Dagblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 16
\ t
16
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16.JÚNÍ 1978.
ÉG AUGLÝSIEFTIR FLOKKI
Á næsta kjörtimabili auglýsi égeftir
stjórnmálaflokki, sem
— hefur kjark og þor til ’aö segja
þéttbýlisfólki tæpitungulaust að land-
búnaður sé einn af hornsteinum
islenzks þjóðfélags, sem ekki megi
raska frekar en orðið er,
— þorir að leggja fram áætlun um
viðhald byggðar í landinu og kostnað
við það,
— leggur til að skólakerfið verði lagað
að íslenzkum aðstæðum, börn og
unglingar fái tækifæri til að hjálpa til
um háannatimann, haust og vor,
— heitir sveitafólki möguleikum til
orlofs og veikindadaga með stofnun
afleysingakerfis á vegum hins
opinbera,
— gerir raunhæfar tillögur um
hvernig bændum verði tryggt launa-
jafnrétti við viðmiðunarstéttimar,
— gerir tillögur um lausn á núverandi
vanda sem ekki sé eingöngu á kostnað
bænda sjálfra heldur þjóðfélagsins
alls. Bændur hafa ekki annað til saka
unnið en að framfylgja stefnu stjórn-
valda og forystumanna sinna. Því er
þetta sameiginlegur vandi
þjóðarinnar.
Sá sem þorir að taka slíka afstöðu á
vísan stuðning bænda. Sá sem ekki
þorir mun í reynd styðja eyðibýla-
stefnuna þrátt fyrir allan fagurgala á
atkvæðaveiðum. Vonandi ber þjóðin
gæfu til að sjá framan í slik kjark-
menni á næsta kjörtímabili.
Hver þarf óvini
eins og Jónas og
Gylfa sem á
Halldór E. að vini?
Framsókn hefur lengi talið sig eiga
islenzka bændastétt með húð og hári
og hafa á henni ráðstöfunarrétt eins
og rússneskir lénshöfðingjar keisara-
timans á átthagabundnu „sálunum”,
sem fylgdu búgörðum þeirra eins og
hvert annað erfðagóss. Það sem meira
er, svo algera og almenna viður-
kenningu hefur hún hlotið á þessum
eignarrétti sínum, að þegar Framsókn
á aðild að samsteypustjórn hefur
aldrei svo vitað sé komið til tals, að
samstarfsflokkur hlyti embætti land-
búnaðarráðherra. Þegar frá eru taldar
skammæjar rikisstjórnir, sem
Framsókn hefur ekki átt aðild að,
hefur hún þannig ráðið stefnunni í
hálfa öld með einni undantekningu:
Gárungarnir segja reyndar að Ingólfur
Jónsson sé eini landbúnaðarráðherr-
ann, sem fengið hefur stefnu Fram-
sóknar í landbúnaðarmálum til að
skila tilætluðum árangri, líkt og sagt er
um Lúðvík Jósefsson, að hann sé eini
sjávarútvegsráðherrann, sem tekizt
hefur að hrinda í framkvæmd þeirri
stefnu Sjálfstæðisflokksins að fá einka-
framtakið til að blómgast og dafna við
sjávarsiðuna.
Dóttur- og dóttur-
dótturfyrirtæki
Framsókn er eitt af dótturfyrir-
tækjum SÍS likt og Olíufélagið og
Reginn h/f og það eina sem ekki er í
hlutafélagaformi. Framsókn á svo
aftur Búnaðarfélagið og Stéttarsam-
bandið og allt kerfið sem byggt hefur
verið upp ofan á og allt um kring
bændastéttina. Sú var tíð, að íhaldið
barðist hatramlega gegn þessu valdi.
Sú tíð er löngu liðin og það lætur sér
nú nægja að spila aðra fiðlu j konsert
Framsóknar gegn vissri hlutdeild í
skriffinnsku- og valdabákni land-
búnaðarins. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur engan stefnuágreining gert við
Framsókn i málefnum landbúnaðarins
í áratugi, en treyst því, að þeir sem
ekki geta i auðmýkt beygt kné sin fyrir
SÍS-valdinu hafi í engin húsað venda.
En hvað skal gera þegar þessir tveir
koma fram eins og siams-tvíburar?
Hvernig á að efla annan gegn hinum?
Eyðibýlastefna
Framsóknar
Yfirlýst markmið stefnu Fram-
sóknarflokksins i landbúnaðarmálum
var ekki aðeins að stemma stigu við
fólksflóttanum úr sveitunum, heldur
snúa straumnum við, fjölga býlum og
bændum. Sett voru á stofn i þessu
skyni alls konar nefndir og ráð með
ábúðarmiklum nöfnum eins og
„Nýbýlaráð”, Landnám ríkisins”
o.s.frv.
Ef við dæmum af verkunum í stað
fagurra fyrirheitastefnuskránna blasir
við sú mynd, að vist hefur fram-
leiðslan eflzt. Sífellt fleiri bændur
framleiða æ meiri afurðir með gegnd-
arlausum þrældómi myrkra á milli
virka daga sem helga, allan ársins
hring, án réttar til orlofs eða veikinda
einir stétta i landinu, lamdir áfram af
þrælapísk sívaxandi skulda við þau
fyrirtæki og það afurðasölukerfi, sem
upphaflega voru sett á stofn til að
þjónaþeim.
Hvar sem farið er um sveitir
landsins blasa eyðibýlin við i stað
nýbýlanna fyrirhuguðu. Í reynd hefur
stefna Framsóknar verið eyðibýla-
stcfna. í ráðherratíð Halldórs E. hafa
flosnað upp 12 — tólf — bændur á
mánuði hverjum eða um 150 á ári,
1000 — eitt þúsund — bændur á
tveimur kjörtimabilum.
Er Gylfi kom með þá speki um að
bændur væru „dragbítur á hagvöxt”
og leysa yrði vandann með samdrætti i
framleiðslu dilkakjöts en eflinguullar-
og gæruiðnaðar og Jónasistar komu
með kenningu sina um að láta bændur
hætta að offramleiða landbúnaðar-
vörur en skipuleggja þá til offram-
LT. CALLEY Á
LISTAHÁTÍÐ
Hlutur innlendra bókmennta og
leiklistar á listahátið er fljóttalinn: það
var nýja leikrit Jökuls Jakobssonar
sem Þjóðleikhúsið sýndi tveimur „for-
sýningum” i vikunni. Og leiklist og
bókmenntir skipuðu mun óveglegri
sess á hátíðinni en oftast áður, engir
erlendir gestaleikir, nema þýski stultu-
flokkurinn sem að sönnu var góðra
gjalda verður, engar dagskrár með
bókmenntalegu efni, erlendar eða
innlendar, framsögn, söng og tónlist
einsogjafnan áöur.
1 ár er listahátiðin miklu eindregn-
ari tónlistarhátíð en hingað til hefur
verið og fyrst og fremst stefnt að
fjölmennis-aðsókn, eins og þegar sést
af þvi að flestir atburðir á hátiðinni
gerast nú I Laugardalshöll. Vera ntá
að þessi hátlur á þjóðhátiðinni sé hag-
kvæmari fjárhagslega en sú mikla fjöl-
breytni, rikulega framboð alls konar
efnis sem hingað til hefur sett svip á
listahátíðimar. En að öllu öðru leyti
finnst mér hátiðin setja ofan með
þessari breytingu og hlutur hennar og
hlutverk minnka i menningarlifinu.
Leikritun og
bókaútgáfa
1 þessum kringumstæðum og eftir
hið snögglega fráfall höfundarins í vor
var ekki nema vonlegt að frumsýning-
ar á Syni skóarans og dóttur
bakarans væri beðið með eftir-
væntingu. Þegar Jökull Jakobsson lést
i blóma aldurs sins var hann óumdeilt
okkar langhelsti leikritahöfundur. Og
því má bæta við að hann er eini
samtimahöfundur sem máli skiptir
sem tekið hefur út þroska sinn, farið
heilan höfundarferil innan leikhússins,
leikritaskáld fyrst og fremst.
Hitt er umhugsunarvert einmitt
eftir fráfall Jökuls, við frumsýningu á
nýju verki hans, að af leikritum hans
eru ekki nema fá tiltækileg á prenti,
engin þeirra síðustu, og engar spurnir
af að nýja leikritið sé væntanlegt á
bók. Vera má að nú renni upp ljós I
einhverju forlaginu og leikrit Jökuls
Jakobssonar verði brátt gefin út, svo
seiu i minningarskyni um höfundinn,
Það er bara ekki nóg! Öllum ber
saman um, og vetrarstarf leikhúsanna
ber því ljóst vitni, að um þessar mund-
ir sé blómaskeið í íslenskri leikritagerð.
En nýju leikritin sem hvert af öðru
koma fram á sviðinu eru sjaldan eða
aldrei gefin út I bókum jafnharðan,
svo sjálfsagt mál sem það þó ætti að
vera. Og meðan svoer, verður okkar
nýja leikritun olnþogabarn i bók-
menntum.
Hér á áræðinn útgefandi verk að
vinna: það er vitanlega óþolandi að
þær nýju bókmenntir sem fram koma í
leikhúsunum séu til frambúðar óað-
gengilegar á prenti, eða að verk ein-
hvers helsta samtimahöfundar, eins og
Jökuls Jakobssonar, týnist út úr bók-
menntunum af þvi að ekki sé hirt um
að gefa þau út.
Sonur skóarans og dóttir bakarans
eða Söngurinn frá My Lai, eins og
nýja leikrit Jökuls Jakobssonar nefnist
fullu nafni, var aðeins sýnt „for-
sýningum" á listahátið, en formleg
frumsýning verður fyrst í haust, og
hefur leikhúsið óskað þess að
reglulegir leikdómar um sýninguna
verði látnir biða þess tíma. Sjálfsagt er
að verða við því — þótt heimilt hljóti
að vera að lýsa til bráðabirgða skoðun
á leiknum eftir fyrstusýningu hans, án
þess að hafa ennþá fengið að kynnast
textanum. Væntanlega biða fleiri les-
endur og áhorfendur Jökuls Jakobs-
sonar en undirritaður þess með
óþreyju að kynnast hans siðasta verki
og vilja gjarnan frétta af því.
Týndi sonurinn
og þorpið
Eins og áður hefur komið fram í
fréttum og frásögnum af æfingum
leikritsins er Sonur skóarans og dóttir
bakarans að ýmsu leyti nýstárlegt
verk, frábrugðið fyrri leikjum Jökuls.
Mér virðist það eiga sammerkt með
Kertalogum, síðasta leikriti Jökuls,
sem sýnt var í Iðnó, að leggja meir upp
úr reglulegum söguþræði en t.a.m.
leikir eins og Dominó, Klukkustrengir.
Og eins og líka hefur komið fram í
umtali um leikinn er auðvelt að greina
i söguþræðinum, atþurðarás og
mannlýsingum hans, efnisatriði,
kveikjur og minni sem kunnugleg eru
úr fyrri leikritunum. Einhver gekk svo
langt fyrir sýninguna, minnir mig, að
segja að nýja leikritið birti í sínu
nýstárlega frásagnarformi einhvers
konar niðurstöðu af ýmsum helstu
yrkisefnum Jökuls í fyrri leikjum hans,
enda hefði höfundurinn haft þetta
leikrit lengi í smiðum, ein tíu ár eða
meir.
Þetta kann að mega til sanns vegar
færa, minnsta kosti að nokkru leyti, og
gefst væntanlega ráðrúm til að víkja
nánar að þeim efnum i haust. En
nýstárlegt við leikinn er á meðal
annars hversu óstaðbundinn hann er:
þorpið þar sem leikurinn gerist er
vissulega norðlenskt sjávarpláss, en
það getur þar fyrir átt sér stað hvar
sem er i heiminum, hvar sem fólk býr
við kreppu, fátækt og einangrun.
Heim í þetta afskekkta pláss kemur
nú týndi sonurinn og hefur hreppt fé
og frama úti I heimi. Það er I öðru lagi
nýstárlegt við Son skóarans og dóttur
bakarans á við fyrri leikrit Jökuls, að
hin einfalda atburðarás hefur augljósa
táknræna merkingu. Ungi maðurinn
sem að heiman fór alinn upp i
hetjulegum frelsisanda snýr ekki
samur og jafn heim til sin aftur.
Framinn vannst í synd og skömm:
hann hefur í útlegðinni gerst einhvers
konar Calley lautinant í Víetnam að
þvi er virðist og auðurinn sem hann
veitir heim í þorpið stafar af þjónustu
við dauðann. Viðreisn þorpsins sem
leikurinn lýsir er öll I þágu tortímingar
Arnar Jónsson og Kristtn Bjarnadóttir i hlutverkum.
— DB-mynd Bj.Bj.
LISTAHATIÐ
1978
mannlegs lífs og verðmæta, friðar og
frelsis. Þá sök verður að afplána. Og
leiknum lýkur þrátt fyrir allt með
uppreisn gegn valdi auðs og dauða,
von um viðreisn mannlifs, einfaldra
verðmæta tilfinningalífs og lifshátta.
Ósagt orð
Ekki veit ég hvort þetta lauslega
ágrip efnisins gefur nægilega til kynna
hvernig nýtt og gamalt tvinnast saman
í Syni skóarans og dóttur bakarans,
yrkisefnum og aðferð leiksins, sem að
visu er auðnumið af sýningu hans. En
það var að ýmsu leyti blendin reynsla
að horfa á leikinn á listahátið. í fljótu
bragði fæ ég ekki betur séð en
leikritinu hafi enn verið ólokið þegar
höfundurinn féll svosviplega frá-Heild
arstefna atburða í leiknum, uppistaða
efnisins hefur að visu verið ljós, en
endanleg niðurskipan og frágangur
einstakra leikatriða og umfram allt
lokafágun orðræðunnar var enn eftir.
Það er vitað að oft var háttur Jökuls
Jakobssonar að leggja siðustu hönd á
verk sin á æfingum þeirra og sú vinna
fól oft i sér umtalsverða breytingu á
textanum, hugmyndir leiksins voru
ekki fullmótaðar fyrr en i leikhúsinu
sjálfu. Ég er ekki I efa um að Sonur
skóarans og dóttir bakarans hefði
orðið að verulegu leyti frábrugðið
þeim leik sem nú gat að lita ef höf-
undinum hefði enst aldur til að fylgja
þvi á leiðarenda. Um leið verður nýja
leikritið lika skýr áminning þess
hversu sár er missir bókmenntanna og
okkar lesenda, að höfundinum skyldi
svipt I burt úr miðju starfi sinu.
En á því leikur enginn vafi heldur,’
finnst mér, að það var rétt ráðið af
leikhúsinu að taka leikinn til sýningar
við svo búið, þótt augljóslega hafi
leikstjóra og áhöfn verið mikill vandi á
höndum við meðferð hans í þessum
kringumstæðum. Ekki veit ég hvernig
þeirri vinnu hefur verið háttað, en hitt
held ég sé einsýnt að hið Ijóðræna og
táknræna efni leiksins á afdrif sin
undir því komið hversu tekst að koma
lífi og liti, orði og æði að raunsæislegri
umgerð efnisins. Þá aðferð og þann
vanda á Sonur skóarans og dóttir
bakarans allténd sameiginleg með
öðrum leikritum Jökuls Jakobssonar.
En nánari umræður um leikinn og
sýninguna ber sem sé að geyma til
reglulegrar frumsýningar í haust.
Sjálfur er hann farinn en verk hans
eigum við. Sonur skóarans og dóttir
bakarans var á listahátið til marks um
að Jökull Jakobsson hefur enn ekki
sagt sitt síðasta orð. Það lét hann
leikhúsunum, leiksviðinu, leikurunum
eftir.