Dagblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978.
Laus staða
Staða fulltrúa I Menntamálaráðuncytinu er laus til umsóknar.
Aðalstarf skv. 10. gr. laga nr. 50/1976:
„Menntamálaráðuneytið fer með málefni almenningsbókasafna. Sérstakur fulltrúi l ráðu-
neytinu annast málefni safnanna og skal að öðru jöfnu ráða eða skipa I það starf bókasafns-
fræðing með reynslu í starfi”. Samkvæmt 5. gr. reglugerðar um almenningsbókasöfn frá 7J.
1978 skal hann ennfremur m.a. fjalla um málefni skólabókasafna.
Laun samkvæmt launakerfí starfsmanna rikisins.
Umsóknir með upplýsingum um mcnntun og starfsreynslu sendist Menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 24. maí nk.
Menntamálaráðuneytið, 24. apríl 1978.
Verzlunarfólk —
Suðurnesjum
Orlofshús
Tekið verður á móti umsóknum um dvöl í
orlofshúsum V.S. í Ölfusborgum og Svigna-
skarði, á skrifstofu félagsins að Hafnargötu
16, frá og með þriðjudeginum 2. maí Þeir sem
ekki hafa dvalið í húsunum áður hafa forgang
til 10. maí.
Vikuleigan greiðist við pöntun, krónur 12
þúsund.
Verzlunarmannafélag Suðurnesja
Fasteignasalan
EIGNABORG sf
Hamraborg
Kóngsbakki
2ja herb. 47 ferm góð ibúö. Verð 8
millj.
Efstihjalli
2ja herb. íbúö, 65 ferm, vönduö
innrétting. Verö 8 1/2 millj.
Efstaland
2ja herbergja 50 fcrm góö íbúö.
Verö 8 1/2 millj.
Kópavogsbraut
2ja herb. 80 ferm. Verö 7,5 millj.
Þinghólsbraut
3ja herbergja 96 ferm, bílskúrsrétt-
ur. Verö 11.5-12 millj.
Holtagerði
3ja herb. 80 fcrm í tvíbýlishúsi,
efri hæö, bílskúr. Verð 13 millj.
Víðihvammur
3ja herb. 95 ferm í tvíbýlishúsi,
jarðhæð, þarfnast viðgerðar.
Verð9,5 millj.
Borgarholtsbraut
3ja herbergja glæsileg neöri hæð i
tvibýli, 90 ferm — jarðhús fylgir.
Verö 13.5 millj.
Ásbraut
3ja herb. 95 ferm bilskúr í fjölbýlis-
húsi, góöíbúð. Verð 12 millj.
Ásbraut
4ra herb. 102 ferm í fjölbýlishúsi.
Verð 14 millj.
Álfhólsvegur
4ra herb. íbúö, 90 ferm, jaröhæð.
Vcrö 12 millj.
Hlégerði
4ra herb. 100 ferm sérhæð I
þribýiishúsi, bílskúrsréttur. Verð
14.5 millj.
Asparfell
Ira herb. 124 ferm stórglæsileg
íbúð. Verð 14.5 millj. eða skipti á
einbýli.
Kópavogur
Smiðjuvegur
ca. 400 fm iðnaðarhúsnæði til
leigu. Teikningar á skrifstofunni.
Hlíðarvegur
3ja herb. 75 fm. Verð 10.000.000.-
Þarfnast lagfæringar.
- Símar 43466 - 43805
Grenigrund
5 herb. 100 ferm raðhús í eldra
húsi. Verð 12 millj.
Stigahlíð
5 herb. ibúð I fjölbýlishúsi ca 140
ferm á 4. hæð. Góðar geymslur
yfir Ibúðinni. Glæsileg eign. Verö
18 millj.
Álfhólsvegur
5 herb., 125 ferm góð jarðhæð í
þrí býlishúsi. Verö 14 millj.
Bjarnhólastígur
Forskallað einbýlishús, 7 herb.
Verð 14 millj.
Hlíðarvegur
Erfðafestuland
10 þús. ferm, 80 ferm ibúðarhús er
á landinu. Verð 15 millj.
Sumarbústaður
norðaustan við Þingvallavatn.
Verð 2,5 millj.
Engjasel
Fokhelt raðhús, múrhúðað að
utan, gler i gluggum, einangrun og
ofnar fylgja, ca 210 ferm. Verð
14,5 millj.
Seljabraut
2 st. fokhelt raðhús, múrhúðað að
utan, gler í giuggum, jöfnuð lóð.
Verð 12 millj., útb. 7 millj.
Kópavogur
Iðnaðarhúsgrunnur, 450 ferm
stevpt plata, góð lóð. Uppl. á skrif-
stofunni.
Garðabær
Stórglæsilegt einbýlishús á
Markarflöt, ca 200 ferm með
bílskúr, skipti möguleg á sérhæð
eða minna einbýlishúsi.
Auðbrekka
Iðnaðarhúsnæði á efri hæð, 100
ferm fullfrágengið. Verð 10 millj.
Hveragerði
76 ferm raðhús nýtt úr steinsteypu
á einni hæð. Verð 8 millj. Útb. 5
millj.
Grundarfjörður
5 herb. ibúð við Hlíðarveg 105
ferm. Verð 14 millj.
Vilhjálmur Einarsson
sölustjóri.
Pétur Einarsson lögfræðingur.
hálfan milljarð
„Verkmenntaskólarnir eru sveltir
fjárhagslega þvi einblínt er á háan stofn-
kostnað. Gleymist þá að taka tillit til
þeirra verðmæta sem viðkomandi starfs-
grein skapar. Byggingariðnaðurinn
veltir árlega um 60 milljörðum en þó
þykir ekki fært að stofna fullkomna
byggingadeild fyrir hálfan milljarð.”
Þetta kom fram meðal annars I
erindum sem flutt voru á ráðstefnu um
verkmenntunarmál sem haldin var ný-
lega fyrir tilstuðlan Sambands iðnskóla á
íslandi í Iðnskólanum í Reykjavík. Var
tilgangurinn að vekja athygli á stöðu
verkmenntunar og finna ráð til þess að
auka hana og bæta þannig að hún veki
meiri áhuga hjá ungmennum þegar þau
velja sér framtíðarstarf.
Hundrað og sjötíu manns sóttu ráð-
stefnuna, kennarar og nemendur verk-
menntaskóla víða að af landinu og fjöldi
fulltrúa frá hinum almennu bóknáms-
skólum á framhaldsskólastigum og æðri
skólum. Þá sóttu einnig ráðstefnuna
fulltrúar úr atvinnulífinu og ráðuneyt-
um.
Á ráðstefnunni voru fjórtán frum-
mælendur sem ræddu forsögu verk-
menntunar, stöðu hennar I dag, áform
menntamálaráðuneytisins og að hverju
beri að stefna i framtiðinni.
Kom fram sem lausn til þess að ná
jafnrétti á við almenna bóknámsskóla og
til að leysa vandamál dreifbýlisins aðallt
framhaldsskólastigið yrði rikisrekið og
ríkið ætti frumkvæðið um staðsetningu
og stærð skólanna, en þó þannig að
stjórnun fari fram að miklu leytf i
héraði.
Einnig kom fram að til þess að verk-
menntun höfði til ungs fólks þarf að gera
henni jafnhátt undir höfði og annarri
menntun. Einnig kom fram að hugar-
farsbreýting gagnvart verkmenntun
hefur orðið á undanförnum árum. Lögð
var á það áherzla á ráðstefnunni að allir
eigi jafnan rétt til menntunar og ekki
megi gleyma þeim stóra hópi sem vegna
einhvers konar örorku þurfi á sérstakri
aðstöðu að halda bæði í námi og starfi.
Samband iðnskóla á Islandi var
Þeir sem unnu að ráðstefnuhaldinu á vegum Sambands iðnskóla á tslandi, talið frá
vinstri: Þórarinn B. Gunnarsson framkvæmdastjóri sambandsins, Pálmar Ólason
kennari viðFjölbrautaskólanni Breiðholti, Guðmundur Hjálmarsson kennari við Iðn-
skólann i Hafnarfirði og Skjöldur Vatnar Björnsson iðnskólakennari úr Reykjavik.
Meðal ráðstefnugesta var fjöldi fulltrúa frá hinum almennu bóknámsskólum á fram-
haldsskólastiginu og kennarar og nemendur verkmenntaskóla viðs vegar að af land-
inu.
Margir nemendur úr verknáms- og bóknámsskólum sóttu ráðstefnuna.
stofnað árið 1948 og er félagslegt sam-
band iðnskólanna í landinu. Síðar gengu
fjölbrautaskólarnir í sambandið. Þannig
er sambandið nú félagslegur vettvangur
allra skóla á iðnfræðslustigi i landinu.
Sambandið rekur útgáfustarfsemi um
námsefni fyrir iðnfræðslustigið og rekur
verzlun sem dreifir námsefni og kennslu-
gögnum til iðnfræðsluskólanna.
Formaður sambandsins er Þór Sandholt
skólastjóri og setti hann ráðstefnuna.
Framkvæmdastjóri sambandsins er
Þórarinn B. Gunnarsson.
- A.Bj.
Byggingariðnaðurinn í landinu:
VELTIR 60 MILUÖRÐUM
KRÓNA Á ÁRIHVERJU
— en samt er horft í að stof na byggingadeild fyrir
Stranglershljómleikarnir:
Forsalan gengur samkvæmt vonum
Alls munu nú vera um þúsund
miðar seldir að hljómleikum
Stranglers, Poker, Þursaflokksins og
Halla og Ladda. Forsala miða hófst á
ellefu stöðum síðastliðinn miðvikudag
og gengur samkvæmt vonum, að sögn
aðstandenda hljómleikanna.
Stranglers koma til landsins um
miðjan dag á þriðjudaginn og skoða þá
meðal annars Hljóðrita og halda
blaðamannafund fyrir íslenzku blöðin.
Um kvöldið bregða þeir sér á dansleik i
Klúbbnum. — Þar gefst fólki kostur á
að líta gripina augum í fyrsta skipti.
Forsala aðgöngumiða fer fram á sjö
stöðum í Reykjavik. Þeir eru verzlanir
Karnabæjar í Austurstræti, Laugavegi
66 og Glæsibæ. Verzlanir Fálkans
Suðurlandsbraut 8, Laugavegi 24 og í
Vesturveri og loks í Skifunni, Lauga-
vegi 33.
Þá fást miðar í Fatavali I Kefjavfk,
Eplinu á Akranesi.verzluninni Cesar á
Akureyri og I Eyjabæ i Vestmannaeyj-
um.
- ÁT -
Albert Björgvin
BYGGUNG REYKJAVIK
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 30. apríl kl. 14 að
Hótel Esju.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kynnt verður kostnaðaráætlun fyrir byggingarhópa tvö og þrjú.
Gestir fundarins verða borgarfulltrúarnir:
Albert Guðmundsson, Björgvin Guðmundsson og
Markús örn Antonsson. Stjórnin