Dagblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978.
11
Þannig smíðar þú
kjamorkubombu
Erlendar
fréttir
Júgóslavía:
Sovézkirsend'h
menn reknir heim
Júgóslavnesk sljórnvöld hafa
krafizt þess að þrir sendimenn
Sovétríkjanna i sendiráðinu í
Belgrad hverfi á brott. Eru sovét-
mennirnir sakaðir um að hafa haft
of náin samskipti við
júgóslavneska fylgismenn
Moskvu. Kraftan um brottför
sendimannanna, var lögð fram
eftir yfirheyrslur og framburð
vitna vegna réttarhalda yfir einum
foringja Moskvusinna sem fram
fóru í apríl síðastliðnum.
Suður-Afríka:
Tuttugu og tveggja ára gamall hag-
fræðinemi við Harvard háskóla,
Dmitri Rotow að nafni, hefur heldur
betur komizt i sviðsljósið eftir að i Ijós
kom að hann hefur samið fjögur
hundruð blaðsiðna skýrslu um hvernig
smíða má ýmiss konar kjarn-
orkusprengjur á tiltölulega auðveldan
hátt.
Rotow byggir skýrslur sina
eingöngu á upplýsingum, sem hann
fann í skjalasafni öldungadeildar
þingsins í Washington, sem er öllum
opið. Rotow hefur aldrei stundað neitt
nám i eðlisfræði né kjarneðlisfræði en
tók að kynna sér gögn um kjarn-
orkusprengjur til að hvíla sig frá hag-
fræðináminu.
Hefur honum nú verið tilkynnt að
hann eigi á hættu að vera ákærður ef
hann ræði innihald skýrslu sinnar við
aðra en þá sem bandarísk yfirvöld
samþykki. Hefur þess einnig verið
krafizt að Rotow afhendi skýrsluna til
öruggrar geymslu eða tryggi að hún
verði geymd á öruggan hátt.
— Ég notfærði mér aðeins þær upp-
lýsingar sem öllum eru opnar og lagði
síðan saman tvo og tvo ef aðferðirnar
eru ekki sagðar beinum orðum —
sagði Rotow. —Það eru fleiri en ég er
geta gert þetta — sagði hann enn-
fremur og staðfesti jafnframt að ýmsir
erlendir aðilar hefðu haft samband við
sig varðandi skýrsiuna.
Sjónvarpsstöðin ABC hefur rætt við
Rotow og meðal annars fóru frétta-
nienn með honum til mikillar rann-
sóknarstöðvar orkumálastjómarinnr
bandarisku sem er i Los Alamos í
Nýju Mexico. Gekk Rotow þar um
skjala- og bókasafn stofnunarinnar og
fann þar ýmsar athyglisverðar
upplýsingar. Til dæmis tengibúnað
fyrir kjarnorkusprengjur sent var i
notkun á siðasta áratug.
— Þetta endar auðvitað með þvi að ég
afhendi skýrsluna til opinberra aðila
— sagði Rotow, sent sagðist nú ekki
eiga neina ósk heitari en að losna úr
öllu þrasinu og hefjast aftur Itanda við
hagfræðinántið.
Tvö ár frá Sow
eto mordum
— mikill viðbunaður lögreglu
Lögreglan i Suður-Afríku handtók i
morgun hundruð ibúa í Soweto, útborg
Jóhannesarborgar, en þar búa eingöngu
svertingjar. Settar voru upp hindranir á
götum og varðstöðvar lögreglu. Allt er
þetta gert til að lögreglan geti verið
viðbúin hugsanlegum óeirðum vegna
þess að um þessar mundir eru tvö ár
liðin siðan miklar óeirðir urðu i Soweto
þar sem nokkur hundruð manns féllu
fyrir skotum lögreglunnar.
Upptök þeirra óeirða voru meðai
annars þau að svertingjar vildu mót-
mæla að kennsla i skólum þeirra átti
framvegis að fara fram á afríkani, máli
Búa, hvitra manna í landinu, en ekki á
þjóðtungu svartra.,
Fregnir hafa borizt um að lögregla hafi
verið mjög áberandi á götum Soweto þar
sem um það bil ein milljón manna býr.
Hafi fólk verið stöðvað á götum, spurt
ýmissa spurninga, leitað á því og sumir
jafnvel handteknir.
Indira Gandhi,
sinni til að endurheimta völdin í landi sínu. Aftur á móti berast þær fregnir að
núverandi stjórnvöld hyggist ákæra Indiru fyrir misnotkun á völdum sínum I fyrri
tið. Er talið að réttarhöldin hefjist I lok þessa mánaðar eða I byrjun þess næsta.
.
Norðmenn ætla ad halda upp á sjötlu og fímm ára afmæli konungs síns með þriggja daga hátíðahóldum. Hefjast þau laugar
daginn 1. júlí næstkomandi með samkomu sjö hundruð og fímmtíu manns i Þjóðleikhúsinu í Oslo.
Joan Baez, Santana
og Beach Boys
syngja í Leningrad
Talið er að hátt á annað hundruð
þúsund manns muni koma til að hlýða
á nokkra bandariska þjóðlaga-
söngvara. sem koma fram i Leningrad
í byrjun júli. Verða tónleikarnir
haldnir á torgi fyrir framan vetrarhöll
Katrínar miklu keisaraynju og munu
sovézkir þjóðlagasöngvarar einnig
koma fram.
Að sögn þess aðila, sem annazt
hefur um undirbúning hinna banda-
risku söngvara verður það söngkonan
Joan Baez og söngflokkarnir Santana
og Beach Boys, sem koma fram i
Leningrad. Ýmsir aðrir söngvarar
neituðu að syngja eystra með þeim
skilyrðum sem boðin voru. En aðeins
er greiddur kostnaður vegna söng-
ferðarinnar. Ekki hefur verið gefið
upp hverjir höfnuðu boðinu.
Levi Strauss fyrirtækiö, einn þekkt-
asti gallabuxnaframleiðandi i
heiminum. hefur tekið að sér að greiða
stóran hluta kostnaðarins til
tónleikanna.
Kvikmynd verður gerð og mun þar
verða reynt að sýna fram á andstæður
vígbúnaðarkapphlaupsins og tónlistar-
innar sern tengt getur fólk af ólikunt
þjóðernum santan.
VÖRN GEGN VINSTRI STJÓRN X~