Dagblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. APRtL 1978. ---------------- _ 7 \ Erlendar fréttir Barre lagði f ram ráðherralista sinn í gæn UTLAR BREYTINGAR Á FRðNSKU STJÓRNINNI REUTER Tætti Van Gogh mynd með hnífi Fræg og mjög verðmæt mynd eftir hollenzka málarann Vinœnt Van Gogh var stórskemmd er maður réðst að henni með hnífi og risti sitt á hvað. Verkið hékk uppi í Borgarlistasafninu í Amster- dam i Hollandi og er jafnvel talið svo skemmt að ekki verði auðið að lagfæra það sómasamlega. Tilræðismaðurinn sem sagður er þrjá- tíu og eins árs var handtekinn á staðnum en sleppt skömmu síðar. Að sögn lög- reglunnar verður hann ákærður fyrir að skemma eigur annarra. Málverkið sem nefnt er La Bercause var málað af Van Gogh árið 1889 eða aðeins einu ári fyrir dauða listamanns- ins. V — Simone Veil þriðji valdamesti ráðherrann Hin nýja franska stjórn undir stjórn Raymond Barre mun koma saman í fyrsta sinn í dag. Frakklandsforseti Valery Giscard d’Estaing vonar að stjórn þessari takist að binda enda á hinar hörðu deilur vinstri og hægri manna í landinu. Barre lagði fram ráðherralista sinn I gær og gerði færri breytingar á stjórn- inni en búizt hafði verið við. Stjórnin fékk hálfvolgar kveðjur i blöðum sósíalista og kommúnista. Blað sósía- lista, Le Matin, sagði að ráðherralist inn kæmi ekki á óvart og L’humanite, blað kommúnista sagði að raunin væri sú að engar breytingar hefðu orðið á stjórn Frakklands. Fyrir hálfum mánuði, eftir að ljóst var að mið- og hægri flokkar í frönsk- um stjórnmálum höfðu haldið völd- um, sagði Valery Giscard d’Estaing forseti að hann óskaði eftir stjórn á breiðari grundvelli. Hann óskaði eftir auknu samstarfi á milli stjórnar og stjórnarandstöðu og hélt fjölda funda með leiðtogum vinstri flokkanna áður en hann tilnefndi Barre sem forsætis- ráðherra nýrrar stjórnar. Meðal þeirra sem héldu ráðherra- embættum sínum var Simone Veil heilbrigðisráðherra, sem var talin vinsælasti ráðherra fráfarandi stjórn ar. Hún er enda talinn þriðji valdamesti ráðherra hinnar nýju stjórnar á eftir Barre forsætisráðherra og Alain Peyrefitte dómsmálaráð- herra. Louis de Guiringaud utanrikisráð- herra, Christian Bonnet innanrikisráð- herra og Yvon Bourges varnarmála- ráðherra voru allir endurskipaðir. Barre sem sjálfur var fjármálaráð- herra I fyrri stjórn skipti þvi embætti nú í tvö, efnahags- og fjárlagaráðu- neyti. En þótt hann skipi þessi ráð- herraembætti ekki sjálfur tilkynnti hann að hann héldi áfram að vinna sérstaklega að efnahags og fjármálum. Raymond Barre forsætisráðherra á fundi með Frakklandsforseta Valery Giscard D’Estaing. Barre hefur verið forsætisrao- herra frá því f ágúst 1976. Cyrus Vance utanrfkisráðherra hyggst ekki beita sér fyrir refsiaðgerðum gegn ísrael þótt þeir haS brotið vopnasamkomulagið við Bandaríkin er þeir réðust inn i Suður- Lfbanon í síðasta mánuði. VOPNASAMKOMULAG BROTIÐ VIÐINN- RÁSINA í LÍBANON Likur benda til að Ísraelsmenn hafi brotið samkomulag sitt við Bandarikin um notkun vopna sinna þegar þeir réðust inn i Suður-Líbanon i siðasta mánuði. Þetta kom fram í ræðu Cyrus Vance utanrikisráðherra í gær en sam- komulagið sem hann ræddi um var gert árið 1952 og kvað svo á, að ísraelsmenn mættu aðeins nota vopn þau sem þeir fengju frá Bandaríkjunum sér til varnar en alls ekki í árásarskyni. Sagði ráðherrann að ef í ljós kæmi að ísrael hefði brotið samkomulagið gæti það kostað vopnasölubann. Hann sagði einnig frá því að líkur bentu til að ísra- elsmenn hefðu látið vopn af hendi til kristinna Líbanonmanna en þeir hafa stutt þá meira og minna í borgarastyrj- öldinni sem þar hefur staðið undanfarin ár. Vance sagði að góður vilji ísraels- manna til að semja um vopnahlé i Líbanonbardögunum og hverfa þaðan á brott með herlið sitt mundi að líkindum valda þvi að hann mundi ekki leggja til við Carter forseta að gripið yrði til refsi- aðgerða gegn Ísrael. Ungur Kínverji leitar læknis sem geturhjálpað honum að deyja Tuttugu og fjögurra ára gamall Kín verji í Hong Kong, sem hefur verið lam- aður eftir slys er hann varð fyrir í sundi fyrir átta árum, leitar nú læknis er vill hjálpa honum til þess að deyja. Ungi maðurinn, sem heitir Lam Wai- Hung, hefur verið bundinn við hjólastól frá því að hann lenti í slysinu. Hann hafði samband við yfirvöld um síðustu helgi og bar fram ósk sina. Siðan þá hafa félagsmálayfirvöld boðið honum aðstoð sína og fjárhagslegan stuðning, þannig að lífið verði honum ekki eins þungbært. En Lam Wai-hung tjáði fréttamönn- um í Hong Kong að hann vildi ekki hjálp yfirvalda. „Ég vil ekki að neinn hjálpi mér,” sagði hann. „Ekkert getur hjálpað mér nema dauðinn.” Húsgögn fyrír fólk á öllum aldrí Verd mjög hagstætt ncjnjaviiiui m. Brautarholti 2 — Símar 11940 -12691

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.