Dagblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16.JÚNÍ 1978. Gróðinn ekki tekinn frá neinum Halldór Blöndal (D—3) sagði að það væri ekki rétt sem kommar og kratar segðu að gróðinn sem athafna- menn bæru úr býtum væru frá verka- fólkinu tekinn. Hann myndaðist vegna dugnaðar þessara manna og áræði og ættum við fleiri slíka væri okkur borgið. Kaupmáttur hefði aukizt um 8—10% á meðan rikis- stjórnin sat við völd, hver væri þá kaupránsflokkur og hverekki? IMotaðtilað byggja upp Stefán Valgeirsson sagði að það mætti ekki gleymast, þegar ríkis- stjómin væri sökuð um erlendar stór- skuldir, að peningarnir hefðu verið notaðir til að byggja upp atvinnulif þjóðarinnar og án þeirrar uppbygging- ar vildi víst enginn vera. Hefðu lika ekki myndazt skuldir í þeim ríkis- stjórnum sem Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag hafa setið i? Ekki óvinir bænda Árni Gunnarsson (A—2) vildi leiðrétta það sem komið hafði fram um að Alþýðuflokkur vildi leggja bændur niður. Þvert á móti, en flokk- urinn vildi beita sér fyrir meiri skynsemi i málefnum bænda. Einnig ætti að koma i veg fyrir að bændur græddu of fjár á því ef auðlindir fyndust i jörðum þeirra. Þorsteinn Jónatansson og Jón Lúthersson hlýða á málflutning andstæðinganna og kima við. Ráða þeir úrslitum? Verzlunareigendur fá að skammta álagningu en verkalýðurinn fær ekki að semja um kaup Stefán Jónsson (G—1) sagði að sér þætti það helviti hart að ríkisstjórnin leyfði verzlunareigendum að ákveða sjálfir álagningu á vöru sína á meðan verkafólk fengi ekki að semja við at- vinnurekendur í friði um sín laun. Sagði hann að Alþýðubandalagið stefndi að lækkun vöruverðs með því að lækka álagningu og söluskatt og fá tekjur til ríkisins annars staðar á móti. Úrslit úr 4 síðustu kosningum Alþýðuflokkur Framsóknarfl. Sjálfstæðisfl. Alþýðubandalag SFV 1963 1967 1971 1974 1012(10.1%) 1357(13.0%) 1147(10.1%) 1089( 9.1%) 4530(45.2%) 4525(43.3%) 4677(41.1%) 4811(39.7%) 2856(28.5%) 2999(28.7%) 2939(25.9%) 3661(30.2%) 1621(16.2%) 1571(15.0%) 1215(10.7%) 1731(14.3%) 1389(12.2%) /22( 6.4%) Lýðræðisflokkur í Norður- landskjördæmi eystra 42( 0.3%) Stefán Valgeirsson „Andstæðingar okkar eru ábyrgðarlausir” Verðbólga alltaf meiri án Sjálfstæðisflokks Lárus Jónsson (D—2) sagði auðvelt að sannað verðbólga hefði alltaf verið meiri er Sjálfstæðisflokkurinn væri utan ríkisstjórnar en innan. Hann spurði menn hvort þeir vildu nýja vinstri stjórn með öllum þeim Lárus Jónsson „Andsiæðingar okkai fara með rangfærslur” óskapnaði sem henni fylgdi, ef ekki væri Sjálfstæðisflokkurinn eini flokk- urinn sem hamlað gæti gegn þvi. Einstök óhappastjórn Þorsteinn Jónatansson (F—l) sagði rikisstjórnina hafa verið einstaka óhappastjórn. Sveitarstjórnarkosning- arnar sönnuðu það álit fólksins sem misst hefði rneð öllu trú á Sjálfstæðis- flokknum. Alþýðubandalag vill hækka hæstu launin mest — Ingi Tryggvason (B—3) sagði að auðséð væri á kröfum Alþýðubanda- lagsins um samningana i fullt gildi að það gerði kröfur um að hæstu launin .hækkuðu mest. Þetta gengi þvert á stefnu Framsóknarflokks sem vildi að lægstu launin hækkuðu meira en þau hærri. Miða við ástandið fyrir f ebrúarlögin Jón Hermannsson (F—2) sagði að þó rikisstjórnin gæti sannað að kjörin hefðu batnað með bráðabirgðalögun- um i maí ætti ekki að miða við þau kjör sem þá voru heldur þau kjör sem í gildi voru fyrir febrúarlögin, þau kjör sem menn höfðu vegna samninga og búið væri að stela frá þeim. Eftir að framsöguræðum fundar- manna var lokið (þær tóku fjóra tima á hvorum stað) var töluvert karp uni þær þeirra á milli en þó allt i mestu friðsemd. Fundi var siðan slitið og hver fór til síns heinia. •DS. SPIRA r Sófi og svefnbekkur í senn. íslenzkt hugverk oghönnun. Sófaborð 'mw OKKAR m* VERÐ KR: 79.100 OKKAR , VERÐ OKKAI 69Æ00- Húsgagnaverksmiðja Skemmuveg 4, Kópavogi — Sími 73100 FORSTOFUHUSGOGN A.GUDMUNDSS0N Húsgagnavoricsmiflja Skemmuvegi 4. Simi 73100. SKRIFSTOFU- SKRIFBORÐ Vönduð sterk skrifstofu skrifborð íþrem stærðum. Verðfrákr. . 108.000 / Greiðslu- skilmálar Stað- * greiðslu- afsláttur Sendumum alltland / Vegg. húsgögn væntanleg Í2gerðum STEKKJARa* KR: 119.500 OKKAR VERÐ KR: 94.500

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.