Dagblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 23
23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRlL 1978.
I
Útvarp
Sjónvarp
Sjónvarp á sunnudag kl. 21.20:
Söngvakeppni sjónvarps-
stöðva í Evrópu 1978
Eins og eflaust flestir vita núoröið fór
söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu
1978 fram i París 22. april sl.
í sjónvarpinu annað kvöld, sunnu-
dagskvöld, kl. 21.20 fáum við að sjá
þennan þátt sem alltaf er jafnvinsæll og
hefur orðið mörgum söngvurum góð
lyftistöng upp á stjörnuhimininn. Eða
hver kannast ekki við ABBAæðið sem
einmitt á upptök sin í slikum þætti.
Þátttakendur eru frá 20 löndum og
hafa þeir vafalaust allir lagt sig eins
mikið fram og þeim var unnt, enda ekki
hverjum sem er boðið að taka þátt i þess-
ari keppni.
í fyrra fóru Frakkar með sigur af
hólmi í keppninni með laginu um barnið
og fuglinn. Að þessu sinni voru það ísra-
elsmenn sem héldu heim með sigurverð-
launin og væntanlega einnig heims-
frægð að auki. ísraelska hljómsveitin ber
nafnið Alpha-Beta, sem margir kannast
einnig við úr íslenzka poppheiminum, og
flutti lagið „A-ba-ni-bi”, en söngvari
hljómsveitarinnar er Izhar Cohen. Lagið
er eftir Nurit Hirsh og stjórnar hann
jafnframt hljómsveitinni.
Flestir þátttakenda eru lítt sem ekkert
þekktir utan heimalands síns. Þó
bregður fyrir nöfnum sem flestir kann-
ast við, svo sem Baccara og Mabel, en
hljómsveitin Mabel er sögð hafa náð
nokkrum vinsældum I Þýzkalandi, auk
þess sem hún er það allra bezta sem
fyrirfinnst í augum danskra unglinga um
þessar mundir.
Þýðandi er Ragna Ragnars en þáttur-
inn, sem er tveggja klukkustunda
langur, erí litum.
- RK
Hljómsveitin Alpha-Beta bar sigur úr býtum i söngvakeppninni ng er söngvari peirra
Izhar Cohen.
Útvarpá mánudag:
ÚTVARPSDAGSKRÁIN Á
HÁTÍÐISDEGIVERKALÝÐSINS
Mánudaginn 1. maí er hátíðisdagur
verkalýðsins og í tilefni dagsins fjalla
mörg dagskráratriði útvarpsins um
verkalýðsmál.
Má fyrst nefna tónleika sem verða kl.
13.05. Á þeim tónleikum verður flutt
Sóíeyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum
við tónlist eftir Pétur Pálsson. Margir
kannast við þetta ágæta kvæði og hefur
' það verið gefið út á hljómplötu. Eyvind-
ur Erlendsson- mun stjórna flutningi
lesara og söngvara. Þá verða einnig á
þessum tónleikum flutt lög og Ijóð Kjart-
ans Ragnarssonar úr Saumastofunni og
eru það félagar úr Leikfélagi Reykja-
vikur sem syngja. Eins og öllum ætti að
vera kunnugt hefur þetta vinsæla leikrit
Kjartans verið sýnt i nærri því þrjú ár og
standa sýningar enn og alltaf er uppselt.
Segir leikritið frá „stúlkum á öllum
aldri” sem vinna á sömu saumastofunni
og segja hver annarri ævisögu sína.
Að tónleikunum loknum kl. 14.25
verður útvarpað frá hátíðahöldum,
verkalýðsfélaganna í Reykjavík á
Lækjartorgi. Verða ræður fluttar og tón-
list leikin. Meðal annars munu Lúðra-
sveitin Svanur og Lúðrasveit verka-
lýðsins flytja nokkur lög.
Kl. 15.30 mun síðan Alþýðukórinn
undir stjórn dr. Hallgrims Helgasonar
flytja nokkur lög.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir., for-
maður starfsstúlknafélagsins Sóknar,
1. mai flykkjast jafnt ungir sem aldnir til
hátiðahalds i tilefni dagsins.
mun tala um daginn og veginn kl. 19.40.
Sagðist Aðalheiður fyrsi og fremst ætla
að fjalla um verkalýðsmál og hverju
verkalýðshreyfingin hefur áorkað.
Einnig mun hún fjalla um uppbyggingu
hreyfingarinnar. Þá ætlar Aðalheiður að
tala um leigjendamál. Mun hún þá
minnast á stofnun leigjendafélags og
einnig ætlar hún að fjalla um þau sál-
rænu vandamál sem börn eiga við að
striða þegar þau eru á sifelldum þeytingi
milli hverfa og skóla. en þessi vandamál
koma einmitt oft upp hjá þvi fólki sem er
háð leiguhúsnæði hverju sínni. Að
síðustu mun Aðalheiður fjalla um jafn-
réttismál.
Um fræðsluntál verkalýðshreyfingar-
innar nefnist þáttur er Hjalti Jón Sveins-
son sér um og hefst hann kl. 20.50.
Sagðist Hjalti ætla að fjalla vítt og
breitt urn fræðslumál verkalýðshreyfing-
arinnar. Einnig ræðir hann um virkni
félaganna í verkalýðsfélögum. Mun
hann ræða við þau Tryggva Þór Aðal-
steinsson fræðslufulltrúa MFA,
Stefaníu Traustadóttur. en hún vinnur
hjá Sjómannasambandinu, og Dag-
björtu Sigurðárdóttur formann Verka-
lýðsfélags Stokkseyrar. Inn i þessar um-
ræður verður fléttað viðtölum við verka-
fólk.
- RK
Sjónvarpá mánudagskvöld:
Staða verkalýðshreyfingarinnar
GUÐLAUGUR HÁSKÓLA-
REKTOR RÆÐIR VIÐ
MENN ÚR VERKALÝÐS-
HREYFINGUNNI
Með mér í þættinum verða þrír menn.
Þeir Eðvarð Sigurðsson, Björn Þórhalls-
son og Guðríður Elíasdóttir. I Síðan
verður einnig skotið inn viðtölúm við
fleiri menn úr verkalýðshreyfingunni
sem tekin verða utan sjónvarpsins,”
sagði Guðlaugur Þorvaldsson háskóla-
rektor. Guðlaugur stjórnar umræðum
um stöðu verkalýðshreyfingarinnar i
sjónvarpssal á mánudagskvöldið, 1. maí,
kiukkan 20.45. Er þátturinn í beinni út-
sendingu.
„Við skiptum þessu í svona þrjá
hluta. Fyrst verður rætt um sögu verka-
lýðshreyfingarinnar og hverju hún hefur
áorkað og hváð henni hefur mistekizt í
gegnum árin. Síðan koma viðtölin við
fólkið sem ekki er í sjónvarpssal. Þá
verður staðan í dag rædd og hver séu
helztu einkenni verkalýðsbaráttunnar
núna.
Að síðustu reynum við svo að horfa
aðeins fram á við i Ijósi þeirra stað-
reynda sem við höfum um fortið og
.nútíð. Við ræðum hver séu brýnustu
verkefnin fyrir verkalýðsþreyfinguna og
hvernig þeim verði bezt náð,” sagði
Guðlaugur.
DS
OPHÐ VIRKA DAGA FRÁ 9-21
UM HELGAR FRÁ 13—17
Jörð til sölu
I Ölfusi, 54 ha land, íbúðarhús
byggt 1962, 100 hesta hlaða, 30
kúa fjós, ræktað land 15—20 ha,
en góðir ræktunarmöguleikar á
hinu. Verð 25-26 m.
Bif reiða- og
vélaverkstæði
100 km fráReykjavík
380 fm mjög gott verkstæðishús,
sér sprautaðstaða, 2ja hæða
íbúðarhús, geta verið tvær íbúðir. 2
ha ræktað land. Mikið af verkfær-
um fylgir. Verð 25-27 m. Mögu-
leikar á skiptum á góðri eign á
Reykjavikursvæði + Hafnarftrði.
Þorlákshöfn
einbýli 2x132 fm
4 svefnherbergi + 2 stofur, 35 fm
bilskúr á jarðhæð. Lika á jarðhæð
30-40 fm verzlunaraðstaða, húsið
er byggt 1972. Verð 16-17 m. Útb.
tilboð. Til greina koma skipti á
sérhæð eða einbýli á Húsavik.
Neskaupstaður
einbýli hæð og ris,
7 herb. íbúð + lítil ibúð í kjallara
sem getur fylgt með. Alls konar
skipti koma til greina á íbúð í
Reykjavík.
IAkranes, einbýli
Hæð og ris, 3ja herb. íbúð á neðri
hæð. Einnig getur verið önnur íbúð
i risi. Bilskúr. Verð tilboð útb. 6
millj.
Þórshöfn
Langanesi
einbýli
2ja ára hús 136 fm. 5 svefnherbergi
+ 2 stofur, 35 fm. bilskúr. Skipti
koma til greina á 4-6 herb. íbúð i
Kópavogi eða Hafnarfirði, má vera
i eldra húsi. Mjög mikil atvinna cr
á Þórshöfn.
3ja herb. íbúð
Háakinn Hafnarfirði
87 fm nettó
Mjög góð 3ja herb. íbúð. Laus 10.
júní, 1/2 bilskúr. Útb. 6,5-7 m.
Auðbrekka
Kópavogi einbýli
Húsið er á 2 hæðum. Neðri hæð
bílskúr, geymslur o.fl. Á efri hæð
3 svefnherbergi, stofa, eldhús og
bað. Fallegt hús og gott, mjög stór
og góður garður. Skipti koma til
;rcina á raðhúsi/einbýli með góðri
stofu i austurbæ, Kópavogi eða
Fossvogi, góðar milligreiðslur.
Grenimelur
glæsileg sérhæð
4 svefnherbergi + húsbóndaher-
bergi, 2 stofur, 35 fm bílskúr. Ein
glæsilegasta sérhæð á markaðnum
i dag. Einnig 2ja herb. góð ibúð í
kjallara sem selst sér eða saman.
Verð tilboð.
Bleikargróf
einbýli
samþykkt teikning fyrir stækkun.
Teikningar á skrifstofunni. Hag-
stætt verð ef samið er strax.
Höfum fjársterka
kaupendur
að góðum sérhæðum með bílskúr.
Höfum fjársterkan
kaupanda
að 2-3ja herb. góðri ibúð i eldri
bænum.
■
EIGNANAUST
Laugavegi 96 (við Stjörnubíó) Sími 2 95 55
SÖLUM.: Hjtírtur Gunnarsson, Lárus Hel^ason. Sigrún Kröver
LÖGM.:Svanu1* Þór Vjlhiálm$$on hdl
Saab 99 combi coupé árg. '75, blár, til sölu,
ekinn 50 þús. km. Uppl. ísíma 20383.
Samfylking
1. maí
kröfugöngu, útifundi,
kvöldskemmtun á 1.
maí.
Safnast verður saman á Hlemmi kl. 13.00, gengið
niður Laugaveg.
Útifundur á bílaplaninu á mótum Tjarnargötu og
Vonarstrætis: Brynja Óskarsdóttir verkakona flytur
ræðu, fulltrúi þjóðfrelsishreyfinganna í Eritreu flytur
ávarp, Sigurður Skúlason leikari les ljóð.
Innifundur í Tjarnarbúð á eftir: Ræður flytja Einar
Gunnarsson, form. Fél. járniðnaðarnema og Helga
Gunnarsdóttir félagsráðgjafi; stuttir leikþættir undir
stjórn Arnars Jónssonar, sönghópur og fjöldasöngur.
Skemmtun kl. 20.30 í Félagsheimili Fóstbræðra,
Langholtsvegi 109: dans, ýmis skemmtiatriði m.a. Kór
alþýðumenningar.
SAMFYLXING
1.MAI
Eining á grundvelli
stéttabarðttu!
gengst fyrir