Dagblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1978.
>ttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
iki IBK
Víking
igruðuVíking4-0
leildinni
ÍBK. Staðan i leikhléi var 2-0. I byrjun
siðari hálfleiks bætti Vilhjálmur
Ketilsson við sinu öðru marki, 3-0, og
siðasta orðið átti Magnús Torfason,
þegar hann skoraði fallegt mark.
Magnus og Vilhjálmur voru beztir í
liði ÍBK, sem annars er jafnt og samæft.
Hjá Víkingi var Rósmundur Jónsson
bezturí markinu.
gi og Ólafur Lárusson lokar bara augum.
leð og viðöllubúinn.
DB-rnynd Bjarnleifur
Landsmótið á Selfossi
— verðursettkl. 8f kvöld. 1500 keppendurá fjölmennasta
íþróttamóti sumarsins
Landsmót UMFÍ verður um helgina á
Selfossi og raunar hófst keppni þegar í
morgun, kl. 10. Mótið verður þó ekki
formlega sett fyrr en I kvöld með hóp-
göngu allra þátttakenda. Landsmót
Ungmennafélags íslands er hið 16. t röð-
inni og mesti íþróttaviðburður ársins.
Undanfarnar vikur hefur gífurleg
vinna verið lögð í allan undirbúning
mótsins, svo það megi fara hið bezta
fram. Kostnaður við landsmótið nemur
um 10 milljónum króna og hefur ekkert
verið til sparað að gera undirbúning sem
beztan.
Það verður margt þekkt íþróttafólk á
Selfossi. Stefán Hallgrímsson mun leiða
Austfirðinga til mikilla sigra, ef að líkum
lætur en UÍA hefur sannað undanfarið
að mikil gróska er nú á Austurlandi i
öllu íþróttalifi. Borgfirðingurinn Jón
Diðriksson mun keppa á landsmótinu og
má jafnvel vænta íslandsmets frá
honum en hann hefur þegar náð
athyglisverðum árangri í sumar.
Þannig má raunar lengi telja, baráttan
verður hörð — barizt um hvert stig á
landsmótinu. Aðstaða öll á Selfossi er
með ágætum. Nýtt íþróttahús verður
tekið í notkun, glæsilegt íþróttahús er
rúmar 600 manns. Þá hefur verið tekin í
notkun ný útisundlaug á Selfossi.
íþróttavellirnir á Selfossi eru tveir.
malarvöllur og grasvöllur. Umhverfis
grasvöllinn eru fjórar hlaupabrautir og
aðstaða fyrir kast- og stökkgreinar hefur
öll veriðendurbætL
Keppendur á landsmótinu verða um
1500, þannig verður landsmótið á
Selfossi langfjölmennasta íþróttahátið á
íslandi i ár. Búizt er við miklum fjölda
fólks til Selfoss — sér i lagi ef veður helzt
gott, sem raunar flest bendir til, áætlað
er að hægt verði að taka á móti 25—30
þúsund manns til Selfoss. Vegur og
virðing landsmóts UMFÍ hefur farið
hækkandi, og allir möguleikar á, að
landsmótið á Selfossi verði hið glæsi-
legasta frá upphafi.
Dagskráin í dag: Blak og körfuknatt-
leikur fara fram í íþróttahúsinu.
Keppnin hófst kl. 10 og lýkur í dag kl.
20.
Á malarvellinum fór fram leikur í
knattspyrnu í morgun og i dag fara síðan
fram tveir leikir.
Frjálsar iþróttir hófust kl. eitt. Þá
verður keppt í skák í barnaskólanum.
Einnig í starfsíþróttum. Lagt verður á
borð í fjallaskála Selfossbió.
í sundlauginni fer fram keppni í sundi
frá kl. þrjú til sex. Loks fer fram í kvöld
kl. 20 formleg setning mótsins með
skrúðgöngu íþróttafólksins — en
keppendur á Landsmóti UMFÍ eru um
1500.
Á morgun, laugardag: Þegar um
morguninn hefst keppni í starfsíþrótt-
um, dráttarvélaakstri, þekkingar-
könnun. í iþróttahúsinu verður keppt í
borðtennis.
Frjálsar íþróttir verða á grasvellinum
og á malarvellinum fer fram leikur í
knattspymunni. 1 íþróttahúsinu verður
keppt allan daginn i blaki og körfuknatt-
leik. Á morgun kl. 14 hefst keppni i
handknattleik við barnaskólann. Þá
verður i Selfossbió júdó og i barna-
skólanum skák.
Klukkan 14 hefst keppni í starfs-
iþróttum. hestadómar, jurtagreining,
linubeiting og dráttarvélaakstur. Keppt
verður í sundi, glíman hefst kl. 15 í
iþróttasal barnaskólans. Kl. 16.15 hefst
keppni í starfshlaupi á íþróttavöllunum.
Dagskránni á morgun lýkur með kvöld-
vöku og siðan dansleik.
Á sunnudag hefst keppni kl. 10 með
keppni i sundi, knattspyrnu, handknatt-
leik, körfuknattleik og skák. Úrslitin í
blaki hefjast kl. 11.30. Klukkan 14.30
eru úrslitin i körfuknattleik. Kl. 14.30
hefst hátiðardagskrá á grasvellinum. Kl.
16 fer fram úrslitaleikurinn i knalt-
spyrnu. Þá verða mótslit á grasvellinum
um kl. 18 og að því loknu dansleikur i
iþróttahúsinu.
Iþróttahúsið á Selfossi rúmar 600 manns og verður tekið i notkun um helgina.
GROSKUMIKIÐ STARF HJA IF
Aðalfundur íþróttafélags fatlaðra í
Reykjavik var haldinn nýlega. Þann 30.
maí s.l. varð félagið fjögurra ára.
Félagar eru nú um 160 og eru um 50%
þeirra virkir félagar. Félagið hefur notið
stuðnings margra góðra manna,
einstaklinga, félagasamtaka og klúbba
sem hefur verið félaginu mikil hvatning
til meiri dáða og öflugra starfs. Mikið
hefur verið gert til að kynna félagið. Var
farið á um 40 staöi og kvikmyndin
Toronto Olipyed sýnd. Sendir hafa verið
keppendur á mót erlendis, svo sem til
Þrándheims í Noregi (Norðurianda-
meistaramót i sundi) til Roskilde i.
Danmörku (Norðurlandameistaramót i
borðtennis) og á Stoke Mandeville
leikana (alheimsleikar) í Englandi.
Árangur íslendinganna var góður og
var komið heim með nokkur silfur- og
bronsverðlaun. Haldið varfyrsta íslands
meistaramót í lyftingum, var það haldið
í sjónvarpssal, auk þess sem borðtennis
var kynntur við sama tækifæri. 1 maí sl.,
var svo haldið í Reykjavík Norðurlanda-
meistaramót i lyftingum og opið mót í
boccia. Teiknað hefur verið merki
félagsins, það gerði Einvarður Jósefsson.
Til að byrja með hafa verið búnar til
oddveifur og merki til að sauma á
iþrbúninga, eru merki þessi til sölu.
Æfingar hafa verið í Hátúni 12
(lyftingar, borðtennis, curling og boccia)
sund i skólalaug Árbæjar og bogfimi
i anddyri Laugardalshallarinnar.
Þjálfarar félagsins eru Kristjana Jóns-
-oggóðurárangur
dóttir. sund, Sveinn Áki Lúðvíksson,
borðtennis og Július Arnarsson, aðrar
greinar. Eftirfarandi innanfélagsmót
hafa verið haldin. Curling: Keppt var i
A og B fl. Nr. 1 i A fl. varð Sævar
Guðjónsson og nr. 1 í B fl. Kristín
Halldórsdóttir. í sveitakeppni varð nr. 1
sveit Sævars Guðjónssonar og með
honum voru Ingibjörg Ólafsdóttir og
Þórhalla Guðmundsdóttir. Lyftingar:
Keppt vai i tveimur flokkum og miðað
við 67.5 kg. 1 léttari fl. varð nr. 1 Arnór
Pétursson, lyfti 87,5 kg. íslm. 1 þyngri fl.
varð nr. 1 Sigmar Ó. Maríasson, lyfti
107,5 kg. íslm. Borðtennis: í kvennafl.
varð nr. 1 Guðný Guðnadóttir, í karlafl.
varð nr. 1 Sævar Guðjónsson. Einnig
var keppni i borðtennis milli ófatlaðra
félagsmanna og nr. I varð Guðni Þór
Arnórsson. Sund. Nr. 1 með forgjöf
varð Birna Kr. Hallgrimsdóttir og nr. 1
án forgjafar var Óskar Konráðsson.
Afreksbikarinn hlaut að þessu sinni
Arnór Pétursson.
Verðlaunahafar ÍF. Sitjandi frá vinstri: Sævar Guðjönsson, Arnör Pétursson, Guðný
Guðnadöttir. Standandi frá vinstri: Sigmar Ó. Mariasson, Guðni Þör Arnórsson,
Ingibjörg Ólafsdóttir, Kristin Halldórsdóttir, Þórhalla Guðmundsdóttir, Birna Hall-
grímsdóttir og Óskar Konráðsson.
'Stefán Hallgrimsson leiðir Austfirðinga
á Selfossi.
Landsliðið
til Svíþ jóðar
Kalottkeppnin i ár fer fratn I Umeaa i
Svíþjóð og valið hefur verið sterkt lið
frjálsiþróttafólks. Keppendur íslands
verða 40 i Kalottkeppninni í ár — allt
okkar sterkasta fr jálsíþ röttafólk þó
vissulega sé Ingunnar Einarsdóttur
saknað en hún hún hefur átt við meiðsli
að stríða í vetur.
íslenzka landsliðið í Svíþjóð verður
þannig skipað:
100 m hlaup: Vilmundur Vilhjálmsson,
Sigurður Sigurðsson.
200 m hlaup: Vilmundur Vilhjálmsson,
SigurðurSigurájson.
400 m hlaup: Vilmundur Vilhjálmsson.
Stefán Hallgrimsson.
800 m hlaup: Jón Diðriksson, Gunnar
Páll Jóakimsson.
1500 m hlaup: Jón Diðriksson, Ágúst
Ásgeirsson.
5000 m hlaup: Sigfús Jónsson, Sigurður
P. Sigmundsson.
10000 m hlaup: Sigfús Jónsson. Gunnar
Snorrason.
110 m grind: Elías Sveinsson, Stefán
Hallgrimsson.
400 m grind: Stefán Hallgrímsson, Þor-
valdur Þórsson.
3000 m hindrun: Ágúst Þorsteinsson,
Hafsteinn Óskarsson.
4x 100 m boðhlaup: Magnús Jónasson,
Sigurður Sigurðsson, Vilmundur Vil-
hjálmsson, Friðrik Þór Óskarsson.
4x400 m boðhlaup: Vilmundur Vil-
hjálmsson, Stefán Hallgrímsson,
Gunnar P. Jóakimsson, Þorvaldur Þórs-
son.
Hástökk: Guðmundur R. Guðmunds-
son, Stefán Friðleifsson.
Langstökk: Friðrik Þór Óskarsson,
Stefán Hallgrimsson.
Þristökk: Friðrik Þór Óskarsson, Helgi
Hauksson.
Stangarstökk: Elías Sveinsson, Guð-
mundur Jóhannesson.
Kúlukast: Óskar Jakobsson, Hreinn
Halldórsson.
Kringlukast: Óskar Jakobsson, Erlendur
Valdimarsson.
Spjótkast: Óskar Jakobsson, Einar Vil-
hjálmsson.
Sleggjukast: Óskar Jakobsson, Erlendur
Valdimarsson.
Konur:
100 m hlaup: Lára Sveinsdóttir, Berg-
þóra Benónýsdóttir.
200 m hlaup: Lára Sveinsdóttir, Berg-
þóra Benónýsdóttir.
400 m hlaup: Sigríður Kjartansdóttir.
RutÓlafsdóttir.
800 m hlaup: Lilja Guðmundsdóttir,
Guðrún Sveinsdóttir.
1500 m hlaup: Lilja Guðmundsdóttir.
Guðrún Árnadóttir.
3000 m hlaup: Thelma Björnsdóttir,
Guðrún Árnadóttir.
100 m grind: Lára Sveinsdóttir. María
Guðjohnsen
400 m grind: Sigrún Sveinsdóttir, Sigur-
borg Guðmundsdóttir.
Hástökk: Þórdís Gísladóttir, Maria
Guðnadóttir.
Langstökk: María Guðjohnsen, Láiv.
Sveinsdóttir.
Kúlukast: Guörún lngólfsdóttir, Ása
Halldórsdóttir.
Kringlukast: Guðrún Ingólfsdóttir.
Kristjana Þorsteinsdóttir.
Spjótkast: María Guðnadóttir, íris
Grönfeldt.