Dagblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. I IM.MTUDAGI R 6. AI’RÍL 1978. Utvarp Málfríður F.inarsdóttir eða Málmfríður eins og hún fiét að róttu. Útvarp í kvöld kl. 22,05: Samastaður í tilverunni „Ætíð hef ég átt samastað” Samastaður i tilverunni nefnist ný bók eftir Málfríði Einarsdóttur og mun Margrét Helga Jóhannsdóttir lesa úr henni í útvarpinu í kvöld kl. 22.05. Málfríður hefur látið ýmislegt gott frá sér fara svo sem kvæði, bæði frumort og þýdd og einnig hafa birzt eftir hana frásagnir og ritgerðir i tímaritum og blöðum. Hún vakti þó fyrst umtals- verða athygli fyrir kveðskap sem birtist í Helgafelli I kringum 1940. Á kápu bókarinnar stendur: „Þessi bók er ekki ævisaga, og varla heldur endurminningar í venjulegum skilningi, én höfundurinn framkallar fyrir hugar- sjónum lesandans þennan „samastað” sem hún átti sér i tilverunni, hvort sem sá samastaður var i Bæjarsveit í Borgar- firði, Reykjavík, Kaupmannahöfn eða annars staðar.” Og um samastað sinn segir Málfriður sjálf: „Ætíð hef ég átt samastað, að minnsta kosti hefur aldrei farið svo, að ég hafi þurft að vera hvergi....” Bók Málfriðar er alveg sérstaklega skemmtilegt lestrarefni og hefur einhvern „undarlegan" og skemmtilegan stil. sem bókaunnendur verða varla viðar varir við. Strax i upphafi formála bókarinnar verða fyrir lesanda þessi orð: „Það hefur farið meó versta móti um hjartað I mér undanfarið. Það hefur lamist lengi, og upp á síðkastið hefur verið þröngt um það í brjóstinu eins og brjóstið og hjartað eigi ekki lengur saman. Eitthvað er sem þrengir að rifjunum og í sambandi við þetta gina við mér kolsvört leiðindi og hræðsla í allar áttir, stundum svo að mér verður flökurt. Nú er tími til að byrja á bókinni um pislirnar.” Siðar í formála bókarinnar stendur: „Að loknu þessu hástemmda, ýlustráýl- andi sorgarstefi, og að loknu þessu Ijóta umtali um mig, sem ég á ekki skilið, þarf ég nú fyrst að finna tónskáld til að gera tónverk við þetta ýl. Um það hef ég litla ,sem enga von því nú eru dánir þrir sem hefði máit biðja: Björn á Varmalæk, Elvis Presley og Þorsteinn Valdimars- son, og standa allir uppi. Eru ekki framar til viðtals. Liklega verður ekki neitt úr þessu." Um tímasetningu og staðsetningu at- burða segir Málfríður: „Tímasetningar eru á reiki, það sem skrifað var fyrst er miðað við annan tima en seinna varð og getur skeikað allt að tuttugu og fimm árum. Og bið ég menn góðfúslega að taka eftir þessu. Sumt er skrifað í Kaup- mannahöfn, sumt i Reykjavík og orðið „hér" þýðir því ekki ávallt hið sama. Aðrir staðir koma ekki til greina. Samastaður í tilverunni er einstök bók. sem enginn ætti að láta fara fram hjá sér. RK. BÍLAPARTASALAN Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, tildæmis: Peugeot 204 árgerð '69. Fiat 850 sport árgerð '72. Fiat 128 árgerð '72. Merzedes Benz árgerð '65. Benz 319 dísil. Volvo Amason. Einnig höfum við úrval af kerruefni, til dæmis undir vélsleða. Sendum um alltland. BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10 — Sími 11397 23 Sjónvarp Útvarpið íkvöld kl. 20,10: Gasljós Sakamálaleikrit frá Viktoríutímabilinu Leikarar i Leikfélagi Kópatogs flytja útvarpsleikrit kvöldsins. Frá vinstri: Guðríóur Guóbjörnsdóttir, Björn Magnússon, Arnhildur Jónsdóttir, Siguróur Grétar Guðmundsson og Helga Haröardóttir. í kvöld kl. 20.10 munu leikarar i Leikfélagi Kópavogs flytja leikritið Gasljós i útvarpinu og er það eftir Patrick Hamilton. Þýðr guna gerði Inga Laxness en leikstjóri er Klemenz Jónsson. Með hlutverkin i leiknum fara Helga Harðardóttir, Sigurður Grétar Guðmundsson, Björn Magnússon, Arnhildur Jónsdóttir og Guðriður Guðbjörnsdóttir. Leikurinn á að gerast á siðasta fjórð- ungi 19. aldar og er sakamálaleikrit frá Viktoriutimabilinu. Á þessum timum voru gaslýsingar og dregur leikritið nafn sittafþessum lýsingum. Manninghamhjónin búa i gömlu húsi í skuggalegu hverfi Lundúnaborgar. Eiginmaðurinn er viðsjárverður og nokkuð kænn og ætlar hann sér að myrða konu sina til þess að ná til sin öll- um eignum hennar. Gasljós var áður flutt i útvarpinu árið 1949, og hefur kvikmynd, gerð eflir leik- ritinu, veriðsýnd hér. - RK Höfundur útvarpsleikritsins, Patrick Hamilton Rithöfundurinn Patrick Hamilton er enskur og fæddur í Hassocks í Sussex árið 1904. Hann byrjaði sem leikari og kom fyrst fram á sviði árið 1921, þá aðeins 17 ára gamall. Síðar sneri hann sér að leikritun. Kunnustu verk Hamilton eru Snaran, sem hann skrifaði árið 1929, og Gasljós skrifað árið 1938. Einnig hefur hann samið allmargar skáld- sögur. í desember árið 1939 var Gasljós frumsýnt i Lundúnum og hér hefur það m.a. verið sett á svið í Hafnarfirði og Kópavogi. Einnig var Gasljós flutt í útvarpiðárið 1949. Snöruna flulti útvarpið í júli 1977 og hafa kvikmyndir verið gerðar eftir báðum þessum leikritum og báðar veriðsýndarhér. RK. Simrad EL. Simrad EL dýptarmælir er mjög hagkvæmur fyrir báta 10—20 tonn, 8 dýpissvið niður á 720 metra, 6" þurr- pappír sem má tvínota, botn- lína, kontourlína, og venjuleg aflestning, skalar fyrir fet, metra og faðma, 12,24 eða 32 volta spenna. Skrifið, hringið eða komið, sendum allar upplýsingar um hæl. Viðgerðar- og varahlutaþjónusta. Friðrik A. Jónsson h.f. Bræðraborgarstíg 1, símar 14135 — 14340. mms NÝ SENDING 0OUHÚSIO Laugavegi 178 - Sími 86780 /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.