Dagblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978. ÚTBOÐ Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og söluíbúða í Ólafsvík óskar eftir tilboðum í byggingu fjölbýlishúss við Engihlíð, Ólafsvík. Húsið verður þriggja hæða fjölbýlishús 242 m2 — 2258 m3, með 8 íbúðum. Skila á húsinu full- frágengnu eigi síðar en 31. maí 1979. Húsið er boðið út sem ein heild, en heimilt er að bjóða í nokkra verkþætti þess sérstaklega. Útboðsgögn verða til afhendingar á skrifstofu Ólafsvíkurhrepps og hjá tæknideild Húsnæðis- málastofnunar ríkisins gegn kr. 20.000,- skila- tryggingu. Tilboðum á að skila til skrifstofu Ólafsvíkur- hrepps eigi síðar en mánudaginn 22. maí 1978 kl. 14.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. Formaöur f ramkvœmdanof ndar um byggingu leigu- og sökiibúða i Ólafsvík. Alexander Stefánsson. Fimleikakennari óskast Fimleikadeild íþróttafélagsins Gerplu í Kópa- vogi óskar eftir að ráða fimleikaþjálfara nú þegar til að annast þjálfun stúlknaflokka í félaginu. Upplýsingar í síma 43065. Aðalskoðun f maí 1978 Þriðjudagur 2. maí R-18401—R-18800 Miðvikudagur 3. maí R-18801 — R-19200 Föstudagur 5. maí R-19201—R-19600 Mánudagur 8. mai R-19601—R-20000 Þriðjudagur 9. maí R-20001 — R-20400 Miðvikudagur 10. maí R-20401—R-20800 Fimmtudagur 11. maí R-20801 — R-21200 Föstudagur 12. maí R-21201 — R-21600 Þriðjudagur 16. maí R-21601 — R-22000 Miðvikudagur 17. maí R-22001—R-22400 Fimmtudagur 18. maí R-22401—R-22800 Föstudagur 19. maí R-22801—R-23200 Mánudagur 22. mai R-23201—R-23600 Þriðjudagur 23. maí R-23601—R-24000 Miðvikudagur 24. maí R-24001—R-24400 Fimmtudagur 25. maí R-24401—R-24800 Föstudagur 26. mat R-24801—R-25200 Mánudagur 29. maí R-25201—R-25600 Þriðjudagur 30. maí R-25601—R-26000 Miðvikudagur 31. maí R-26001—R-26400 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins, Bíldshöfða 8 og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00—16:00. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþfcgabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðannia leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðaskattur og vátryggfng fýrir hverja bifreið séígildi. Athygli skal vakin á því, að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavfk 26. apríl 1978. Sigurjón Sigurðsson. Slysavamakonur færðu félagi sínu ræðustói HátíðlegurafmælisfunduráGrandagarði Aðalfundur Slysavarnafélags Islands hófst í gær og var margt tll hátíðabrigða vegna 50 ára afmælis félagsins. Var fyrst hlýtt messu i Dómkirkjunni en síðan var hátíðafundur i SVFÍ-húsinu á Granda- garði. Þar sátu undir kaffiborðum um I75 manns. Þar voru 130 fulltrúar á aðalfundi félagsins, fjöldi gamalla bar- áttumanna og kvenna í félagsstarfinu og ýmsir gestir, m.a. sjávarútvegsráðherra, borgarstjóri, lögreglustjóri, siglinga- málastjóri, póst- og símamálastjóri o.fl. í upphafi fundar afhenti Hulda Sigur- jónsdóttir varaforseti sambandsins og formaður Hraunprýði i Hafnarfirði félaginu forkunnarfagran ræðustól að gjöf. Mælti hún fyrir munn allra slysa- varnakvenna á landinu sem standa að gjöfinni. Hafa konur löngum verið Slysavarnafélaginu máttarstoð sem landsfrægt er. SVFl-fundurinn stendur yfir helgina. Á morgun fer þingheimur til Bessastaða Gunnar Friðriksson forseti SVFÍ flytur ræðu í nýja rxðustólnum sem slysavarna- konur um land allt færðu félaginu i afmælisgjöf. Hulda Sigurjónsdóttir hefur orð fýrir slysavarnakonum um land allt sem gáfu ræðu- stólinn. Með henni eru frá vinstri Sigrún Pálsdóttir Húsavik, Ingibjörg Guðmunds- dóttir Höfn og Hulda Viktorsdóttir Reykjavik. í boði forsetahjónanna en forsetinn er verndari félagsins. Síðdegis á sunnudaginn verður ferð- azt til Hafnarfjarðar og Sandgerðis. I Sandgerði verður skoðuð ný og fullkom- in björgunarstöð en hún er eign Sigur- vonar, fyrstu slysavarnadeildar á landinu. Verður deildin 50 ára á þessu ári — eins og félagið — og á afmælinu verður stöðin vígð. Mikill hugur er i slysavarnafólki um land allt á þessu merkisári í sögu félags- ins. - ASt. Alþýðuflokkurinn íMosfellssveit: Senda sjálf- Séð yfir þéttskipaðan fundarsalinn á hátíðaaðalfundinum. KUPPINGAR!—KUPPINGAR! B L r A S T U R Hárgreiðslustofa Steinu ogDódó Sími24616 — Laugaveg 18— Sími24616 Alþýðuflokkurinn býður sjálfstætt fram til hreppsnefndarkosninga í Mosfellshreppi að þessu sinni. I siðustu kosningum voru aðeins tveir listar þar, listi sjálfstæðismanna og listi vinstri manna og óháðra. I efsta sæti lista Alþýðuflokks er Guðmundur Sigurþórsson deildarstjóri. 2. Kristján Þorgeirsson skrifstofumaður, 3. Bryndís Óskarsdóttir húsmóðir, 4. Hreinn Ólafsson bóndi, 5. Reynir Huga- son verkfræðingur, 6. Gréta Aðalsteins- dóttir hjúkrunarfræðingur, 7. Hreinn Þorvaldsson byggingarstjóri, 8. Margrét Þóra Baldursdóttir skrifstofumaður, 9. Guðjón Haraldsson verktaki, 10. Kristjana Jessen húsmóðir, 12. Guðrún Ólafsdóttir húsmóðir, 13. Ragnheiður Ríkarðsdóttir húsmóðir og 14. Guðbjörg Pálsdóttir sjúkraliði. 1 hreppsnefnd i Mosfellssveit sitja 7 menn. DS Sjálfkjöríð á Eyrarbakka: Aðeins einn óháður listi Eyrbekkingar gera nú allnýstárlega tilraun i stjórnmálum. Hjá þeim var aðeins einn listi i framboði í hrepps- nefndarkosningum og er hann þar af leiðandi sjálfkjörinn. Á listanum eru menn úr öllum flokkum og einnig menn sem ekki hafa skipað sér á ákveðna flokka áður. Tveir af mönnunum hafa áður setið i hreppsnefnd, Kjartan Guðjónsson og Bjarnfinnur Ragnar Jónsson. Aðrir í hreppsnefnd verða þá Þór Hagalín, Guðrún Thorarensen, Kristján Gíslason, Magnús Karel Hannesson og Valdimar Sigurjónsson. DS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.