Dagblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978.
5
Mikið af spánnýjum skemmtiatriðum á sautjándanum íReykjavík
Gamla góða Amarhólsstemmningin
vakin upp og fombílar keppa
17. júni hátiðahöldin í Reykjavik
eru að þessu sinni blanda af ýmsu
spánnýju og öðru gömlu. Hið merk-
asta af hinu nýja er fjölskylduskemmt-
un á Arnarhóli klukkan hálfniu að
kvöldi til. Er þar gerð tilraun til að
endurvekja þá gömlu 17. júni
stemmningu sem einu sinni ríkti i mið-
bænum. Sjónvarpað verður beint frá
skemmtuninni fyrir þá sem ekki kom-
ast þangað. Popp skipar stóran þátt i
skemmtuninni, þannig koma fram
Brunaliðið, Lummurnar og Halli og
Laddi. Fyrir þá sem ekki hafa gaman
af poppi má skemmta sér við einsöngv-
arakvartettinn, þjóðdansa, leikþætti
og sænska tónlistarmenn.
Annað merkt nýmæli er aksturs-
þrautarkeppni á Melavelli sem forn-
bílaklúbburinn tekur þátt i. Er þar um
grin eitt mikið að ræða, eiga bilstjór-
arnir að sprengja blöðrur, aka eftir
plönkum og gera annað sem er i sam-
ræmi viðaldurbilabeirra. Bilstjórarnir
verða liklega klæddir i búningum i stíl
viðbilana.
Dansleikirnir að kvöldi 17. verða
með svipuðu sniði og verið hefur. Þó
verða þrir dansleikir núna i stað 6 i
fyrra. Mikið var rætt um að dansa i
miðbænum en hvort tveggja er að
hann er orðinn mun þrengri en hann
var fyrr á árum jafnframt því sent
fólkinu hefur fjölgað og að siðast er
dansað var, rnátti halda að sprengju-
árás hefði verið gerð.slikur var útgang-
urinn. Brunaliðið leikur við Austur-
bæjarskóla, Tivoli við Árbæjarskóla
og Póker við Fellaskóla.
Morgunatriðin í kirkjugarðinum og
á Austurvelli verða með sama sniði og
þau hafa verið. Nýtt er hins vegar að
eftir klukkan tiu syngja norrænir
barnakórar við elliheintili og sjúkra-
hús. Skrúðgöngur verða klukkan
14.45 frá Hlemmi. Miklatorgi og
Sundlaug Vesturbæjar niður Arnarhól
þar sem verður barnaskemmtun. Auk
þess verða barnaskemmtanir við Ár
bæjar- og Fellaskóla eftir skrúðgöngur
um Árbæjar- og Breiðholtshverfi.
í Laugardalnum verður sundmót og
mót í frjálsum iþróttum eins og verið
hefur undanfarin ár.
Dagskrá hátiðarinnar verður birt i
dagbók DB i dag.
Bfllinn bæði stofa,
svefnherbergi
og hópferðabfll
— Nýstárlegur bíll á bílaleigu í borginni
Bill sem ýmist getur verið snyrtileg
stofa, þægilegasta svefnherbergi eða 17
manna hópferðabíll með óvenjujega
góðum sætisbekkjum er nú fáanlegur
hverjum sem hafa vill til leigu i lengri
eða styttri ferðir. í bílnum getur verið
rennandi vatn og vaskur og einnig
tveggja hólfa gaseldavél. Er öllum hlut-
um einkar vel fyrir komið, svo breyta
má bilnum úr stofu í svefnherbergi á ör-
skammri stund og njóta vel allra kosta
hans.
Þennan nýstárlega bilaleigubíl hefur
eigandi hans Haraldur Eggertsson inn
réttað. Rekur Haraldur bilaleiguna
Ferðabilar hf., og leigir út fólksbila, stat-
ion-bíla, jeppa, sendibila og hópferðabíla
auk þessa nýja húsbils sem er nánast
ibúðá hjólum.
Haraldur sagði er við sáum bil hans
að hillinn væri mjög ákjósanlegur hús-
bill fyrir fjóra fullorðna og tvö börn.
Svefnplássi fyrir slikan hóp mætti koma
upp i bilnum á örfáum minútum, þá er
hann hefði áður gegnt hlutverki stofu.
Mynda þá leðurklædd og mjúk sætin
kojur.
Sæti bilsins og aðrar innréttingar eru
festar i gólf bilsins á brautum, svo mjög
auðvelt er að breyta innréttingunni. Má
á augabragði taka út vask- og eldunar-
plötueininguna, sem búin er borðplötu
sem draga má út og koma fyrir sæluni
eins og í venjulegum hópferðabíl! Tekur
þá þessi nýi bill Haraldar 17 manns.
Haraldur leigir þennan Citroen bil út
á 8800 krónur á dag auk 88 krónu gjalds
fyrir hvern ckinn kílómetra. Auk þess
kemur svo bensinkostnaður og sölu-
skattur.
ASt.
borðstofuplatan útdregin.
France Clidatá Listahátíð:
FRÚ LISZT, - ARF-
TAKIHOROWITZ,
RICHTER, GILELS
— þetta eru nokkur af gælunöfnum
hennar
France Clidat.
France Clidat sem leikur einleik á
píanó i kvöld klukkan hálfniu i Háskóla-
bíó er ein allra fremsti píanisti franskur
sem nú er uppi. Hún hefur hlotið hver
verðlaunin á fætur öðruni. mest fyrir
frábæra túlkun á verkum Franz Liszt.
Hún hefur meðal annars leikið öll píanó-
verk eftir hann á hljómplötur. 28 stykki,
af slikum krafti og leikni að með fá-
dærnum þykir.
Þó að við hér á landi höfurn aldrei
notið heimsóknar Clidat fyrr hel'ur orð
stir hennar borizt hingað upp á skerið.
Hún er ntjög dáð um alla Evrópu. Ung-
verjar kalla hana Madame Liszt. Tékkar
likja henni við Richter. Frakkar kalla
hana arftaka Horowit/ og Sovétntenn
bera hana saman viðGilels.
A tónleikunum hér mun Clidat leika
eitt verk eftir uppáhaldiðsitt, annaðcftir
Scabine. það þriðja el'tir Debussv og það
fjórða eftir Ravel. ds.
Sumar-
vörur!
Póstsendum,
sími 50075
Nýkomið mikið úrval
afsumarvörum á döm-
ur og herra:
Vesti
Skyrtur
Mussur
Pi/s
Biússur
Bo/ir
Jakkar
Buxur
Einnig hinar marg-
eftirspurðu Sloopy
Canavas buxur.
Gott úrval afBaron T-
skyrtum o.fl. o.fl.
Póstsendum um allt
land.
bokhú/id
Strandgötu — Simi 50075
HafnarfirAi