Dagblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 20
20
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978.
Veðrið
Spáð er sunnan- og siðar
suðvestanátt á landinu i dag. Skúrir
verða á Vesturlandi, súld og síðar
rígning á Suöuriandi en þurrt að
mestu fyrír norðan og austan.
Klukkan 6 i morgun var 7 stiga hiti
og rigning i Reykjavík, 6 og rígning i
Stykkishólmi, 8 og súld á Galtarvita,
7 og skýjað á Akureyri, 3 og lótt-
skýjað á Raufarhöfn, 5 og lóttskýjaö
á Dalatanga, 5 og þokumóða á Höfn
og 7 og þokumóða i Vestmanna-
eyjum.
I Þórshöfn var 6 stiga hiti og al-
skýjaö, 0 og heiðrikt i Kaupmanna-
höfn, -3 og heiðríkt í Osló, 3 og
skýjað í London, 13 og heiðrikt i Ham-
borg, 7 og alskýjað i Madríd, 10 og
lóttskýjað í Lissabon og 8 og létt-
skýjað i New York.
Felix Jónsson fyrrverandi yfirtollvörður
lézt 29. marz. Hann var fæddur að
Stóru-Hildisey i Landeyjum i Rangár-
vallasýslu 26. apríl 1895. Foreldrar hans
voru hjónin Jón Þórðarson og Guðrún
Símonardóttir. Skömmu eftir fæðingu
Felix fluttu foreldrar hans að Núpum I
Ölfusi og ólst hann þar upp til fullorðins-
ára. Felix var tvö ár við bókbandsnám I
Reykjavík hjá Arinbirni Sveinbjarnar-
syni bókbandsmeistara, bókband stund-
aði hann aðeins í hjáverkum að námi
loknu. Einnig stundaði hann sjó-
•mennsku og reri frá Þorlákshöfn og
siðar á togurum frá Reykjavík. Siðan
lagði hann leið sína til Skotlands og
vann þar við flatningu á fiski og siðar I
Þýzkalandi. I. nóv. I927 hóf Felix störf
við tollgæzluna i Reykjavík og vann að
tollgæzlustörfum frá þeim tima, sem
varðstjóri frá 1932 og yfirtollvörður frá
1941, unz hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir. Hann var aðalhvatamaður
að stofnun Tollvarðafélags Íslands og
var fyrsti formaður þess. Felix kvæntist
eftirlifandi konu sinni, Guðmundu Vil-
borgu Jóhannsdóttur frá Eyrarbakka,
28. maí 1922. Eignuðust þau þrjú börn.
Felix verður jarðsunginn frá Fríkirkj
unni I Reykjavík í dag, fimmtudag, kl.
1.30 e.h.
Emilia K. Bjarnadóttir, Öldugötu 30A
Rvík, lézt að heimili sínu þriðjudaginn 4
apríl.
Þorvaldur Eyjólfsson bifvélavirkjameist-
ari, Rauðagerði 72, Rvík, verður jarð-
sunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn
7. apríl kl. 1.30 e.h.
Haraldur G. Dungal tannlæknir verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudag-
inn 7. apríl kl. 10.30 f.h.
Árni Björnsson tryggingafræðingur,
Einarsnesi 21, sem lézt 31. marz verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudag-
inn 7. apríl kl. 1.30e.h.
Sigurður Davíðsson kaupmaður frá
Hvammstanga verður jarðsunginn frá
Hvammstangakirkju laugardaginn 8.
april kl. 3 e.h.
Fíladelfía
Almenn samkoma á vegum Samhjálpar i kvöld kl.
20.30. Hljómsveiiin Gnýr leikur. Samkomustjóri Óli
Ágústson. Kærleiksfórn til miskunnsamaSamverjans.
Grensáskirkja
Almenn samkoma verður i safnaðarheimilinu i kvöld
kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Halldór S.
Gröndal.
Hjálpræðisherinn
i kvöld kl. 20.30. Almenn samkoma. Allir velkomnir.
Nýttlíf
Vakningarsamkoma í kvöld kl. 20.30. Beðiö fyrir
sjúkum. Allir velkomnir.
Safnaðarfélag
Ásprestakalls
heldur fund nk. sunnudag 9. apríl að lokinni
guðsþjónustu sem hefst kl. 2 að Norðurbrún 1.
Unglingakór syngur undir stjórn Aagot Óskarsdóttur.
Hinrik Bjarnason æskulýðsfulltrúi talar og sýnir lit-
skuggamyndir. Kaffidrykkja.
Kvenfélag
Hallgrfmskirkju
Aðalfundur félagsins vcrður haldinn i kvöld fimmtu-
daginn 6. april kl. 8.30 í félagsheimilinu.
A.D. K.F.U.M.
Fundur i kvöld, fimmtudag kl. 20.30 að Amtmanns-
stig 2 B. í ferð með Friðrik Sigurbjörnssyni. Mynda-
sýning. Hugleiðing: Sr. Magnús Guðmundsson. Allir
karlmenn velkomnir.
íslenzki alpa-
klúbburinn, pósthólf
4186, Reykjavík,
Sími 21586.
Fundur verður haldinn i Slysavarnahúsinu Granda
garði, fimmtudaginn 6. apríl kl. 20.30. Á fundinum
verður sýnd kvikmynd og flutt verða 2 erindi annað
um mat i fcrðalögum. en hitt um snjóhús.
Fákskonur
Fundur verður i kvöld. 5. april kl. 20.30 i félagsheimil-
inu.
Stjórnarkosning og kvikmyndasýning frá starfsemi
Fáks. Kaffiveitingar. Skorum á allar konur i Fáki að
mæta.
Norræna félagið
í Keflavík
Fundur í deild Norræna félagsins i Keflavík fimmtu-
daginn 6. apríl kl. 8.30 i Framsóknarhúsinu.
Sjúkraliðar —
sjúkraliðar
Munið aðalfundinn i Tjarnarbúð i kvöld kl. 20.00
Mætið öll.
Aðalfundur
Sálarrann-
sóknarfélags
íslands
verður haldinn að Hallveigarstöðum i kvöld kl. 20.30.
Samtök aldraðra
Aðalfundur verður haldinn i dag fimmtudag 6. apríl
1978 að Hótel Sögu (Súlnasal) kl. 8.30. Dagskrá: l.
Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. P.S. Fólagið
greiflir kostnað fundaríns.
Fundarboð
Aðalfundur Lifeyrissjóðs Iðnaðarmannafélags Suður-
nesja verður haldinn fimmtudaginn 6. april 1978 i
Iðnaðarmannasalnum að Tjarnargötu 3 i Keflavík.
Fundurinn hefst kl. 8.30 eftir hádegi. Dagskrá: 1.
Venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál.
Stjórnmáiafundir
Aðalfundur
Kvenfélags
sósíalista
Aðalfundur Kvenfélags sósialista verður haldinn
fimmtudaginn 6. april kl. 20.30 í félagsheimili prent-
ara Hverfisgötu 21. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar-
störf. Á fundinum gefst félagskonum kostur á að
kaupa góðar bækur sem eru i eigu félagsins á sann-
gjörnu verði.
Fundur úm
Evrópukommúnisma
Verðandi, félag róttækra stúdenta, heldur fund um
Evrópukomúnisma i kvöld, fímmtudaginn 6. april.
Framsögumenn eru Tómas Einarsson háskólanemi og
Árni Bergmann blaðamaður.Fundurinn verður i
Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og hefst kl.
20.30. Allir velkomnir.
Ungt fólk með
A-lista
I kvöld verður fundur í Domus Medica fyrir Austur-
bæ-nær miðbæ. Framsögumenn Eiður Guðnason og
Jóhanna Sigurðardóttir. Fundarstjóri Rúnar
Björgvinsson. Fundurinn er opinn öllum.
Hver hefur stefnan
verið, hvert ber
að stef na?
i æskulýðs og skólamálum í Hafnarfirði. Alþýðu-
bandalagið heldur fund í Gúttó, niðri, i kvöld kl. 8.
Frummælendur Jón Auðunn Jónsson, Lúðvík Geirs-
son, Ólafur Proppé og Ægir Sigurðsson. Frjálsar
umræður. Fundarstjóri Hallgrimur Hróðmarsson.
Hafnfirðingar
Þriðja spilakvöld framsóknarfélaganna verður i
Iönaðarmannasalnum fimmtudaginn 6. april kl.
20.00.
Kvikmyfidir
Félagið Anglia
hefur kvikmyndasýningu að Aragötu 14 fimmtu-
daginn 6. april kl. 8. Sýnd verður kvikmyndin „Lucky,
Jim”. • Leikstjóri John Boeltynd. Eftir sýninguna,
verða kaffiveitingar.
Sinfóníuhljómsveit
íslands
Tónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 6. april kl.
20.30. Stjórnandi Karsten Andersen. Einleikari Hans
Richter-Haaser. Efnisskrá: Mozart — Forleikur að
Töfraflautunni. Jón Nordal — Bjarkamál. Brahms —
Pianókonsert nr. I. Aðgöngumiðar í bókabúðum
Blöndal og Eymundsson og við innganginn.
Ostakynning
í dag og á morgun kl. 14—18 verða kynntir ostar i
Osta- og smjörsölunni við Snorrabraut. Guðrún
Hjaltadóttir húsmæðrakennari kynnir m.a. bakstur
með osti, reykost, ostasúpur og fleira. ókeypis upp-
skriftir og nýr bæklkingur.
iillllllllll
Freeportklúbburinn
Kl. 21.00 í Bústaðakirkju. Erindi Dr. Frank Herzlin.
Kerfið
íhugun
innhverf
Transcendental meditation programme. Almennur
kynningarfyrirlestur um tækninfclnnhverf ihugun er i
kvöld kl. 20.30 i Arkitektasalnum, Grensásvegi 11
(fyrir ofan verzlunina Málarann). Tæknin er auðlærð
auöstunduð, losar um streitu og spennu og eykur
sköpunargreind. Sýndar verða visindarannsóknir þar
að lútandi. öllum heimill aðgangur.
Skógræktarkynning
6. — 9. aprfl
Ola Börset prófessor við Landbúnaðarháskólann í
Ási i Noregi flytur erindi um skógrækt á norðurslóð-
um í kvöld. kl. 20.30. Skógræktarsýning í anddyri.
Allir velkomnir Skógræktarfólag íslands.
Norræna húsió. Skógrækt ríkisins.
Farfuglar
8.-9. april. Vinnuferð i Þórsmörk. Upplýsingar á
skrifstofunni Laufásvegi 41, simi 24950.
Gæludýrasýning
i Laugardalshöll 7. mai 1978. óskað er eftir
sýningardýrum. Þeir sem hafa áhuga á að sýna dýrin
sin vinsamlegast hringi i eftirtalin simanúrner:
76620,42580,38675,25825 eða 43286.
Samsýning
Textilfélagsins
í Norræna húsinu
Laugardaginn 1. april kl. 15 var opnuð samsýning
Textilfélagsins i Norræna húsinu. Þetta er fyrsta sam-
sýning félagsins og er fyrirhugað að halda þær fram-
vegis annað hvert ár. Á sýningunni eru verk eftir 17
félaga Textilfélagsins sem sýna myndvefnað, tau-
þrykk, fatahönnun, almennan vefnað, vélavefnað o.fl.
Sýningin verður opin daglega frá kl. 14— 22 og lýkur
mánudaginn 10. apríl.
Grafíkmyndir
í Norræna húsinu
Sænski listamaðurinn Sixten Haage sýnir grafík-
myndir í bókasafni Norræna hússins 1.—10. apríl.
Sixten Haage ertalinní röð fremstu grafíklistamanna í
Sviþjóð. Sýningin er opin á venjulegum opnunartíma
bókasafnsins frá klukkan 14—19 daglega fram til 10.
apríl.
Ásgrímssafn
Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudaga og 1
fimmtudaga frá kl. 1:30—4. Aðgangur ókeypis.
Minningarkort Líknarsjóðs Áslaugar KP. Maack í
Kópavogi fást hjá eftirtöldum aðilum: Sjúkrasamlagi
Kópavogs, Digranesvegi 10, Verzlunin Hlíf Hlíðar-
vegi 29, Verzlunin Björk Álfhólsvegi 57, Bóka og rit-
fangaverzlunin Veda Hamraborg 5, Pósthúsinu í
Kópavogi Digranesvegi 9, Guðríði Ámadóttur
Kársnesbraut 55, sími 40612, Guðrúnu Emils
Brúarósi, sími 40268, Sigríði Gisladóttur Kópavogs-
braut 45, sími 41286, Helgu Þorsteinsdóttur
Drápuhlíð 45, sími 14139.
GENGISSKRÁNING
NR. 60 — 5. APRÍL 1978.
Eining Kl. 12.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 253,90 254,50
1 Steriingspund 273,90 275,00
1 Kanadadollar 222,55 223,05*
100 Danskar krónur 4558,80 4563,60*
100 Norskar krónur 4735,40 4746,60*
100 Sœnskar krónur 5526,15 5539,25*
100 Finnskmörk 6094,60 6109,00*
100 Franskir frankar 5537,60 5550,70*
100 Belg. frankar 802,45 804,35*
100 Svissn. frankar 13469,50 13501,30*
100 Gyllini 11725,90 11753,60*
100 V.-Þýzk mörk 12536,40 12566,00*
100 Urur 29,82 29,89*
100 Austurr. Sch. 1742,60 1746,70*,
100 Escudos 617,75 619,25*
100 Pesetar 317,70 318,40*
100 Yen 115,87 116,14*
‘Broyting fró síðustu skróningu.
Hjallafiskur
Mcrkið
jcm vann harðíisknum nafn
Farst hjd:
VÍÐIR
Starmýri 2. ,
Hjallurhf.-Sölusími 23472
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimilIIMIIIIMIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
Framhaldaf bls.19
GarðeÍKendur:
Tökum að okkur öll venjuleg
garðyrkjustörf, útvegum húsdýraáburð,
föst verðtilboð, vanir menn, Uppl. 1 síma
53998 milli kl. 19 og 20 alla virka daga.
Geymið augl.
Húsdýraáburður.
Vorið er komið. Við erum með
áburðinn. Nánari upplýsingar og
pöntunum veitt móttaka í símum
20768, 36571 og 85043.____________
Dyrasímaþjðnustan.
Tökum að okkur uppsetningar, nýlagnir
og viðgerðir á dyrasímakerfum. Uppl. I
síma 27022 á daginn og i símum 14548
og 73285 eftir kl. 18 á kvöldin. Góð
þjónusta.
KB-bólstrun. Bjóðum
upp á allar tegundir bólstrunar. Góð
þjónusta. Nánari uppl. I sima 16980.
Fyrir árshátiðir og skemmtanir.
Góð og reynd ferðadiskótek sjá um að
allir skemmti sér Leikum fjölbreytta
danstónlist. sem er aðlöguð að hverjum
hópi fyrir sig, eftir samsetningu
hans.aldursbili og bakgrunni. Reynið
þjónustuna. Hagstætt verð. Leitið uppl.
Diskótekið Dísa. ferðadiskótek. símar
50ÍI3 og 52971. Ferðadiskótekið. María
Sími 53910.
Öll málningarvinna,
utanhúss og innan, leitið tilboða.
Sprautum sandsparzl, mynzturmálningu
og fl. Knútur Magnússon málara-
meistari.simi 50925.
Hljóðgeisli sf.
:Setjum upp dyrasima, dyrabjöllur og
innanhússtalkerfi. Viðgerða- og vara-
hlutaþjónusta. Simi 44404:
Málningarvinna utan-
og innanhúss, föst tilboð eða tímavinna.
Uppl. i sima 76925.
Húsdýraáburður
til sölu. Ekið heim og dreift ef þess er
óskað. Áherzla lögð á góða umgengni.
Geymið auglýsinguna. Uppl. í síma
30126.
I
ðkukennsla
i
Ökukennsla—æfingatimar.
Kenni á Mazda árg. 77 ökuskóli og
prófgögn ef óskað er. Ólafur Einarsson
Frostaskjóli I3,simi 17284.
Ökukennsla—Greiðslukjör.
Kenni alla daga allan daginn. Engir
skyldutímar. Fljót og góð þjónusta.
Útvega öll prófgögn ef óskað er.
ökuskóli Gunnars Jónassonar, sími
40694.
Ökukennsla-xfingartlmar
Get nú aftur bætt við mig nokkrum
nemendum. Lærið að aka liprum og
þægilegum bíl. Kenni á Mazda 323 árg.
77. ökuskóli og prófgögn sé þess óskað.
Hallfriður Stefánsdóttir. Sími 81349.
Ökukennsla — bifhjólapróf.
Kenni á Mercedes Benz. öll prófgögn og
ökuskóli ef óskað er. Magnús Helgason,
sími 66660.
Lærið að aka bíl
á skjótan og öruggan hátt. Sigurður
Þormar, símar 40769 og 71895..
Ökukennsla—æfingartímar,
Kenni á Toyota Cressida 78, Fullkom-
inn ökuskóli, Þorlákur Guðgeirsson,
símar 83344 og 35180.
ökukennsla er mitt fag.
1 tilefni af merkum áfanga sem öku-
kennari mun ég veita bezta próf-
takanum á árinu 1978 verðlaun sem eru >
Kanaríeyjaferð, Geir P. Þormar öku-
kennari, símar 19896,71895 og 72418.
Ökukennsla — endurþjálfun.
Kenni á Toyota Cressida 78. Engir
skyldutimar, nemandinn greiðir aðeins
fyrir þá tíma sem hann þarfnast. öku-
skóli og öll prófgögn ásamt litmynd í
ökuskírteinið sé þess óskað. Uppl. i síma
71972 og hjá auglþj. DB í síma 27022.
Guðlaugur Fr. Sigmundsson. H3810
Ökukennsla-Æfingartimar
Hæfnisvottorð. Kenni á Fíat 128
special. Ökuskóli og útvega öll prófgögn
'ásamt glæsilegri litmynd í ökuskírteini sé
þess óskað. Jóhann G. Guðjónsson.
Uppl. 1 simum 21098,17384 og 38265.
Ökukennsla-Æfingartimar
Bifhjólakennsla, sími 13720, Kenni á
Mazda 323 árgerð 1977, ökuskóli og
fullkomin þjónusta i sambandi við
útvegun á öllum þeim pappírum sem til
þarf. öryggi- lipurð- tillitssemi er það
sem hver þarf til þess að gerast góður
ökumaður. Ökukennsla Guðmundar G.
Péturssonar. Sími 13720 og 83825.
Ökukennsla-Bifhjólapróf.
Æfingatímar ökuskóli og prófgögn ef
óskað er. Kenni á Mazda 323 1978.
Eiður H. Eiðsson, simi 71501.
ökukennsla-æfingartimar.
Kenni á VW 1300 Get nú aftur bætt við
nokkrum nemum. Ökuskóli og próf-
gögn ef óskað er. Samkomulag með
greiðslu. Sigurður Gíslason, sími 75224
og 43631.
ökukennsla — æfingartimar.
Hver vill ekki læra á Ford Capri 1978?
Útvega öll gögn varðandi ökupróf.
Kenni allan daginn.Fullkominn
ökuskóli. Vandið valið. Jóel B. Jacobs-
son ökukennari, símar 30841 og 14449.
Ökukennsla-æfingatimar.
Get nú aftur bætt við nemendum sem
geta byrjað strax. Kenni á Toyotu Mark
2 1900. Lærið þar sem reynslan er.
Kristján Sigurðsson sími 24158.
ökukennsla —æfingartimar.
Get nú aftur bætt við mig nokkrum
nemendum. ökuskóli og prófgögn.
Kenni á nýja Cortinu GL. Ökukennsla
Þ.S.H.,símar 19893 og 33847.
Sími 18387 eða 11720.
Engir skyldutimar, njótið hæfileikanna.
Ökuskóli Guðjóns Andréssonar.
ökukennsla-bifhjólapróf-æfingatimar.
Kenni á Cortinu 1600, ökuskóli og
prófgögn ef þess er óskað. Hringdu i
síma 44914 og þú byrjar strax. Eiríkur
Beck.
Kenni akstur
og meðferð bifreiða. Æfingatímar,
ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Kenni
á Mazda 616. Uppl. í símum 18096,
11977 og 81814 Friðbert Páll Njálsson.
Ökukennsla—æfingatimar.
Lærið að aka við misjafnar aðstæður,
það tryggir aksturshæfni um ókomin ár.
ökuskóli og öll prófgögn, ásamt litmynd
i ökuskírteinið ef þess er óskað. Kenni á
Mazda 818-1600. Helgi K. Sesselíusson.
sími 81349.