Dagblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ1978. Rikisstjórn Menachem Begins stendur nú frammi fyrir auknum þrýstingi heima fyrir i Ísrael eftir að hafnað hefur verið kröfum Egypta um að Israelsmenn sýni friðarvilja sinn i raun áður en viðræður milli landanna verði teknar upp að nýju. Utanríkisráðherra ísraels, Moshe Dayan, sagði í gær að kröfur Egypta væru óaðgengilegar. Lét hann hafa þetta eftir sér rétt eftir að hann kom heim frá Bretlandi en þar ræddi hann við egypzka utanrikisráðherrann i tvo daga. Kröfum um að Begin forsætis- ráðherra breytti afstöðu sinni til samninga fengu byr undir vængi í gær vegna þess að verkamannaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, ákvað að leggja fram vantrauststillögu vegna ísrael: Aukinnþrýst- ingur á Begin um að ganga til samninga — ekki hægt að sitja þegjandi hjá segirGolda IHeir málsins. Golda Meir fyrrum forsætis- ráðherra sagðist ekki geta setið þegjandi hjá, er meðferö Begins á friðasamningamálinu ylli bæði óvissu og óreiðu. Simon Peres foringi Verka- mannaflokksins sagði forsætisráðherr- ann ekki hæfan til þess að gæta rikis- leyndarmála, auk þess að vera almennt óhæfur til að gegna starfi forsætisráðherra. Forustumenn flokks Begins hafa mótmælt ásökunum á hendur honum og telja þær óeðlilegar persónuárásir á forsætisráðherrann. Sjálfur hefur Begin sagt að á meðan höfuðkrafa Egypta væri sú að ísraelsmenn yfir- gæfu öll herteknu svæðin samstundis væri ekki um neitt aðsemja. Bandaríkin: Erlendar fréttir Fá ekkiað hjóla um sóvézka þjóðvegi Hópur vesturevrópskra hjólreiða- manna sem hyggst hjóla frá Paris til Moskvu til að leggja áherzlu á nauðsyn aukinnar verndar náttúrunnar kemst líklega ekki alla leið. Hefur hjólreiða mönnunum verið sagt að óliklegt sé að þeir fái að fara yftr landamæri Sovétrikj- anna. Hjólreiðamennirnir sem komnir eru til Varsjár hafa fengið loforð um svar frá sovézka sendiráðinu í borginni eigi síðar en á mánudag. Að sögn eins úr hópnum, sem i eru fjörutiu manns af ýmsu þjóðerni, sögðu embættismenn i sovézka sendiráðinu að bannað væri að fara um þjóðvegi Sovétríkjanna á reið- hjólum svo vegabréfsáritun væri ólíkleg. Norskir /eðurstóiar —. Húsgagnaverzlunin Lík belgískra fórnardýra flutt heim Flugvéfl'rá belgiska tlughernum flutti i gær lík hinna sautján belgisku ferða- manna sem týndu lifi i gassprengingunni miklu á Spáni til Belgiu. Vélin lenti fyrst í Valencia þar sem nokkrir hinna belgísku ferðamanna höfðu látizt af sárum sínum á sjúkrahúsi. Siðan var náð í þau lik sem geymd voru í útfarar- stofnun nærri slysstaðnum. Fjórir Belgiumenn eru enn á sjúkrahúsum á Spáni og tuttugu og einn i Belgiu. Að sögn belgískra yfirvalda er ekki enn vitað um afdrif sextán Belgíumanna. Nú er vitað með fullri vissu að meira en eitt- hundrað og fimmtíu manns fórust i gas- sprengingunni í tjald og húsvagna- búðunum fyrir níu dögum. Abel Muzorewa biskup hefur undanfarið dvalizt I Washington til að reyna aö fá Bandaríkjastjórn til að aflétta viðskiptabanni gegn Ródesíustjórn. Biskupinn er einn þeirra þriggja svörtu þjóðernissinna sem tekið hefur sæti i bráðabirgðastjórn lans Smith. Verður viðskiptabanni gegn Ródesíu afíétt? — málið tekið til umræðu í öldungadeildinni á mánudag Horfur eru á miklum deilum og bar- áttu milli öldungadeildar bandaríska þingsins og Jimmy Carters forseta varðandi möguleika á að aflétta við- skiptabanni gegn Ródesiu. Cyrus Vance utanrikisráðherra Bandaríkj- anna hefur varað við afleiðingum þess að banninu verði aflétt. Gæti það skaðað mjög alla viðleitni Breta og Bandarikjamanna til að koma á meiri- hlutastjórn svartra í Ródesiu. Öldungadeildin mun fjalla um þessi mál í umræðum á mánudaginn en þá kemur til umræðu tillaga varðandi öryggisaðstoð Bandaríkjanna á er- lendri grundu. Jesse Helms, ihalds- samur repúblikani frá Norður-Karó- línu, hyggst beita sér fyrir þvi að við- skimabanninu gagnvart Ródesiu verði aflétt. Hefur hann hlotið nokkurn byr vegna heimsóknar Abel Muzorewa biskups til Washington. Hann er einn þriggja svartra leiðtoga i bráðabirgða- stjóm Ians Smith. Ríkisstjórn Carters hefur lýst yfir fullri andstöðu við hugmyndir Helms um að aflétta viðskiptabanninu. Tveir frjálslyndir repúblikanar, Clifford Case og Jakob Javits, sem sæti eiga í utanríkismálanefnd öldungadeildar- innar hafa ákveðið að beita sér fyrir málamiðlun, sem hindra mundi að til- laga flokksbróður þeirra Helms kæmist til framkvæmda. Samkvæmt tillögu þeirra væri því frestað að af- létta viðskiptabanninu þar til ný rikis- stjórn hefur verið mynduð i Ródesiu að loknum frjálsum kosningum allra landsmanna. Einnig þyrfti Carter Bandarikjaforseti að vera sannfærður um að rikisstjórn Ródesíu ætlaði i raun og veru að beita sér fyrir viðræðum allra þeirra aðila sem Ródesíumálið varðar. Á slikri ráð- stefnu yrði þá meðal annarra sá hluti svartra þjóðernissinna sem berst gegn Ródesíustjórn í útlegð. Hefur sú hreyfing ekki viljað taka þátt í bráða- birgðastjórn Ians Smith en barizt gegn henni með skæruliðasveitum. Talið er að rikisstjórn Carters geti sætt sig við málamiðlunartillögu þeirra Case og Javits. Tillaga sem dálitið er frábrugðin væntanlegri tillögu Helms öldunga- deildarþingmanns féll naumlega í öld- ungadeildinni í síðasta mánuði. Gerði hún ráð fyrir að viðskiptabanni á Ródesíu yrði aflétt um fimmtán mán- aða skeið. Urvals gæðavara Verð kr. 139.500

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.