Dagblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 24
Forráðamenn Rafafls: „Atvinnurógur af grófasta tagi” Ihuga málshöfðun á hendur Vilmundi Gylfasyni „Við höfum meiðyrðamál á hendur Vilmundi til athugunar i stjórn félags- ins,” sagði Sigurður Magnússon, for- maður stjómar Framleiðslusamvinnu félags iðnaðarmanna, á blaðamanna- fundi sem félagið boðaði til, vegna „rógskrifa Vilmundar Gylfasonar um starfsemi Rafafls", eins og sagði í fundarboði. Dagblaðið birti greinargerð frá Raf- afli í gær en i grein hér í blaðinu fyrir nokkru fullyrðir Vilmundur að tengsl séu á milli tilboðs Rafafls i raflagnir við Kröflu og viðbótarverkefni og kaup þeirra á húseigninni að Skóla- vörðustig 19 af Þjóðviljanum. „Ég geri mér fulla grein fyrir þvi að menn gripa til alls konar meðala i stjórnmálabaráttunni, en að fara að bendla okkar fyrirtæki við eitthvað slíkt i árás, sem greinilega er beint gegn stjórnmálaflokki, er fyrir ofan minn skilning og ég vona að Vilmund- ur sjái að sér,” sagði Sigurður enn- fremur. „Það er í rauninni fráleittaðtengja Rafafl við Alþýðubandalagið," sagði Gisli Þ. Sigurðsson, ritari samvinnu- félagsins. „Hér eru menn úr öllum flokkum og menn eru ekki spurðir að stjórnmálaskoðunum er þeir ganga i félagið. Hvers vegna þessi húseign varð fyrir valinu er i rauninni auðvelt að sjá, vilji menn sjá það. Hún er mið- svæðis í gamla borgarhlutanum og var því sérstaklega hentug með tilliti til þeirrar neytendaþjónustu sem við „Teikningarnar brevttust frá viku til viku og öll undirbúningsvinna hafði verið unnin i ljósi þess að verkinu átti að hraða sem mest var unnt,” sagði Sigurður Magnússon, t.h. DB-mynd Bjarnleifur. höfum sett á laggirnar. Hér eru um 10 rafvirkjar i vinnu við ýmiss konar við- gerðir og viðhald á lögnum i húsum semflestiraðrirhöfðugefiztuppá.” hér í gamla borgarhlutanum, nokkuð - HP Senn skortur á frímerkjum fyrir allan innanbæjarpóst — Viðskiptavinirog póstmenn verða þá að setja ódýrasta gjaldið samanúr tveimur merkjum Á mánudaginn breytast póstburðar- gjöld hér á landi. Gjald fyrir ódýrasta bréf hækkar þá í 70 krónur. Þetta „ódýra” burðargjald verður algengasta póstburðargjaldið um leið og þar af leið- andi liggur fyrir að 70 króna frimerki Ung stúlka sem kom vel fyrir og var vel klædd leitaði allstift eftir því á dög- unum niðri á Grandagarði að fá ein- hvern trillueiganda til að skjóta sér út i Viðey. Kvaðst hún vera i Háskólanum ,og þurfa út í eyju til að safna „sýnum”. Loks um kl. 20.30 fékk hún einn til eyjarfarar. Varð stúlkan eftir i eynni en fékk loforð um að hún yrði sótt aftur fyrir miðnættið. Er trillueigandinn hugðist sækja stúlkuna kom hann bátsvélinni ekki i verða nauðsynleg í rikum mæli. Að sögn Matthíasar Guðmundssonar póstmeistara í Reykjavik er til eitthvert magn 70 króna merkja. Hins vegar sagði Matthias að þegar breyting yrði á póst burðargjaldi yrði mjög snögg og mikil gang. Vildi hann ekki bregðast stúlkunni i eynni og tjáði lögreglunni vandræðin sem hann var kominn i. Var nú farið á lóðsbát út i eyju og gúmbáturinn Gróa hafður með í för. Þar stóð stúlkan á ströndu með sinn „sýnapoka". Gekk greiðlega að ná henni um borð og siglt var inn i Reykjavíkurhöfn. Þar bauðst lögreglan til að aka stúlk- unni heim en hún vildi endilega fara i strætisvagni. Er hún var nýfarin frá sala i algengustu merkjastærðinni. Kvaðst Matthias ekki búast við neinum vandræðum til að byrja með., Kvað hann það nauðsynlegt að til væru nægar birgðir af ódýrasta burðargjaldinu þvi óhentugt væri að þurfa að setja tvö bryggju kom tilkynning frá Kleppi um að ung stúlka væri horfin þaðan og hefði ekki sézt lengi dags. Þá kviknaði á perum hjá mönnum. Var nú ekið inn með sundum og stóð heima að þegar lög- reglan kom þangað sté stúlkan, er verið hafði i Viðey, út úr strætisvagninum. Gengu nú öll mál upp. Stúlkan var komin „heim” eftir skemmtilega Við- eyjarferð, þó hún hefði kostað ýmsa nokkurt amstur, og engan vantaði lengurá Klepp. merki á hvert bréf til að ná réttu burðar- gjaldi. En í breytingum á póstburðar- gjöldum ættum við Islendingar heims- meteinsogi fleiru. Ekki náðist I birgðavörð frímerkja hjá póststjórninni en eftir því sem blaðið veit bezt er ekki að finna miklar birgðir 70 króna merkja hjá póststjórninni svo hætt er við að vandræði skapist fljótt. 2. maí koma út ný frimerki. Verðgildi þeirra er 80 krónur og 120 krónur. 80 króna merkið mun því ekki leysa neinn vanda með ódýrasta póstburðargjaldið. Verðgildi þess mun hafa miðazt við að póststjórnin fengi fram þá hækkun er hún fór fram á. Það fékk hún ekki og því er 10 kr. mismunur á nýákveðnu lægsta burðargjaldi og nýju frimerkjaútgáf- unni. 1 júní koma svo enn út ný merki til- einkuð afmæli flugs á Íslandi. Verðgildi þeirra er 60 krónur og 100 krónur. Ekki leysa þau yfirvofandi vanda. ASt. ÓVENJULEG FERB TIL SÝNATÖKUIVIÐEY HLAUT REIÐHJOL FYRIR RITGERÐ 727 ritgeröirumeldvarnamál bárustí samkeppni „Hvers vegna verða eldsvoðar?” og „Hvernig má koma i veg íyrir elds- voða?” voru efnin i ritgerðarsamkcppni sem efnt var til meðal nema i 6. bekk grunnskóla Reykjavíkur i tengslum við eldvarnaviku Junior Chamber félagsins i Reykjavik. 727 börn sendu inn ritgerðir sinar sem máttu vera allt að 200 orð. Fyrstu verðlaun i samkeppninni hlaut Sólveig Ásgeirsdóttir i Langholtsskóla. Hlaut hún í verðlaun reiðhjól frá Ern- inum. 2. verðlaun, Henson iþrótta galla. hlaut Ásta V. Njálsdóttir I Æfingadcild Kennaraháskólans og 3. verðlaun, 5000 kr. vöruúttekt í Pennan- um, hlaut Torfi Markússon í Breiðholts- skóla. Allir sem þátt tóku fá síðar þakk- arskjal frá JC-klúbbnum. Athygli vakti í samkeppninni hve glögga grein börnin gera sér fyrir eld- hættunum á heimilum og vinnustöðum og telja JC-menn að þeirri þekkingu ætti að viðhalda og auka með skipulagðri fræðslu I skólum. ÁSt. Hér eru sigurvegarnir, Torfi, Ásta og Sólveig með hjólið. Meó á myndinni eru síðan Árni Gunnarsson form. brunamálanefndar JC, kennarar barnanna, foreldri og Rúnar Bjarnason form. dómnefndar. Alþýðu- bankanum vegnar betur Alþýðubankanum gengur allvel í seinni tíð. Hin jákvæða þróun innlána, sem hófst'.í júlí 1976, hélt áfram á síðasta ári og jukust innlánin um rúmar 380 milljóniOeða 33,7 af hundraði, sam- anborið við aðeins 2,9 af hundraðj árið áður. Útlánin jukust um 16,3%. Rekstrarafgangur varð 4,1 milljón króna áður en afskriftir voru reiknaðar. Heildarafskriftir námu svo einni milljón. Staða Alþýðubankans gagnvart Seðla- bankanum batnaði ur.t 209 milljónir á árinu og varð inneign bankans í Seðla- banka umfram skuldir tæplega 218 milljónir. Bókfært verð fasteigna bankans var um áramótin 191,6 milljónir og eigið fé 140 milijónir. Á aðalfundi bankans fyrir skömmu var allt bankaráðið endurkjörið en það skipa: Benedikt Davíðsson, Ragnar Guðmundsson, Þórunn Valdimarsdótt- ir, Halldór Björnsson og Bjarni Jakobs- son. Bankastjóri er Stefán M. Gunnars- son. - HH Hvað á að gera um helgina? Útreiðartúr sunnudagsins að Hlégarði — á hestamannakaffi Kvenfélagsins íMosfellssveit Það má búast við þvi að leið hesta- manna í útreiðartúr á sunnudag liggi upp i Hlégarð í Mosfellssveit þvi þá gengst kvenfélag sveitarinnar fyrir hinu árlega hestamannakaffi og byrjar það klukkan þrjú á sunnudag. Seldar verða heimabakaðar kökur með kaffinu og eru allir hestamenn boðnir velkomnir. Mikið fjölmenni hefur sótt hestamannakaffið undanfarin ár og er ekki að efa að svo verðureinnig nú. Bolvíkingar án raf magns í 20 tínia Bolvíkingar urðu að mestu rafmagns- lausir um klukkan 4 á fimmtudaginn og fullur straumur var ekki kominn á aftur fyrr en á hádegi i gær. Af þessum ástæðum varð sums staðar að fella niður vinnu, t.d. í hraðfrystihúsinu þar sem ekkert var unnið í gærmorgun. Erfiðlega gekk að finna bilunina en er hún fannst var fljótlega gert við til bráðabirgða en fullnaðarviðgerð mun taka lengri tima. Bilunin varð í kapli i götu í bænum. ASt. I í í t t t t t t t t t t t t i i i i í i t i i i i i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.