Dagblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 33

Dagblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978. 37 Dágóð endurnýjun á erlendu vinsældalistunum Frá Brunaliðsballi i Stapa sfðastliðið föstudagskvöld. Hljóðstjórinn, Kristinn T. Haraldsson er lengst til vinstri, þá kcmur Sigurður Karlsson, Magnús Kjartansson, Þórður Árnason og Þórhallur Sigurðsson. DB-mynd Ragnar Th. Þrettán hundruð manns á sveita- balli með Brunaliðinu Eftir því sem næst verður komizt hafa 6.620 manns komið á dansleiki Brunaliðsins, ellefu talsins. Um síðustu helgi lék hljómsveitin á þremur stöðum, i Stapa, á Borg i Grimsnesi og á Hótel Sögu. Á Borg var, að sögn Jóns Ólafssonar fram- kvæmdastjóra Brunaliðsins, sett aðsóknarmet að islenzku sveitaballi. Um það bil þretlán hundruð manns komu. „Ég býst ekki við þvi að dansleikir verði haldnir að Borg í næstu framtíð,” sagði Jón. „Gestirnir gengu vægast sagt hræðilega um húsakynn- in, rifu gluggatjöld niður og unnu fleiri spjöll. Það komu sex fólksflutninga- bílar með krakka i sætaferðum svo að saman ægði fólki viða að. Það má reyndar segja að metaðsókn hafi verið víðast hvar, þar sem við höfum verið," hélt Jón Ólafsson áfram. „Þó að meðaltalið á dansleik- ina sé ekki nema rúmlega sex Skeggiö er á sínum staö. Alpahúfan hallar mátulega mikið til hægri og ekki má gleyma Havanavindlinum, sem aö sjálfsögöu er alekta. Allt þetta hjálpast aö til að gera Che Guevara aö því sem hann er 1 augum fólksins. En undir þessu gervi er aö sjálfsögöu ekki Che sjálfur heldur hjartaknúsar- inn David Essex i viðamesta hlutverkinu sínu hingaö til. Essex á sem sagt aö fara meö hlutverk Che Guevara í söngleiknum Evita, sem hefur göngu sína i London i næstu viku. Meir en tíu ár eru nú umliðin síðan Che Guevara var skotinn til bana í Bóliviu eftir aö hann haföi reynt aö koma á skæruhernaði í landinu. Nú þykir David Essex svipa svo mjög til hetjunnar föllnu, aö hún haB veriö gædd lífi á nýjan leik. Söngleikurinn cöa poppóperan Evita er eftir þá Tim Rice og Andrew Lloyd Webber. Þeir náöu heimsfrægö er út kom eftir þá söngleikurinn Jesus Christ Superstar. Vinsældir hans uröu slíkar aö hann gengur enn í aö minnsta kosti einu leikhúsi i London auk þess sem verkiö var kvikmyndað og gefiö út á tveimur hljómplötum. Úr DAILY MIRROR ROLLING STONES KOMNIR / TÍUNDA SÆTI íENGLANDI hundruð er á það að líta að við höfum haldið tvo unglingadansleiki þar sem gestir voru ekki nema á þriðja hundrað.Sömuleiðis vorum við með eina skemmtun fyrir þroskahefta i Klúbbnum þar sem svipaður fjöldi mætti. — Ég held satt að segja að engin hljómsveit haft náð svipuðum vinsældum og Brunaliðið síðan Trúbrot var upp á sitt bezta.” Dansleikjahaldi Brunaliðsins fer nú senn að ljúka. í kvöld leikur liðið í Stapa, á morgun á vegum 17. júni nefndar i Reykjavik og loks rekur dansleikur i Klúbbnum lestina á sunnudagskvöld. — Þá er reyndar ótalin útihátíðin að Melgerðismelum. sem er i umsjá Ungmennasambands Eyjafjarðar. Sömuleiðis er áformað að Brunaliðið verði á ferðinni um verzlunarmannahelgina. Að henni lokinni verður settur endapunktur á feril Brunaliðsins í íslenzkri popptón- listarsögu. Bandaríski leikarinn/söngvarinn John Travolta og ástralska söngkonan Olivia Newton-John hafa nú leyst Boney M af hólmi i fyrsta sæti enska vinsældalistans. Lag þeirra skötuhjú- anna You’re The One That I Want, á einnig miklu fylgi að fagna i öðrum löndum. 1 Bandaríkjunum er það i kyrrstöðu i þriðja sæti. Það skýzt beint upp i fimmta sæti i Hollandi og er i þriðja sæti á niðurleið i Hong Kong. You’re The One That I Want er tekið úr kvikmyndinni Grease (Fita). Hún telst til músikmynda og fjallar um lífið á sjötta áratugnum, eins og reyndar sú margfræga American Graffiti og fjöldamargar aðrar músik- kvikmyndir. Því er spáð, að Grease eigi eftir að hljóta álika vinsældir og' síðasta mynd John Travolta, Saturday Night Fcver. Óvenju mikið er af nýjum löguni á enska vinsældalistanum núna. Manfred Mann er i fjórða sæti með lagið Davy’s On The Road Again. Á hæla hans kemur flautuleikarinn James Gaiway og blæs . ástarsöng Johns Denver til konu sinnar, Annie’s Song. Þá má ekki gleyma konungunt rokksins, Rolling Stones. Nýjasta litla platan frá Stones, Miss You, er i tiunda sæti að þessu sinni. Miss You er tekið af LP-plötunni Some Girls, sem kom út seinni partinn í síðasta mánuði. Óvíst er að allir Stonesað- dáendur séu dús við lagið, því að það er næsta diskóað. Einna helzt litur út fyrir að Mick Jagger hafi haldið sig helzt til mikið á tízkudiskótekinu Studio 54 í New York upp á síðkastið. í Bandarikjunum einokar Andy Gibb toppsætið þessa dagana. en Gerry Raffertv fyrrum meðlimur hljómsveitarinnar Stealer’s Wheel kemur á hæla hans með fallegt lag. Baker Street. Aðeins tvö ný lög eru á topp tiu í Bandarikjunum. Sænska hjóna-bandið ABBA er nú i níunda sæti með Take A Chance On Me, sem löngu er orðið gömul lumma hér á landi. Og i tíunda sætinu er bandariska ræflarokksöng- konan Patti Smith. Lag hennar, Because The Night, hefur átt miklu fylgi að fagna í Englandi að undan- förnu og er nú tekið að njóta tals- verðra vinsælda i heimalandi hennar. Þjóðverjar eru litið fyrir breyt- ingarnar samkvæmt venju. Eina nýja lagiðá vinsældalistanum þarer Follow Me með söngkonunni Amanda Lear. Hin lögin níu eru búin að hoppa upp og niður vinsældalistann vikum saman. VICIOUS SYNGUR MYWAY Gætuð þið, lesendur góðir, hugsað ykkur fyrrverandi Sex Pistols meðlim flytja Paul Anka-lagið My Way? Já, sama lagið og Elvis Presley söng inn á plötu nokkru fyrir dauða sinn. Ótrúlegt, en samt er það satt. 1 þessari viku kom sem sagt út i Englandi litil plata með Sid Vicious fyrrum bassa- leikara Sex Pistols og á B-síðu hennar trónar My Way einmitt. Á A-hlið plötunnar er öllu ræfla- legra lag. Það heitir God Save The Sex Pistols og þar fer Sid ekki með aðal- hlutverkið. heldur jafnvel enn þekklari maður, Ronald Biggs lestar- ræningi. Hann er i útlegð í Suður- Ameriku, staurblankur og hefur nú snúið sér að punktónlist. Á meðan þessu fer fram er Johnny Rotten söngvari Sex Pistols heilinnar önnum kafinn i stúdiói með nýrri óskirðri hljómsveit. Auk Rottens leika i hljómsveitinni nokkrir gamlir vinir hans, Keith Levine gítarleikari, bassistinn Wobble og Jim Walker trommuleikari. Golden Years Of Rock’n’Roll nefnist annað tveggja nýrra laga i Hollandi og er það i tiunda sæti. Hitt lagið hefur þegar verið minnzt á hér að framan. Það er i fimmta sæti og nefnist You’re The One That I Want. 1 Hong Kong er talsvert rót á vinsældalistanum. Þrjú ný lögeru inni þessa vikuna. Billy Joel er í sjötta sæti með lag sitt Moving Out. Það er tekið af metsöluplötu hans, Stranger, sem nú hefur selzt i yfir þrentur milljónum eintaka i Bandarikjunum. í sjöunda sæti i Hong Kong er vel þekktur bandariskur söngvari, Barry Manilow. Hann tekur stærsta stökkið upp á við á vinsældalistunum að þessu sinni og hoppar alla leið upp úr tuttugasta sæti með lagsitt Even Now. Loks ber að nefna lagið i tíunda sæti. Það nefnist Too Much, Too Little, Too I.atc og hefur notið mikilla vinsælda viða um heim upp á siðkastið. ÁT John Travolta og Olivia Newton-John i hlutverkum sínum I kvikmyndinni Grease. Eins og sjá má er hár Johns vel fitugt. ENGLAND - Melody Maker 1. (2) YOU'RE THE ONE THATI WANT....John Travoita og Olivia Newton-John 2. (1 ) RIVERS OF BABYLON.................Boney M 3. ( 3 ) BOY FROM NEW YORK CITY..............Darts 4. (12) DAVY'S ON THE ROAD AGAIN .. Manfred Mann's Earthband 5. (15) ANNIE'S SONG..................James Galway 6. ( 7 ) LOVE IS IN THE AIR.........John Paul Young 7. ( 5 ) NIGHT FEVER......................Bee Gees 8. ( 6 ) WHAT A WASTE.....................lan Dury 9. ( 8) CA PLANE POUR MOI............Plastic Bertrand 10. (17) MISS YOU........,............Rolling Stones BANDARÍKIN - Cash Box 1. (1) SHADOW DANCING....................Andy Gibb 2. ( 4 IBAKER STREET..................Gerry Rafferty 3. ( 3 ) YOU'RE THE ONE THATI WANT.....John Travolta og Oiivia Newton-John 4. ( 2 ) TOO MUCH TOO LITTLE TOO LATE.Johnny Mathis og Deniece Williams 5. ( 7 ) IT'S A HEARTACHE..............Bonnie Tyler 6. ( 5 ) BABY HOLD ON.................Eddie Money 7. ( 6 ) FEELS SO GOOD..............Chuck Mangione 8. (10) LOVE IS LIKE OXYGEN................Sweet 9. (15) TAKE A CHANCE ON ME.................ABBA 10. (12) BECAUSE THE NIGHT..........Patti Smith Group VESTUR—ÞÝZKALAND 1. (1) RIVERS OF BABYLON..................Boney M 2. ( 3 ) STAYIN' ALIVE...................Bee Gees 3. ( 2 ) TAKE A CHANCE ON ME...............ABBA 4. ( 6 ) NIGHT FEVER.....................Bee Gees 5. ( 4 ) FOR A FEW DOLLARS MORE...........Smokie 6. ( 8 ) IF YOU CANT GIVE ME LOVE.......Suzi Quatro 7. ( 5 ) RUNAROUND SUE..................Leif Garrett 8. ( 7 ) IF PARADISE IS HALF AS NICE..Rosetta Stone 9. (13) FOLLOW ME.....................Amanda Lear 10. ( 9 ) DONT STOP THE MUSIC.........Bay City Rollers HOLLAND 1. (1) RIVERS OF BABYLON.................Boney M 2. ( 3 ) CA PLANE POUR MOI..........Plastic Bertrand 3. ( 2 ISUBSTITUTE..........................Clout 4. ( 6 ) LADY McCOREY.............Band Zonder Naam 5. (-) YOU'RE THE ONE THATI WANT......John Travolta og Olivia Newton-John 6. ( 4) NIGHT FEVER. ....................Bee Gees 7. (10) IF YOU CANT GIVE ME LOVE........Suzi Quatro 8. ( 5 )MET DE VLAM IN DE PIJP .....Henk Wingaard 9. ( 9 ) ACHTER DE RHODODENDRONS........Tol Hansse 10. (-) GOLDEN YEARS OF ROCK'N'ROLL....Long Tall Ernie HONG KONG 1. (1 ) I WAS ONLY JOKING..............Rod Stewart 2. ( 3 ) NIGHT FEVER.....................Bee Gees 3. ( 2 ) YOU'RE THE ONE THATI WANT....John Travolta og Olivia Newton-John 4. ( 5) WITH A LITTLE LUCK.................Wings 5. (10) IT'S A HEARTACHE...............Bonnie Tyler 6. (13) MOVING OUT (Anthony's Song)......Billy Joel 7. (20) EVEN NOW.....................Barry Manilow 8. ( 4 ) DUST IN THE WIND..................Kansas 9. (7 ) FANTASY..................Earth Wind And Fire 10. (11) TOO MUCH TOO LITTLE TOO LATE.Johnny Mathis og Deniece Williams

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.