Dagblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978. Vélin sem var mjnu heillei’ fvrir mislukkaða æfinuu slökkviliAsins var rústin ein á eftir. DB-mynd: R.Th. Sír. Flugmaður um mislukkaða brunaæfingu á Reykjavíkurflugvelli: Slðkkviliðið kom upp um vanmátt Flugmaður hringdi: Það hefur lengi verið skoðun og reyndar vissa okkar flugmanna að slökkviliðið á Reykjavikurflugvelli sé óhæft til meiriháttar slökkvistarfa. Nú vil ég strax taka fram að ég er með þessu ekki að gagnrýna starfsmenn þess sem slika. Þessu viðkvæma máli hefur þvi miður verið alltof lítið hreyft og gjarnan hefur umræða um það endað með lokaorðum einhvers embættis- manns um málið sem gagnrýnislaust fær að kæfa málið með vafasömum orðalengingum. Nú verður það hins' vegar ekki gert lengur, getuleysi liðsins er nefnilega orðið borðleggjandi. Fyrir skömmu komu liðsmenn talsverðu af eldsneyti fvrir i gamalli stórri flugvél nálægt flugvellinum. Var tilgangurinn að kveikja svo í og æfa sig við að slökkva. Þegar elds- neytinu hafði verið komið fyrir stóð hins vegar ekki til að æfingin hæfist sinn strax. Var flugvélin yfirgefin meðelds- neytinu. Einhverjir pörupiltar komu þar að og kveiktu í öllu saman áður en slökkviliðið hafði komið sér vendilega fyrirumhverfis vélina. Hvað kom þá á daginn? Af því að eldurinn kviknaði slökkviliðinu að óvörum brann vélin til kaldra kola. En hvenær hefur slökkviliðið fyrirvara á að eldur muni koma upp í flugvél? Það er því miður sjaldnast. Þetta alvarlega atvik leiðir þá staðreynd i Ijós að þetta lið getur alls ekki talizt lullnægjandi til að þjóna mesta umferðarflugvelli alls innan- landsflugs okkar. Það þýðir ekkert yfirklór yfir þá staðreynd. Viðkomandi embættismenn ættu frekar nú þegar að taka sig til og fara að vinna raunhæft að endurbótum þessa lífshagsmunamáls. Hríngið f síma 27022 kl. 13-15 eða skrifið Gleymum ekki dýfingun- um íþróttaunnandi skrjfar: Kæru DB-vinir. Dýfingar eru einn skemmtilegasti þáttur í sundinu og hefur Sundhöllin frá opnun hennar haft þennan útbún- að oft i góðu standi — enda er lága brettið vel fjaðurmagnað fyrir full- orðið fólk og mikið notað af eldri flokkum. — En ungbörnunum langt innan við fermingu má ekki gleyma því þau vilja spreyta sig á erfiðum verkefnum og er háa brettið vel við þeirra hæfi og gerir þau glöð að mega gera heldur betur, að þeim finnst, heldur en sá fullorðni sem spreytir sig á lága brettinu og hefur unun af. Nú er háa brettið I Sundhöllinni sprungið og ekki hægt að nota það. Vil ég því biðja ykkur að koma þessum linum þannig vel á framfæri að brettið verði endurnýjað sem fyrst og þar með stuðlað að dirfsku hinna yngri. Og ég vil segja um slysahættu — þó að ein- hver kunni að leita að lús í þvi sam- bandi — þá er hún hin mesta fjar- stæða og slysin verða með öðrum hætti og þannig að unglingar fá ekki að spreyta sig á erfiðum verkefnum og þá er líkaminn aldrei og hugurinn þjálfaður sem skyldi til að varast hætt- urnar. — Baðvörður tók vel í að reyna að kippa þessu heillandi bretti fyrir unglinga í lag og sagðist ætla að reyna að leggja áherzlu á að fá það sem fyrst. LOGREGLAN REIÐIST RÉTTUM Undrandi vegfarandi hringdi: Ég vildi biðja ykkur að koma smáá- bendingu á framfæri við lögregluna. Fyrir nokkru lenti ég i þvi að vera tekinn fyrir of hraðan akstur. Ég nam staðar eins og mér bar og er ég opnaði rúðuna til að tala við lögregluþjóninn spurði hann mig hvort ég væri að flýta mér. Kvað ég já við, enda stafaði brot mitt af þvi. Þá brá svo undarlega við að lögregluþjónn fyitist við og virtist taka þessu sem útúrsnúningi. Lög- regluþjónar, ég bið ykkur að sýna kurteisi og nota almennar umgengnis- venjur. Með þvi einu tekst ykkur að brjóta niður þann múr tortryggni sem þið sjálfir hafið reist milli almennings og ykkar með framkomu ykkar. Raddir lesenda KK/MM/ £/? ÍRÓAsl/ASO, V //Æ<CT> &Ú Æ77/<^ *)■£> J OG Á./TS9 Æ9 t/ÆpASAS / ' v'-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.