessor við Verk- hefur haft forgöngu um að fylgjast vel
rafbílanna fengju rafmagn til hleðslu verður háttað. fræði- og raunvísindadeild Háskólans' með þróun rafbila að undanfömu. ÓV.
Gripið simann
genðgoð
■JTAI IP%
lmCIU|9
Smáauglýsingar
BIABSINS
Þverholti11 sími 2 70 22
Opið til kl.10 í kvöld