Dagblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRlL 1978. I V sígarettu, einungis af þvi að hann þarf að fylla upp i gat i handritinu, geta milljónir manna óafvitað orðið fyrir áhrifum af gerðum hans og kveikt sér einnig i sigarettu. Hið sama gildir um það ef leikarinn fær sér i glas. Þá er ekki siður eftir- tektarvert að hundar forðast sjón- varpstæki á meðan þau eru í gangi. Þeir gera það vegna þess að þeir greina hátiðnitóna frá tækinu sem manns- eyrað greinir ekki. En þótt manns- eyrað greini þá tóna ekki geta þeir samt sem áður haft áhrif á viðkvæmt taugakerfi manna. Ef þú vilt sofa verður þú að taka upp meinlætalif, samkvæmt kenning- um þessa höfundar. Þá verður þú einnig að sleppa þvi að lesa biblíuna eða sakamálasögur rétt fyrir svefninn. Eigi menn í erfiðleikum með svefn og vilji lesa bók fyrir svefninn, er betra að sú bók sé skemmtileg og að hægt sé að hætta lestrinum þegar svefn sækir á. Heppilegar bækur i þessu skyni eru ferðabækur, ævisögur.og önnur þvílík lesning. Með því að lesa slíkar bækur, sem eru afslappandi, hverfa áhyggjur dags- ins og sama tilgangi þjóna róandi sam- fremur komið þvi orði á að hann væri ekki með öllum mjalla. Eða kvað ekki Bólu-Hjálmar: Heimspekingur hér kom einn á húsgangsklæðum. Með gleraugu hann gekk á skíðum Gæfuleysið féll að siðum. Raunar helvíti myndrænt hjá karlinum. Enda Hjálmar viðurkennd- ur myndskurðarmeistari. Um Sigurð málara gegnir öðru máli. Aldrei vissi ég til að þessi fyrsti leikijaldamálari íslands væri álitinn neitt geðsturlaður, síst þó af öllu vegna áráttu sinnar til málaralistar. Alhæfing Björns útfrá dæmi hans gengur því ekki upp. Skagfirskir bændur (með allan sinn þrúgandi bókmenntaarf) skutu raunar saman til að Sigurður Guðmundsson (1833-1874) gæti komist á Aka- demiuna í Kaupinhafn, og bæði þeir ogaðrir landsmenn voru stolúr af þvi þegar Sigurður vann þar medaliu. Hann málaði aldrei í óþökk islendinga — eða hefur nokkur kollega hans í stétt leikijaldamálara fengið djúpstæðari undirtektir en hann fékk fyrir tjöldin i Útilegumönnunum á sínum tíma. Þau voru svo eðlileg og höfðu svo sannfærandi áhrif að skömmu seinna birtist, í Reykjavíkur- Þorgeir Þorgeirsson blaði, auglýsing þar sem vaskir piltar voru beðnir að gefa sig fram til að fara á fjöll og lumbra á útilegumönnum. Sigurður var lika portretmálari. Ekki er mér kunnugt um að neinn hafi legið honum á hálsi fyrir það. Hinsvegar varð hann snemma að leggja portretið á hilluna fyrir sam- keppni frá Ijósmyndinni (Sigfús Eymundsson). Eftir það leið nokkur timi þartil sá þráður var aftur upp tekinn. Þetta minnir raunar ögn á það Hvernig geta foreldrar hjálpað? Foreldrar geta hjálpað börnum sínum helzt, ef þeir skilja þá og þekkja vel, en það verður ekki, nema um verulegt samneyti sé að ræða. Það þekkir enginn þann, sem hann ekki umgengst, — og hvað skilninginn varðar, þá er hægt að öðlast hann. Foreldrar kynnast börnunum sínum bezt og læra að skilja þau, ef þeir tala mikið við þau, reyna að kynn- ast sjónarmiðum þeirra, skoðunum, óskum og vilja. En til þess að það geti orðið, þarf tíma til, — foreldr- ar verða að gefa sér tíma til að vera með börnunum sínum, hvað sem það kostar. — Á íslandi fer veru- legur timi fólks i að vinna fyrir eigin húsnæði, og auðvitað eiga allir að eiga sitt eigið þak yfir höfuðið, en þegar um er að ræða að velja á'milli, þess að hafa tíma fyrir börnin sin og fjölskyldu og hins vegar að verja öllum tómstundum í vinnu vegna hússins, þá er fyrri kosturinn sá rétti. Það'hlýtur að vera betra að eiga glöð börn og vera Steinunn Ólafsdóttir meðlimur í fjölskyldu, sem er sam- stillt, vegna þess að fólkið hefur mátt vera að því að vera saman, en að eiga hús og börn, sem eru vansæl, vegna þess að þörfum þeirra fyrir mannlegt töl. Það gildir raunar hið sama við að horfa á sjónvarp, að menn gleyma áhyggjum dagsins, en þegar slökkt er á tækinu verður tómleikinn svo yfir- þyrmandi að veldur þunglyndi. Svefninn er eins og dúfa Bætist það síðan vjð sjónvarpsgláp- ið að makinn hrjóti þá vandast málið. Hrotur stafa af djúpum svefni þegar menn liggja á bakinu. Kjálkinn sigur niður og tungan sigur aftur i kokið og á þann hátt myndast hin hvimleiðu hljóð. Þegar „hrjótandinn” vaknar er það ekki eingöngu af hávaðanum, sem hann orasakar, heldur einnig af súr- efnisleysi og öndunarerfiðleikum. Koma má í veg fyrir hrotur með því að liggja á hliðinni. Mönnum ætti að takast að liggja þannig ef þeir einbeita sér að þvi með því að endurtaka i sífellu áður en þeir sofna: „Ég ligg á hliðinni, ég ligg á hliðinni.” Dr. Langen mælir ekki með pillum. Hann segir að svefninn sé eins og dúfa. Ef maður réttir höndina rólega i átt til dúfunnar er hún kyrr en ætli maður að gripa hana snöggt flýgur hún. hvernig samkeppni sjónvarpsins varð til að drepa niður um sinn viðleitni til innlendrar kvikmyndagerðar, sem vonandi nær sér á strik aftur ekki síður en málverkið á sínum tíma. Útfrá þessu mætti alhæfa, þó það verði ekki gert hér. En þá snéri Sigurður, trúlaus maðurinn, sér bara að þvi að mála altaristöflur eftir fyrirmyndum (Rembrandt, Dúrer, Van Dyke). Ekki fæ ég séð neitt vanmat hinna bók- menntasinnuðu islendinga á því starfi heldur. Dagbækur Sigurðar sýna að þær greiðslur sem hann fékk fyrir þessar töflur voru nánast svimandi há- ar. Reiknað (með samanburði á verðlagi nauðsynjavöru nú og þá) til nútimagengis sýnist mér hann hafa fengið sem svarar 2 til 3 miljónum króna fyrir eina slika töflu. Semsagt altað þrefalda þá upphæð sem Menntamálaráð ætlar öllum íslensk- umn kvikmyndagerðarmönnum yfir árið 1977. Af þessu fæ ég heldur ekki séð að Sigurður Guðmundsson málari og örlög hans geti orðið dæmi um illa meðferð landans á myndlistarfólki. Sigurður dó, liklega úr bráðatæringu, tiltölulega ungur maður en var þó alveg sæmilega stöndugur. Það kom eftir hann ríflega húsverð þegar dánar- búið var uppgert. Þess má geta hér til gamans, að þetta dánarbú greiddi þó legstein Sigurðar Breiðfjörð, sem „hnoðaði saman stökum" eins og Björn mundi segja, en átti samt ekki fyrir útförinni sinni þegar hanndó. Þannig verður dæmi þess Sigurðar heldur ekki notað til sönnunar á kenningunni um ofmat íslendinga á skáldum. Ætli sé bara ekki ráð að hætta alhæfingum á því sviði þangaðtil þetta hefur verið kannað? En var þá Sigurður Guðmundsson alsekki álitinn klikkaður? Einhverra hluta vegna hefur nú i heila öld staðið sú fullyrðing, og hver hefur étið útúr öðrum, að samfélagið hafi drepið þetta séní úr hungri. Mér er það mikil ráðgáta hversvegna sam- félagið hefur svona dyggilega játað á sig morðið á Sigurði málara. Svörin við þeirri gátu eru fleiri og flóknari en svo að þau verði reifuð í stuttri blaðagrein. Þau bíða þvi betri tíma. En það var spursmálið hvort hann varálitinn klikkaður. Hafi Reykvikingum þótt eitthvað undarlegt í hugmyndafari Sigurðar málara þá var það ekki málaralistin, ekki þjóðminjasöfnunin þó hún gengi illa á köflum. heldur fram- kvæmdahugurinn: Reykvikingum þótti það skrítinn maður sem vildi reisa styttu af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhól, gera sundlaug i Laugardal og trjágarð lika, einnig mikla íþrótta- höll skreytta með lágntyndum og stytt- um af heiðnum guðum og öðru efni úr Eddunum. Og hann vildi stofna Eimskipafélag íslands. En að þeim þætti þetta svo skrítið að þeir teldu liann genginn af vitinu. Það tel ég af og frá. Ég vil því helst ekki þurfa að sjá gegnan leiktjaldamálara nota nafn síns fyrsta kollega hérlendis til sönn- unar á því hvað islendingar beri litiö skynámyndlist. Það má vel vera að útrýming islenskrar tungu sé forscnda fyrir kvik- myndagerð á íslandi. Það er ekki min deild einsog ég sagði. En leiktjaldamálarar ættu að virða, meta og kynna sér fordæmi fyrsta leiktjaldamálarans og fyrsta leik- stjórans á íslandi — Sigurðar Guðmundssonar. Það gæfi þeim sjálfs- traust, vonandi svo mikið sjálfstraust að þeir færu ofanaf hugmyndinni um útrýmingu íslenskrar tungu til að gefa myndlistum pláss. Máski er pláss fyrir þetta hvortveggja i okkar stóra landi, framvegis einsog hingaðtil. Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur. samneyti hefur ekki verið fullnægt. Slík börn læra ekki eðlilegar um- gengnisvenjur ög liða fyrir það alla ævi. Það á þvi að vera krafa foreldra og þess þjóðfélags, sem vill kalla sig heilbrigt, að unnt sé að gera hvort tveggja. Hafa tíma fyrir börnin sin með eðlilegri vinnu og eignast heimili öðru vísi en með þjófnaði eða óeðli- legri yfirvinnu og sliti. Þetta dæmi um að eignast húsnæði er aðeins eitt af fleiri hliðstæðum. Stundum er ungu fólki gefið heimilið af þeim, sem eldri eru og eiga fjármuni aflögu, en þá fer ekki alltaf svo, að umframtími frá eðli- legri vinnu fari í það að vera með börnunum. Timanum er stundum varið i það að eignast enn meiri pen- inga, svona eins og til að gera eitthvað, en það hefur vist enginn ennþá getað búið i fleiri en einu húsi í einu, — eða þá til tómstundaiðkana, sem börnin njóta ekki góðs af. Um að umgangast börn Það er ekki alltaf skemmtilegt eða auðvelt að umgangast börn. Það er oft erfitt og getur verið þrautleiðinlegt, af þvi að þroski hinna fullorðnu er annar en barnsins. Hinn fullorðni verður að fara inn á svið barnsins, ræða um það, sem barnið skilur og þekkir, og hann sjálfur hefur kannski ekki alltaf áhuga á. En þetta verður að gera, ef vel á að takast til í uppeldinu, og það getur útheimt fómir af hálfu þeirra full- orðnu. Eða ætlast nokkur til, að barnið geti farið yfir á þroskastig hinna fullorðnu. Það þarf að ræða við börnin um það lif, sem þau lifa og hafa áhuga á. En það þýðir ekki, að börn hafi ekki áhuga á lifi foreldranna. Þau hafa oftast mikinn áhuga á að þekkja skoðanir foreldranna og afstöðu, vita hvað foreldrarnir eru að gera á daginn, hverja þeir umgangast og hvað þeim -finnst yfirleitt um menn og málefni. — En það gleymist bara svo oft að ræða við börnin, og fórnin er í því fólgin að gera það, þó manni þyki þaðekki alltaf skemmtilegt og vilji heldur tala við fullorðna, eða gera eitthvað annað. — Það er hægt að þegja börn I „hel” eins og fullorðna. Það eru ekki allir full- orðnir, sem láta þegja sig i „hel” en börnin hafa i þvi efni litið sjálfs- bjargarviðnám. Þeirra svar við þögn- inni og afskiptaleysinu verður oft að „brúka kjaft” i þeirri von að fá eitt hvert svar. Reyndar reyna fullorðnir líka oft að bjarga sér með þeirri þrautalendingu, þegar afskiptaleysi og þögn samborgaranna nær hámarki. — 1 kjölfarið koma svo hegðunarerfið- leikar og stundum afbrot. Lausnin við óhamingju barna er því oft mjög einföld. Þ.e. tómstundirnar fyrir börnin, nokkur fórn, sem getur borið rikulegan ávöxt, einlægni í um- gengni og tali. Mörgu fólki finnst mesta hamingja lifsins vera fólgin í einlægri vináttu, og því skyldi það sama ekki gilda um börn. Hverjir eiga þá að vera vinir barnanna, ef ekki for- eldrarnir. Vinátta barna og foreldra er oftast trygging fyriröruggri hamingju, og þar 'sem þegnarnir móta jú einu sinni þjóðfélagið, þá hljóta hamingju- samir þegnar að móta gæfuríkt sam- félag. Steinunn Ólafsdóttir uppeldisfræðingur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.